Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 47

Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 47 MENNTUN Tungumálaár í Evrópu Erlend tungumál verða í brennidepli í Evrópu á næsta ári. Ahersla verður á kennslu á bæði erlendum tungumálum s og íslensku auk táknmáls. Arið 2001 er evrópskt tungumálaár ESB. fvróps^1 EVRÓPURÁÐIÐ og Evrópusarabandið standa sameiginlega að undirbúningi og skipu- lagningu Evrópsks tungumálaárs 2001 og er ísland eitt þátttöku- landa. Markmið tungumálaársins er að vekja athygli á fjölbreytni tungumála og menningar í Evrópu, vinna að fjöltyngi Evrópubúa og stuðla að símenn- tun á sviði tungumála. íslensk landsnefnd fyrir tungumálaárið var skipuð í febrúar og er henni m.a. ætlað að gera tillögur að dagskrá og aðgerðum hér á landi. I nefndinni eiga sæti fulltrúar menntamálaráðuneytisins, Sam- taka tungumálakennara á íslandi, samstarfsnefndar háskólastigsins, Islenskrar málnefndar og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Landsnefndin hefur ákveðið að leggja áherslu á kennslu bæði er- lendra tungumála og íslensku á tungumálaári auk táknmáls. Jór- unn Tómasdóttii' er verkefnis- stjóri Evrópsk tungumálaárs 2001. Hvað á að gera í málinu? Aðgerðum og dagskrá Evrópsks tungumálaárs 2001 er fyrst og fremst ætlað að höfða til almenn- ings. Stefnt er að því að örva áhuga jafnt fullorðinna sem ungs fólks á að læra ný tungumál, hvetja fólk til að auka fjölbreyti- leika í tungumálanámi sínu og kynnast nýjum menningarheimum þannig að þeir verði hæfari bæði heima og erlendis með tilliti til at- vinnu, tómstunda og menningar- læsis. Aðild íslands mun felast í þátt- töku í samevrópskum sem og innlendum að- gerðum. Opnunarat- höfn Evrópsks tung- umálaárs verður í Lundi í Svíþjóð dag- ana 18.-20. febrúar 2001 en lokaathöfnin verður haldin í Brus- sel í desember. Evrópsk vika tungum- álanáms innan fullorð- insfræðslu stendur frá 5.-11. maí og Evrópskur tungu- máladagur verður haldinn 26. septemr ber. Einnig kemur margt fleira til, s.s. útgáfa handbókar fyrir tungumála- nemendur, sameiginlegt merki og slagorð. Það er ljóst að ísland mun verða virkur þátttakandi í ofannefndum dagskrárliðum. Góð dagskrá á Islandi Innlend dagskrá er enn í mótun og ýmsar hugmyndir hafa komið fram hjá landsnefndinni. Gera má ráð fyrir að árlegir viðburðir hér- lendis á sviði tungumála verði tengdir tungumálaárinu, s.s. upp- lestrarkeppni grunnskólanna, frönsk Ijóðasamkeppni, þýsku- þrautin og Dagur íslenskrar tungu. Viðurkenning fyrir nýbreytni í tungumálakennslu, Evrópumerkið (European Label), verður veitt á árinu. Ráðgert er að halda ráðstefnu um tungutækni og einnig er áætlað að halda málþing um stefnur og strauma í tungumálakennslu og þörfina fyrir tungumálakunnáttu í atvinnulífinu. Komið hefur fram hugmynd um útgáfu bæklings um sögu og stöðu íslensks máls sem gefinn yrði út bæði á íslensku og erlendum málum. Leitast verður við að virkja fjölmiðla þannig að þeir fjalli meira en gert hefur verið um mikilvægi þess að kunna tung- umál. Gert er ráð fyrir að opnun- arhátíð tungumálaársins verði hér um mánaðamót janúar og febrúar. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins veitir styrki til verk- efna á tungumálaárinu og birtist auglýsing þess efnis í Morgun- blaðinu í september síðastliðnum. Stjrrkupphæðin getur orðið mest 50% af styrkbærum heildarkostn- aði við verkefnið og nema upp- hæðir frá 700.000-7.000.000 króna. Reiknað er með að veita styrki til u.þ.b. sam- tals 150 verkefna í þátttökulöndunum. Þeir sem geta sótt um styrki eru mennta- og menning- arstofnanir,. stofnanir og samtök á vegum bæjar- og sveitar- stjórna, frjáls félaga- samtök, rannsóknast- ofnanir, aðilar vinnu- markaðarins og fyrirtæki. Fyrri um- sóknarfrestur rann út 2. október en sá síð- ari er til 15. febrúar Jórunn 2001. Tómasdóttir Jórunn Tómasdóttir verkéfnisstjóri tung- umálaársinshvetur alla þá, sem tengjast tungumálakennslu, til dáða um verkefni sem gætu orðið hluti innlendrar dagskrár á Evrópsku tungumálaári 2001. Þeir fengju afnot af samevrópsku merki ársins og slagorði. Það væri t.d. tilvalið fyrir skólana að nýta þema- vikur og opna daga í þágu kennslu og náms í tungumálum. Þeir sem hafa áhuga geta fengið allar nánari upplýsingar hjá Jórunni Tómas- dóttur, netfang: jorunn.tomasdottir@mrn.stjr.is og hjá Maríu Gunnlaugsdóttur, deild- arsérfræðingi í menntamálaráðun- eytinu, netfang: maria.gunnlaugsdottir- @mrn.stjr.is. Einnig er bent á heimasíðu menntamálaráðuneýtis- ins þar sem er að finna upplýsing- ar um tungumálaárið. Markmið ársins Stefnt er að því að: • örva áhuga fólks á að læra ný tungumál. • Hvetja fólk til að auka fjölbreytileika í tungumála- námi sínu. • kynnast nýjum menning- arheimum þannig að fólk verði hæfara bæði heima og erlend- is. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál Endurmenntunarnám- soOTtJ" fyrir tungumála- kennara. Sókrates-menntaáætlun ESB veitir styrki til tungumálakennara á grunn- og framhaldsskólastigi til að sækja endurmenntunarnámskeið í einu ESB landi í 2-4 vikur. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð www.ask.hi.is, ask@hi.is. EES-Vinnumiðlun Á árlegri haustráð- stefnu EES-Vinnu- miðlunar var fjallað um aukna samþætt- ingu við starf svæðisvinnumiðlana. Svæðisvinnumiðlanir á Islandi og EES-Vinnumiðlun til- heyra kerfi Vinnumálastofnunar. Þetta á sérstaklega við um leit að starfsmönnum á Evrópska efna- hagssvæðinu fyrir atvinnulífið, en með því að víkka út leitina fæst breiðari hópur. Það sem einkum hefur gengið vel þetta haust eru ráðningai1 liðlega 70 starfsmanna frá EES-löndum til 8 sláturhúsa í öllum landshlutum. Meirihluti þessa hóps kom frá hinum Norðurlöndunum, einkum Svíþjóð. Einnig sést vaxandi áhugi á garð- yrkju- og landbúnaðarstörfum á ís- landi einkum meðal Norðurlanda- búa. EES-borgarar sem koma til vinnu á íslandi þurfa ekki atvinnuleyfi og Islendingar eiga rétt á því sama vilji þeir nýta sér tækifæri á atvinnu- mörkuðum hinna EES-landanna. Allar nánari upplýsingar á vef- síðu: www.vinnumalastofnun.is Opnunarhátíð * * * í tilefni af opnun nýrrar landsskrifstofu Ungs fólks í Evrópu verður opnunar- hátíð í Hinu húsinu ucT^ifU, fimmtudaginn 23. nóvem- ber milli klukkan 16 og 18. Hin nýja UFE-áætlun verður kynnt og boðið verður upp á skemmtiatriði og veitingai1. Allar nánari upplýsing- ar á vefsíðu: www.ufe.is. Iðnaðar- og efnistækniáætlun Iðnaðai1- og efn- -k-S-rg4.J istækniáætlun ESB óskar eftir umsóknum í eftirfarandi: 6.2 Aðferðafræði fyrir mælingar og prófanir. 6.3 Stuðningur til að þróa löggilt tilvísunarefni fyrir prófanir (CRMS). 7.1 Stuðningsverkefni fyi’ir stórar (eða-sérstæðarýrannsáknaaðstoður... 7.2 Stofnun sýndarstofnana (virtu- al institutes). 7.3 Tilvísunargagnabankar. 74. Mælingar og innviðir gæða- stjórnunar. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Umsóknargögn er að finna á eða í síma 515-5800. Euro Info-netverkið Ársfundur Em-o Info Centre-netverksins verð- ur haldinn í Tékklandi í lok nóvember nk. Eitt af aðalumræðuefnum fund- arins verður stækkun Evrópusamb- andsins til austurs og áhrif þess á lít- il og meðalstór fyrirtæki. skólar/námskeið tungumál ■ Enskunám í Englandi Bjóðum enskunám við einn virtasta mála- skóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og eldri og viðskiptaensku. Unglingaskóli í júlí og ágúst. Upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir, sími 862 6825 eftir kl. 18.00. Árshátíðarfatnaður Mikið úrval Verðdæmi: Kjólar frá 3.900 Pils frá 2.900. Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Léttur og meðfæriiegur með innbyggðiim prentara [ Les allar tegundir greiðslukorta sem notuð eru á íslandi Hlíðasmára 10 Kópavogi Sími 544 5060 Fax 544 5061 snjallkort og segulrandarkort Hraðvirkur hljóðlátur prentari % Síðustu sætin um jólin til Kanarí með Heimsferðum Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína með spennandi ferðatilboðum í vetur og stórlækkað verð frá því í fyrra. Nú þegar er uppselt í fyrstu ferðimar og hver að verða síðastur að tryggja sér sæti um jólin. Beint vikulegt flug alla þriðjudaga í allan vetur. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 1,2, 3,4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Aldrei lægra verð Val um 1 viku, 10 daga, 2 eða 3 vikur Hvenær er laust? • 17. des 31 sæti • 19. des 8 sæti • 26. des 41 sæti • 2.jan 19 sæti Verð kr. 65.035 9 nátta ferð, 17. des., hjón með 2 börn, Volcances, íbúð með 2 svefnherbergjum. Verðkr. 78.830 2 í íbúð, 9 nátta ferð, Tanife, 17. des. Heimsferðir Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.