Morgunblaðið - 21.12.2000, Side 8

Morgunblaðið - 21.12.2000, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * EgsáGuðna _____ kyssa Búkollu! Jólasveinn aldarinnar er að sjálfsögðu Beljusleikir. Jóla hvað, annað en. nordica Brauð- listaverk Smekkleg brauðrist, úr burstuðu stáli. 4.990 AEG Ferhyrndar vöfflur með rjóma 4.490 Potturinn og pannan í eldhúsinu Viðloðunarfrír botninn toppar svo allt Úrval AEG rafmagnaðra handverkfæra Með handverkfærunum okkartekursig upp gömul handlagni hjá hinum óllkustu mönnum. ærunum ir sig ' 1 1 570w/13mm patróna } 6.900 Hjónagrillið Þau hjón, sem eiga svona grill, eru eins og samlokur Verð frá 2.490 umm..það hlýtur að snjóa aftur fyrir jól.. Eldklárar leirvörur SHARR Örbylgjuofn R212 1 Ódýr skyndibitastaður með sveigjanlegan opnunartíma 12.900 nordica Hvert í sjóðandi! Hún sýður nefnilega vatnið áður en það kemst í taeri við kaffið - niðurstöðuna skaltu fá þér á jóiunum. g_ggo Opnunartímar: í dag kl. 9-21 Föstudagur kl. 9-22 Þorláksmessa kl. 9-23 Næg bílastæði BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.ls Fræðsluefni dreift við ATVR Atak ungs fólks til forvarna Margrét Rún Einarsdóttir DAG verða Afengis- og vímuvamarráð með átak sem beinist að fullorðnum, foreldrum og forráðamönnum barna og unglinga. Ungt fólk og ungar stúlkur úr unglinga- landsliði kvenna í hand- bolta munu dreifa kortum fyrir utan flestalla útsölu- staði ÁTVR á landinu. Margrét Rún Einarsdóttir á sæti í stjórn Félags framhaldsskólanema, sem m.a. stendur að þessu átaki. Hún var spurð hvert markmiðið væri. „Tilgangurinn er að fá fólk til þess að kaupa ekld áfengi fyrir unglinga. Á undanförnum árum hafa aðilar sem starfa að vímu- efnaforvörnum unnið markvisst að því að draga úr áfengis- og fíkniefnaneyslu unglinga á grunnskólaaldri. Að- gerðir í því sambandi hafa beinst að unglingum, foreldrum þeirra og öðrum sem sinna uppeldis- og fræðslumálum. Samkvæmt þess- um könnunum meðal foreldra og nemenda hafa þessar aðgerðir skilað árangri og hefur m.a. dreg- ið umtalsvert úr áfengisdrykkju unglinga í tíunda bekk grunnskól- ans.“ - En hvers vegna beinist átakið nú eingöngu að fullorðnum? „Það er vegna þess að fullorðn- ir eru fyrirmyndin og það er stað- reynd að fullorðnir kaupa áfengi bæði fyrir sjálfa sig og börn sín. Með því að fullorðnir kaupi áfengi fyrir börn og unglinga þá er þeim gert auðvelt að neyta áfengis. Þetta viljum við reyna að fyrir- byggja, sérstaklega núna fyrir hátíðamar, það hefur sýnt sig að fólk kaupir áfengi fyrir börn og unglinga á þessum tíma árs ekki síst.“ - Hefur verið gerð könnun sem staðfestir þetta? „Þetta hefur komið fram í við- tölum við unglinga og foreldra. Einnig hefur komið fram í þess- um samtölum að unglingamir ganga hart að foreldrum að kaupa fyrir sig áfengi og að þeir láti iðu- lega undan þeim kröfum. Þetta getur svo þróast út í að öllum að- ilum finnist þetta sjálfsagt mál. Þannig á það ekki að vera. Hafa ber í hug að allir byrja á að neyta áfengis og margir færa sig svo yf- ir í sterkari vímuefni.“ -Er það tilfinning ykkar að áfengis- og vímuefnaneysla fari vaxandi meðal fólks undir lög- aldri? „Ég held að áfengisneysla fari ekki minnkandi og allir vita úr fréttum að önnur vímuefnaneysla hefur aukist.“ -Drekkur fólk meira eftir að það kemur í framhaldsskóla? „Margir unglingar byrja áfeng- isneyslu í níunda og tíunda bekk gmnnskóla eða jafnvel fyrr. Drykkjan eykst svo í framhaldskólunum, þar er drakkið í partí- um sem oft em haldin fyrir skólaböll eða aðra viðburði, svo sem tón- leika eða útihátíðir og fleira." - Hvað heldur þú að helst skili árangri sem forvarn- arstarfgegn vímuefnaneyslu? „Ég tel að stuðla þurfi að því að foreldrar séu með í forvörnum, með því að fræða þá er óbeint verið að fræða börn og unglinga." - Hvernig er best að sú fræðsla og forvamir fari fram ? „Það er með því að senda út ► Margrét Rún Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 6. júnf 1980. Hún lauk grunnskólaprófi 1995 og stundar nám í Borgarholts- skóla í Grafarvogi. Hún starfar nú í Landsbankanum og er í framkvæmdastjóm framhalds- skólanema. Hún hefur unnið við ýmis störf á sumrin og með skóla hingað til. bæklinga og dreifa fréttapistlum um afleiðingar áfengis- og vímu- efnaneyslu. Einnig hefur sýnt sig að það skilar miklum árangri að fræða börn og unglinga í skólum.“ - Hverjir standa að þessu átaksverkefni núna? „Þeir sem standa að verkefninu eru Félag framhaldsskólanema, Áfengis- og vímuvarnarráð, ís- land án eiturlyfja, lögreglan í Reykjavík, Félag framhaldsskól- anna og Heimili og skóli. Þessir aðilar hafa myndað samstarfshóp sem í félagi við ÁTVR, Hand- knattleikssamband íslands og unglingalandslið kvenna í hand- bolta standa að dreifingu fræðslu- efnis við útsölustaði ATVR, eins og fyrr sagði.“ - Er þetta dýrt verkefni? „Nei, þetta er tiltölulega ódýrt verkefni. Áfengis- og vímuvarn- arráð borgar fræðslukortin sem dreift er og þau em unnin af framhaldsskólanemum og dreift af þeim. ÁTVR styrkir þetta verkefni fjárhagslega. Á póst- kortunum sem þannig verður dreift í dag er foreldrum bent á að styðja unglinga með því að leggja þeim hvorki til áfengi né húsnæði til áfengisdrykkju og einnig er bent á að foreldrar verða að geta treyst því að aðrir fullorðnir hvorki veiti né kaupi áfengi fyrir börn þeirra, né veiti þeim aðstöðu til áfengis- eða fíkniefnaneyslu.“ - Verður framhald á þessu starfi? „Já, það var t.d. ákveðið um daginn í nokkrum skólum að halda böll án alls áfengis, þar sem kenn- arar og aðrir stjórn- endur skólanna munu taka fullan þátt í und- irbúningi. Þetta eru forvamir líka, að sýna unglingum að það er hægt að skemmta sér án áfengis og annarra vímuefna. Við vonumst til þess að foreldar og forráðamenn taki vel þessari hvatningu um að kaupa ekki áfengi fyrir börn og unglinga og stuðli með því að friðsælum og j slysalausum jólum og áramótum, j þannig að fólk njóti vel hátíðanna um allt land.“ Vonumst til að fólk kaupi ekki áfengi fyrir börn og unglinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.