Morgunblaðið - 14.11.2000, Síða 52
Cf52 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Próflestur
hafínn á
þingpöllum
if
í DAG ætla
Röskvuliðar að hefja
próflestur sinn á pöll-
um Alþingis. Tilgang-
urinn er að benda á
það aðstöðuleysi sem
Háskóli Islands býr
við og ítreka kröfur
stúdenta um að ríkið
veiti aukafjárveitingu
til byggingafram-
kvæmda við skólann.
Röskva berst gegn
aðstöðuleysi
Undanfarnar vikur
hefur Röskva lagt
mikla áherslu á bar-
áttu fyrir aukafjár-
veitingu til byggingaframkvæmda
enda er aðstöðuvandi háskólans
orðinn geigvænlegur. I október
skiluðu forsvarsmenn Stúdenta-
ráðs á þriðja þúsund póstkortum
til menntamálaráðherra þar sem
stúdentar skoruðu á hann að beita
sér fyrir aukafjárveitingu. í
kjölfarið hefur verið fundað með
menntamálaráðherra, fjárlaga-
nefnd og fulltrúum allra þing-
flokka þar sem kröfur stúdenta
hafa verið ítrekaðar.
Mikill Iesaðstöðuskortur
Nú er prófatímabilið við Há-
skóla íslands að hefjast. Álagið á
lesborðum á háskólasvæðinu er
gríðarlegt og stúdentar slást nán-
ast um borðin. Það má því segja að
lesturinn á þingpöllunum sé ekki
aðeins táknrænn, heldur hafi að
nokkru leyti praktíska þýðingu,
þar sem þingpallar Alþingis eru
síst verr fallnir til lestrar en mörg
sú aðstaða sem nemendum Há-
skóla íslands er boðið upp á.
Gríðarleg nemendafjölgun
Við stúdentar höfum að undan-
förnu bent á mörg dæmi um það
aðstöðuleysi sem nemendur og
kennarar búa við. Það þarf ekki
annað en að líta á nemendaþróun
°g byggingaframkvæmdir síðustu
Þorgerður
Benediktsdóttir
10 ára til að átta sig á
stöðunni. Nemendum
hefur fjölgað um
u.þ.b. 50%, eða rúm-
lega 2.000, á meðan
einungis ein ný bygg-
ing hefur bæst við
húsakost Háskóla Is-
lands sem hýsir 75
nemendur. Háskólinn
hefur þurft að koma
sífellt fleiri nemend-
um fyrir í þeim bygg-
ingum sem fyrir eru
og afleiðingin er t.d.
500 manna námskeið í
Háskólabíói og mikill
skortur á lesaðstöðu.
Ríkið rétti
hjálparhönd
Stúdentar hafa með afar skýrum
hætti sýnt vilja sinn. Beðið er um
aðstoð ríkisins við að vinna bug á
hinu mikla aðstöðuleysi við Há-
skóla Islands. Það er sjálfsögð
skylda ríkisins að rétta háskólan-
Fjárveiting
Þingpallar Alþingis eru
síst verr fallnir til lestr-
ar, segir Þorgerður
Benediktsdóttir, en
mörg sú aðstaða sem
nemendum Háskóla Is-
lands er boðið upp á.
um hjálparhönd þegar í slík óefni
er komið. Það er óskandi að AI-
þingi bregðist ekki þessari skyldu
sinni heldur sjái mikilvægi þess að
grípa til aðgerða og samþykki
aukafjárveitingu til byggingafram-
kvæmda á fjárlögum ársins 2001.
Höfundur er formaður Röskvu.
SKOÐUN
• •
KONNUNIN UM
NÝTINGU FLUG-
VALL ARS VÆÐISIN S
NU ER talið lík-
legt, að skoðanakönn-
unin um framtíðarnýt-
ingu flugvallarsvæðis-
ins í Reykjavík fari
fram helgina 3. og 4.
febrúar næstkomandi.
Ráðgert er að nefnd
sú sem er að undirbúa
valkostina, sem borg-
arbúum verður boðið
upp á að velja á milli,
skili tillögum sínum til
borgarráðs í lok þessa
mánaðar - en það er
að sjálfsögðu á endan-
um ákvörðun borgar-
stjórnar hverjir val-
kostirnir verða, og á
hvern hátt þeim verður fylgt úr
hlaði.
Valkostir
í frétt Mbl. 11. febrúar voru
þeir sjö valkostir kynntir sem eru
til skoðunar. Valkostur 1 er sá
flugvöllur sem nú er, þ.e. með
þremur flugbrautum. Valkostur 2
er sá flugvöllur sem er í núgild-
andi skipulagi og sem nú er verið
að lagfæra, en með þessu er stutta
flugbrautin, sem stefnir á Mikla-
torgið, lögð niður. Valkostur 7 ger-
ir ráð fyrir að innanlandsflugið
verði flutt til Keflavíkur.
Valkostir 3 og 4 fjalla um að
flugvöllurinn verði áfram í Vatns-
mýrinni, en ýmsar breytingar í
legu og lengd flugbrauta verði
gerðar. Valkostur 5 fjallar um
byggingu nýs flugvallar sunnan
Hafnarfjarðar. Valkostur 6 er loks
tillaga um flugvöll á Lönguskerj-
um í Skerjafirði, sem undirritaður
setti fyrst fram 1974 og hefur síð-
an oft komið til skoðunar á ýmsum
vettvangi.
Valkostur 4 er nýtt innlegg í
umræðurna og felst í að norður-
suðurbrautinni sem liggur nú yfir
Kvosina og Tjörnina
er hliðrað til vesturs
upp að Skildinganes-
byggðinni og um leið
er brautin færð ca
1.300 m út í sjó, þ.e.
út í Skerjafjörðinn.
Með þessu er hægt að
draga norðurendann,
sem nú byrjar við
Hringbrautina, alla
leið suður á móts við
núverandi flugstöð.
Með þessu vinnst
byggingarland í
Vatnsmýrinni þó að
Trausti reyndar verði mjög
Valsson lítið hægt að byggja
undir aðflugsfleti
brautarinnar, - þ.e. alla leið frá
Hringbrautinni og að gömlu flug-
stöðinni. Aðflugslínan, sem nú
liggur yfir miðja Kvosina og
Tjörnina, færist nú lítillega til
austurs og liggur u.þ.b. eftir Þing-
holtsstræti í staðinn. Suðurendi
brautarinnar mun liggja alveg
fram fyrir mynni Fossvogsins og
enda nokkuð vestur af Kársnesinu,
- eða í 500 m fjarlægð frá því.
Kostur er að flugumferð yfir Kárs-
nesið minnkar, en hins vegar verð-
ur sigling skipa til hafnarinnar þar
og sigling skútna, t.d. um vogana
inn af Skerjafirðinum, meiri tak-
mörkunum háð. Stóri ókosturinn
við þessa nýju hugmynd um
Reykjavíkurflugvöll er, að enn yrði
flugvöllurinn á núverandi svæði,
með flestum þeim annmörkum
sem því fylgja. Af þeim má nefna
aðflugsfleti fyrír Þingholtin,
Öskjuhlíð, sjúkrahúsið í Fossvogi,
sem og innri hluta Kópavogs og
Breiðholts. Athuga þarf að örygg-
isflugfletir liggja ekki aðeins út frá
endum flugbrauta, heldur líka til
beggja átta út frá flugbrautunum
sjálfum. Hvað þetta takmarkar
mikið hve hátt má byggja í ná-
Skráðu húsnæðið þitt hjá Leigulistanum þér að kostnaðarlausu. Með
aðeins einu símtali er húsnæðið þitt komið á skrá hjá okkur og þar með
ert þú komin(n) í samband við fjölda leigjenda. Skráðu (búðina núna
áður en hún losnar og komdu f veg fyrir að hún standi auð og arðlaus.
Skráning í síma 511-1600
EIGULISTINN
LEIGUMIÐLUN
Skipholti 50B, • 105 Reykjavík
Reykjavík
N-S brautar valkostur,
segir Trausti Valsson,
er spor í rétta átt en er í
raun eitrað peð.
grenni flugbrauta, t.d. á háskóla-
svæðinu, er fáum kunnugt.
Út í Löngusker
Þegar undirritaður setti fram
hugmyndina um flugvöll á Löngu-
skerjum fyrir 26 árum, fólst í hug-
myndinni að þar yrðu byggð skýli,
flugstöð, o.s.frv.
Fyrir nokkrum árum varð und-
irrituðum hins vegar ljóst að betra
væri, að einungis flugbrautirnar
yi'ðu úti á skerjunum. Með þessu
nýttust áfram ýmsar þær fjárfest-
ingar sem þegar eru á flugvellin-
um, svo sem flugturn, flugstjórn-
armiðstöð og slökkvistöð. Einnig
er betra að flugstöð framtíðarinn-
ar yrði einnig í landi, í góðum
tengslum við borgarlífið og stræt-
isvagnakerfið. Það húsnæði sem
þyrfti úti við flugbrautirnar yrði
að mestu fellt ofan í uppfyllinguna.
Með þessu myndu flugbrautarupp-
fyllingarnar nánast ekkert sjást
frá landi og nánast ekkert skyggja
á útsýni frá byggðinni.
Einn stærsti kosturinn við þessa
hugmynd er, að hávaða-, mengun-
ar-, aðflugs- og hættusvæði núver-
andi flugbrauta myndu flytjast út
á sjó.
Einnig yrðu takmarkanir á hæð,
og þar með þéttleika byggðar,
vegna öryggisflata flugbrautanna,
mjög litlar.
Kostnaður
og ávinningur
I frásögninni af Lönguskerjaval-
kostinum í Mbl. greininni er reikn-
að með upphaflegri hugmynd und-
irritaðs, þ.e. að á skerjunum yrði
reistur fullbúinn flugvöllur og er
því tilgátan 17-18 milljarðar,
nefnd sem kostnaður.
Augljóst er hins vegar, að ef að-
eins brautirnar og vegur í land
yrði lagður, er kostnaðurinn að-
eins hluti af þessari upphæð.
Kostnaðurinn við lengingu N-S
flugbrautarinnar um 1.300 m út í
Skerjafjörð á móts við Kópavog, er
hins vegar ekki nefndur, en upp-
fylling þar yrði hlutfallslega miklu
dýrari en á skerjunum, því þar er
dýpi miklu meira.
Hvað umhverfisáhrif þessara
tveggja valkosta varðar, má benda
á að umhverfisáhrif valkostsins
með nýrri N-S braut, eru í ýmsu
óheillavænlegri en yrði með
Lönguskerjavalkostinum. Þegar er
búið að nefna hávaða, mengun og
slysahættu, en áhrifin á vatns-
skiptin í firðinum eru heldur ekki
mjög jákvæð með N-S brautinni,
því hún lokar fyrir allstórt vatns-
þversnið fyrir mynni Fossvogsins,
því þar er dýpið það mikið. Ofan á
skerjunum er hins vegar lítið
vatnsþversnið, enda er hér í raun
aðeins verið að endurreisa eyju,
sem þar til fyrir ekki löngu var í
miðjum firðinum og er nú komin,
endurreist, inn í nýtt Svæðisskipu-
lag höfuðborgarsvæðisins. Vegur-
inn til lands yrði með fjölda gegn-
umstreymis-röra, þannig að hann
myndi ekki trufla vatnaskiptin í
firðinum verulega. Og eftir sem
áður færi langmestur hluti vatna-