Morgunblaðið - 21.12.2000, Blaðsíða 9
MORGUNB LAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 9
FRÉTTIR
Yarði dokt-
orsritgerð
í sálfræði
• FINNUR Oddsson varði 2. júní
sl. doktorsritgerð í sálfræði við West
Virginia University í Bandaríkjun-
um. Ritgerðin,
sem ber titilinn
„Computerized
training methods:
Effects on re-
tention and rate
of responding,"
byggist á rann-
sóknum Finns á
áhrifum mismun-
andi þjálfunar-
hátta á frammi-
stöðu við lausn ýmissa verkefna.
Sérstök áhersla var lögð á framsetn-
ingu efnis á tölvum.
Niðurstöðurnar sýna meðal ann-
ars hvernig mismunandi aðferðir við
uppsetningu efnis og mismunandi
áherslur á hraða æfinga hafa áhrif á
árangur þjálfunar. Niðurstöðurnar
eru í andstöðu við vinsælar kenn-
ingar sem lagt hafa áherslu á hraða
við þjálfun umfram hreina æfingu
(þ.e. endurtekningu) og gefa til
kynna að þeir sem standa að hönnun
þjálfunarferla leggi oft áherslu á
þætti sem lítil áhrif hafa á gæði
náms. Rannsóknin gefur vísbend-
ingar um hvernig þjálfun skuli hag-
að til að hámarka árangur, bæði í
vinnustaðaþjálfim sem og við hefð-
bundnara nám.
Leiðbeinandi Finns var Dr. Philip
N. Chase prófessor við West Virg-
inia University. Andmælendur voru
Dr. B. Kent Parker, Dr. Cynthia
Anderson og Dr. Stanley Cohen pró-
fessorar við West Virginia Univers-
ity og Dr. Oliver Wirth við National
Institute of Occupational Safety and
Health.
Finnur er fæddur 8. október 1970
í Uppsölum, Svíþjóð, sonur Odds
Sigurðssonar jarðfræðings og Kol-
brúnar Hjaltadóttur kennara. Hann
lauk stúdentsprófi frá Verzlunar-
skóla Islands 1990 og B.A. í sálfræði
frá Háskóla íslands 1994. Árið 1996
hóf Finnur nám í sálfræði með
áherslu á atferlisgreiningu og ár-
angursstjórnun við West Virginia
University og lauk þaðan M.A.-prófi
1998. Frá árinu 1999 hefur Finnur
starfað sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu
Aubrey Daniels International þar
sem hann hefur sérhæft sig í
frammistöðu- og öryggisstjómun.
Eiginkona Finns, Sigríður Þor-
geirsdóttir lögfræðingur og MB A,
starfar sem starfsmanna- og skrif-
stofustjóri hjá Aubrey Daniels Int-
ernational. Þau eru búsett í Atlanta í
Georgíu fylki í Bandaríkjunum.
Doktor í
vinnumarkaðs-
fræðum
• SVAFA Grönfeldt lauk 20 júlí sl.
doktorsprófi í vinnumarkaðsfræðum
við London School of Economics í
Bretlandi. Dokt-
orsritgerðin ber
titilinn „The Nat-
ure, Impact and
Development of
Customer-
Oriented Behav-
iour“ og fjallar
um tilurð, áhrif
og þróun þjón-
ustuhegðunar.
Mikið hefur
verið rætt og
ritað á undanfórnum árum um mik-
ilvægi hágæðaþjónustu fyrir árangur
fyrirtækja. Hins vegar hafa lítið ver-
ið rannsökuð langtíma tengsl þeirrar
þjónustu sem starfsmenn veita við
upplifun viðskiptayina af þeirri þjón-
ustu sem veitt er. í ritgerð Svöfti var
byggt á svörum allra hlutaðeigandi
aðila, s.s. starfsmanna sjálfra, stjórn-
enda þeirra og viðskiptavina.
Rannsóknin, sem stóð í tæp tvö ár,
leiddi í ljós að þjónustuvilji starfs-
manna sem áhrif heíúr á árangur
fyrirtækja í þjónustu er tvenns kon-
ar. Annars vegar viljinn til að full-
nægja þörfum viðskiptavina og til-
hneigingin til að leggja meira á sig í
starfi en til er ætlast til að tryggja
árangur fyrirtækisins og hins vegar
umbótahegðun sem endurspeglast í
hugmyndum og tillögum starfs-
manna um breytingar á þjónustu fyr-
irtækisins til að mæta breyttum
þörfum viðskiptavina. Fyrirtæki sem
hyggja á umbætur í þjónustu þurfa
að örva bæði þjónustuvilja starfs-
manna sinna sem og þátttöku þeirra í
umbótum ef hámarksárangur á að
nást.
Aðalleiðbeinandi við ritgerðina var
Dr. Riccardo Peccei og andmæl-
endur voru prófessoramir Phillip
Dewe og Adrian Wilkinson.
Svafa Grönfeldt er fædd 29. mars
1965. Hún er dóttir Þórleifs Grön-
feldt og Erlu Danielsdóttur kaup-
manna i Borgarnesi. Hún lauk stúd-
entsprófi 1987 frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti, B.A.-prófi frá
Háskóla Islands í stjómmála- og fjöl-
miðlafræði 1990, M.S.-prófi í starfs-
manna- og boðskiptafræðum frá
Florida Institute of Technology
1995. Svafa er búsett í Reykjavík og
starfar sem lektor við viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla íslands og
sem framkvæmdastjóri þróuarsviðs
IMG sem er nýtt móðurfélag nokk-
urra fyrirtækja á sviði þekkingar-
sköpunar, s.s. Gallup og Ráðgarðs.
Fólki veitt
aðstoð í
kirkjugörðum
EINS og undanfarin ár munu starfs-
menn Kirkjugarðanna aðstoða fólk
sem kemur tdl að huga að leiðum ást-
vina sinna. A Þorláksmessu og að-
fangadag verða starfsmenn í Foss-
vogskirkjugarði, Gufúneskirkjugarði
og Suðurgötugarði og munu þeir í
samráði við aðalskrifstofu í Fossvogi
og skrifstofú í Gufunesi leiðbeina fólki
eftir bestu getu. Skrifstofumai- eru
opnar báða dagana, á Þorláksmessu
og aðfangadag kl. 9-15.
Þeim sem ætla að heimsækja
Kirkjugarðana um jólin og em ekki
öruggir að rata er bent á að leita sér
upplýsinga í síma Aðalskrifstofu
Kirkjugarðanna Fossvogi 551-8166
eða síma skrifstofu Kirkjugarðanna í
Gufunesi 587-3325 með góðum fyrir-
vara. Einnig getur fólk komið á skrif-
stofuna alla virka daga frá kl. 8.30 til
16 og fengið upplýsingar og ratkort.
Eindregin tilmæli em til fólks að
nota bílastæðin og fara gangandi um
garðana. Bent skal á að Hjálparstofn-
un kirkjunnar verður með kertasölu í
Kirkjugörðunum á Þorláksmessu og
aðfangadag.
Heimasíða Kirkjugarðanna er
http://kirkjugardar.is/
Oipur og
útígallar
GócJ hug/nynd
í hlýj u og
/r\j úku pakkana
ENGtABÖRNÍN
LAUGAVEGI 56, SÍMI 552 2201
Finnur
Oddsson
Svafa
Grönfeldt
VJ UUU-l Jl
Síml 663 2888
í Laugardal
Glæsilegri gjafavörur
finnast
varla
Jólatilboð
kr. 6.900
Mikið úrval
af sloppum, náttfatnaði,
nærfatnaði og velúrgöllum
Gjafakort
Póstsendum
Laugavegi 4, simi 551 4473.
Ljósakrónur Bókahillur
Borðstofusett / //T \ íkonar
lí/tnm \
■ -Sitofnað így?**- 111111111* ®
Sérstæðar jólagjafir
Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977.
Mikið af flottum
kvartbuxum
Vinsælu stuttu kjólarnir komnir aftur
Rita
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
TÍSKU VERSLUN s. 557 1730 s. 554 7030.
Gjafakort
vinsæl og góð gjöf
Næg bílastæði
h/áXýCfa/hhildi
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið í dag til kl. 20.00.
Draumurinn er minkapels
Glæsilegt úrval
JAKO
Garðatorgi 7, sími 544 8880
Opið föstudaga til kl. 22 og á Þoráksmessu til kl. 23.
GRAC] y
T í S-K.U V E R S L U N
G0LDIX
Ullarkápur og úlpur,
stærðir 38-52
Mikið úrval
Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-18
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen.)
Sími 533 0100