Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 9

Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 9
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 9 FRÉTTIR Yarði dokt- orsritgerð í sálfræði • FINNUR Oddsson varði 2. júní sl. doktorsritgerð í sálfræði við West Virginia University í Bandaríkjun- um. Ritgerðin, sem ber titilinn „Computerized training methods: Effects on re- tention and rate of responding," byggist á rann- sóknum Finns á áhrifum mismun- andi þjálfunar- hátta á frammi- stöðu við lausn ýmissa verkefna. Sérstök áhersla var lögð á framsetn- ingu efnis á tölvum. Niðurstöðurnar sýna meðal ann- ars hvernig mismunandi aðferðir við uppsetningu efnis og mismunandi áherslur á hraða æfinga hafa áhrif á árangur þjálfunar. Niðurstöðurnar eru í andstöðu við vinsælar kenn- ingar sem lagt hafa áherslu á hraða við þjálfun umfram hreina æfingu (þ.e. endurtekningu) og gefa til kynna að þeir sem standa að hönnun þjálfunarferla leggi oft áherslu á þætti sem lítil áhrif hafa á gæði náms. Rannsóknin gefur vísbend- ingar um hvernig þjálfun skuli hag- að til að hámarka árangur, bæði í vinnustaðaþjálfim sem og við hefð- bundnara nám. Leiðbeinandi Finns var Dr. Philip N. Chase prófessor við West Virg- inia University. Andmælendur voru Dr. B. Kent Parker, Dr. Cynthia Anderson og Dr. Stanley Cohen pró- fessorar við West Virginia Univers- ity og Dr. Oliver Wirth við National Institute of Occupational Safety and Health. Finnur er fæddur 8. október 1970 í Uppsölum, Svíþjóð, sonur Odds Sigurðssonar jarðfræðings og Kol- brúnar Hjaltadóttur kennara. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunar- skóla Islands 1990 og B.A. í sálfræði frá Háskóla íslands 1994. Árið 1996 hóf Finnur nám í sálfræði með áherslu á atferlisgreiningu og ár- angursstjórnun við West Virginia University og lauk þaðan M.A.-prófi 1998. Frá árinu 1999 hefur Finnur starfað sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu Aubrey Daniels International þar sem hann hefur sérhæft sig í frammistöðu- og öryggisstjómun. Eiginkona Finns, Sigríður Þor- geirsdóttir lögfræðingur og MB A, starfar sem starfsmanna- og skrif- stofustjóri hjá Aubrey Daniels Int- ernational. Þau eru búsett í Atlanta í Georgíu fylki í Bandaríkjunum. Doktor í vinnumarkaðs- fræðum • SVAFA Grönfeldt lauk 20 júlí sl. doktorsprófi í vinnumarkaðsfræðum við London School of Economics í Bretlandi. Dokt- orsritgerðin ber titilinn „The Nat- ure, Impact and Development of Customer- Oriented Behav- iour“ og fjallar um tilurð, áhrif og þróun þjón- ustuhegðunar. Mikið hefur verið rætt og ritað á undanfórnum árum um mik- ilvægi hágæðaþjónustu fyrir árangur fyrirtækja. Hins vegar hafa lítið ver- ið rannsökuð langtíma tengsl þeirrar þjónustu sem starfsmenn veita við upplifun viðskiptayina af þeirri þjón- ustu sem veitt er. í ritgerð Svöfti var byggt á svörum allra hlutaðeigandi aðila, s.s. starfsmanna sjálfra, stjórn- enda þeirra og viðskiptavina. Rannsóknin, sem stóð í tæp tvö ár, leiddi í ljós að þjónustuvilji starfs- manna sem áhrif heíúr á árangur fyrirtækja í þjónustu er tvenns kon- ar. Annars vegar viljinn til að full- nægja þörfum viðskiptavina og til- hneigingin til að leggja meira á sig í starfi en til er ætlast til að tryggja árangur fyrirtækisins og hins vegar umbótahegðun sem endurspeglast í hugmyndum og tillögum starfs- manna um breytingar á þjónustu fyr- irtækisins til að mæta breyttum þörfum viðskiptavina. Fyrirtæki sem hyggja á umbætur í þjónustu þurfa að örva bæði þjónustuvilja starfs- manna sinna sem og þátttöku þeirra í umbótum ef hámarksárangur á að nást. Aðalleiðbeinandi við ritgerðina var Dr. Riccardo Peccei og andmæl- endur voru prófessoramir Phillip Dewe og Adrian Wilkinson. Svafa Grönfeldt er fædd 29. mars 1965. Hún er dóttir Þórleifs Grön- feldt og Erlu Danielsdóttur kaup- manna i Borgarnesi. Hún lauk stúd- entsprófi 1987 frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti, B.A.-prófi frá Háskóla Islands í stjómmála- og fjöl- miðlafræði 1990, M.S.-prófi í starfs- manna- og boðskiptafræðum frá Florida Institute of Technology 1995. Svafa er búsett í Reykjavík og starfar sem lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands og sem framkvæmdastjóri þróuarsviðs IMG sem er nýtt móðurfélag nokk- urra fyrirtækja á sviði þekkingar- sköpunar, s.s. Gallup og Ráðgarðs. Fólki veitt aðstoð í kirkjugörðum EINS og undanfarin ár munu starfs- menn Kirkjugarðanna aðstoða fólk sem kemur tdl að huga að leiðum ást- vina sinna. A Þorláksmessu og að- fangadag verða starfsmenn í Foss- vogskirkjugarði, Gufúneskirkjugarði og Suðurgötugarði og munu þeir í samráði við aðalskrifstofu í Fossvogi og skrifstofú í Gufunesi leiðbeina fólki eftir bestu getu. Skrifstofumai- eru opnar báða dagana, á Þorláksmessu og aðfangadag kl. 9-15. Þeim sem ætla að heimsækja Kirkjugarðana um jólin og em ekki öruggir að rata er bent á að leita sér upplýsinga í síma Aðalskrifstofu Kirkjugarðanna Fossvogi 551-8166 eða síma skrifstofu Kirkjugarðanna í Gufunesi 587-3325 með góðum fyrir- vara. Einnig getur fólk komið á skrif- stofuna alla virka daga frá kl. 8.30 til 16 og fengið upplýsingar og ratkort. Eindregin tilmæli em til fólks að nota bílastæðin og fara gangandi um garðana. Bent skal á að Hjálparstofn- un kirkjunnar verður með kertasölu í Kirkjugörðunum á Þorláksmessu og aðfangadag. Heimasíða Kirkjugarðanna er http://kirkjugardar.is/ Oipur og útígallar GócJ hug/nynd í hlýj u og /r\j úku pakkana ENGtABÖRNÍN LAUGAVEGI 56, SÍMI 552 2201 Finnur Oddsson Svafa Grönfeldt VJ UUU-l Jl Síml 663 2888 í Laugardal Glæsilegri gjafavörur finnast varla Jólatilboð kr. 6.900 Mikið úrval af sloppum, náttfatnaði, nærfatnaði og velúrgöllum Gjafakort Póstsendum Laugavegi 4, simi 551 4473. Ljósakrónur Bókahillur Borðstofusett / //T \ íkonar lí/tnm \ ■ -Sitofnað így?**- 111111111* ® Sérstæðar jólagjafir Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. Mikið af flottum kvartbuxum Vinsælu stuttu kjólarnir komnir aftur Rita Eddufelli 2 Bæjarlind 6 TÍSKU VERSLUN s. 557 1730 s. 554 7030. Gjafakort vinsæl og góð gjöf Næg bílastæði h/áXýCfa/hhildi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið í dag til kl. 20.00. Draumurinn er minkapels Glæsilegt úrval JAKO Garðatorgi 7, sími 544 8880 Opið föstudaga til kl. 22 og á Þoráksmessu til kl. 23. GRAC] y T í S-K.U V E R S L U N G0LDIX Ullarkápur og úlpur, stærðir 38-52 Mikið úrval Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-18 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen.) Sími 533 0100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.