Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Eyjafjarðarsveit Er vetur konungur held- urinnreiösínadregur yfirleitt úrferðalögum hér innan lands. Ein af þeim sveitum, sem vet- ur jafnt og sumar er þó greiðfær og Halldóru J. Rafnar finnst gaman að heimsækja, er Eyja- fjarðarsveit. Svipmikil fjöll og búsældarleg býli blasa hvarvetna við og sögustaðireru á hverju strái. MARGIR ferðamenn koma til höfuðstaðar Norðurlands, Akur- eyrar, allt árið og væri ekki úr vegi íyrir þá og íbúa bæjarins einnig að skreppa t.d. í ökuferð „íram í fjörð“ þ.e. aka í suðurátt frá Akur- eyri í stutta hringferð. Brú er yfir Eyjafjarðará á tveimur stöðum og er lengri hringurinn aðeins u.þ.b. 55 kílómetrar. Við skulum skreppa í þessa hring- ferð í huganum og stikla á broti af því sem fyrir augu ber á leiðinni. Förum fyrst yfír Eyjafjarðará að Eyrarlandi, en þar stutt frá var hinn fomi þingstaður Vaðlaþing og ökum síðan austan megin fram fjörðinn. Fjallasýn er tilkomumiki], vestan- megin árinnar getur að líta Súlur (1.144 og 1.167 m.y.s.) að baki Akur- eyrar og Kerlingu (1.538 m.y.s.), hæsta fjall við byggð á Norðurlandi, nokkru innar. Þaðan mun vera frá- bært úksýni, en betrá að fá leiðbein- ingar kunnugra ef klífa á fjallið. Aust- an megin má sjá Staðarbyggðarfjall og Möðruvallafjall. Bæir eru vel merktir og fjölmörg ömeíhi þekkjum við úr Islendinga- . sögum svo sem úr Víga-Glúms sögu. Heitt vatn víða Áður íyrr mun sjórinn hafa gengið lengra inn í landið og til er ömefnið B'estarklettur þar sem skip geta hafa verið bundin. Vilja sumir halda því fram að þar sé kominn Galtarhamar er landnámsmaðurinn Helgi magri hafi bundið skip sitt við, en í Land- námu er sá hamar tilgreindur og sagt að Helgi hafi búið annan vetur sinn á íslandi við Búdsá. Um BQdsárskarð við suðurenda Vaðlaheiðar liggur ein aðalreiðleið *' Eyfirðinga yfir í Fnjóskadal. Er skarðið upp af bænum Kaupangi sem eftir nafninu að dæma hefur áður ver- ið verslunarstaður eða kaupstefnur verið þar háðar. Þverá fellur úr Garðsárdal í nokkra gili neðst. Norðan hennar á eyranum varð Þverárfundur 1255 er Eyjólfur ■ ofsi Þorsteinsson féll og 16 eða 17 menn aðrir. Séð norður Eyjafjörð. Morgunblaöið/Kristján Víða í Eyjafirði er heitt vatn og era laugar oft nefndar í fomum sögum. Á undanfömum áram hefur heita vatnið markvisst verið virkjað og var t.d. lokið við að leggja hitaveitu til Akur- eyrar frá landi Laugalands í Öng- ulsstaðahreppi árið 1977. Á Lauga- landi, (Ytra- og Syðra-) hefur heita vatnið lengi verið nytjað og þar hefur auk búreksturs verið prestsetur og margir muna eftir Húsmæðraskólan- um sem starfræktur var 1937-1975. Sundlaug er á staðnum og félags- heimiiið Freyvangur fyrir ofan byggðina. Rétt sunnan Laugalands er brú yf- ir Eyjafjarðará, ef styttri hringurinn er valinn er komið yfir hjá Hrafnagili. En við höldum áfram lengri hringinn, fram fjörðinn, þótt vegurinn þarna fyrir innan sé ekki eins breiður og góður. Æskuslóðir ións biskups Arasonar Á bænum Grýtu herma sagnir að Jón Arason, síðasti kaþólski biskup- inn á Hólum, hafi verið fæddur, en myndarleg stytta af honum hefur ver- ið reist sunnan við kirkjugarðinn á Munkaþverá. Munkaþverá eða Þverá efri, hefur löngum verið stórbýli. Af frægum sögupersónum er þar hafa búið má nefna á söguöld þá frændur og fjandvini Víga-Glúm og Einar Eyj- ólfsson, er síðar var kenndur við bæinn og kallaður Þveræingur. Einar er trúlega kunnastur af frásögn Akureyri \ Eyrarland Kaupangur Kristríes Hrafnagil Mððrufell jf Heimskringlu hvemig hann átti drýgsta þátt í því að beiðni Ólafs kon- ungs Haraldssonar um yfirráð yfir Grímsey var hafnað. Munkaklaustur af Benediktsreglu var stofnað á Þverá árið 1155 og breyttist því nafn bæjar- ins. Fyrsti ábóti var Nikulás Bergs- 1 son er samdi Leiðarvísi fyrir píla- gríma í suðurgöngu. Þykir sá leiðarvísir merkilegur og mun vera sá eini sem varðveist hefur heill af nor- rænum fararbókum. Stóð klaustrið fram að siðaskiptum og meðal þehra er þar stunduðu nám var Jón Arason, síðar biskup. Kirkjan á Munkaþverá er falleg og henni vel viðhaldið og kirkjugarðurinn vel hirt- ur. Svo er reyndar um fleiri kirkju- staði á þessu svæði. Á Rifkelsstöðum var til foma eitt af þremur höfuðhofum í Eyjafirði, vai- það Freysgoð þeirra Þverármanna. í Kálfagerði bjuggu bræður þeir er sekir urðu um morð o.fl. á 18. öld og sr. Jónas Jónasson á Hrafnagili skrif- aði um. Síðasti bærinn er nefndur verður á leið okkar í suðurátt er hið foma höf- uðból Möðruvellirí Eyjafirði. Þar bjó á söguöld Guðmundur „i-íki“ Eyjólfs- son, sem víða er getið í sögum, bróðir Einars Þveræings. Kirkjan þar fauk af granni árið 1972 en hefur verið endurbyggð og nú tryggilega njörvuð niður. Klukkna- port fomt er fyrir framan kirkjuna. Sjálfsagt er að staldra við um stund og virða íyrir sér útsýnið því það er fagurt frá Möðravöllum. Hólafjall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.