Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ Græðgi og vertu komin fyrir hádegi“ 1473 Loftur Ormsson stóreignamað- ur gengur hart að móður sinni, Sol- veigu Þorleifsdóttur. Stefnir henni fyrir dóm með stóryrðum. Loftur Ormsson hef- ur á undan- förnum árum gengið af fá- dæma harð- fylgi að móður Flórenspening- sinni, Solveigu ur með hinu þrí- Þorleifsdóttur, eina: Fegurð, til að knýja Ást og Ánægja. hana til að láta af hendi jarðir og eignir og forræði búa sinna. Hún er hins vegar landskunn fyrir að láta ekki sinn hlut fyxr en í fulla hnefana og hefur staðið af sér boð og bann sjálfs biskupsins. Loftur hefur sótt að sínum nánustu ættingjum til að efla hagnað sinn og veldi. Þannig hefur hann haft af bróð- urbömum sínum arf eftir Einar Ormsson og á síðustu árum hefur hann sömuleiðis gengið hart að móð- ur sinni. Hann fékk hana til að sam- þykkja það formlega í hittiðfyrra (19. júlí 1471) að hún mætti hvorki selja né gefa af eignum sínum nema með hans ráði og samþykki. Og síðar þvingaði hann hana til að gefa sér tvö hundruð hundraða í jörðum í Isafirði, áttatíu hundmð í jörðum sem hún hafði fengið að erfð eftir Guðnýju, systur sína, og áttatíu hundruð í jörð- um norðanlands, auk sjálfs höfuð- bólsins, Víðidalstungu, sem hún fær að vísu aftur eigi Loftur ekki skil- getna erfingja. Þar á móti leyfir Loftur að hún gefi bömum sínum, Jóni Sigmundssyni og Bergljótu Sigmundsdóttur, hundrað hundraða en þau böm átti hún með Sigmundi presti. Fyrr var hún gift Ormi Loftssyni, ríka Þorleifssonar, og átti með honum synina Einar og Loft sem nú lætur illa við móður sína. Solveigu hefur tekist að halda höf- uðbólinu Víðidalstungu vel, en ábúð hennar hefur verið með svofelldum hætti: 1436-1446 Ormur Loftsson (og Solveig) í 10 ár. 1446-1457 Solveig Þorleifsdóttir í 11 ár. 1457-1462 Einar Ormsson í 5 ár. 1462-1472 Solveig Þorleifsdóttir í 10 ár. Meðan Einar sonur hennar hélt Víðidalstungu bjó hún með síra Sig- mundi, fylgimanni sínum, á Miklabæ í Skagafirði og var hann þá í góðum friði við biskup og naut mikillar virð- ingar. En nú hefur Solveig flutt í Flata- tungu og býr í námunda við síra Sig- mund á Miklabæ. Loftur stefnir móður sinni Ekki hefur Loftur haft mikla þolin- mæði á búum sínum því nú hefur hann ráðist gegn móður sinni með harkalegu bréfi þar sem hann kveðst stefna henni stundarstefnu til Seylu í Skagafirði á þingstað réttan á föstu- daginn fyrir Magnúsardag fyrir Brand Jónsson lögmann norðan og vestan á íslandi undir þann dóm sem hann þar nefnir eða úrskurðar. Verði hún að svara til sekta samkvæmt ákæru hans. Kveðst hann kæra hana fyrir að halda Víðidalstungu sem hann telji sér hafa fallið til erfða eftir Einar Onnsson, bróður sinn, og reyndar allt búið sem þar var á jörðinni. Síðan segist hann ekki síður kæra hana fyrir að hafa haldið fyrir sér öll- um peningum föstum og lausum. „Hér með held ég þína peninga svo fara og farið hafa með skaða og spjöll- um af þínum framferðum að mér þyk- ir þú ekki þar fyrir þitt umboð hafa mega og vertu komin fyrir hádegi á fyrrgreindan dag og stað með öll þín próf og skilríki sem þér má til bata verða í greindu máli svo og ei síður vertu þar löglega stefnd fyrir allar þær greinir sem ég má með lögum til þín tala í greindu máli,“ segir Loftur í þessu ákærubréfi til Solveigar, móð- ur sinnar. SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 B 25 Vetrarvörurnar Verðdæmi: Jakkar Stuttir jakkar Pils Buxur Bolir Stuttbuxur Kvartbuxur frá kr. frá kr. frá kr. frá kr. frá kr. frá kr. frá kr. 4.900 5.900 2.900 1.690 1.500 2.500 1.900 Dragtir í stórum númerum Alltaf sama góða verðið! Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Prag 13 nóvember frá kr. 14.025 Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heillandi borgar á verði sem hefur aldrei fyrr sést. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greiðir bara fyrir 1, og kemst til fegurstu borgar Evrópu á ffábærum kjörum. Hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4ra stjömu hótela og fararstjórar Heimsferða x • 14.025 bjóða þér spennandi kynnisferðir á meðan Verð kr. a dvolinm stendur. Gildir ut 13.november, p mann, m.v. 2 fynr 1. ...... 28.050/2= 14,025.- heim ló.november. Skattar kr. 2.820, ekki innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800,- Forfallagjald, kr. 1.800,- Heimsferðií Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Vefsíðugerð Boðið er upp á 78 kennslustunda nám í vefsíðugerð sem hefst 7. nóv. og lýkur 16. des. n.k. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13-17. Meðal efnis sem kennt er: Hönnun og myndvinnsla í Freehand & Photoshop HTML Forritun Vefsíðugerð í Frontpage Hreyfimyndir í Flash 4 Upplýsingar og innritun í símum 544 4500 og 555 4980 -0- ntv Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Slmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hlíðasmára 9- 200 Kópavogi - Sími: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasíða: www.ntv.is 4, Albright fór í innkaupaferð á Skólavörðustígnum Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur verslun erlendra feróamanna í íslenskum búðum aukist um tæplega 23% miðað við sama tíma á síðasta ári. Sérvöruverslanir standast vel samanburð við verslanir erLendis og merkjavara er oft ódýrari á íslandi. Það er flott að versla á íslandi - og gott. -rc **' " Það er flott að versla á Islandi i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.