Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 B 7 þessum slóðum frá því hann vann við gerð Vatnsfellsveitu árið 1971 og segir Vatnsfell erf- itt veðrasvæði. „Maður hefur svosem lent í brjáluðu veðri í byggð, en þar er maður svo vel varinn. Eg held ég hafi ekki upplifað verra veð- ur en það sem ég lenti í hér í Vatnsfelli 1971. Nema ef vera skyldi fellibylurinn sem ég lenti í á brúnni á milli St. Petersburgh og Tampa í Flórída um árið.“ Jóhann segir að það sé mikil mildi að ekki urðu slys í veðrahamnum í fyrravetur. Það sé ekki að ástæðulausu að haft er innangengt á milli meginhluta vinnubúðanna og mötuneytis. „Það má ekkert útaf bera. Hér verður alveg gjörsamlega blint,“ segir Jóhann. Því til sönn- unar sýnir hann okkur mynd á vegg. Við fyrstu sýn virðist þetta vera autt blað, en Jóhann segir að myndin sýni skafrenning í Vatnsfelli! Þegar veðrið var verst í fyrra fór vindhraðinn í 43 metra á sekúndu með fannkomu. Jóhann segir að sér hafi ekki liðið vel, þótt hann hafi verið innandyra, að standa við gíuggann í búð- unum, rýnandi út í sortann og bíða eftir strák- unum sem tíndust í hús einn af öðrum. Veðrabrigði eru snögg og tíð. Jóhann dregur upp ljósmynd frá 3. október sl. þar sem jörð er alhvít. Ekki er búið að setja þakið á stöðvarhús- ið og menn teknir að örvænta. Önnur mynd er tekin viku síðar, 10. október, og þá er auð jörð og sólin skín í heiði. Vinnuvélarnar svipaðar Þeir félagar voru spurðir að því hvort margt hefði ekki breyst frá því þeir stóðu í virkjana- gerð í byrjun 9. áratugarins. Þeir sögðu að flest hefði breyst, nema vinnu- vélamar, sem væru í stórum dráttum svipaðar og þá voru notaðar. I Hrauneyj afossvirkj un og Sigöldu voru notaðir stórir trukkar til efnisflutninga, þar voru jarðýtur, hjólaskóflur, steypubílar, kranar og skurðgröíúr líkt og nú. Tækin hafa stækkað, afköstin aukist og tölvu- tæknin haft sín áhrif, en vélamar moka líkt og áður. Helsta byltingin í jarðvinnuvélum em endurbætur bor- vagnsins. Áður var bomn bæði erfitt og kalsamt verk og bormenn þurftu að dúða sig vel. Nú sitja þeir inni í upphituðu húsi borvagnsins og stjóma tækinu líkt og hverri annarri vinnuvél. Fjarskiptabyltingin Nýja tölvu- og fjarskiptatæknin hefur ef til vill valdið áþreifanlegustu breytingunum. „Þegar við vomm að byrja í Hrauneyjum var bara komið telex, ekki einu sinni fax, hvað þá farsími. Einhvem tímann seint á tímabilinu í Hrauneyjarfossi var maður kominn með handvirkan bílsíma," segir Jó- hann. Þegar vinna hófst í Vatnsfellsvirkj- un var þar einungis NMT-símasamband og ekki nema 5 línur í boði. Síðan setti Landsíminn upp GSM-stöð og skyndilega vom 100 símar lifandi á svæðinu. Jóhann segir að það hafi skipt sköp- um, ekki síst fyrir starfsmennina, að gera verið í stöðugu sambandi við fjölskyldur sínar. Stjóm- endur og starfsmenn nota mikið litlar handtal- stöðvar sem koma að góðum notum, að sögn Jó- hanns. Búið er að leggja ljósleiðara í Vatnsfells- virkjun svo tölvusamskipti ganga mjög greið- lega. Þeir Aðalsteinn og Jóhann segja að tölvu- pósturinn sé mikið notaður og hafi hreinlega valdið byltingu. Það munar ekki minnst um að geta sent vinnuteikningar í tölvupósti. Þeir nefna til dæmis smíði krana sem settir hafa ver- ið upp í stöðvarhúsinu. Teikningar vora sendar með tölvupósti á milli byggingarstaðarins, hönnuðarins í Reykjavík og kranasmiðanna í Hollandi eftir því sem hönnun krananna og hússins miðaði. Það sparaði mikinn tíma og fjár- muni miðað við það vinnulag sem tíðkaðist áður. Þá vora vinnuteikningar sendar með pósti og athugasemdir og breytingar teiknaðar og skrif- aðar á blöðin áður en þau vom send tilbaka með pósti. Við hliðina á verkstjóraskrifstofunni er tölvu- ver þar sem starfsmenn hafa aðgang að net- tengdum tölvum. Þeir geta því sent tölvupóst og vafrað um Netið. Það er enda ein helsta dægra- styttingin í Vatnsfelli. Bundið slitlag alla leið „Vegasambandið er líka gjörbylting," segir Jóhann. „Þegar við vomm í Hrauneyjum þurft- um við að skakast á hálfónýtum vegum, þar til átti að leggja hornsteininn. Þá vomm við settir í það að laga veginn niður að Búrfelli, sem tók á aðra viku. Það var til þess að forsetinn og aðrir gestir kæmust þægilega á staðinn. En starfs- menn og allir aðflutningar þurftu að búa við ónýtan veg. Nú fengum við því framgengt, í samvinnu við Landsvirkjun, að það var strax lagður vegur með varanlegu bundnu slitlagi alla leið á virkj- unarstaðinn. Það kemur því starfsfólkinu og að- flutningum til góða allan tímann. Það er geysi- leg bylting að geta ekið hingað á bundnu slitlagi.“ Jóhann nefnir einnig að gert var sérstakt bílastæði fyrir bíla starfsmanna, því margir velja þann kost að koma á eigin bfl, þrátt fyrir að boðið sé upp á ferðir til og frá virkjunarstað með hópferðabflum. Á ámm áður biðu menn nánast í röð eftir þvi að komast í virkjanavinnu, enda oft um uppgrip að ræða. Þar hefur orðið breyting á. „Spennan á vinnumarkaði hefur mikil áhrif og erfitt að fá starfsmenn. Við höfum þurft að yfirborga þá, en það er ekki hægt að byggja virkjun nema að hafa fólk. Það er ekki hægt að nota vélmenni í þetta,“ segir Jóhann. Hann tel- ur einnig hafa áhrif að kjör sumra starfshópa við virkjanagerð, t.d. vélamanna, hafi rýrnað í samanburði við aðra. Þess vegna sé ekki eftir jafn miklu að slægjast og áður. Aðalsteinn segir að þá hafi „blóðvantað" smiði, enda samkeppnin hörð frá höfuðborgar- svæðinu. „Við höfum flutt inn smiði frá Svíþjóð og emm með eina fimmtán núna.“ Þeir félagar segja að nú verði þeir varir við eitthvað við mannaráðningar, sem var óþekkt fyrir 20 árum. „Tæknimenn og aðrir hafa ráðið sig hér til vinnu, en síðan sagst ekki geta komið vegna heimilisaðstæðna," segir Jóhann. „Fjöl- skyldumynstrið hefur breyst og makinn sættir sig ekki við að hinn fari á fjöll.“ Jóhann telur að þama endurspeglist ef til vfll aukið jafnræði í verkaskiptingu á heimilum, sem raskist ef ann- ar makinn dvelur langdvölum að heiman. Aðalsteinn rifjar það upp að við byggingu Búrfellsvirkjunar vom settar upp fjölskyldu- búðir fyrir yfirmenn. Þar bjuggu þeir með kon- ur og böm. í Sigöldu vom einnig settar upp fjöl- skyldubúðir, þótt þær væm ekki mikið notaðar sem slíkar. Menn hafi ekki reynt þetta í Hraun- eyjum. Nú fáist heilar fjölskyldur einfaldlega ekki lengur á fjöll. Ný ákvæði um vinnutíma og hvfldartíma, sem komu vegna EES-samningsins, ollu mikilli breytingu frá því vinnufyrirkomulagi sem gilti i Hrauneyjum forðum. Það hefur þó ekki breyst að virkjanavinna er enn erfið og krefjandi. Fram í endaðan ágúst var unnið í Vatnsfells- virkjun á vöktum alla daga. Menn tóku sex daga tamir og síðan þriggja daga frí. Unnið var allan sólarhringinn við jarðvinnuna. Nú er unnið tólf tíma á dag fimm daga í viku. Það verður tekið jólafrí 15. desember nk. og byrjað aftur um 10. janúar. Kjarasamningur gerir ráð fyrir að unnið sé frá 7 til 19. Ef unnið er eftir kvöldmat fá menn greiddan kvöldmatartímann, venjulega er tek- inn hálftími í mat og hinn hálftíminn greiddur. Þegar búið er að vinna til kl. 20 lifa ekki nema 11 tímar af sólarhringnum og þá er kominn frí- tökuréttur. Hver klukkutími í viðbót skilar ein- um og hálfum tíma í frítökurétt. I raun fær maður því 3,3 tíma fyrir hvern einn sem unnin er eftir kl. 20 á kvöldin. „Menn em að fara í vinnutörn, em aðallega á staðnum til að vinna. Líkt og menn fóm í sfld hér á ámm áður,“ segir Jóhann. „Nú em menn skikkaðir til að vera í fríi stóran hluta hér á fjöll- um. Með þessu verður vandamál að eyða frítím- anum. I gamla daga var það billiard, borðtennis og gufubaðið. Nú emm við með vel búna líkams- ræktastöð, gufubað og billiardstofu. Það er sjónvarp í öllum setustofum og hægt að velja um sex innlendar og útlendar rásir, þvi hér er gervihnattadiskur. Hér er líka bókasafn og tölvuverið, svo það er ýmislegt gert í afþreying- armálum." Allur aðbúnaður breyttur Allur aðbúnaður starfsmanna hefur breyst mikið í áranna rás og á eftir að breytast enn. Jó- hann nefnir vinnubúðimar. Þegar þeir Aðal- steinn vom að byrja verktakastarfsemi gátu tveir verið í herbergi og jafnvel fjórir. Ekki vom mjög ströng ákvæði um snyrtingar og set- ustofur. Hinn 1. janúar síðastliðinn tóku gildi reglur sem munu gilda hér eftir. Samkvæmt þeim á hver starfsmaðui- að fá einkaherbergi með snyrtingu. Nú má reikna með að það séu fimm herbergi um hverja snyrtingu og sturtu. Jóhann segir að starfsmenn geti mætt í spari- fötunum á vinnustað. Þarna fái þeir frítt fæði, húsnæði og allan vinnufatnað, öryggiskó, vettl- inga, hjálma og galla. Það er mjög strangt eftir- lit með því að menn noti öryggisfatnaðinn. Eins fá menn sængur og sængurföt. Þeir þurfa þó að setja sjálfir utan um sængumar. „Það sneri einn við og fór aftur í bæinn. Sagði ekki koma til greina að hann setti sjálfur utan um sængina," segir Aðalsteinn og hlær. Jóhann segir að miklu meiri kröfur séu gerð- ar til öryggismála en áður var. Nú er gerð sund- urliðuð áætlun um heilbrigði, öryggi og um- hverfi á vinnustaðnum. Þar er m.a. kveðið á um hvemig eigi að bregðast við slysum og ganga um umhverfið. „Hér er björgunarsveit með sjúkrabfl, slökkvilið og hjúkrunarfræðingur ávallt á vakt. Ef verður slys þá er hringt í 112, slysið tilkynnt til lögreglunnar á Hvolsvelli, hringt í lækninn í Laugarási og hringt til Landhelgisgæslunnar. Fyrir nokkrum dögum slasaðist hér maður og viðbrögðin urðu skjót. Sjúkrabfllinn okkar og hjúkranarfræðingurinn fóra strax á vettvang, síðan kom þyrla úr Reykjavík, sjúkrabíll frá Selfossi, lögreglan frá Hvolsvelli og læknirinn úr Laugarási. Það fer allt kerfið í gang um leið og eitthvað gerist, frekar gert of mikið en of lít- ið.“ Gjörbreytt rekstrarumhverfi Rekstraramhverfi verktaka hefur breyst mikið frá því þeir Aðalsteinn og Jóhann ráku Hagvirki. Þeir nefna til dæmis kaup og sölu vinnuvéla „Ef tækið kostaði eina milljón í út- löndum þá kostaði það 2,5 til 2,7 milljónir þegar búið var að bæta við tollum, vömgjaldi, flutn- ingskostnaði og söluskatti. Þessi gjöld fengust ekki til baka þótt tækið væri selt úr landi. Nú era þessi tæki án tolla og vömgjalda, auk þess sem virðisaukaskatturinn kemur sem innskatt- ur í reksturinn og dregst þar frá. Þess vegna geta menn nú selt þessi tæki aftur úr landi þeg- ar búið er að nota þau. Það er því gmndvöllur fyrir því nú að kaupa tæki til sérstakra verk- efna, án þess að horfa upp á stórvægilegt tap vegna óafturkræfra opinberra gjalda,“ segir Jó- hann. Annað sem heíúr breyst varðar þungaskatt af vinnuvélum á borð við Catepillar- grjótflutningatmkkana, sem m.a. em notaðir í Vatnsfelli. „Þeir vega 34 tonn tómir, en mesta þyngd á vegum miðast við 26 tonn. Þunga- skattsákvæðin miðuðust því hæst við 26 tonn. Þetta heitir veggjald og á að bæta fyrir slit á vegunum. Við í Hagvirki voram rakkaðir um þungaskatt fyrir 34 tonn á hvern tmkk og álög- urnar því hækkaðar umfram hámarkið. Þessir bílar fóra auk þess aldrei út á þjóðvegina og máttu það ekld. Meira að segja bannað að aka þvert yfir þjóðvegi. Sumir verktakar borguðu skatt eftir tilboðinu, aðrir áætluðu eitthvað og sum útlend fyrirtæki borguðu ekki neitt. Svo var verið að hundelta okkur með Catepillar- tmkkana á meðan aðrir vom með sambærileg tæki í rekstri og sluppu," segir Jóhann. Þeir segja að þetta sé úr sögunni, því þessar vinnuvélar séu nú flokkaðar sem námutæki og beri engan þungaskatt, enda nær aldrei ekið um þjóðvegi landsins. Þeir nefna einnig að áður fyrr lentu þeir í vandræðum vegna þess að hið opinbera hafði ekki mótað reglur og starfshætti um atriði sem snem að alþjóðlegri verktakastarfsemi. „Við unnum með útlendum fyrirækjum, t.d. norska Fumholmen og fleiram, að tilboðsgerð í jarð- göng og fleira. Við reyndum að útvega þeim upplýsingar um kostnað, tolla og skatta. Þetta var bara ekki á hreinu,“ segir Aðalsteinn. „Það era því mörg atriði í rekstrarlegu um- hverfi sem hafa breyst á heilbrigðan hátt,“ segir Jóhann. Áttuð þið ekki einhvem þátt í þeim breyting- um? „Það er ekki spuming. Eg var ekki ótíður festur hjá opinbemm aðilum að hamra á þessu. Ig bar saman þessi þungaskattsákvæði við það sem tíðkaðist hjá öðmm þjóðum og eins það sem þær vora að gera í tollamálum. Þessi tæki vom hreyfanleg á milli landa, nema hjá okkur. Við vomm langt á eftir öðmm. Sem betur fer er þetta mjög breytt umhverfi og kemur þjóðfé- laginu til góða,“ segir Jóhann. Er ekki mikill munur á að vera í hlutverki verktakans og því að starfa hjá öðmm við stað- arstjóm. - Vera laus við áhyggjur af sjálfum rekstrinum? „Það em þín orð! Vissulega er munur á því að bera ábyrgð sem verktaki og að aðrir geri það. En þegar maður tekur að sér verkefni á borð við þetta þá leggur maður sig allan í það,“ segir Jóhann. Hann bætir því við að eftirlitsmennim- ir hafi stundum gagnrýnt Aðalstein fyrir að segja: „Ég ætla að gera þetta!“ „Þetta bara lýs- ir því að þegar menn taka svona að sér þá era þeir heilshugar í því. Eini munurinn sem ég finn er að í gamla daga þurfti ég alltaf að passa að til væri fyrir útborgun. Það em aðrir sem sjá um það í dag. Hins vegar þarf ég að reyna að tryggja að verkið standi undir sér. Ég skrifa upp á hvem einasta reikning og færi í mitt prív- at bókhald. Þannig veit ég hvemig verkið stend- ur. En ég veðset ekki lengur einkabflana, húsið og eiginkonuna!" Óbyggðirnar horfnar Þeir Aðalsteinn og Jóhann vom spurðir hvað þeim fyndist um þau sjónarmið að fremur beri að nýta hálendið í óbreyttri mynd fyrir ferða- mennsku en að reisa þar virkjanir. „Það er mótsögn í sjálfu sér að nýta óbyggðir fyrir ferðamennsku," segir Aðalsteinn. Hvers vegna? „Því þegar komin er skipulögð ferða- mennska, þá em þetta ekki lengur óbyggðir. Virkjun er mjög staðbundin, nema helst raflín- urnar. Þær geta verið svolítið pirrandi. En virkjunin sem slík er ekki stór og sumar að mestu neðanjarðar, stífla og lón á bakvið. Öræfakyrrðin er þama áfram, þó það komi virkjun. Ég held að það sé miklu meiri eyðilegging á óbyggðunum og landinu að beina þangað miklum fjölda ferðamanna. Það hefur mikið breyst frá því ég dvaldi í viku á Sprengisandi fyrir 35 ámm og sá ekki neinn allan tímann. f einu hreysinu fann ég þó dollu með gestabók þar sem var skráð að þar hefði Siguijón Rist verið á ferð með þriggja mánaða dóttur! Nú fer maður þessa sömu leið og mætir 40 bflum!" Þeir í Vatnsfelli verða mikið varir við aukna umferð um hálendið. Á surnrin er stöðugur straumur ferða- fólks, akandi, gangandi, hjólandi og ríðandi. Um leið og kemur snjór em mættir vélsleðamenn og jeppamenn á sérbúnum bílum. Þeir Jóhann og Aðalsteinn minna á að stór svæði hafi verið grædd upp vegna virkjana og einnig vegna lands sem hefur farið undir lón, eins og í Blöndu. Þeir benda á uppgræðslu við Búrfell og sandana ofan við Sultar- tanga, sem hafi dregið úr sandfoki í byggð. Jó- hann nefnir einnig að vegagerð í tengslum við virkjanir hafi auðveldað aðgengi að mörgum stöðum á hálendinu, til dæmis Eyjabökkum, sem hann segir að þeir Aðalsteinn séu reyndar algjörlega ósammála um. Jóhanni þykir ekki mikið til þeirra koma, en Aðalsteinn segir að sér yrði eftirsjá að þeim. „Ég kom að hönnun Fljótsdalsvirkjunar og gekk um allt svæðið,“ segir Aðalsteinn. „Ég er í sjálfu sér mjög hrifinn af þessu svæði, en ég get fullyrt að það þolir ekki umgang ferðamanna. Þá fer það í rúst um leið. Eyjabakkar era eins og þeir em vegna þess að þangað fer næstum enginn." Aðalsteinn segir að von sé um að Eyja- bakkar varðveitist vegna þess hve erfitt sé að komast þangað. Öðm máli gegni um ýmsa aðra hálendisstaði. „Ég var í Herðubreiðarlindum fyrir 1966. Hvað er þar nú? Maður getur varla notið náttúmnnar fyrir landvörðum sem vaða þama um allt!“ Sameiginleg barnabörn Svo skemmtilega vill til að þeir Jóhann og Að- alsteinn eiga saman bamaböm. Bergþór, sonur Jóhanns, og Ásdís, dóttir Aðalsteins, kynntust böm að aldri í Hrauneyjum árið 1980. Þau urðu síðan par og em nú gift og eiga tvær dætur, Kristínu Björgu og Jóhönnu Guðrúnu. Mynd af þeim skipar heiðurssess í svefnskála þeirra fé- laga í Vatnsfellsvirkjun. Aðalsteinn segist vera mikill fjölskyldumað- ur og þykir fjölskyldan verða dýrmætari eftir því sem árin líða. Jóhann segir að sér þyki fjar- veran frá bamabömunum einn helsti ókostur- inn við að vinna á fjöllum. Nú endurlifi hann það sem gerðist í gamla daga. Þegar hann kemur heim í frí henda bömin sér á hann og bjóða vel- kominn, en það era ekki lengur hans eigin böm heldur bamabömin. Þeir félagar segja að vinnan á fjöllum sé lýj- andi. Þeir vilja þó ekkert spá um hvað þeir end- ist lengi til að standa í þessu. Jóhann nefnir einn starfsmann í Vatnsfelli sem er 66 ára, eða tíu ár- um eldri en hann. Aðalsteini þykir ólíklegt að hann nenni þessu svo lengi. Fjallavinnunni fylgi mikil streita og oft sé stutt milli stríða. „I raun er það helst fyrir unga stráka að standa í þessu - en þeir fá ekki lengur að fara á fjöll.“ Ljósmynd/Guómundur Hólmsteinsson í haust slasaðist maður í Vatnsfellsvirkjun og þá reyndi á áætlun um öryggi á vinnustaðnum. Fremst er lögreglubill frá Hvols- velli, þar fyrir aftan bfll læknisins í Laugarási, þyria Landhelgisgæslunnar er að hefja sig til flugs með sjúklinginn. Fyrir neð- an hana er sjúkrabfll björgunarsveitarinnar í Vatnsfellsvirkjun og lengst til hægri er sjúkrabfll frá Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.