Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ /11 fíft JðtofnnO 1974 munít HREINSUM ÚT LAGERINN! Lagersala um helgina: Húsgögn í gömlum stíl, styttur, antíkhúsgögn og fleira 25-60% afsláttur! s. Laugavegur 1 * X Hverlisgata Opið í dag, sunnudag, frá kl. 12-17. Lagersalan er á Klapparstíg 26 (gengið inn portið). Hópuinna sem skilar árangri! „Ef ég get það, þá getur þú það líka" •CJ' 36 Vikuna 6. -10. nóvember verður Heilsugarður Gauja litla með 8 vikna aðhald fyrir þá sem vilja ekki inn á líkamsræktarstöðvar. Þessir lokuðu aðhaldshópar byggja á fræðslu og hreyfingu. Vinir í víðáttu er leynifélag, eingöngu ætlað karlmönnum, sem hefur það markmið að minnka félagsmenn á velli og stækka andlegt atgerfi þeirra. Valkyrjur í vígahug er sjálfstyrkingar- hópur fyrir konur sem kalla ekki allt ömmu sína og eiga það sameiginlega markmið að vilja fræðast um varan- legar lausnir í baráttunni við vambar- púkann. Innifalið er: Vigtun, aðhalds- og umræðu- fundir, ítarleg kennslugögn, matarupp- skriftir, matardagbækur, leiðbeiningar varðandi fæði, fræðsludagur, fyrirlestrar, bolur, brúsi, óvissuferðir og margt fleira. Hin vinsælu unglinganámskeið Gauja litla 7. og 9. nóvember hefjast ný nám- skeið fyrir unglinga á aldrinum 13 til 16 ára í World Class. í boði eru spinningtímar, taibo, hipp hopp dans, stöðvarþjálfun, leikræn tjáning, styrking sjálfsmyndar og margt fleira. Að námskeiðunum koma fjöldi fagaðila og þekktra gestakennara. GAUJA UTLA --------- REYKJAVfK - AKUHEYRI X I Upplýsingar og skráning í síma 561 8585 og 561 8586 Grant Burge og Gaja BURGE-fjölskyldan hefur sett svip sinn á vínrækt í Barossa-dalnum í Suður- Ástralíu allt frá því að hún fluttist þangað frá Englandi árið 1855. Fulltrúi fimmtu kynslóðarinn- ar, Grant Burge, stofnaði fyrirtækið Krondorf Cellars árið 1978 við annan mann og rak það við góðan orðstír fram til ársins 1986 þegar vínrisinn Mildara-Blass keypti fyrirtaekið. Burge sat þó ekki lengi með hendur í skauti því að árið 1988 keypti hann Moorooroo Cellars við Jacob’s Creek og setti á laggimar fyrirtæki í eigin nafni. Virðing þess hefur vaxið ár frá ári og er óhætt að segja að Burge sé nú með þekktari nöfnum í ástralskri víngerð og bestu vín hans eru mjög eftirsótt. Það er því fengur í því að þau skuli nú vera fáanleg hér á landi, þótt þau allra bestu séu vissulega ekki ódýr á íslandi frekar en annars staðar í heiminum. Alls eru sex rauð- vín frá Grant Burge nú til á sérlista, hvert öðru betra. Þetta eru allt þykk og mikil vín, með mikilli dýpt og hafa alla burði til að eldast mjög vel séu þau geymd. Hins vegar eru þau jafn- framt aðgengileg nú þegar og Hillcot Merlot (2.190 kr.) með miklum van- illu- og myntuilmi og yfirbragðið þykkt og sætt. I munni nokkuð sýru- mikið og tannískt en mýkist hratt í glasi. Cameron Vale Cabernet Sauvignon er nokkuð lokað í fyrstu, ilmur dökkur, sætkryddaður og jafn- vel má greina kardimommur auk dökks súkkulaðis. í munni megnt lakkrísbragð, vinið stórt og öflugt. Filsell Shiraz (2.400 kr.) hefur þurrt yfirbragð, leður og krydd. Nokkuð tannískt í munni, ungt, kröftugt og sýrumikið. Þrúgusamsetningin í Holy Trinity 1996 (3.860 kr.) er forvitnileg blanda af áströlsku víni að vera þótt hún sé alþekkt í Rónardalnum í Frakklandi: Shiraz, Grenache og Mourvédre eru notaðar í þetta vín. Það er flókið og mikið, kryddjurtir í nefi, karamella * Aströlsk vín frá Grant Burge og ítölsk vín frá Angelo Gaja eru meðal þess sem Steingrímur Sigurgeirsson smakkar að þessu sinni, og hnetur. Enn og aftur er það síðan lakkrísinn, þykkur og ágengur, sem ræður ríkjum í munni, ekki síst eftir að vínið hefur fengið að lofta í smá- tíma. Shadrach Coonawarra/Barossa Cabemet Sauvignon 1996 (5.710 kr.) er annað af bestu vínum Grant Burge. Vanillusykur er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar lykt- að er af því, en smám saman gýs dökkur og þroskaður ávöxturinn upp og brýst í gegnum vanilluna úr eik- inni. Vínið tekur á sig margar mynd- ir í glasinu og á einu stigi minnti það helst á velkryddaða „chili con came“-kássu, cayenne-pipar og rauðar baunir. Nokkuð stíft og „montið" líkt og góð Cabernet-vín vilja stundum verða. Sem sagt ein- staklega spennandi vín og merkilega aðgengilegt miðað við stærð og ung- an aldur. Meshach Shiraz 1995 (6.400 kr.) er síðan toppurinn í Bar- ossa-vínum Grant Burge. Ilmur vínsins tjáir sig ekki mikið í fyrstu og vínið virðist sofa vært. Það vaknar hins vegar hratt og fram kemur kjöt; leður, svört ber og rabarbarasulta. I munni finnur maður þegar í stað hví- líkt vín er á ferðinni, stórt, allt að því risavaxið. Þar kemur líka vanillu- keimur fram úr bandarísku eikinni sem vínið var látið þroskast í í tvö ár, sulta og mynta. Shadrach og Mesh- ach em afbragðsvín og standa undir háu verðinu (þau em ekki heldur ódýrari annars staðar). Tilvalin villi- bráðarvín og þá helst með gæs eða rjúpu þótt hreindýr kæmi einnig vel til greina, ekki síst þegar Shadrach er annars vegar. Meiriháttar nú þeg- ar (þótt þau hafi gott af hálfum sólar- hring í karöflu í það minnsta fyrir neyslu og stendur síðan í nokkra daga án þess að byrja að dala hið minnsta) en ættu vel að þola 10-15 ára geymslu og batna stöðugt á þeim tíma. Tvenna frá Gaja Þekktasti framleiðandi Piedmont á Italíu og raunar einn virtasti vín- framleiðandi Ítalíu í heild er Angelo Gaja. Tvö vín frá honum em nú í reynslusölu, annars vegar vín úr heimahéraði hans, Piedmont, og hins vegar vín frá ekmm sem hann hefur fest kaup á í Montalcino í suðurhluta Toscana-héraðs. Gaja Langhe Sitorey 1996 (3 190 kr.) er vín úr Barbera-þrúgunni. Það hefur þurrt og feitt yfirbragð í nefi, ögn brennt með reyk og þroskuðum ávexti. í munni stórt, tannískt og sýmmikið. Dökkur bragðmassi sem þarf að smjatta vel á til þess að brjót- ast í gegn. Það nýtur sín þó ágætlega með mat, vín með villibráð eða nautasteik en þyrfti helst ein þrjú til fimm ár í kjallara til þess að sýna sínar betri hliðar og hvað í því býr. Pieve Santa Restituta Rennina Bmnello di Montalcino 1991 (4.150 kr.) er hins vegar vín sem þegar hef- ur tekið út þann þroska sem það þarf og er reiðubúið til neyslu. Þurrkaður ávöxtur í nefi ásamt kryddi, ekki síst negul. Þroskinn greinilegur bæði í iim og lit, í munni mjúkt og milt en jafnframt þétt og hnökralaust. Langt bragð, nokkuð kryddað. Riesling frá Mósel Að lokum er ánægjulegt að geta kynnt afbragðshvítvín frá Mósel- dalnum. Þýsk vín hafa svo sannar- lega átt erfitt uppdráttar hér á landi síðustu árin og ekki farið mikið fyrir nýjungum þaðan á markaðnum. Það er því fagnaðarefni að sjá Dr. Loos- en Wehlener Sonnenuhr Riesling Kabinett (1.390 kr.) í reynslusölu. Þurrkaðar apríkósur og hunang í nefi, ferskt, þétt og fínlegt í munni með mildri sætu. Afengi er lítið í vín- inu sem gefur því mikinn ávaxta- ferskleika. Anægjulegt vín í alla staði, fínn fordrykkur vel kælt eða þá með léttum sjávarréttum. tryllast y/ir eldsnpytisvprðinu? Viltu spara i0-20%? yfuddstofa !Rúnars Sl(ú%ötu26 Sími 898-4377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.