Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAGARNIR Jóhann Gunnar Bergþórsson og Aðalsteinn Hallgrímsson eru í hópi reynd- ustu virkjanamanna hér á landi. Nú vinna þeir við Vatnsfellsvirkjun þar sem Jóhann er staðai'- stjóri hjá ÍAV-Ísafli ehf. og Aðalsteinn aðstoð- arstaðarstjóri og staðgengill Jóhanns. Þeir eiga að baki langt og viðburðaríkt samstarf, eru góð- ir vinir og tengdir fjölskylduböndum. Hraðsoðinn mælingamaður Aðalsteinn er eldri í hettunni sem virkjana- maður og á langa starfsreynslu að baki á öræf- um íslands. Á háskólaárum sínum vann hann þijú sumur sem leiðsögumaður hópa banda- rískra og kanadískra jarðeðlisfræðinga. Hann segir að þá hafi áhugi hans á óbyggðunum kviknað, enda hafi þær borið nafn með rentu í þá daga. Sumarið 1966, eftir 1. árið í verkfræði, gerði Aðalsteinn undantekningu og vann við byggingu Búrfellsvirkjunar. Hann segir að svili sinn hafi stjómað framkvæmdum í Búrfelli og útvegað sér vinnu við mælingar. Starfsþjálfunin fór fram yfir eina helgi uppi á Vatnsenda. „Ég var því mjög hraðsoðinn mæiingamaður," segir Aðalsteinn. Einnig var hann eftirlitsmaður við byggingu Mjólkárvirkjunar eftir að hann lauk námi. Verkfræðingur gerist verktaki Jóhann stofnaði Verkfræðiþjónustu Jóhanns G. Bergþórssonar árið 1973. Þá hafði hann unn- ið við verkfræðistörf hjá Hafnarfjarðarbæ í um fjögur ár. Verkfræðiþjónustan kom að hönnun og gerð útboðsgagna mannvirkja og aðstoðaði verktaka við að gera tilboð í önnur verk. Jóhann öðlaðist því mikla þekkingu á verktakastarf- semi. Hann stofnaði verktakafyrirtækið Hraun- virki 1978 ásamt nokkrum verktökum. Hraun- virki bauð í tvo verkþætti Hrauneyjafoss- virkjunar og var með lægsta boð í þá báða. Minna verkið var unnið sumarið 1979. Stærra verkið fólst í byggingu aðalstíflu og greftri aðrennslisskurðar virkjunarinnar. Um- fang þess var svo mikið að bæta þurfti við stjómendum, og það var skilyrði af hálfu Landsvirkjunar að ráðinn yrði reyndur virkjanamaður í hóp stjómenda. Þeir Jóhann og Áðalsteinn vissu hvor af öðr- um, þegar þetta var, en þekktust ekki pers- ónulega. Jóhann fékk augastað á Aðalsteini, sakir reynslu hans af virkjanagerð, hringdi í hann um veturinn 1980 og sagðist þurfa að tala við hann. Aðalsteinn var heldur hvumpinn og spurði: Eigum við eitthvað vantalað? Þeir hitt- ust og í framhaldinu var Aðalsteinn ráðinn sem yfirverkfræðingur Hraunvirkis við það sem kallað var „stóra verkið" í Hrauneyjafossi. Tveggja áratuga samstarf Samstarf þeirra félaga hefur nú varað með stuttum hléum i rúm 20 ár og verið ákaflega við- burðaríkt. Ber þar hæst rekstur verktakafyrir- tækjanna Hagvirkis og Hagvirkis-KIetts. Þeim sem vilja kynna sér þá sögu nánar er bent á bók Páls Pálssonar, Satt að segja, sem fjallar um fyrirtækjarekstur og stjómmálabaráttu Jó- hanns. Auk þess að stýra framkvæmdum í Vatns- fellsvirkjun reka þeir félagar nokkur fyrirtæki, einir eða í félagi við aðra. Jóhann starfrækir enn verkfræðistofu sína og er helsta verkefni henn- ar þessa dagana að útvega staðarstjóra í Vatns- felli. Jafnframt starfi aðstoðarstaðarstjóra er Aðalsteinn einnig framkvæmdastjóri Hagtaks hf., sem fæst við dýpkunarframkvæmdir, og er Jóhann einn af eigendum og stjórnarformaður. Aðalsteinn stýrir einnig Bensa hf., sem er eign- arhaldsfélag og á dýpkunartæki. Einnig eiga þeir félagar í Hagvögnum hf„ sem sjá um rekst- ur almenningsvagna í sveitarfélögunum sunnan Reykjavíkur, Hópbílum hf„ sem gera út hóp- ferðabíla og í tengslum við þá starfsemi er ferðaskrifstofan Iceland Explorer. Aftur á fjöll Tildrög þess að þeir félagar fóm í Vatnsfell vom þau að Jóhann var beðinn um að aðstoða við undirbúning jarðvinnu og val á tækjabúnaði. Síðan óskuðu forsvarsmenn Islenskra aðalverk- taka, móðurfyrirtækis ísafls ehf„ eftir því að hann tæki að sér staðarstjóm. Að höfðu sam- ráði við eiginkonuna segist hann hafa ákveðið að taka því. Aðalsteinn kom lítið að verkinu fyrsta árið, að því undanskildu að hanna brú á virkjanasvæð- inu. Að hans sögn er hún seld sömu örlögum og ■ Morgunblaðiö/Kristinn Stoltir afar með sameiginleg bamabörn. F.v. Jóhann Gunnar Bergþórsson, Jóhanna Guðrún og Kristín Björg Bergþórsdætur, Aðalsteinn Hallgrímsson. worgunmaoio/Hax Jóhann og Aðalsteinn á vinnupalli ofan við inntaksmannvirki Vatnsfellsvirkjunar. í baksýn sést í stöðvar- húsið og inntaksleiðslumar. aðrar brýr sem hann hefur hannað, að verða rif- in þegar framkvæmdum lýkm’. Annar maður hafði verið ráðinn aðstoðar- staðarstjóri en sá veiktist seint í vetur sem leið og segist Jóhann þá hafa platað Aðalstein til að vinna í Vatnsfelli nokkra daga í viku. Aðalsteinn segir að þessu tækifæri hafi hann ekki viljað sleppa. Þó þyki sér ekki jafn gaman á fjöllum og þegar hann kom þangað íyrst. „Óbyggðirnar sem slíkar em horfnar. En virkjun er alltaf spennandi verkefni. Þar koma fyrir nánast allar greinar byggingaverkfræði. Brýr og hús, bæði eipföld og flókin, vegir, stíflur og jafnvel þyrlu- pallur. Stjómunarlega er það mjög ögrandi verkefni að ná þessu saman á stuttum tíma. En með aldrinum fer kannski mesti spenningurinn úr manni. Ég neita því þó ekki að ég fæ einstaka sinnum smá „kikk“ út úr þessu.“ Virkjunin Framkvæmdir við Vatnsfellsvirkjun hófust í byrjun júlí í fyrra, að sögn Jóhanns. Á virkjun- arsvæðinu hafa unnið allt að 320 manns þegar flest er. Virkjunarstaðurinn er í 550 metra hæð yfir sjávarmáli, til samanburðar má nefna að vegurinn yfir Holtavörðuheiði fer hæst í 407 m.y.s. Vatnsfellsvirkjun mun nýta fallið í veitu- skurði sem liggur á milli Þórislóns og Króks- lóns, uppistöðulóns Sigöldu\irkjunar. Vélamar í Vatnsfellsvirkjun verða þær fyrstu sem vatnið úi’ Þórislóni knýr á leið sinni til sjávar. Á þeirri leið mun það einnig renna um Sigöldu\irkjun, Hrauneyjafossvirkjun, Sultartangavirkjun og Búrfellsvirkjun. Vatnsfellsvirkjun á að fara í gang að ári og er ætlunin að skila henni fullbúinni í febrúar 2002. ÍAV-Ísafl hefur sett upp heimasíðu með fjöl- breyttum upplýsingum um virkjunina. Slóðin er www.isafl.is. Veðravíti í Vatnsfelli Vatnsfellsvirkjun er staðsett í hálendisbrún- inni og þar geta veður orðið vond. Jóhann segir að síðasti vetur hafi verið sá versti sem hann man á fjöllum. Aðalsteinn þekkir veðurfarið á JOHANN GUNNAR BERGÞORSSON erfæddur í Hafnarfirði 12. desember 1943. Hann varð stúdent frá MR 1963, lauk fyrrihlutaprófi í verkf ræði við HÍ 1966 og prófi í byggingaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1969. Hann hóf verkfræðistörf hjá Torkil Laursen A/S í Danmörku 1969, deild- arverkfræðingur hjá Hafnarfjarðarbæ 1969-73 og hjá Verkf ræðiþjónustu Jó- hanns G. Bergþórssonarfrá 1973. Hann varforstjóri Hraunvirkis hf. 1979- 82, forstjóri Hagvirkis 1982-91, stjórn- arformaður Hagvirkis & Hagvirkis- Kletts 1992-93, forstjóri Hagvirkis- Kletts 1993-94. Jóhann var um árabil varabæjarfulltrúi og aðalbæjarfulltrúi í Hafnarfirði og nefndarmaður í ýmsum nefndum. Hann hefur setið í stjórnum fyrirtækja og stofnana, m.a. Verktaka- sambands íslands, Verslunarráðs, Almennra trygginga hf. og síðar Sjóvár-Almennra hf., Marels hf„ Hval- eyrar hf„ Arnarflugs hf„ Smjörlíkis- Sólar, Atvinnueflingar hf„ Hagsýnar hf„ Hagvagna hf„ Sorpu hf„ Al- menningsvagna og stjórn Iðnskólans í Hafnarfirði. Jóhann er kvæntur Arnbjörgu G. Björgvinsdóttur og eiga þau fjögur börn, Maríu Jonný, Bergþór, Önnu Kristínu og Björgu Ýr. AÐALSTEINN HALLGRÍMSSON erfæddur í Reykjavík 16. júlí 1945. Hann varð stúdent frá MR 1965, lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ1968 og prófi i byggingaverkfræði frá KTH í Stokkhólmi 1971. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá ístaki 1971-72, hjá Almennu verkfræð- istofunni hf. 1972-80, yfirverkfræðing- ur Hraunvirkis hf. 1980-81, yfirverk- fræðingur og framkvæmdastjóri Hagvirkis hf. 1983-91. Framkvæmda- stjóri Hagtaks hf. f rá 1992 og f ram- kvæmdastjóri Bensa hf. frá 1995. Hefur setið í stjórnum Jarðganga- félags íslands, Verkefnastjórnunar, Hagvirkis hf„ Hagvagna hf„ Hvaleyrar hf„ Fiskeldis Grindavíkur hf„ Hagtaks hf„ Bensa hf. og fleiri fyrirtækja. Aðalsteinn er kvæntur Kristlnu Gísladóttur og eiga þau tvö börn, Ás- dísi og Gísla ísleif.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.