Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Laxveiðin fjórðungi undir meðalveiði Pétur Geir Ómarsson, 10 ára gamall, veiddi þessa tæplega 6 punda bleikju íÞingvallavatni á haustdögum. Agnið var fluga. BRÁÐABIRGÐATÖLUR frá Veiðimálastofnun benda til að heildarlaxveiði á stöng síðasta sumar hafí numið um 26.700 löxum, sem er 15% lakari veiði en í fyrra og 25% undir meðalveiði áranna 1974-1999. Alls var netaveiði um 4.000 laxar, mestur var aflinn í Ölfusá/Hvítá og í Þjórsá. Þetta er 2.600 löxum minni afli en í fyrra og ekki nema þriðjungur meðalneta- veiði áranna 1974-99. Munar þar mest um að engar laxveiðar í net eru lengur í sjó eða í Hvítá í Borg- arfirði. Að sögn Guðna Guðbergssonar fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun er samdráttur í stangaveiði mestur á vestanverðu Norðurlandi, á Vest- fjörðum og á Vesturlandi. I ám á Suður- og Austurlandi hafi veiði hins vegar yfirleitt verið meiri en í fyrra. Hann tekur fram að laxar sem tóku agn, var landað en sleppt aftur séu taldir með í heildartölu, einnig um 2.300 hafbeitarlaxar sem veiddust á stöng í Eystri- og Ytri- Rangá. Nýtt veiðisvæði Verðskrá Stangaveiðifélags Reykjavíkur er komin út og kennir að venju margra grasa. Öll helstu veiðisvæðin eru á sínum stað og að auki hafa bæst við tvö sem ekki voru í síðustu skrá, Úlfarsá, eða Korpa, sem félagið selur í umboðs- sölu, og Skógá undir Eyjafjöllum, sú hin sama og geymir þann fræga foss Skógafoss. Alls er um tólf kíló- metra langt veiðisvæði í ánni og þverám hennar, Kverná og Dalsá, og verður veitt á fjórar stangir. Mjög gott veiðihús fylgir og er það staðsett á jörðinni Drangshlíð 2 sem er aðeins kílómetra vestan við brúna yfir Skógá. Þarna er í upp- byggingu laxveiði með sama fyrir- komulagi og í Rangánum og Breið- dalsá, þ.e.a.s. gönguseiði eru alin og sett í sleppitjarnir og þaðan ganga þau síðan til sjávar þegar kallið kemur. Einnig hefur ávallt verið sjóbirtingsveiði í þessum ám þegar haustar. Upp á ýmsu nýju er bryddað í verðskrá SVFR, t.d. eru nú seld veiðileyfi til klakveiða á öllum svæðum Stóru Laxár. Veiða menn þá á flugu og sleppa laxi lifandi of- an í kistur landeigenda. Ugglaust verður sú veiði vinsæl. Þá er vor- veiðitilrauninni í Tungufljóti hætt, enda gekk hún illa síðasta vor. Sölusýning til styrktar flogaveikum ERLINGUR Páll Bergþórsson heldur sýningu á myndum sínum í versluninni Fjarðarkaup, Hafnar- firði, til 11. nóvember. Þetta er styrktarsýning en Erlingur hefm' verið með flogaveiki frá barnsaldri og vonast til að komast til Banda- ríkjanna í skurðaðgerð. Einnig ætlar Erlingur að styrkja Lauf, áhugafélag um flogaveiki, um 1.000 ki'. af hverri seldri mynd en verð myndanna er 9.000 kr. Mynd- irnar eru unnar í collage-myndgerð og er þetta önnur sýning Erlings. --------------------- Fyrirlestur hjá Geisla FUNDUR verður hjá Geisla, félagi um sorg og sorgarviðbrögð, þriðju- daginn 7. nóvember kl. 20. Þá koma foreldrar frá Foreldra- húsi í heimsókn og fjalla um sorg for- eldra og annarra aðstandenda bama og unglinga sem hafa ánetjast vímu- efnum. Eftir iyrirlesturinn svara þau spumingum og málin verða rædd yfir kaffibolla. Fundurinn er öllum opinn og eru allir velkomnir. Framtíðarstefna í ferðamalum Ferðamálasamtök íslartds standa fyrir ráðstefnu á Hótel K£A, Akureyri, 10.-11. nóvember um þátt sveitar- félaga í ferðaþjónustu á íslandi. RáSstefnustjóri: Ásgeir Magnússon, form. bæjarráðs Akureyrar. Dagskrá: Föstudagur 10. nóvember: 12:00-13:00 Skráning og afhending gagna 13:00-13:05 Setning: Pétur Rafnsson, form. Ferðamálasamtaka íslands 13:05-13:10 Ávarp: Sturia Böðvarsson, samgönguráðherra 13:10-13:25 Norðurland - Einn markaður SigurSurJ. SigurSsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar. 13:25-13:40 Vesturland í alfaraleið Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Akranesi. 13:40-13:55 Sérstaða Suðurnesja Björk GuSjónsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. 13:55-14:10 Þátttaka sveitarfélaga í ferðaþjónustu Pétur Rafnsson, form. Ferðamálasamtaka íslands. 14:10-14:25 Ferðaþjónusta á Suðuriandi á nýrri öld Óli Már Aronsson, oddviti á Hellu. 14:25-14:40 Sérkenni Vestfjarða í ferðaþjónustu Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjaröar. 14:40-14:55 Vægi höfuðborga í ferðaþjónustu Helgi Pétursson, varaforseti borgarstjórnar Reykjavíkur. 14:55-15:10 Markaðssetning Austurlands Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. 15:30-16:00 Kaffihlé 16:00-17:00 Pallborð - Fyrirspurnir Laugardagur 11. nóvember: 09:30-09:50 Markaðssetning landssvæða í ferðaþjónustu Jón Karl Ólafsson, framkv.stj. Flugfélags Islands. 09:50-10:10 Skipulagning áfangastaða ArnarM.ÓIafsson, lektor, forstöðum. Ferðamálaseturs Islands. 10:10-10:30 Ferðaþjónusta á íslandi yfir vetrarmánuðina Arngrímur Hermannsson, framkv.stj. ADDIS. 10:30-10:50 Menntun íferðaþjónustu Sigríður Þ. Stefánsdóttir, forstöðum. Ferðamálaskólans. 10:50-11:10 Sveitarféiög - Umhverfi - Ferðaþjónusta Stefán Gíslason, verkefnastjóri Staðardagskrár 21 á Islandi. 11:10-12:00 Pallborð - Fyrirspurnir 12:00 Ráðstefnuslit: Pétur Rafnsson, form. FSÍ Þátttöku- og gistiskráning hjá Hótel KEA sími: 460-2000 netfang: pls@hotelkea.is Ferðamálasamtök Islands Stílhnein og wfadicii imMMöaU Kö Cera - engu líkt! Salerni og handlaugar sem henta við hvers konar aðstæður. Ifö - sænsk gæðavara Tcnei Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is Fréttir á Netinu ^mbl.is ALLT/y^ £ITTH\fA£> TJÝTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.