Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 22
-22 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN GEGN LANDFYLLINGU í ARNARNESVOGI SÍÐARI hluta septembermánað- ar sl. var haldinn kynningarfundur í Fjölbrautaskóla Garðabæjar vegna tillögu framkvæmdaraðila að mats- áætlun vegna mats á umhverfís- áhrifum hugsanlegrar landfyllingar í Arnar- nesvogi í Garðabæ. Fundurinn var ekki vel auglýstur en greinarhöfundur bar gæfu til þess að vera í fámennum hópi íbúa við Arnarnesvog sem frétti af fundinum og mætti á hann. Tíu Laugardals- vellir I tillögu fram- kvæmdaraðila, sem lá frammi á fundinum, kom fram að fyrirhug- uð væri 5,5 hektara landfylling út í Arnar- nesvog. Fram kom hjá fram- kvæmdaraðilum að gert væri ráð fyrir að í voginum myndi rísa 2.500 manna íbúðarbyggð (íbúafjöldi Húsavíkur), þar af um helmingur á hinni nýju landfyllingu. Einnig var greint frá því að gert væri ráð fyrir 3 til 5 hæða fjölbýlishúsum á land- fyllingunni og að um bryggjuhverfí yrði að ræða. Það vekur óneitanlega - athygli að samkvæmt tillögu fram- kvæmdaraðila að matsáætlun, sem var send Skipulagsstofnun, er fyrir- huguð landfylling orðin 7,7 hektar- ar, eða 40% stærri en greint var frá á kynningarfundinum. Hið tilbúna nes kann að sýnast lítið og sakleys- islegt á mynd en það yrði í raun geysistórt; það yrði á við rúmlega tíu Laugardalsvelli að stærð! Andstaða við landfyllingu I kjölfar kynningarfundarins ákvað greinarhöfundur að kynna áðurnefnda framkvæmd, þ.á m. til- lögu framkvæmdaraðila að mats- áætlun, fyrir öðrum íbúum í þeim hverfum sem liggja að Arnarnes- vogi, þ.e. á Arnarnesi, í Grunda- hverfí og í Ásahverfi. í framhaldi af því var efnt til íbúafundar til að ræða málið. A fundinum, sem var fjölmennur, kom fram mikil and- staða við umrædda landfyllingu í Arnarnesvogi. Almenn skoðun íbúanna við voginn er sú að sjálf- sagt sé og eðlilegt að gera ráðstaf- anir til að hófleg íbúðabyggð komi í stað iðnaðarhverfisins í botni vogs- ins. Þeir telja hins vegar að með landfyllingu langt út í voginn, ásamt tilheyrandi íbúðabyggð, bíla- og bátaumferð, yrði geng- ið á þá náttúruperlu sem vogurinn er og á hagsmuni núverandi íbúa í Garðabæ, ekki síst íbúanna við vog- inn. Þeir hafa ekki mátt ætla að sjálfur Arnarnesvogurinn, þ.e. grunnsævi hans, yrði byggingarland. Náttúruperla Arnarnesvogur er vistfræðilega mjög TómasH. mikilvægur. Vogurinn Heiðar er hjarta vistkerfis strandsvæðanna í kring og hann er meðal fárra lítt raskaðra leirusvæða sem eftir eru á höfuðborgarsvæðinu. Arnarnesvog- ur er allur á náttúruminjaskrá og á alþjóðlegum skrám yfir mjög mikil- væg fuglasvæði í heiminum sem ber að vemda. Á svæðinu eru annars vegar mikilvægar varp- og dvalar- stöðvar fyrir um 30 staðbundnar fuglategundir og hins vegar er svæðið mikilvægur áningarstaður fyrir um 10 tegundir af farfuglum. Þar á meðal er margæs en umrætt svæði er eini staðurinn á Suðvestur- landi þar sem tegundin hefur við- komu á leið sinni milli írlands og Kanada. Á öllum árstímum má sjá breiður af fuglum víðs vegar um voginn. Hið fjölskrúðuga fuglalif hefur fengið að þrífast á voginum vegna þeirrar kyrrðar sem þar rík- ir. Ljóst er að umrædd landfylling, ásamt tilheyrandi íbúðabyggð og bátaumferð, myndi ekki aðeins eyðileggja og rýra lífríki í voginum heldur kynnu alvarlegar afleiðingar að ná víðar, jafnt til aðliggjandi strandsvæða sem annarra landa. Forsendur núverandi byggðar íbúar hafa valið sér búsetu við Arnamesvog ekki hvað síst vegna nálægðar við náttúruna og lífríkið, friðsældar þeirrar sem ríkir í vogin- um og útsýnisins. Þetta á bæði við um þá íbúa sem fyrir eru á svæðinu Garðabær Arnarnesvogurinn, seg- ir Tómas H. Heiðar, er hjarta vistkerfis strandsvæðanna í kring og þá sem nú em að koma sér fyrir í nýbyggingunum í Ásahverfi sunnan til við voginn. Lífsgæði þessi endur- speglast m.a. í háu lóða- og fast- eignaverði á svæðinu. Með landfyll- ingu langt út í voginn, ásamt tilheyrandi íbúðabyggð, stórauk- inni bílaumferð um botn vogsins og út á hann og bátaumferð m.a. á mjó- um sundum sem mynduðust milli landfyllingarinnar og núverandi íbúðabyggðar, yrði gengið á rétt- mæta hagsmuni íbúanna við voginn. Þeir hafa ekki mátt ætla að sjálfur KOSTABOÐ Allt QÖ afsláttur Fagleg rábgjöf Fullkomin tölvuteiknun Fyrsta flokks hönnunarvinna hátijni6A(thúsn. Förix)SÍMI:5524420 rífform Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 7. nóvember - þn. og fim. ki. 19.30 4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar, fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegn- um miklar breytingar í iífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun, slökun og andleg lögmál, sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar www.yogastudio.is Arnarnesvogurinn, þ.e. grunnsævi hans, yrði byggingaland og þannig sótt að þeim af hafi. Gegnir þar öðru máli en á svæðum þar sem eru auðar landspildur sem ætla má að geti farið undir byggingar. íbúar á þeim svæðum vita að umhverfið kann að breytast. Hljóðbær vogur Rétt er að hafa í huga að vogur- inn er mjög hljóðbær enda berst hljóð hindrunarlaust eftir haffletin- um langt utan af voginum. Fyrir nokkrum árum var að sumarlagi starfrækt sjóþotuleiga í botni hans og var hvorki vært fyrir íbúa við voginn umrætt sumar né fyrir fugla sem fældust burt. Nægði ein sjó- þota til að skapa mikinn usla í vog- inum og óbærilegan hávaða í ná- grenni hans. I kjölfar kvartana frá íbúum á svæðinu vár ákveðið að endurnýja ekki leyfi til starfrækslu sjóþotuleigunnar. í ljósi þessarar reynslu má sjá fyrir þær afleiðingar sem sú bátaumferð hefði sem tillaga framkvæmdaraðila gerir ráð fyrir að laða að umræddu bryggjuhverfi. Lituð tillaga að matsáætlun Tillaga framkvæmdaraðila að matsáætlun vegna hugsanlegrar landfyllingar í Arnarnesvogi er afar lituð. Þess er t.d. getið að íbúar á landfyllingunni myndu m.a. njóta útsýnis yfir glæsilega einbýlishúsa- byggð á Arnarnesi en ekki er vikið einu orði í tillögunni að þeirri skerð- ingu á útsýni núverandi íbúa við voginn sem umrædd framkvæmd hefði í för með sér. Arkitekt fram- kvæmdarinnar lýsir skipulagshug- mynd sinni svo í Fasteignablaði Morgunblaðsins 24. október sl. að reisa eigi á landfyllingunni „lága byggð sem fellur vel inn í landslagið enda er það aðaleinkenni byggðar í Garðabæ sem eðlilegt er að virða.“ Hann lýsir því einnig þar að „lang- flest húsin yrðu þrjár hæðir,“ m.a. til að forðast það að taka útsýni frá húsunum á Arnarnesi. Erfitt er að sjá hvernig þessi ráðstöfun tekur tillit til íbúa í húsunum á Arnarnesi og má m.a. benda á í því sambandi að þau hús sem standa næst strönd- inni þar mega samkvæmt lóðaskil- málum ekki vera nema ein hæð til að skyggja ekki á þau hús sem ofar standa. I tillögu framkvæmdaraðila er ranglega fullyrt að aðeins fjaran beggja vegna landfyllingarinnar sé á náttúruminjaskrá. Hið rétta er að allur Arnarnesvogurinn er á náttúruminjaskrá, þ.m.t. grunn- sævi hans. Einnig er fullyrt í tillög- unni að þótt umræddar fram- kvæmdir samræmist ekki aðal- skipulagi Garðabæjar liggi þegar fyrir jákvæð afstaða bæjarstjórnar Garðabæjar í garð framkvæmda- nna. Þetta fær ekki staðist enda hafa bæjaryfirvöld ekki tekið af- stöðu til hugsanlegrar landfylling- ar. Hinn eðlilegi kostur Það sem stingur þó mest í augun í tillögu framkvæmdaraðila er að hún gerir aðeins ráð fyrir að umhverfis- áhrif hugsanlegrar landfyllingar verði borin saman við það að aðhaf- ast ekkert á svæðinu (núllkostur), þ.e. að svæðið verði áfram nýtt und- ir iðnað. Eðlilegt væri að bera um- hverfisáhrif hugsanlegrar landfyll- ingar saman við þann sjálfsagða kost að breyta núverandi iðnaðar- svæði í botni vogsins í íbúðasvæði án landfyllingar út í voginn. Prófsteinn Vogarnir inn af Skerjafirði, þ.e. Arnarnesvogur, Lambhúsatjörn, Kópavogur og Fossvogur, eru afar grunnir og því auðveldir til landfyll- ingar. Hugsanleg landfylling í Arn- arnesvogi er prófsteinn á það hvort farið verður út í landfyllingar í ná- lægum vogum. Yrði það óheillaspor stigið að gera umrædda landfyll- ingu að veruleika er Ijóst að mun minna skref yrði að bæta við þá landfyllingu eða fara út í sams kon- ar framkvæmdir í nálægum vogum. Það er því full ástæða til að spyrna við fótum. Treystum á bæjaryfirvöld Á fyrrnefndum íbúafundi var ákveðið að hefja söfnun undir- skrifta gegn landfyllingu í Arnar- nesvogi í þeim hverfum sem liggja að voginum. Er undirskriftasöfnun- in vel á veg komin og undirtektir mjög góðar. Einnig var ákveðið að óska eftir fundi með bæjaryfirvöld- um í Garðabæ til þess að lýsa and- stöðu við umrædda framkvæmd. Hafa fulltrúar íbúa þegar átt fgndi með bæjaryfirvöldum og kynnt þeim sjónarmið sín. Bæjaryfirvöld hafa eins og við, íbúarnir við voginn, lýst áhuga á að breyta iðnaðar- hverfinu í botni hans í íbúðarhverfi en hafa lagt áherslu á að engin af- staða hafi verið tekin til hugsan- legrar landfyllingar. Við treystum því að bæjaryfirvöld muni láta skynsemina ráða og taka þá afstöðu að láta áform um landfyllingu í Arn- arnesvogi ekki verða að veruleika. Höfundur er lögfræðingur og fbúi við Amamesvog Asmundur Y0GA$> STUDIO Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 5-44-55-60. GSM 864 1445. u HALUR OG SPRUND ehf. halur@yogastudio.is Biotone nuddvörur, Oshadhi ilmkjarnaolíur og Custom Craftworks nuddbekkir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.