Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 B 19 ERLENT Bresk skýrsla um meint mannréttindabrot ráðamanna í Irak Sakaðir um morð á saklausu fólki London. AFP. STJÓRNVÖLD í írak hafa gerst sek um gróf mannréttindabrot, meðal annars morð á föngum og aftökur á saklausu fólki, að því er fram kemur í innanhússskýrslu breska utanríkis- ráðuneytisins. Talsmaður ráðuneytis- ins staðfesti á föstudag að embættis- menn þess hefðu skrifað skýrsluna og henni hefði verið lekið í breska dag- blaðið The Guardian. Blaðið segir að í skýrslunni komi fram að fangar, sem dæmdir hafi ver- ið fyrir minniháttar afbrot, hafi verið pyntaðir með hrottalegum hætti eða myrtir. Rúmlega 50 saklausir geð- sjúklingar hafi verið teknir af lífi í stað fanga sem hafi mútað embættis- mönnum til að komast hjá aftöku. í skýrslunni segir ennfremur að átta fangar hafi verið teknir af lífi í síðasta mánuði fyrir að skemma veggmálverk af Saddam Hussein og tunga hafi verið skorin úr manni sem hafi rægt íraska leiðtogann. Þá hafi þrjátíu vændiskonur verið háls- höggnar í „hreinsun" í október og höfuð þeirra skilin eftir við útidyr heimila þeirra. Fyrirmælin frá skyldmennum Saddams Skýrsluhöfundarnir segja að til- skipanimar um aftökumar og pynt- ingarnar hafi verið undirritaðar af skyldmennum Saddams, meðal ann- ars sonum hans og hálfbræðram, eða einum af helstu ráðgjöfum hans. í mörgum fyrirmælanna hafi komið fram hvemig ætti að pynta eða myrða fólkið. Talið er að skýrslunni hafi verið lekið í fjölmiðlana til að hafa áhrif á deiluna um hvort halda eigi áfram viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á írak sem sett var eftir Persaílóa- styrjöldina árið 1990. Nokkur Evrópuríki, þeirra á meðal Rússland, vilja að viðskiptabannið verði afnum- ið eða mildað en Bandaríkjamenn og Bretar hafa ekki léð máls á því. „Upplýsingamar í skýrslunni munu greiða fyrir tilraunum Breta og Bandaríkjamanna til að styrkja refsi- aðgerðimar,“ sagði The Guardian. -Q -ALLRA HEIMA- Nú er genginn í garð tími jólahlaðborðanna. Á jólahlaðborði Eldhússins er boðið upp á fjölbreytta og Ijúffenga rétti á góðu verði. Njótið góðra veitinga í skemmtilegu og líflegu umhverfi í Eldhúsinu, Kringlunni. itudagskvöld daga - í hádeginu og á kvöldin ardagskvöld Kaldir réttir • Reyktur lax • Grafinn lax • Beikonvafinn skötuselur • Hvítvinsmaríneraður saltfiskur • Karrísíld, hvítlaukssíld, • maríneruð sild og konfektsíld • Sjávarréttasalat Hawaii • Sjávarréttaljúfmeti • Heitreyktur lax • Villibráðarpaté • Hangikjöt með uppstú • Kalkúnabringur • Hamborgarhryggur • Dönsk lifrarkæfa ibalæri idellur s, smákökur, og espresso ostaterta lanns og fleirl itvmann. Heitir réttir Purusteik HeilsteiMsvinalæri Villikn Epla Dari Verð aðei Hópverð fyri aðeins kr. 3. og stærri Lmóti allt að 100 Hringið og pantiðjí síma 581 4000. Gerum tilboð fyrir hópa. jólaWáðborð Eldhússins hentar sérlega velf '' hópa og við getum manna hópum , g g® jmmm vér Verslunin hættir opið sunnudag frá ki. 11—17 Úlpur, barna- og fullorðinsstærðir, allt að 70% afsláttur Puma skór st. 39-42 nú kr. 1.990 íþróttagallar, barna- og fullorðinsstærðir með 2 buxum, nú kr. 3.490-3.990 Töfflur st. 36-46 nú kr. 995 Allt á að seljast! SPAR SPORT TOPPMERKI A LAGMARKSVERÐI ► NÓATÚN 17 S. 511 4747

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.