Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 B 17 Ljðsmynd/David Bievins © Aðmírálsfiðrildi (Vanessa atalanta) er algeng tegund víða um heim og nokk- uð tíður gestur á íslandi, líklega ár- viss. Það flýgur hingað af sjálfsdáðum og hefur fundist í öllum landshlutum, en þó aðallega um sunnan- og suð- austanvert landið, eins og útbreiðslu- kortið sýnir. Algengt er að fiðrildi dreif- ist um ísland á þessum nótum, eins og fram kemur í greininni. Um mánaða- mótin júní/júlí síðast liðin kom hingað til lands ein mesta ganga aðmíráls- fiðrilda sem menn hafa orðið vitni að. á isiandi til 1995 Ljósmyndir/Oscar Gutierrez © Þistilfiðrildi (Vanessa cardui) er hávængja og með glæsileg- ustu og algengustu flökkufiðr- ildum á íslandi, kemur stund- um í umtalsverðum fjölda og hefur sést um allt land. Það er útbreitt um mestallan heim- inn, en þó ekki í Suður-Amer- íku. Innfelda myndin sýnir liti og mynstur undir vængjum, sem á ýmsum tegundum fiðr- ilda er engu tilkomuminna en það sem er að ofanverðu. vikur að mjakast þetta. Fiðrildin eru yfirleitt mjög falleg við komuna til landsins, en hreistrið slitnar af þeim á leiðinni vestur um, svo að þau eru orðin mun óásjálegri þegar hingað er komið.“ Oft í milljónatali Eitt mesta fiðrildaský sem menn hafa orðið vitni að, er sagt að hafi verið 402 km breitt og talið ófáar miHjónir dýra. Ekki íylgir sögunni hvar þetta var eða um hvaða tegundfir) var að ræða. Hins vegar mun ein slík ganga þistilfiðrilda yfir ótilgreindan stað í Kaliformu hafa tekið þrjá daga og fjöldi dýra var áætlaður þrjár milljónir. En þistilfiðrildi er útbreitt um mestallan heiminn, þó ekki í Suður-Ameríku. í Evrópu eru raunveruleg heimkynni tegundarinnar í álfunni sunnanverðri, og þaðan flakkar hún árlega norður á bóginn. Hún flýgur oft hingað til lands og stundum í um- talsverðum fjölda. „Stundum er hægt að rekja fiðrildagöngur frá einu landi til annars,“ heldur Erling áfram. „Þær koma til Hjaltlandseyja frá meginiandi Evrópu, og svo yfir Færeyjar og alla leið tii íslands. Það kom t.d. heilmikil gusa bæði hér og í Færeyjum um mánaðamótin september/október. Og það er hægt að tímasetja hvenær þetta kemur á hvem stað; það er á að giska sólarhringur á milli. Oft er fiðrildafjöldinn sem leggur af stað alveg gríðar- legur, en mikil afföll verða á leiðinni. Fyrir nokkr- um áram kom t.d. ein slík gusa yfir Færeyjar, og lýstu sjómenn því að hafsvæðið við eyjarnar hefði verið þakið af deyjandi fiðrildum; að þeir hefðu siglt í gegnum endalausar breiður sem flutu á sjónum. Það var aðallega gammaygla." Umrædd fiðrildategund berst árlega til ís- lands, oft í umtalsverðum fjölda, og á það jafnvel til að fjölga sér ef hún kemur nógu snemma og að- stæður leyfa eins og áður var nefnt. Gammayglur hafa fundist víða um land, en langflestar þó um sunnanvert landið. Við þetta má bæta, að um mánaðamótin júní/ júlí á þessu ári kom hingað til lands ein mesta ganga aðmírálsfiðrilda (Vanessa atalanta) sem menn hafa orðið vitni að. Fáar tegundir landlægar Hvað gerir það að verkum, að svo fáar tegundh- eru landlægar hér? „Það er ekki síst einangrun landsins,“ segir Erling. „Hún gerir það að verkum að hér eru færri plöntutegundir en víða annars staðar, en fiðrilda- og plöntutegundir haldast í hendur, því fiðrildin eru plöntuætur. Margar tegundir fiðrilda eru sérhæfðar á plöntutegundir og eiga því enga lífsmöguleika hér, þegar umræddar fæðuplöntur vantar. Það er m.ö.o. beint samband þar á milli. Einnig hefúr loftslagið áhrif, en ekki eins mikið og einangrunin. Það gætu mun fleiri tegundir komist af hér loftslagsins vegna, ef fjölbreytni væri meiri ',« í plöntuvali. Svo eru líka margar tegundir, sem gætu lifað hér á landi ef þær á annað borð kæm- ust hingað. Það gildir ekki bara um fiðrildi, heldur skordýr almennt. I þeim tilfellum eru hentugar plöntur til staðar en hafið er farartálminn." Þess má að lokum geta til samanburðar, að í Kanada hafa sést um 4500 tegundir, í Frakklandi og Belgíu um 4700, í Skandinavíu 2000-3000 og á Bretlandseyjum um 2500. * Ljósmyndir/Oscar Gutierrez © Þessi glæsilega hávængja, kóngafiðrildi (Danaus plexippus) er eitthvert mest rannsakaða fiðrildi heimsins. Vænghafið getur orðið allt að 12,5 cm. Þetta er farfiðrildi og á heimkynni í Ameríku, ýmsum Kyrrahafseyjum, Nýja-Sjálandi, Austur-Ástralíu ogernýlega búið að nema land á Madeira og Kanaríeyjum. Á far- tíma hafa kóngafiðrildi stundum slæðst í umtalsverðum fjölda austur yfir Atlantshaf yfir til Evrópu. Umrædd tegund hefur einu sinni fundist hér á landi; var á flögri í Reykjavik 15. september 1955. Innfellda myndin sýnir neðra borð vængs kóngafiðrildis. göngur koma á vorin og í þeim tilvikum verpa fiðrildin gjaman og lirfúmar ná að vaxa upp og ný kynslóð skríður úr púpum á haustin. En þessi nýja kynslóð á þó enga lífsmöguleika hér yfir vet- urinn. Það eru 6 tegundir, að því er við best vitum, sem hafa náð að fjölga sér hér með þessum hætti: dflaygla (Peridroma saucia), gammaygla (Autogr- apha gamma), garðygla (Agrotis ipsilon), kálmöl- ur (Plutellaxylosteila), skrautygla (Phlogophora meticulosa) og þistilfiðrildi (Vanessa cardui). Þeirra verður ekki eins mikið vart á þeim tíma og á haustin, vegna þess að þá er farið að birta, svo að þau koma ekki í ljósgildrur. Auk þess eru þau á ferð á nóttunni, öll nema þistilfiðrildi, svo að það er undantekning ef við sjáum þau.“ Ljósgildrumar sem Erling minnist á komu hingað til lands árið 1995 vegna samnorræns rannsóknaverkefnis, sem hófst tveim ámm áður í Finnlandi og er ráðgert að standi til ársins 2003. Löndin sem taka þátt em ísland, Danmörk, Sví- þjóð og Finnland, og að auki Eistland, Lettland, Litháen og Rússland. Gildrumar sem era notaðar hér á landi eru af svonefndri Ryrholm-gerð og vora hannaðar í Svíþjóð. Þeim er ætlað að standa á jörðu niðri og era sterkbyggðar og því öraggar í flestum veðram. Þær era settar niður við fyrsta tækifæri á vorin og haldið gangandi fram eftir hausti. Á þessu tímabili era þær tæmdar viku- lega. Áður en að þessu sameiginlega rannsókna- verkefni kom, höfðu ljógildrur ekki verið notaðar á íslandi. Mun koma þeirra til landsins hafa vald- ið byltingu í rannsóknum á fiðrildum hér. ,Annars geta flökkufiðrildin lifað töluvert lengi ef tíðin er góð,“ segir Erling. „Það er algengast að fiðrildin lendi á Suðausturlandi og dreifi sér það- an vestur eftir Suðurlandi. í tvö skipti var hægt að mæla þetta, vegna Ijósgildranna. Þær gefa möguleika á að fylgjast náið með þessu. Þetta var t.d. reyndin núna í haust, þegar asparyglimiar (Agrochola circellaris) komu. Fyrst sáust þær á Suðausturlandi í miklum fjölda, og hálfum mán- uði síðar vora þær í Fljótshlíðinni. Engin ástæða var til að ætla, að það hefði komið eitthvað meira til landisns, heldur bentí þetta til hreyfingar fiðr- ildanna vestur eftir. Það tók þau sem sagt tvær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.