Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 24
»24 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ • • / Iðunn gefur út Oldina fímmtándu 1401-1500. Fimmtánda öldin hefur stundum verið kölluð hin myrka öld Islands- sögunnar, öld sem fáir vita mikið um og hefur verið sveipuð dulúð og leynd í hugum margra. En öldin var ekki at- burðasnauð, öðru nær, eins og Óskar Guðmundsson rekur í þessu nýjasta bindi Aldanna. Öldin er nú litprentuð í fyrsta sinn og er í bókinni fjöldi litmynda af listaverkum og fornum minjum. Öldin fimmtánda Frúin í Ögri segir bónda sínum til Kristín sendir Jóni sínum bréf N orðurlandapólitik Falleraður erki- biskup fær Skálholt 1450 Minn góðan vin, Jón Ás- geirsson, yður heilsa ég, Kristín Guðnadóttir, kærlega með guð og vora frú. Bið ég yður um að þér beiðið séra Jón að hann sé fyrir hennar hönd, stúlkunnar þeirrar sem ég tók að mér í fardagana, að þér eruð eigi sjálfir við svo að hún hljóti það er okkur væri þarflegt í fríðum peningum, annaðhvort í sauðunum eða hrossið. Hlýtur hún og nokkuð upp í jörðina, þá stendur það fyrir sig. Vildi ég að þér létuð Illuga hafa kvíguna þá hina tvævetru og afhentuð hana í fardaga. Sjáið nú til vinnumannanna að þeir fái klæðin nóg. Vildi ég að Jón Guðmundsson fengi 10 álnir vað-máls. Ef séra Árni geldur okkur nokkuð vaðmál þá skal hann fá nokkra skatta þar af en prófasturinn það sem meira er í tiundirnar. Sjáið nú til alls sem þér þenkið að best gegni. Hér með bifala ég yður guði í vald og hans móður Mariu og sankti Pétri. Kristín Guðnadóttir Sjáið nú. Sjáið nú til vinnumann- anna að þeir fái klæðin nóg, skrifar Kristín til Jóns bónda síns og er þá með hvunndagsföt í huga. En suður á ítaliu klæðast frúmar herlegum klæðum eins og sjá má á þessari teikningu af konu á gangi í Feneyjum sem þýskur námsmaður syðra teikn- aði nýlega. 1426 Nýi biskupinn, Jón Gerreks- son, missti erkibiskupsdóm í Upp- sölum fyrir kvennafar og svall. Marteinn 5., páfi í Róm, hefur end- urreist Jón og veitt honum Skál- holt með þeim ummælum að hér í fjarska búi villimenn og ekki sé mikið í húfi Einn þekktasti hirðgæðingur á Norðurlöndum, Jón Gerreksson, hefur verið skipaður biskup í Skál- holti. Hann hefur að undanförnu verið samningamaður Eiríks konungs af Pommern við dönsku hirðina þrátt fyrir að hafa verið lýstur brota- maður af páfanum. Talið er að Eir- íkur kon-ungur hafi í hyggju að treysta við-spyrnu sína gegn Eng- lendingum á íslandi með hinum nýja sendiherra. Jón Gerreksson (Jóhannes Ger- echini eða Gerreksson) er fæddur árið 1378. Hann er af dönskum háaðli sem notið hefur velvildar Margrétar miklu og síðar Eiríks af Pommern. Háaðall þessi, Lodehatte, hefur Jón biskup lagði stund á nám við Svartaskóla í París. verið kallaður Loðinhattarnir af íslendingum. Jón hefur fengið góða menntun, stundaði nám við háskóla í París (1401) og háskól- ann í Prag (1404) en þar var hann í þann mund er Jóhann Húss kenndi við skólann. Jón varð kan- óki í Hróarskeldu og erkibiskup í Uppsölum í Svíþjóð árið 1408 er hann var um þrítugt. Jón varð erkibiskup fyrir atbeina danska konungsvaldsins og hefur vafa- laust átt að treysta ítök þess í Sví- þjóð. Sagt er að Jóni hafi farist margt vel við stjórnunina og hann hafi reynst góður og atorkusamur stjórnandi en einþykkur í aðra röndina, djarfur og harðskeyttur. Jaínframt hélt hann fram frelsi og fullveldi heilagrar kirkju. Jón hafði þegar á þessum tíma um sig fjölmennt sveinalið og var stór-huga byggingafrömuður. Illar tungur hermdu að hann hefði samneyti við tignarkonur á staðn- um og hann hefði jafnvel lagst með mæðgum. Hvassafellsmál Möðru- vellingar vörðust með her manns Eftirminnilegur Spjaldhagafund- ur í Eyjaílrði 1491 Páll Brandsson frá Möðruvöllum varði Hvassa- fellsmál Bjarna Ólasonar á fundi að Spjaldhaga á dögun- um en hirðstjórinn Ambrós- íus sótti á. Vilji hans náði ekki fram að ganga vegna fyrirstöðu Páls bónda, að því er óljósar fréttir að norðan herma. Er sagt að Páll hafi haft yf- ir 100 menn undir vopnum þannig að ekki hafa þeir Ey- firðingar verið árennilegir. Páll Brandsson var kallað- ur til Möðruvalla á sínum tíma af Margréti tengdamóð- ur sinni Vigfúsdóttur en Ingi- björg kona hans er og Þor- varðardóttir, Loftssonar ríka. Sú er einnig skýringin á málafylgju hans með Bjarna Ólasyni, stórbónda á Hvassa- felli, sem sakaður er um að hafa sofið hjá dóttur sinni Randíði þrettán vetra „fimm reisur eða sex eða oftar“ og hefðu þau verið nakin bæði í einni sæng og undir einum klæðum. Kona Bjama er Margrét Ólafsdóttir, Lofts- sonar ríka á Möðruvöllum. Páll og Solveig mega giftast Ei komi kvein- samt kall til herra páfans eyrna 1479-1480 Hinn 20. des- ember gaf Júlíníus biskup í umboði Sixtusar fjórða, páfa í Róm, út leyfisbréf til Páls Jónssonar og Sol- veigar Björnsdóttur á Skarði til hjónabands, þrátt fyrir fjórmennings- frændsemi þeirra. En um þetta höfðu borist nokkr- ar beiðnir í páfagarð. Jafnframt voru skila- boð úr páfa-garði til Magnúsar biskups: Bjóð- um vér yður harðlega í krafti heilagrar hlýðni og undir banns pínu að þér hlýðið og hlýða látið fyrr- nefndum bréfum svo ei komi þetta kveinsamt kall oftar meir til herra páf- ans eyrna. Þorleifur auðgast enn 1479 Þorleifur Björns- son hirðstjóri eykur jafnt og þétt auð sinn og völd. Nú var hann að fá arf eft- ir Ólöfu ríku, móður sína. Hann fékk sem nemur 1200 kýrverðum í arf eft- ir föður sinn sem féll 1467, eftir Árna bróður sinn erfði hann nokkrar jarðir árið 1476 og nú fékk hann býsn til viðbót- ar. Þorleifur er maður trúaður þrátt fyrir að vera stöðugt á verði um veraldlega sýslan sína og sinna. 1480 m..t—.,*■ Syrgjandi munkur. Á leiði Filippusar d(jarfa af Búrgúnd. Eftir Claus Sluter, myndin er gerð 1405. Politískar tryggingar Dýrindis brúð- kaup vestra Reykhólabrúðkaup. Þá voru sögur sagðar og hleg- ið. - Mynd úr frönsku handriti. 1462 Enn eitt brúðkaupið á Reykhólum. Björn Þorleifs- son heldur veg- lega veislu fyrir Andrés Guð- mundsson og konu hans. I raun tilraun hirðstjórans til þess að tryggja frið og sættir Andrés Guð- mundsson og Þorbjörg Ólafs- dóttir héldu brúðkaup sitt á Reykhólum 1. ágúst. Andrés er óskilgetinn son- ur Guðmundar Arasonar. Brúðkaupið var haldið í skjóli Björns Þorleifssonar og kostaði hann til þess sextíu hundruðum. Björn og Þorleifur, sonur hans, gáfu And- rési höfuðbólið Fell í Kollafirði og margar jarðir aðrar og fjármuni af ýmsum toga. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna þeir Skarðsfeðgar standa svo höfðinglega að málum gagnvart Andrési. Andrés á ekki lögum samkvæmt arfsrétt eftir Guðmund, föður sinn. Andrés fær hér viðlíka rétt og Loftur ríki rétti í gjafabréfi óskilgetnum sonum sínum og Kristínar Oddsdóttur. Heimildarmenn okkar telja að með þessu viðhafnarmikla brúð- kaupi og höfðinglegu gjöfum hafi þeir feðgar, Björn og Þorleifur, treyst frið og öruggar sættir við þann niðja Guðmundar Arasonar sem helst var að vænta uppreisnar af. Björn Þorleifsson er auk þess í miklu vinfengi við tengdaforeldra Andrésar. Á hitt er og að líta að miðað við þær eignir og umsýslu sem Björn fékk af Guðmundar- eignum Arasonar er sá kostnaður sem hann nú efndi til einungis smávægilegur. Með brúðkaupi þessu og nýaf- staðinni konungsför Björns, þar sem þeir konungur gengu frá eft- irmálum vegna Guðmundareigna á Vestfjörðum, má heita að vegur Björns hafi aldrei verið meiri. Hann ræður nú nánast því sem hann vill ráða í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.