Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 B 21 Stytta af Jóni Arasyni við kirkjuna á Munkaþverá. Ljósmynd/B.T. blasir við sunnan Möðruvalla, þar var áður rudd leið er lá upp á Sprengi- sandsleið. Nú er farið inn Eyjafjarð- arda.1 vestan árinnar í fyrstu en síðan nánast í árfarveginum áður en lagt er á brattann. En við ætlum ekki yfír Sprengisand í þetta sinn, heldur beygjum í vestur og höldum yfír Eyjafjarðará Þegar yfir brúna er komið er stutt í suðurátt að Saurbæ þar sem eina af fáum torfldrkjum landsins er að finna. Kirkjan er friðlýst og vel þess virði að skoða, en við beygjum til hægri og höldum í norðurátt. Nábýli flugvéla og hesta Á Melgerðismelum gerðu Bretar flugvöll í seinni heimsstyrjöld. Hann var síðan um árabil aðalflugvöllur á Norðurlandi og tók langan tíma á mjóum vegi að aka þangað frá Akur- eyri. Hinn valkosturinn varðandi flug var að koma norður með sjóflugvél og lenda á Pollinum! Nú hafa áhuga- menn um svifflug og hesta hreiðrað um sig á Melgerðismelum. Djúpidalur er brátt á vinstri hönd, hann er svo þröngur og djúpur að ekki sá til sólar nær hálft árið þar frá innsta bæ, Kambfelli, sem nú er í eyði. Nokkru ofan Eyjafjarðarbrautar er Möðrufell en þar bjó á 16. öld Ari Jónsson, lögmaður, er hálshöggvinn var með föður sínum Jóni Arasyni, biskupi, í Skálholti 1550. Þar var síðar einn af fjórum holdsveikraspítölum á Islandi. Framundan er Grund, höfuðból um aldaraðir. Þar hafa margir atburðir er kunnir eru úr sögu okkar og bók- menntum átt sér stað. Sturlungar bjuggu þar á 13. öld og þaðan fór Sig- hvatur Sturluson stna hinstu ferð er hann hélt í Örlygsstaðabardaga. Þekktir eru kvenskörungar tveir er þar bjuggu, Grundar-Helga er á 14. öld lagði á ráðin hvemig koma mætti hinum illa þokkuðu Smiði Andrés- syni, hirðstjóra og Jóni Gutt- ormssyni, skráveifu, fyrir kattamef og Þórunn, dóttir og eftirlæti Jóns Arasonar, biskups, er þráaðist við að hlýða hinu danska konungsvaldi. Myndarleg kirkja prýðir staðinn er Magnús bóndi Sigurðsson, lét reisa á eigin kostnað árið 1905. Er hún hin vandaðasta að allri gerð og er gaman að skoða kirkjuna undir leiðsögn Að- alsteinu, dóttur Magnúsar, sem er mjög fróð um sögu kirkjunnar og allra muna sem í henni eru. Kristnes Helga magra Landnáma segir að Helgi magri hafi gefið tengdasyni sínum Hámundi heljarskinni, syni Hjörs konungs, jörðina Espihól eftir að sá síðamefndi hafði gefist upp við að búa á Hámundarstöðum á Árskógsströnd þar sem Helgi, Þórunn hyma kona hans og fylgdarlið þeitra voru hinn fyrsta vetur á íslandi. Á sögustaðnum fornfræga Hrafna- gili er nú vaxandi byggð, m.a. skóli sem notaður er sem hótel á sumrin, sundlaug, veitingasala og félagsheim- ilið Laugarborg. íslandsbæinn með timburþil og toi-fhleðslu í gömlum stfl er hægt að skoða eða leigja fyrir mannfagnað. Jón Arason, títtnefndur biskup, þjónaði sem prestur um árabil á Hrafnagili og einnig sr. Jónas Jón- asson, fræðimaður og skáldsagnahöf- undur, sem kunnastur er fyrir tíma- móta verk sitt „í slenskir þjóðhættír". Jólastemningu er að ftnna allan ársins hring í Jólagarðinum, er lflcist helst kökuhúsi. Inni snarkar eldm’ í ami, lykt er minnir á jóhn kitlar nasir og alls kyns varningur tengdur jólum er í boði. Landnámsmaðurinn Helgi magri er blendinn var í trúnni, eins og flestir hafa heyrt, hét á hið heiðna goð Þór í harðræðum en er hann kom á þann stað er vera skyldi framtíðarheimili hans á Islandi helgaði hann það Hvíta Kristi og kallaði Kristnes. í upphafi 20. aldar herjuðu berklar á landsmenn, eins og alkunna er. Var lítíð um lyf í fyrstu og sjúkdómurinn nefndur „hvíti dauði“ manna í millum. Norðlendingar komu því til leiðar með samstilltu átaki að berklahæli vai’ reist í Kristnesi og var það tekið í notkun árið 1927. Sú staðreynd að töluverðui' jarðhiti er við bæinn Reykhús sem þama er einnig, mun hafa skipt verulegu máli og er heilsu- hælið sagt fyrsta stórhýsið á íslandi sem hitað er upp með jarðhita. Mikil trjárækt er við hælið og langt upp eft- ir fjallshlíðinni. Sem betur fer hefúr nánast tekist að vinna bug á berklum og er hælið nú rekið sem öldrunar- og endurhæfing- ardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Vegur liggur upp að Kristnesi og í sveig niður á Eyjafjarð- arbraut aftur. Kjamaskógur er mikið notað úti- vistarsvæði Akureyringa og er þar einnig vinsælt tjaldstæði. Svæðið er að stofni tíl gamalt stórbýli, er gert var að skógræktarstöð árið 1946. Kaldbakur og Ólafsfjarðarmúli Áður en við vitum af er hringferð- inni lokið og við emm komin til Akur- eyrar aftur og Kaldbakur (1167 m.y.s.) blasir við í norðri. Tilvalið er að skreppa einhvem daginn í björtu veðri til Grenivíkur og stoppa á leiðinni í Laufási, þeim sögu- fræga stað. Sú leið fram og til baka er aðeins um 80 km og að stærstum hluta eftír þjóðvegi nr. 1. Útsýnið í norðurátt að Kaldbak og yfir fjörðinn á fjöllin vestan megin s.s. Ólafsfjarðarmúla er stórkostlegt og ekki er það síðra þegar ekið er til baka til Akureyrar! Hversu mikla hæfileika hefur þú? ■ Yfirnáttúrulega ■ Gríðarlega ■ Hrikalega ■ Ogurlega ■ Æðislega ■ A/Ieiriháttar Feikilega ■ A/lagnaða ■ Frábæra ■ Framúrskarandi ■ A/ljög góða ■ Góða ■ Allgóða ■ Sæmilega ■ Þokkalega ■ Skítsæmilega ■ Allt i lagi ■ r Overulega ■ Litla ■ Sáralitla ■ Fnga Viljum ráða fólk á þessu bili Yfirmaður almannatengsla Viljum ráða vanan fjölmiðla- mann sem yfirmann almanna- tengsla Hvita hússins. Hugmynda- og textasmiður Viljum ráða vanan hugmynda- og textasmið í textadeild. Reynsla á sviði auglýsinga- gerðar skilyrði. Grafískur hönnuður (Art director) Viljum ráða grafískan hönnuð. Starfsreynsla á auglýsingastofu og hæfileiki til sjálfstæðrar mótunar skilyrði. Vef-arkitekt Viljum ráða hæfileikaríkan og skapandi einstakling í mótun og stýringu verkefna í nýmiðladeild. Umsóknum með upplýsingum um fyrri störf skal skilað til Morgunblaðsins merkt: Hæfileikafólk. hvIta húsið auglýsingastofa Orkuveita í upplýsingaíðnaði HVlTA ÍhÚSIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.