Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 47 MENNTUN Tungumálaár í Evrópu Erlend tungumál verða í brennidepli í Evrópu á næsta ári. Ahersla verður á kennslu á bæði erlendum tungumálum s og íslensku auk táknmáls. Arið 2001 er evrópskt tungumálaár ESB. fvróps^1 EVRÓPURÁÐIÐ og Evrópusarabandið standa sameiginlega að undirbúningi og skipu- lagningu Evrópsks tungumálaárs 2001 og er ísland eitt þátttöku- landa. Markmið tungumálaársins er að vekja athygli á fjölbreytni tungumála og menningar í Evrópu, vinna að fjöltyngi Evrópubúa og stuðla að símenn- tun á sviði tungumála. íslensk landsnefnd fyrir tungumálaárið var skipuð í febrúar og er henni m.a. ætlað að gera tillögur að dagskrá og aðgerðum hér á landi. I nefndinni eiga sæti fulltrúar menntamálaráðuneytisins, Sam- taka tungumálakennara á íslandi, samstarfsnefndar háskólastigsins, Islenskrar málnefndar og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Landsnefndin hefur ákveðið að leggja áherslu á kennslu bæði er- lendra tungumála og íslensku á tungumálaári auk táknmáls. Jór- unn Tómasdóttii' er verkefnis- stjóri Evrópsk tungumálaárs 2001. Hvað á að gera í málinu? Aðgerðum og dagskrá Evrópsks tungumálaárs 2001 er fyrst og fremst ætlað að höfða til almenn- ings. Stefnt er að því að örva áhuga jafnt fullorðinna sem ungs fólks á að læra ný tungumál, hvetja fólk til að auka fjölbreyti- leika í tungumálanámi sínu og kynnast nýjum menningarheimum þannig að þeir verði hæfari bæði heima og erlendis með tilliti til at- vinnu, tómstunda og menningar- læsis. Aðild íslands mun felast í þátt- töku í samevrópskum sem og innlendum að- gerðum. Opnunarat- höfn Evrópsks tung- umálaárs verður í Lundi í Svíþjóð dag- ana 18.-20. febrúar 2001 en lokaathöfnin verður haldin í Brus- sel í desember. Evrópsk vika tungum- álanáms innan fullorð- insfræðslu stendur frá 5.-11. maí og Evrópskur tungu- máladagur verður haldinn 26. septemr ber. Einnig kemur margt fleira til, s.s. útgáfa handbókar fyrir tungumála- nemendur, sameiginlegt merki og slagorð. Það er ljóst að ísland mun verða virkur þátttakandi í ofannefndum dagskrárliðum. Góð dagskrá á Islandi Innlend dagskrá er enn í mótun og ýmsar hugmyndir hafa komið fram hjá landsnefndinni. Gera má ráð fyrir að árlegir viðburðir hér- lendis á sviði tungumála verði tengdir tungumálaárinu, s.s. upp- lestrarkeppni grunnskólanna, frönsk Ijóðasamkeppni, þýsku- þrautin og Dagur íslenskrar tungu. Viðurkenning fyrir nýbreytni í tungumálakennslu, Evrópumerkið (European Label), verður veitt á árinu. Ráðgert er að halda ráðstefnu um tungutækni og einnig er áætlað að halda málþing um stefnur og strauma í tungumálakennslu og þörfina fyrir tungumálakunnáttu í atvinnulífinu. Komið hefur fram hugmynd um útgáfu bæklings um sögu og stöðu íslensks máls sem gefinn yrði út bæði á íslensku og erlendum málum. Leitast verður við að virkja fjölmiðla þannig að þeir fjalli meira en gert hefur verið um mikilvægi þess að kunna tung- umál. Gert er ráð fyrir að opnun- arhátíð tungumálaársins verði hér um mánaðamót janúar og febrúar. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins veitir styrki til verk- efna á tungumálaárinu og birtist auglýsing þess efnis í Morgun- blaðinu í september síðastliðnum. Stjrrkupphæðin getur orðið mest 50% af styrkbærum heildarkostn- aði við verkefnið og nema upp- hæðir frá 700.000-7.000.000 króna. Reiknað er með að veita styrki til u.þ.b. sam- tals 150 verkefna í þátttökulöndunum. Þeir sem geta sótt um styrki eru mennta- og menning- arstofnanir,. stofnanir og samtök á vegum bæjar- og sveitar- stjórna, frjáls félaga- samtök, rannsóknast- ofnanir, aðilar vinnu- markaðarins og fyrirtæki. Fyrri um- sóknarfrestur rann út 2. október en sá síð- ari er til 15. febrúar Jórunn 2001. Tómasdóttir Jórunn Tómasdóttir verkéfnisstjóri tung- umálaársinshvetur alla þá, sem tengjast tungumálakennslu, til dáða um verkefni sem gætu orðið hluti innlendrar dagskrár á Evrópsku tungumálaári 2001. Þeir fengju afnot af samevrópsku merki ársins og slagorði. Það væri t.d. tilvalið fyrir skólana að nýta þema- vikur og opna daga í þágu kennslu og náms í tungumálum. Þeir sem hafa áhuga geta fengið allar nánari upplýsingar hjá Jórunni Tómas- dóttur, netfang: jorunn.tomasdottir@mrn.stjr.is og hjá Maríu Gunnlaugsdóttur, deild- arsérfræðingi í menntamálaráðun- eytinu, netfang: maria.gunnlaugsdottir- @mrn.stjr.is. Einnig er bent á heimasíðu menntamálaráðuneýtis- ins þar sem er að finna upplýsing- ar um tungumálaárið. Markmið ársins Stefnt er að því að: • örva áhuga fólks á að læra ný tungumál. • Hvetja fólk til að auka fjölbreytileika í tungumála- námi sínu. • kynnast nýjum menning- arheimum þannig að fólk verði hæfara bæði heima og erlend- is. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál Endurmenntunarnám- soOTtJ" fyrir tungumála- kennara. Sókrates-menntaáætlun ESB veitir styrki til tungumálakennara á grunn- og framhaldsskólastigi til að sækja endurmenntunarnámskeið í einu ESB landi í 2-4 vikur. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð www.ask.hi.is, ask@hi.is. EES-Vinnumiðlun Á árlegri haustráð- stefnu EES-Vinnu- miðlunar var fjallað um aukna samþætt- ingu við starf svæðisvinnumiðlana. Svæðisvinnumiðlanir á Islandi og EES-Vinnumiðlun til- heyra kerfi Vinnumálastofnunar. Þetta á sérstaklega við um leit að starfsmönnum á Evrópska efna- hagssvæðinu fyrir atvinnulífið, en með því að víkka út leitina fæst breiðari hópur. Það sem einkum hefur gengið vel þetta haust eru ráðningai1 liðlega 70 starfsmanna frá EES-löndum til 8 sláturhúsa í öllum landshlutum. Meirihluti þessa hóps kom frá hinum Norðurlöndunum, einkum Svíþjóð. Einnig sést vaxandi áhugi á garð- yrkju- og landbúnaðarstörfum á ís- landi einkum meðal Norðurlanda- búa. EES-borgarar sem koma til vinnu á íslandi þurfa ekki atvinnuleyfi og Islendingar eiga rétt á því sama vilji þeir nýta sér tækifæri á atvinnu- mörkuðum hinna EES-landanna. Allar nánari upplýsingar á vef- síðu: www.vinnumalastofnun.is Opnunarhátíð * * * í tilefni af opnun nýrrar landsskrifstofu Ungs fólks í Evrópu verður opnunar- hátíð í Hinu húsinu ucT^ifU, fimmtudaginn 23. nóvem- ber milli klukkan 16 og 18. Hin nýja UFE-áætlun verður kynnt og boðið verður upp á skemmtiatriði og veitingai1. Allar nánari upplýsing- ar á vefsíðu: www.ufe.is. Iðnaðar- og efnistækniáætlun Iðnaðai1- og efn- -k-S-rg4.J istækniáætlun ESB óskar eftir umsóknum í eftirfarandi: 6.2 Aðferðafræði fyrir mælingar og prófanir. 6.3 Stuðningur til að þróa löggilt tilvísunarefni fyrir prófanir (CRMS). 7.1 Stuðningsverkefni fyi’ir stórar (eða-sérstæðarýrannsáknaaðstoður... 7.2 Stofnun sýndarstofnana (virtu- al institutes). 7.3 Tilvísunargagnabankar. 74. Mælingar og innviðir gæða- stjórnunar. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Umsóknargögn er að finna á eða í síma 515-5800. Euro Info-netverkið Ársfundur Em-o Info Centre-netverksins verð- ur haldinn í Tékklandi í lok nóvember nk. Eitt af aðalumræðuefnum fund- arins verður stækkun Evrópusamb- andsins til austurs og áhrif þess á lít- il og meðalstór fyrirtæki. skólar/námskeið tungumál ■ Enskunám í Englandi Bjóðum enskunám við einn virtasta mála- skóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og eldri og viðskiptaensku. Unglingaskóli í júlí og ágúst. Upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir, sími 862 6825 eftir kl. 18.00. Árshátíðarfatnaður Mikið úrval Verðdæmi: Kjólar frá 3.900 Pils frá 2.900. Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Léttur og meðfæriiegur með innbyggðiim prentara [ Les allar tegundir greiðslukorta sem notuð eru á íslandi Hlíðasmára 10 Kópavogi Sími 544 5060 Fax 544 5061 snjallkort og segulrandarkort Hraðvirkur hljóðlátur prentari % Síðustu sætin um jólin til Kanarí með Heimsferðum Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína með spennandi ferðatilboðum í vetur og stórlækkað verð frá því í fyrra. Nú þegar er uppselt í fyrstu ferðimar og hver að verða síðastur að tryggja sér sæti um jólin. Beint vikulegt flug alla þriðjudaga í allan vetur. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 1,2, 3,4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Aldrei lægra verð Val um 1 viku, 10 daga, 2 eða 3 vikur Hvenær er laust? • 17. des 31 sæti • 19. des 8 sæti • 26. des 41 sæti • 2.jan 19 sæti Verð kr. 65.035 9 nátta ferð, 17. des., hjón með 2 börn, Volcances, íbúð með 2 svefnherbergjum. Verðkr. 78.830 2 í íbúð, 9 nátta ferð, Tanife, 17. des. Heimsferðir Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.