Morgunblaðið - 21.12.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýr vegur um Dalafjall boðinn út
Framkvæmd-
um lokið á
þremur árum
Andvíg flutningi húsa úr Árbæjarsafni í miðbæinn
Safnið myndi missa
gildi sitt og tilgang
BORGARMINJAVÖRÐUR er and-
vígur þeim hugmyndum sem viðraðar
voru í Morgunblaðinu um síðustu
helgi í viðtali við forráðamenn Minja-
vemdar hf., um að flytja ætti húsin úr
Árbæjarsafni á gamla hafnarsvæðið í
miðbæ Reykjavíkur. Borgarminja-
vörður, Guðný Gerður Gunnarsdóttir,
sagðist í samtali við Morgunblaðið
fagna umræðum um vemd gamalla
húsa og margt af því sem Minjavemd
væri að gera samrýmdist hugmynd-
um um Arbæjarsafn, þ.e. húsvemd og
vemdun menningarverðmæta. Hins
vegar samrýmdist það ekki stefhu og
starfsemi Arbæjarsafns að flytja
gömlu húsin þaðan aftur, safnið
myndi með því missa gildi sitt og til-
gang. Frekar mætti flytja fleiri hús á
safnið, þótt úrval húsanna væri
reyndar gott í dag og ekki gert ráð
fyrir fleirum samkvæmt núgildandi
skipulagi.
Guðný Gerður sagði að söfn eins og
Árbæjarsafn væra þekkt víða um
heim. Fyrsta slíka safnið hefði verið
Skansinn í Stokkhólmi, sem væri fyr-
irmyndin sem Árbæjarsafn og fleiri
byggðu á.
„Hugmyndin sem liggur að baki
slíkum söfnum er að taka til varð-
veislu gamlar byggingar og mann-
virki sem hafa á einhvem hátt misst
gildi sitt á uppranalegum stað. Húsin
era þá flutt á söfn sem dæmi um
byggingarlist fyrri tíma. Allt í senn er
þá verið að varðveita tækniþekkingu,
handverk og hýbýli. Húsin eru þá
höfð til sýnis og hefur það mikið upp-
eldislegt gildi því þau era búin hús-
búnaði frá eldri tíma. Með því er leit-
ast við að lýsa lifnaðarháttum fólks
sem bjó við allt aðrar aðstæður en við
geram nú,“ sagði Guðný Gerður.
Hún benti á að stofnun Árbæjar-
safns fyrir um fímmtíu áram hefði
verið í samræmi við þágildandi skipu-
lag Reykjavíkur. Hugmyndin hefði
verið að varðveita gamla bæinn í
Árbæ, sem þá var farinn í eyði, og
flytja þangað hús sem þurftu að víkja,
oftast vegna skipulags.
„Hugmyndir hafa breyst síðan þá
og munu breytast áfram. Nú fá hús
frekar að standa á sínum stað og er þá
fundið nýtt hlutverk. Pað krefst oft
ýmissa breytinga á húsunum, svo
hægt sé að aðlaga gömul hús nútím-
anum og stundum kemur til mála-
miðlana þar sem varðveislugildi og
nytjagildi er vegið og metið. Þetta er
önnur hlið á húsvernd en sú sem snýr
að því að varðveita hús í safni sem
menningarsögulegar minjar og vitn-
isburð um þekkingu og lifnaðarhætti
horfins tíma. Báðai- þessar aðferðir,
ef svo má segja, til að varðveita menn-
ingarminjar eiga rétt á sér og geta
stutt hvor aðra,“ sagði Guðný Gerður.
Staðan á vinnumarkaði á vori komanda
1,5% fjölgun starfa á
höfuðborgarsvæðinu
GERT er ráð fyrir að eftirspurn eft-
ir vinnuafli verði 0,8% meiri í apríl-
mánuði næstkomandi á landinu öllu
en á haustmánuðum. Einkum er
gert ráð fyiir mikilli eftirspurn á
höfuðborgarsvæðinu en þar er gert
ráð fyrir 1,5% fjölgun starfa en eft-
irspurnin á landsbyggðinni dregst
saman um 1%, að því er fram kemur
í athugun Vinnumálastofnunar á
stöðu og horfum á vinnumarkaði.
Samdráttar er einkum að vænta í
hótel- og veitingastarfsemi og sam-
göngum og fjarskiptum, en aukning-
ar í verslun og viðgerðarþjónustu.
Fram kemur að framboð á lausum
störfum hafi mikið dregist saman
frá því í ágúst síðastliðnum þegar
framboðið hafí verið í hámarki en þá
vora laus störf hjá vinnumiðlunum
nærfellt þúsund talsins, en era nú
aðeins ríflega 500.
0,3% minni eftirspurn
I athugun Vinnumálastofnunar
var sérstaklega litið á atvinnu-
ástandið á Norðurlandi vestra, Vest-
fjörðum og Vesturlandi og það
kannað meðal fyrirtækja, sveitar-
stjórnarmanna og svæðisráðsfull-
trúa. Niðurstaðan er sú að horfur
era á minni eftirspurn eftir vinnuafli
sem nemur 0,3% á vormánuðum en
nú. Samdráttar gætir einkum í fisk-
veiðum og vinnslu, en einnig má bú-
ast við minnkandi eftirspurn í iðn-
aði, samgöngum og flutningum og
landbúnaði. Aukinnar eftirspurnar
megi aftur vænta í öðrum greinum,
einkum fjármála-, fasteigna- og við-
skiptastarfsemi. Fram kemur að
minnkandi eftirspurn eftir vinnuafli
megi einkum skýra með því að að fá
stór fyrirtæki vilji fækka starfsfólki
umtalsvert, en hins vegar séu þau
fyrirtæki fleiri sem vilji fjölga
starfsfólki. Búast megi við skorti á
vinnuafli á norðvestanverðu landinu
í mörgum greinum, einkum fag-
lærðu fólki í byggingariðnaði og
heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þá
megi reikna með svæðisbundnum
skorti á starfsfólki í fiskvinnslu, þó
minni eftirpum eftir vinnuafli í
þeirri atvinnugrein megi vænta þeg-
ar á heildina sé litið. Einnig megi
vænta skorts á kennuram, sérfræð-
ingum á sviði tölvu- og fjármála-
þjónustu og starfsfólki í matvæla-
iðnaði.
FRAMKVÆMDIR við 11,3 km
langan kafla á Vestfjarðavegi um
Dalafjall, veg sem í daglegu tali er
nefndur Brattabrekka, hafa verið
boðnar út. Verkinu skal að fullu
lokið 1. september 2003.
Gamla þjóðleiðin milli Borgar-
fjarðar og Miðdala lá um Bjarn-
ardal og Bröttubrekku. Þegar bíl-
vegur var lagður í Dali árið 1932
var farin önnur leið og byggðar
brýr á Bjarnardalsá og Miðdalsgil.
Nafn gömlu leiðarinnar færðist á
nýju leiðina þótt hún lægi ekki
lengur upp Bröttubrekku. I Fram-
kvæmdafréttum Vegagerðarinnar
er lögð áhersla á að nýr vegur
skuli heita Vestfjarðavegur um
Dalafjall því það sé réttara.
Jarðgöng
of dýr
Núverandi vegur er brattur og
krókóttur malarvegur. Á honum
eru þrjár mjóar brýr og er slæm
aðkoma að þeim öllum. I brekk-
unni upp Miðdalsgil og í brekkunni
við Dragagil niður í Suðurárdal er
vegurinn mjög hættulegur vegna
bratta og krappra beygja. Þar
safnast oft snjór á vetrum og mikil
hálka getur myndast. Brekkurnar
eru ein aðalhindrunin á greiðum
vegarsamgöngum milli byggða í
Borgarfirði og Dalasýslu, að því er
fram kemur í Framkvæmdafrétt-
um. Með tilkomu vegar yfir Gils-
fjörð hefur umferð aukist um
Dalasýslu og er búist við að hún
aukist enn þegar vegir skána á
sunnanverðum Vestfjörðum.
Margir möguleikar til vegabóta
um Dalafjall hafa verið skoðaðir.
Meðal annars kom til greina að
bora jarðgöng en sú framkvæmd
myndi kosta um 1250 milljónir kr.
á móti 490 milljóna kostnaði við
lagningu nýs vegar.
Nýi vegurinn liggur á sömu
slóðum og núverandi vegur. Hann
mætir Hringveginum í Norðurár-
dal við núverandi vegamót en
sveigir vestur fyrir bæinn Dals-
mynni. Gert er ráð fyrir byggingu
100 m langs ræsis rétt austan við
núverandi brú á Bjarnardalsá. I
útboðinu er þó gert ráð fyrir til-
högun B sem miðar við að gerð
ræsisins verði frestað en nýja leið-
in tengd inn á gömlu brúna sem
raunar er ekki hægt að breikka.
Munu tilboð í verkið ráða því hvor
kosturinn verður valinn. Mesta
hæð vegarins er 403 m.
Framkvæmdum við fyrri áfanga
leiðarinnar, það er að segja veg-
urinn í Miðdölum og að fjallveg-
inum, lauk í haust. Framkvæmd-
inni lýkur með því útboði sem nú
hefur verið auglýst. Byrjað verður
Dalamegin á næsta ári en unnið
Borgarfjarðarmegin 2002. Bundið
slitlag á að vera komið á kaflann
vestanmegin á árinu 2002 og allan
veginn 1. ágúst 2003.
ÖSE vill að Ásta R. Jóhannesdóttir þingmaður fari í þriðja sinn til Aserbaídsjan í eftirlitsferð
Hætta á átökum þegar
kosið verður aftur
Frá fundi alþjóðlegra eftirlitsaðila með ríkissaksóknara Aserbaídsjan
um síðustu helgi. Talið frá hægri eru það Andreas Gross, þingmaður frá
Sviss og fulltrúi Evrópuráðsins, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
fulltrúi ÓSE, Paul Legende, starfsmaður ÖSE í Kaupmannahöfn, og
Ioks tveir túlkar sem aðstoðuðu við viðræðurnar.
ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, er
nýkomin heim öðra sinni frá fyrram
sovétlýðveldinu Aserbaídsjan þar
sem hún hafði eftirlit með fram-
kvæmd þingkosninga í landinu fyrir
hönd Öryggis- og samvinnustofnun-
ar Evrópu, ÖSE. Stofnunin hefur
komið þeirri ósk á framfæri við Al-
þingi að hún fari í þriðja sinnið til
Aserbaídsjan í byrjun næsta mánað-
ar þar sem endurtaka þarf kosningar
í nokkram kjördæmum landsins
vegna athugasemda sem bárast við
framkvæmd þehra frá alþjóðlegum
eftirlitsaðilum. Ásta sagði við Morg-
unblaðið í gær að ákvörðun um að
hún færi hefði ekki verið tekin. Hún
sagði ástandið í landinu að mörgu
leyti vera varasamt og hætta væri á
átökum milli stjórnvalda og stjórn-
arandstöðuflokkanna.
Stærsti stjórnarandstöðuflokkur-
inn, Musarat, fékk engan þingmann
kjörinn í kosningunum í nóvember
þrátt fyrir að niðurstöður ýmissa
kjördeilda bentu til að flokkurinn
væri jafnvel með 20 til 30% fylgi. Alls
tókust 13 flokkar og samtök á í kosn-
ingum um 124 laus þingsæti. Ásta
sagði að flokkurinn væri mjög ósátt-
ur við sína stöðu.
Kröfur um úrbætur
Hún fór fyrst ásamt nokkram
þingmönnum aðildarríkja ÖSE til
landsins í bytjun nóvember sl. þegar
þingkosningamar fóru fram. Hún
sagði við Morgunblaðið að þing-
mannahópur ÖSE hefði sett fram
ákveðnar kröfur um að bæta fram-
kvæmdina og fara eftir þeim athuga-
semdum sem gerðar voru af hálfu
þingmannanna. Til að fylgja þeim
kröfum eftir fór alþjóðleg sendi-
nefnd til Aserbaídsjan um síðustu
helgi og var Ásta einn fulltrúi ÖSE í
þeirri ferð. Hún sagðist hafa, ásamt
tveimur fulltrúum Evrópuráðsins,
fundað með stjórnarandstöðuflokk-
um, dómstólum og forseta landsins.
.Ástendið hefur verið erfitt vegna
þess að stjórnarandstöðuflokkarnir
era ósáttir við framkvæmd kosning-
anna. Þeir hafa ákveðið að hunsa
þingið og ætla ekki að bjóða fram
aftur í endurteknum kosningum í
janúar. Þingið hafði verið kallað
saman, án þess að búið væri að kjósa
alla þingmenn, og búið að kjósa for-
seta þingsins og í nefndir. Evrópu-
ráðið er að meta umsókn Asera um
inngöngu í ráðið, um leið og metin er
umsókn Armeníu. Ráðið hefur sett
fram þá kröfu að þingið verði að vera
lögmætt og endurspegla stjórnmála-
öflin í landinu til að geta verið tekið
gilt inn í Evrópuráðið. Eins og
ástandið er núna þarf að gera ýmsar
umbætur til að svo verði. Við rædd-
um þetta við stjórnvöld um síðustu
helgi og settum fram kröfur sem Ga-
idar Alíev forseti samþykkti, allar
nema eina. Við ræddum einnig við
stjórnarandstöðuflokka og hvöttum
þá til að taka þátt í endurtöku kosn-
inganna, bentum þeim á að hluti af
lýðræðinu væri auðvitað að taka
þátt,“ sagði Ásta Ragnheiður.
Lærdómsríkar
ferðir
Frestur til að skila inn framboðum
fyrir kosningar í ellefu kjördæmum
landsins í janúar var ranninn út og
sagði Ásta að tekist hefði að fá frest-
inn framlengdan, auk þess að fresta
endurtöku kosninganna frá 5. til 7.
janúar næstkomandi. Hún sagði Al-
íev forseta leggja ríkja áherslu á að
mikið og gott eftirlit alþjóðastofnana
verði með þeim kosningum. Ti-yggja
þurfi að stjórnvöld verði ekki ásökuð
um kosningasvik.
Ásta og fulltrúar Evrópuráðsins
funduðu einnig með ríkissaksóknara
landsins þar sem fjöldi kæra barst
vegna framkvæmd kosninganna í
nóvember. Kvartaði stjórnarand-
staðan yfir því að ekkert hefði verið
gert með kærarnar.
„Þetta hafa verið mjög lærdóms-
ríkar ferðir. Aserar hafa litla lýðræð-
ishefð og það kemur á óvart hvað
langan tíma tekur að koma lýðræð-
inu á. Evrópuráðið og ÖSE vilja
hjálpa þeim við að koma á lýðræð-
islegra stjómarfari og hafa af þeim
sökum lagt í þessa vinnu við und-
irbúning á kosningum, löggjöf og eft-
irlit,“ sagði Ásta.