Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MANNLIFSSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ REDDY LP2 hitalampi Passar á svalirnar, á veröndina, í garðinn, við sumarbústaðinn og allstaðar þar sem notalegs hita er þörf þegar kólnar í veðri. Stgr. aðeins kr. 59.000,- Afköst 14.800 wött/mín. Notkun 700 gr/klst. Þyngd 32 kg/ (án gaskúts) PÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI REYKJAVlK: Ármúla U - sfcnl 568 1500 - AKUREYfU: Lónsbakka - riml: 461 1070 - www.thor.ls Samherji hf. boðar til hluthafafundar þriðjudaginn 14. nóvember kl.18.00. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri. Dagskrá: 1. 2. 3. Hækkun hlutafjár Kosning stjórnar Önnur mál, löglega upp borin IVIATARLIST/Uvað er tapas? Bragðlaukagœlur í lagi FÆRST hefur í vöxt að fólk fari á veitingahús og fái sér jafnvel bara súpu, salat eða smárétt. Þetta er að þakka aukinni samkeppni og auð- ugri flóru veitingahúsa. Það þarf ekki endilega að vera eins hátíðlegt að fara út að borða og áður var. Það var jafnvel óafslappað því menn biðu hálfpartinn með hjartað í buxunum oft á tíðum eftir svimandi háum reikningnum og reyndu að skola áhyggjunum niður með Chablis eða 12 ára viskísjússi. En heimur batn- andi fer sem betur fer í þessum efn- um. Mikið er til í því að morgunverður- inn sé mikilvægasta máltíðin fyrir líkamann, en kvöldverðurinn fyrir sálina. Á kvöldin skiptir kannski ekki mestu máli hvað við borð- um og hversu mik- ið, heldur aðstæður og andrúmsloft, að geta notið rólegrar samverustundar með fjölskyldu og vinum hvort sem er heima í stofu eða á veitingastað. Urval veitingahúsa verður æ meira. Það nýjasta er t.d. sushi-bar og tapasstaður. Hvort tveggja afar ánægjuleg viðbót. Ég ætla að fjalla ögn um fyrirbærið tap- as. Tapas er í heimalandi sínu, Spáni, smáréttir sem etnir eru með fordrykk annað hvort í hádeginu og/eða á kvöldin. Hver réttur er örfáir munn- bitar og á að kitla, æsa upp matarlyst- ina, en ekki seðja. Þeir eru gjaman bragðskarpir og angandi til að kitla bragðlaukana. Sé nokkrum réttum raðað saman er vitanlega komin spennandi og fjölbreytt heil máltíð. Einfoldustu tapas-réttimir sam- anstanda t.d. af ólífúm, salthnetum, ólífu- eða tómatmauki með snittu- brauði, reyktri skinku og osti. Dæmi um fleiri tapas-rétti em fínt sneiddar, léttsoðnar gulrætur í ólífuolíu- marineringu með sjerrívínediki, salti, pipar og ferskum kóríander. Eitt af mínum uppáhöldum er paprikusalat. Þá em paprikur grillaðar, skinnið tekið af þeim, þær skomar í sneiðar og bomar fram með góðri ólífuolíu. Léttsteiktir, heilir sveppir í heitri, sterkri sósu em líka dúndur. Spánveijai; borða mikið fiskmeti og sama gera íslendingar. Við getum lært ýmislegt af Spánverjum varð- andi matreiðslu á hinum ýmsu flsk- tegundum. Þeir em t.d. snillingar í matreiðslu á skeldýmm að mínu mati. Þekktur tapas-réttur er einmitt fyllt- ir, bakaðir kræklingar með saxaðri papriku, hvítlauk og kóríander. Rækjur steiktar í ólífuohu með hvít- lauk og steinselju og flamberaðar í spænsku brandíi em heldur ekkert slor. Aðrir spennandi fiskitapasréttir era t.a.m. liltlir skötuselsbitar, steikt- ir eða grillaðir og bomir fram með rifnum sítrónuberki og steinselju; grillaður eða djúpsteiktur smokkfisk- ur; steiktir þorsk- eða ýsubitar sem velt er upp úr kryddlegi og síðan borðaðir kaldir og djúpsteiktir fisk- bitar í deigi bomir fram heitir með sítrónusneiðum. Lífið er saltfiskur hefur nú yfirleitt frekar neikvæða merkingu í eymrn íslendinga, en á Spáni er saltfiskur sunnudagsmatur og sé spakmælið til þar, myndi það eflaust samsvara hinu franska ,Ja vie en rose“, eða hið ljúfa líf. Saltfiskréttir þeirra em óteljandi og frábærlega góðir þeir sem ég hef smakkað, t.d. saltfiskbollur með kart- öflum og sterkri tómatlagaðri sósu. Kjötbollur, sniglar, humar og kryddpylsur tilheyra einnig tapas- borðinu. Ekki er úr vegi að enda spænska máltíð, hvort sem hún er samansett úr mörgum, ltilum tapasréttum, eða öðrum spænskum réttum líkt og t.d. paella og gazpacho, á nokkmm mol- um af turrón (spænsku núggati) og renna því niður með sætu spænsku sérríi, nú eða ljúfum möndlutesopa. Tapas sem lífstíll? Ekki vitlaus hugmynd. Hráefnið er ferskt og fjöl- breytt, kryddin spennandi, en hráefn- ið samt ætíð látið njóta sín til fulln- ustu og gaman fyrir augu og lauka bragðsins að blanda saman jafnvel 3^4 réttum. Ekki úr vegi að byija daginn í anda Spánveija, í miklum ferskleika og sólskini og skella eftirfarandi diykk í sig glaðbeittur að morgni. _______125 g steinlous blá vínber____ ____________250 g anonas_____________ _________250 g vatnsmelóna___________ Skolið vínberin og setjið ásamt hin- um ávöxtunum í matvinnsluvél og maukið. Sigtið og hellið í glas (glös). eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur TÆKNIÆn/ að koma í Ijós nýir orkujramleiðslumöguleikar? Islensk vísindi með nýja sýn UM ÞESSAR mundir em Guðlaugur K. Óttarsson og félagar að þróa 180 ára gamla aðferð til framleiðslu á raforku úr varmastreymi. Framkvæmdin er einföld og ætti einmitt að vera afar gerleg á jarðhitalandinu Islandi. Ekki þarf nema að láta varmastraum renna eftir leiðara og það framkallar raf- straum í sömu átt. Á daglegra máli er leiðarabútur hitaður upp í annan end- ann en hinum haldið köldum. Þetta framkallar rafstraum í sömu átt og varmastraumurinn fer, þ.e. frá heita endanum til hins kalda. Hér á íslandi liggur beint við að hita heita endann með jarðhita. Þótt gmnnlýsingin sé einföld er ekki þar með sagt að hin fræði- lega útskýring sé það. Fyrirbrigðið bhhh hefur verið þekkt í fastefnaeðlisfræði undir enska nafn- inu „phonon drag“. i ' '.Jr ,a Það sem ber uppi jk varmastrauminn í Bleiðaranum er titr- ingur í kristallag- rind hans, ekki eftir Egil Egilsson ósvipað og hristur sé gormur þaninn á milli festinga. Orka titringsins byggist upp í skömmtum (þetta er skammtafræði). Líta má á þessa orkuskammta sem eindir. Þær heita á ensku nafninu „phonon" sem er þýtt með hljóðeind. Líta má á þær í mörgu tilliti sem staðsettar eindir. Þær rekur í átt til lækkaðs hitastigs. I því felst umræddur varmastraum- ur. Rafstraumur í leiðara er borinn uppi af rafeindum og þessi tvö kerfi em tengd hvort öðm. Séu hljóðeindirnar reknar í gegnum leiða- rann af hitamismunin- um á milli enda leiðar- ans draga þær rafeindakerfið með sér að vissu marki. Á milli leiðaraendanna verður ekki aðeins hitamunur heldur spennumunur. Þetta er ekkert annað en straumgjafi. Það fer eftir gerð leiðarans (málmsins) hvað sterk er tenging- in á milli hljóðeind- anna og rafeindanna. Hálfleiðarar hafa um margt sérstaka eiginleika og Guð- laugur hefur fengið ákveðna gerð hálfleiðara til að gefa meira af sér en aðra leiðara. Verið er að prófa fyrirbrigðið hér í Reykjavík. Voltin Guðlaugur K. Óttarsson og vöttin em fyrir hendi. Akveðin stærri og langvarandi pmfukeyrsla fer fram í gróðurhúsi úti á landi inn- an skamms á hendi fyrirtækisins Generry varmaraf. Allmargir ís- lenskir styrktaraðilar hafa auk þess styrkt þessar rannsóknir. Það er alltaf ein hlið málsins hvort hið tæknilega starfar rétt og önnur hlið hvort efnahagshliðin ger- ir það. Aflið sem út fæst er í réttu hlutfalli við rúmmál hálfleiðarabúts- ins sem varminn er sendur eftir. Út úr eins metra langri stöng hafa fengist 13 volt og aflið á þverskurð- areiningu stangarinnar er tvö kíló- vött á fermetra. Nýtni upp á 10% næst en þetta er orka sem er tekin úr jarð- varma landsins og er til í miklu magni og yrði e.t.v. nýtt í samhengi við aðra jarðvarmanýt- ingu. Auk þess má með ákveðinni brellu kenndri við baktenginu (e. feedback) auka þessa nýtingu vem- lega. Hluta varma- streymisins má nýta aftur. Guðlaugur Ott- arsson telur útlit fyrir að þessi orka verði samkeppnishæf við það sem er framleitt fyrir á markaðnum. Hvort þetta er einungis bundið við hinar sérstöku íslensku aðstæður jarð- varmans skal ósagt látið en allt um það þá verður áhugavert að fylgjast með framvindu þessa stórmáls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.