Morgunblaðið - 21.12.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Varasamt
í hálkunni
Héraðsdómur Reykjaness fellir einn þyngsta dóm í nútima réttarsögu
Atján ára fangelsi fyrir
hrottalegt morð og nauðgun
RÚNAR Bjarki Ríkharðsson, 22ja
ára Keflvíkingur var í gær dæmdur í
Héraðsdómi Reykjaness í 18 ára
fangelsi fyrir að hafa myrt Áslaugu
Óladóttur á heimili hennar í Keflavík
aðfaranótt 15. apríl sl. Pá var hann
dæmdur fyrir tvö kynferðisbrot,
þ.m.t. nauðgun á fyrrverandi sam-
býliskonu sinni og vinkonu Aslaugar.
Ennfremur var Rúnar Bjarki fundinn
sekur um líkamsárás gegn sambýlis-
manni Aslaugar.
Atti sér engar málsbætur
Fjölskipaður héraðsdómur komst
að þeirri niðurstöðu að Rúnar Bjarki
ætti sér engar málsbætur í þeim mál-
um sem hann var ákærður fyrir. Ólöf
Pétursdóttir dómstjóri og meðdóms-
menn hennar, Finnbogi H. Alexand-
ersson og Jónas Jóhannsson, kváðu
upp dóminn.
I dómnum kemur fram að aðfara-
nótt laugardagsins 15. apríl sl. hafi
Rúnar Bjarki brotist inn á heimili As-
laugar með því að sparka upp úti-
dyrahurð. Þar réðst hann á Áslaugu,
sem þá var 19 ára gömul. I dómnum
segir að hann hafi banað henni með
Qölmörgum hnífsstungum í síðu,
brjóst, höfuð og víðar á líkamanum.
Alls fundust 35 áverkar á líki Áslaug-
ar, þar af 28 stungusár.
Ákærði bar fyrir dómi að ástæðan
fyrir innbrotinu hefði verið e.k. hefnd
gegn Áslaugu sem átti að felast í því
að berja sambýlismann hennar. Þá
kvaðst hann vera svolítið reiður henni
vegna kæru sem hún lagði fram gegn
honum vegna hótana sem bárust
henni með SMS-skilaboðum. Hann
hefur neitað að hafa sent þau skfla-
boð. Áslaug gaf á sínum tíma skýrslu
tfl lögreglunnar vegna fyrra kynferð-
isbrots hans gegn sambýliskonu
sinni.
Framburði Rúnars Bjarka og
kunningja hans sem var með honum í
för umrædda nótt ber ekki saman. Þá
greindi á um hvenær sá síðamefndi
hefði komið inn í íbúðina og hvaða
hlutverki, ef einhverju, hann hafi
gegnt í umræddri atburðarás. Kunn-
inginn bar fyrir dómi að þegar hann
hafi komið inn í íbúðina hafi Áslaug
þegar verið látin. Hann hafi ásamt
sambýlismanni hennar síðan lent í
átökum við Rúnar Bjarka.
Þegar Rúnar Bjarki braust inn í
íbúðina var sambýlismaður Áslaugar
sofandi en hún var sjálf inni á baðher-
bergi. Hann játaði fyrir dómi að hafa
farið þar inn með hníf í hendi. Ástæð-
una sagði hann vera þá að hún hafi
hljóðað upp fyrir sig þegar hún sá
hann inni í íbúðinni og hann vildi
þagga niður í henni.
Sambýlismaður hennar sagðist
hafa vaknað þegar Rúnar Bjarki og
kunningi hans stóðu yfir honum.
Rúnar Bjai-ki hafi verið blóðugur og
haldið á blóðugum hníf. Sambýlis-
maðurinn réðst þá að Rúnari Bjarka
sem mun hafa sveiflaði hnífnum til
vamar. Hlaut sambýlismaður Ás-
laugar við þetta nokki-a áverka.
Árásin tilefnislaus,
hrottaleg og heiftúðug
í niðurstöðum dómsins segir að að-
för Rúnars Bjarka að Áslaugu hafi
veríð tilefnislaus, hrottaleg og heift-
úðug. Hafi hann ekki skirrst við að
ryðjast inn á heimili hennar að næt-
urlagi og stinga hana margítrekað í
höfuð, háls, bringu og víðar í líkama
hennar þrátt fyrir að hún væri vam-
arlaus, nakin inni á baðherbergi og
hafi átt sér einskis ills von. Hróp
hennar og köll hafi einungis orðið til
að efla Rúnar Bjarka við ódæðisverk
sitt. Komst dómurinn að þeirri nið-
urstöðu að Rúnar Bjarki ætti sér eng-
ar málsbætur vegna morðsins og
nauðgananna. Við ákvörðun refsingar
væri þó litið til ungs aldurs hans og
þess að hann hefur ekki áður sætt
refsingu. Þótti refsing hans engu að
síður hæfilega ákveðin 18 ára fang-
elsi. Hann var enníremur dæmdur til
að greiða fómarlömbum og aðstand-
endum alls um 3,5 milljónir króna í
bætur með vöxtum. Auk þess allan
sakarkostnað, þar með talin þóknun
lögmanna fómai'lamba hans og mál-
svarnarlaun veijanda hans, rúmlega
1,1 mflljón ki-óna. Tfl frádráttar refs-
ingu Rúnars Bjarka kemur óslitið
gæsluvarðhald frá 15. apríl sl. Verj-
andi hans tók sér lögbundinn fjög-
urra vikna frest til að ákveða hvort
málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar.
Að því búnu féllust dómarar á kröfu
ákæruvaldsins að Rúnar Bjarki yrði
áfram hafður í gæsluvarðhaldi uns
málinu lyki fyrir Hæstarétti, þó eigi
lengur en til 14. júm' nk.
Tvö kynferðisafbrot
Þá var Rúnar dæmdur fyrir kyn-
ferðisafbrot gegn fyrrverandi sam-
býliskonu sinni, fæddri árið 1980.
Hann var fundinn sekur um að hafa
þvingað hana til kynmaka á afviknum
stað milli Sandgerðis og Keflavíkur 4.
febrúar en þau höfðu þá slitið sam-
vistum og einnig um að hafa nauðgað
henni á heimili hans í Keflavík 5. mars
sl. í seinna skiptið gætti stúlkan yngri
systkina hans en foreldrar þeirra
vom í útlöndum. Hún bar fyrir dómi
að Rúnar Bjarki hefði tjáð henni að
kvöldi 5. mars að hann ætlaði að
hefna sín og að hefndin yrði af kyn-
ferðislegum toga. Hún hefði reynt að
komast undan honum en hann náð
henni og dregið hana nauðuga inn í
herbergi sitt. Þar hafi hann hótað því
að hún hlyti verra af ef hún færi ekki
að vilja hans. Því næst þvingaði hann
hana til samræðis. Nauðgunina tók
hann upp á myndband sem hann hafði
áður komið fyrir í svefnherbergi sínu.
Neitaði sakargiftum
Rúnar Bjarki neitaði þessum sak-
argiftum og bar að í hvorugt skiptið
hefði samræðið verið gegn hennar
vflja. Varðandi atvfldð á heimili hans
hefðu galsafengin átök átt sér stað
áður en til samfara kom. Héraðsdóm-
ur segir að myndbandsupptakan sýni
svo ekki verði um villst að um þvinguð
kynferðismök var að ræða. Vitnis-
burður vinnufélaga og kunningja
styðji ennfremur þá niðurstöðu en
þeir báru fyrir rétti að Rúnar Bjarki
hefði greint þeim frá atburðinum.
Tjáði hann þeim að hann hefði nauðg-
að fyrrverandi sambýliskonu sinni og
tekið atburðinn upp á myndband.
Héraðsdómur taldi að þessi atriði
ásamt áverkavottorði, umsögn sál-
fræðinga og fleira styddi framburð
stúlkunnar sem teldist trúverðugur.
Því velkist dómurinn ekki í vafa um
að Rúnar Bjarki hafi gerst sekur um
að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi
og hótað henni og í beinu framhaldi
þröngvað henni til samfara. Hann var
einnig fundinn sekur um fyrra kyn-
ferðisafbrotið. Framburður stúlk-
unnar, Áslaugar Óladóttur og kunn-
ingja Rúnars Bjarka voru einkum
lögð til grundvallar sem og misræmi í
framburði ákærða fyrir dómi.
Harðir dómar í héraði
mildaðir af Hæstarétti
Dómurinn yfir Rúnari Bjarka Rík-
harðssyni í Héraðsdómi Reykjaness í
gær er með þeim þyngstu sem
dæmdir hafa verið í héraði en þó ekki
sá þyngsti, að sögn Jónatans Þór-
mundssonar, prófessors í refsirétti
við Háskóla íslands. Nokkrum sinn-
um hefðu fallið dómar um ævflangt
fangelsi í héraði en þeir verið mildaðir
af Hæstarétti. Þannig hefðu tveir
sakbomingar í Guðmundar- og Geir-
finnsmálinu verið dæmdir í lífstíðar-
fangelsi árið 1977 en Hæstiréttur
hefði mildað refsinguna í 17 og 16 ára
fangelsi. Þá hefðu tveir menn verið
dæmdir í Sakadómi Reykjavíkur í 18
og 20 ára fangelsi fyrir morð á bens-
ínstöð við Stóragerði í apríl 1990 en
Hæstiréttur mildað dómana í 17 og 16
ára fangelsi. Ennfremur var maður
dæmdur til ævilangrar fangelsisvist-
ar eftir að hann varð mannsbani öðra
sinni í ágúst 1993, en er hann framdi
ódæðið var hann á reynslulausn eftir
að hafa afplánað helming 14 ára fang-
elsisdóms, sem hann hlaut fyrir að
verða manni að bana á nýársdag 1983.
Hæstiréttur mildaði hins vegar dóm-
inn og breytti ævilangri fangelsisvist í
20 ára fangelsi. Einn hæstaréttar-
dómarinn af fimm skilaði sératkvæði
og vfldi staðfesta niðurstöðu Héraðs-
dóms um ævilangt fangelsi. Jónatan
sagði að aldrei hefði verið dæmt í ævi-
langt fangelsi í hinum endanlega
dómi, í Hæstarétti. Yfirleitt hefði
rétturinn slakað á og mildað þyngstu
fangelsisdóma undirréttar.
HÁLKA er víða mikil á götum og
gangstéttum en beinbrot sem
rekja má til þess er menn hrasa á
hálkunni hafa þó ekki verið óvenju
mörg samkvæmt upplýsingum frá
slysadeild Landspítala í Fossvogi.
Jón Baldursson yfirlæknir segir
færið slæmt og að ungir sem gaml-
ir hafi hlotið margs konar bein-
brot eða brákast. Kvaðst hann
hafa séð siðdegis í gær hand-
arbrot, brákaðan olnboga hjá
stúlku og brotna mjöðm hjá full-
orðnum manni. Hann segir gær-
daginn hafa verið mjög rólegan og
sagði rétt að brýna fyrir fólki að
fara sér hægt í önnum sínum
næstu daga enda væri færið vara-
samt, eins og sjá má á myndinni,
sem tekin var í vesturhluta
Reykjavíkur.
Morgunblaði/Þorkell
1,5 milljónir í sekt
fyrir sölu á klámi
HÆSTIRETTUR hefur dæmt 32
ára mann til greiðslu 1,5 milljóna
króna sektar fyrir að hafa flutt inn
klámmyndir og fjölfaldað þær til
sölu í verslun sem hann rak. Með
dóminum voru einnig gerð upptæk
tæplega 2.600 myndbönd, geisla-
diskar og stafrænir myndadiskar.
Við húsleit í verslun mannsins í
miðborg Reykjavíkur í nóvember
1998 lagði lögreglan hald á rúmlega
700 myndbandsspólur og átta staf-
ræna myndadiska, auk tölvu og ell-
efu myndbandstækja, sem talið var
að hann notaði til fjölföldunar
myndbanda. í ársbyrjun 1999 flutti
maðurinn verslun sína um set í mið-
borginni og þar var gerð húsleit í
apríl 1999. Þá lagði lögreglan hald á
rúmlega 1.700 myndbandspólur og
13 stafræna myndadiska. Tollgæsl-
an í Reykjavík lagði einnig hald á
um 120 myndbönd og diska, sem
maðurinn fékk sent frá Bandaríkj-
unum í maí og júní 1999.
Hæstiréttur sagði brot mannsins
varða við hegningarlög og dæmdi
hann til að greiða 1,5 mflljónir
króna í sekt til ríkissjóðs. Hins veg-
ar hafnaði rétturinn kröfu um upp-
töku tölvubúnaðar og myndbands-
tækja, enda tókst lögreglunni ekki
að nota búnaðinn til að fjölfalda
diska eða myndbönd. Sagði Hæsti-
réttur því varhugavert að telja fylli-
lega sannað gegn neitun mannsins
að búnaðurinn hafi verið notaður í
þessu skyni.
Við ákvörðun refsingar leit rétt-
urinn sérstaklega til þess að mað-
urinn rekur enn verslun sína og hef-
ur auglýst starfsemi sína í blöðum
og tímaritum og eins á heimasíðu
fyrirtækis síns á Netinu.
Garðabær
Hátt í 600
umsóknir
um 45
lóðir
MIKIL eftirspurn reyndist
vera eftir lóðum í Garðabæ
þegar 45 lóðir í Ásahverfi
vora auglýstar til úthlutunar í
síðasta mánuði.
Alls bárust 593 umsóknir
um lóðirnar. Listi yfir um-
sækjendur hefur verið lagður
fram í bæjarráði Garðabæjar,
en reiknað er með að lóðunum
verði úthlutað í næsta mánuði.
Lóðirnar sem verður út-
hlutað eru við Eikarás, Fura-
ás, Greniás og Grjótás.