Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Maður er manns gaman Sennilega er það fyrst og fremst hégóminn sem er fólki til trafala. Það þorir ekki að sýna sinn innri mann, skrifar Ellert B. Schram. Það þorir ekki að vera það sjálft og hræðist að hlæja á röngum stað; hlæja þegar það heldur að aðrir hlæi ekki. s G sat fram í. Þar sitja þeir sem ekki þurfa að borga fyrir sig sjálfir. í næstu sætum sátu virðulegir embættismenn á vegum ríkisins, grásprengdir forstjórar og ungir menn með ferðatölvur. Á framabraut. Mega engan tíma missa. Jakkaklæddir viðskiptajöfrar, íslenskir og útlenskir, tvær konur í ábyrgð- arstörfum. Voru greinilega á leið á mikil- væga ráðstefnu. Allt átti þetta fólk sameig- inlegt að halda reisn sinni með alvörugefnum svip og yfirvegaðri fram- komu. Kurteislegar kveðjur þeirra sem þekktust af afspurn. Að öðru leyti hljóðleg og stillt framkoma, burðarásar á þeim væng þjóðfélagsins, sem tekur sjálfan sig fullkomlega hátíðiega og veit upp á sig ábyrgðina. Alvöruþrungið andrúmsloft, þannig er best að lýsa þessu viðmóti í flug- vélinni, hver með sitt blað, sitt glas, sína ábyrgð í farteskinu og undir slíkum kringumstæðum gefur enginn höggstað á sér með lausmælgi eða hótfyndni. Horfín er sú stemmning flugtúranna hér áður fyrr, þegar barinn í gömlu Keflavíkurflugstöð- inni fylltist af bjórþyrstum afkomendum landnámsmannanna, sem brugðu undir sig betri fætinum, með því að hella sig fulla, áð- ur en flugið hófst, áður en ballið byrjaði. Til að vera klárir á ballið. Nú eru menn ekki að fara á ball, þegar þeir halda til útlanda. Nú er það business og biddu fyrir þér ef einhver ætlar að fara klúðra orðstír sínum með léttúð og lausung eða ótímabæru brosi á vör. Enda dettur hvorki né drýpur af neinum manni í Saga Class, þar sem ég sit innan um hina út- völdu fulltrúa alvöiu og ábyrgð- ar og flugfreyjurnar bjóða fram matseðlana og heyrnartækin og á sjónvarpsskjánum er verið að birta glansmynd af landinu og sólin skín, eins og hún skíni sumar sem vetur og fólkið er svo fallegt og hamingjusamt og næst munu þeir birta myndir af best klæddu herramönnum þjóðarinnar og kyn- þokkafyllstu stúlkunum og ég er viss um að erlendir ferðamenn eiga eftir að þyrpast til Islands í leit að sól og sælu og öllum þeim unaðssemdum sem auglýsingamyndin í flugvélunum hefur upp á bjóða. Mikið vildi ég kynnast þessari óþekktu hlið á landi mínu. Og ég fyllist stolti af því að eiga þetta land og þetta fólk sem er svona fínt og fág- að og fallegt og fullkomið. Finn til ábyrgðar eins og hinir, finn til alvörunnar í þessari áferðarfallegu þykjustu. ema svo kemur á skjáinn herra Bean og innherjar í bönkunum og framherjar og samherjar allra landa líta upp og Bean er eins og áhorf- endurnir; segir ekki mikið en lætur lát- bragðsleikinn tala fyrir sig og allt í einu færist áður óþekkt bros yfir andlitið á for- stjóranum, hinum megin í sætaröðinni og hlátur gellur við, á bak við mig, og áður en maður veit af, hefur tekið sig upp glað- værð á alla kanta í þessu samkvæmi kurt- eisinnar og þagnarinnar. Rokur, afmynd- HUGSAÐ UPPHÁTT Morgunblaðið/Golli Það er guðsgjöf að eiga samneyti við fðlk sem kann að hlæja. Maður er manns gaman. aðar hláturrokur bresta á og berast um flugvélina. Það er eins og hulu hafi verið svipt í burtu og nýtt fólk hafi tekið sér sæti í kringum mig, hláturmilt, húm- orískt, hjartanlega samtaka í að missa af sér andlitið (eða á ég að segja grímuna) og hlæja upphátt. Hlæja sig máttlaust. Að þessari vitleysu. En svo má spyrja. Er það svo vitlaust, sem er nógu vitlaust til að maður hafi gam- an af því? Er ekki nóg af hinu, sem ekki þykir vitlaust, en er samt nógu vitlaust til að fólk sé að hafa endalausar áhyggjur af því og liggi jafnvel andvaka og gangi með magasár og kransæðastíflu til vinnu sinnar á degi hverjum af ímynduðum ótta um or- sakir og afleiðingar gjörða sinna? Og deyr svo frá allri vitleysunni rétt áður en vitleys- an leysist af sjálfu sér eins og flest vanda- mál, sem hverfa með því að gleyma þeim. Tala ekki um þau. Eða tala sig frá þeim. Til hvers er þetta líf, nema til að hafa gaman af þvi? Hlæja þegar það á við, skemmta sér þegar það er hægt. Brosa. „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,“ sagði Einar skáld Benediktsson. „Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka.“ Ég hef um dagana fengist við margt. Fé- lagsmál, stjórnmál, ritstjórn, embættis- mennsku. íþróttir. í allri þeirri flóru kennir margra grasa, einstaklinga, sem verða á vegi manns, fólk sem leggur sig fram og leggur sitt til þjóðmála og þjóðþrifamála. Upp til hópa er þetta mannval, sem maður tekur hatt sinn ofan fyrir en svo einkenni- legt sem það er, finnast ekki margir, sem hafa húmor fyrir störfum sínum, hvað þá fyrir sjálfum sér. Kannske hefur ábyrgðin borið þá ofurliði, kappið, samviskusemin, framinn, hégóminn. Já, ég held að það sé fyrst og fremst hégóminn, sem er fólki til trafala. Það þorir ekki að sýna sinn innri mann. Þorir ekki að vera það sjálft og hræðist að hlæja á röngum stað; hlæja þeg- ar það heldur að aðrir hlæi ekki. Verða að athlægi, þeirra sem ekki hlæja. S Eg er svona sjálfur, stundum, oft, allt- af, þegar ég dett í þann pytt að taka sjálfan mig hátíðlega og gleymi því að maður er bara það sem maður er. Hvorki verri né betri, hvort sem maður gerir sig að athlægi eða ekki. Að því að maður gleymir að hláturinn lengir lífið og enginn verður meiri að því að vera annað en hann er. Það reynist mörgum manninum erfitt hlutverk. Ég má til með að minnast á einn mann, sem ég starfaði með hjá Reykjavíkurborg, Pál Líndal borgarlögmann, sem var góður og gegn embættismaður, frábærlega fróð- ur, sögumaður einstakur en þó einkum og sér í lagi húmoristi af guðs náð. Hann hafði mest gaman af því sjálfur sem hann sagði. Dillaði allur af hlátri og kímni og lýsti upp umhverfi sitt með því einu að vera til. Segja frá. Sjá skoplegu hliðina á hverju máli. Það var einstakt að eiga samstarf og návist með Páli. Mikið vildi ég að fleiri væru til af því sauðahúsinu. Jú, vegna þess að það er guðs- gjöf að eiga samneyti við fólk sem kann að hlæja. Maður er manns gaman. Kannske var það ástæðan fyrir því hversu gaman var í fótboltanum í gamla daga. Þar voru strákar innan um, sem höfðu þessa útgeislun, þennan hæfileika að vera hnyttnir og háðskir og himinhrópandi fyndnir. Þeir þurftu ekki herra Bean til að hlæja upphátt. Frekar en að hugsa upphátt. 20 beslu lögminninga 1,2 og 3 ásðml 6 nýjum Eögum m.a. ^lTimetoSay Goodbye” (Bæn mín ein er) í flutningi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.