Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Raddir Evrópu - „ eina röt Stærsta verkefni hinna níu menningar- borga Evrópu 2000 er æskukórinn Raddir Evrópu. Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi Hamrahlíðarkórsins og Kórs Menntaskólans við Hamrahlíó, stjórn- aði þessu verkefni fyrir fslands hönd og hafði forustu í sameiginlegum söng hins unga fólks á tónleikum víða um Evrópu. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi vió Þorgerði um þetta viðamikla verk- efni, framkvæmd þess og þýðingu, og forvitnaðist í leiðinni um ýmislegt frá námsárum ogfyrra starfi Þorgerðar. Morgunblaðið/Kristinn Þorgerður Ingólfsdóttir au eru á aldrinum sextán til tuttugu og þriggja ára, eru klædd í hvítt, strák- arnir í tvískiptu, kjóll fyrir stelpumar. Fjölbreytni og breytileiki menningarinnar er túlk- aður með mislitu undirefni sem gæg- ist undan hvíta efninu. Hópurinn er hrífandi á að líta og stórkostleg um- gjörð óperunnar gerir stundina ógleymanlega“, þannig hljóðar brot af dómi um „Sigurkonsert Radda Evrópu“ í blaðinu La Provence sem haldinn var 7. september sl. Og frásögnin heldur áfram: „Við tókum fagnandi þeim tilfínningalega krafti sem fylgdi verkinu sem til- einkað var Þorgerði Ingólfsdóttur aðalstjómanda og sérstaklega beðið um af M-2000 í Reykjavík fyrir Raddir Evrópu, verki eftir eistneska tónskáldið Arvo Párt.“ - Hvemig hófst þetta allt sarnan," segi ég við Þorgerði sem situr á móti mér í stofu sinni. Við ætlum að ræða um Menningarborgakórinn Raddir Evrópu, tilurð hans og starf á því merka ári 2000. „Ég var að koma heim úr ferða- lagi og það beið eftir mér fax frá Þómnni Sigurðardóttur, þar sem hún bað mig að hitta sig sem fyrst. Ég fór til hennar og vissi hreint ekki hvað hún vildi mér. Vissi bara að henni hafði verið falið að hafa yfir- stjóm með menningarstarfi því sem fylgdi þeirri vegsemd Reykjavíkur að verða ein af níu menningarborg- um Evrópu," segir Þorgerður. .Ákveðið hafði verið að menningar- borgimar myndu í sameiningu ráð- ast í níu stór verkefni og skyldi hver þeirra hafa forgöngu um eitt verk- efnanna. Samþykkt var að Reykja- vík skyldi hafa forystu um það verk- efni að mynda æskukór þessara níu borga. Þetta var í byrjun mars 1998. Er- indi Þómnnar var að fá mig til þess að annast þetta verkefni fyrir Is- lands hönd.“ Hugmyndin að sýna að æskan í menningarborgunum gæti unnið saman - Óx þér þetta ekki í augum? „Mér varð svolítið um, ég hélt að erindið væri að fá mig til að stjóma kór á listahátíð. En umfang verkefn- isins fannst mér áskoran. Við byrj- uðum á að huga að hugmyndafræð- inni á bak við þessa ráðagerð. Hún var sú að sýna fram á að æskan í þessum borgum gæti unnið saman og hafið sig yfir þær hindranir sem ólík tungumál og menning geta skapað." - Hafðir þú komið í allar menning- arborgimar? „Nei, ekki þá - aðeins í sumar þeirra. Fyrst fór ég með Þómnni Sigurðardóttur til Brussel. Þar hef- ur fólk tilhneigingu til þess að álíta borg sína „hjarta Evrópu". Þessi skoðun kom af og til fram í samstarf- inu - hún gerði það raunar strax á fyrsta fundinum. Jakkafataklæddir menn sátu við borð í löngum röðum þegar við Þórann, þessar eldfjalla- konur frá íslandi, komum inn. Þeir vora á móti nær öllu sem við lögðum til hvað verkefnið fyrirhugaða snerti, töldu að enginn hefði gaman af þeirri tónlist sem við vildum hafa og svo framvegis. Eftir fundinn fómm við Þómnn beint í flugvél til Santiago de Compostela. Meðan vélin hóf sig tO flugs ummyndaðist reiðin innra með mér vegna undirtekta fundarmanna í þá hugmynd að við yrðum að gera eitthvað mjög rótttækt. Á næsta fundi kastaði ég svo þeirri sprengju að ég ætlaði að fá Björk Guðmunds- dóttur í samstarf með okkur til þess að brúa bilið inn í poppheiminn og Arvo Part, sem er eitt helsta tón- skáld okkar samtíma, til þess að semja fyrir okkur nýtt verk. Ég hafði áður rætt fengið samþykki þeirra til þessa. Björk dró sig þó út úr þessu starfi síðar. „Þorgerður, ég gef þér tíu mínútur" Nokkm síðar fór ég til Prag, það- an til Bologna og Avignon. Fór að því loknu heim til íslands til að Vormenn Evrópu syngja saman í formála bæklings sem kynnti Raddir Evrópu og efhisskrá tónleika sem haldnir voru í Hallgrímskirkju 26. og 27. ágúst sl. segir sljórnandinn Þorgerður Ingólfsdóttir: „Vormenn Evrópu - unga fólkið okkar sem erfir nýja öld og tekur á móti nýju árþúsundi - syngja saman. Söngurinn, þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar, eflir samkennd og vekur von um frið og skilning milli manna og þjóða. Þessi hugsun er grunnurinn að hug- myndinni um verkefnið Raddir Evrópu." Verndari Radda Evrópu er Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrum forseti íslands. I fyrmefndum bæklingi segir Vigdis: „Unga fólkið sem hér syngur hefur mikið á sig lagt til að draumur- inn mætti rætast. Hið sama má segja um kór- stjórana, sem hafa fylgt hugmyndinni eftir allar götur frá því þeir bundust verkefninu." Dómar manna um söng Radda Evrópu hafa verið á eina leið. Hér er gripið niður í umsagnir um tónleika kórsins í Avignon í september sl. I La Provence segir: „12. sept- ember hrifu ungmennin með sér Óperuna. Við mikil fagnaðarlæti og lófatak áttu þau tilfínningaþrungna stund með áhorfendum, sem byggðist á einingu, harmóníu og næmi.“ f LeDauphiné Libéré segir af sama tilefni: „Leikárið 2000-2001 hjá Óperunni Avignon og Vaucluse-héraði hófst. á frumlegan hátt með stórkostlegum tónleikum Radda Evrópu.“ Loks segir í La Marseillaise: „Þetta var stórkostlegt kvöld tileinkað mannsrödd- inni og ungu kynslóðinni, sem sýndi rödd sína.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.