Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 16

Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Osk um að aflétta umferðar- takmörkunum um Áland Forsendur fyr- ir ákvörðun- inni brostnar fjármagnað af eigin fé. Nú starfa tíu manns í Mosfellsbæ og stefnt að fjölgun starfs- manna í náinni framtíð. Þá hefur Net-AIbúm opnað skríf- stofu í Los Angeles þar sem áhersla verður lögð á mark- aðsrannsóknir. Net-Albúm hefur vakið all- mikla athygli fjölmiðla enda um að ræða nýtt og spennandi forrit, byggt á íslensku hug- viti, sem felur í sér mikla vaxt- armöguleika í framtíðinni." Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Þorvaldur Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Net-Albúms, Sprotafyrirtækis Mosfellsbæjar árið 2000, tók á móti viðurkenn- ingu fyrir hönd fyrirtækisins, og hjá honum stóðu aðrir starfsmenn þess. Hvatningarverðlaun og Sprotafyrirtæki Mosfellsbæjar Ljósmynd/Sigurður Ægisson Lúðrasveit á bæjarrölti ÞEIR sem fara um Lauga- veginn þessa dagana heyra oftar en ekki spiluð jólalög sem þá ýmist hljóma beint af geisladiskum úr versl- unum eða í lifandi flutningi á gangstéttunum. Þegar Morgunblaðið var þar á ferð siðastliðið þriðjudags- kvöld var Lúðrasveit verka- lýðsins að spila jólalög framan við eina verslunina, þar sem hún hafði fundið sér örlítið skjól fyrir súld- inni. Aðspurðir sögðust meðlimir lúðrasveitarinnar þarna staddir á vegum Laugavegssamtakanna og að þetta væri árleg uppá- koma, að mæta þarna síð- ustu daga fyrir jól og spila fyrir gesti Laugavegarins. Lúðrasveitin hafði einnig verið á ferð í þessum er- indagjörðum tvö síðastliðin laugardagskvöld frá klukk- an 20-22 en þetta var síð- asta bæjarkvöld sveit- arinnar fyrir þessi jól. Meðlimirnir voru reyndar byrjaðir að pakka saman þegar Morgunblaðið bar að garði en ákváðu að spila eitt lag enn og tileinka það blaði allra landsmanna. Og svohljómaði hið sígilda jóla- Iag T. Connors af miklum krafti um allan Laugaveg- inn: „Eg sá mömmu kyssa jólasvein." Ekki ónýtt það. Sigurplast og Net- Albúm hlut- skörpust AFHENDING hvatningar- verðlauna atvinnu- og ferða- málanefndar Mosfellsbæjar fyrir árið 2000 fór fram í Hlé- garði í fyrradag, þriðjudaginn 19. desember, og komu þau í hlut Sigurplasts að þessu sinni. Þetta er í annað sinn sem nefndin veitir hvatningar- verðlaun. í fyrra féllu þau í skaut Flugfélaginu Atlanta. Jafnframt veitti atvinnu- og ferðamálanefnd viðurkenn- ingu til Sprotafyrirtækis Mos- fellsbæjar í fyrsta sinn og komu þau í hlut Net-Albúms. Tilgangur hvatningarverð- launanna er að vekja athygli á þeim fyrirtækjum sem eru að gera vel, bæði fyrir sig, starfs- menn sína og íbúa Mosfells- bæjar. Við val á fyrirtækjum sem tilnefnd eru til Hvatning- arverðlaunanna eru eftirfar- andi atriði höfð til hliðsjónar: • Nýjungarognýsköpunhjá fyrirtækinu • Umsvif íbæjarfélaginu • Fjölgun starfsmanna • Starfsmanna- og fjölskyldustefna • Imynd og sýnileiki • Umhverfi og aðbúnaður. Eftirfarandi fyrirtæki voru tilnefnd til hvatningarverð- launa fyrir árið 2000: Á. Ósk- arsson, Álafoss verksmiðjuút- sala, Álafoss-föt best, Áslákur, Flugfélagið Atlanta, Gler- tækni, I toppformi, ístex, Kjarninn verslunarmiðstöð, Mosraf, Mottó, Nýbrauð, Org- elverkstæði Björgvins Tómas- sonar, Reykjabúið, Reykja- garður, Reykjalundur, Sig- urplast og Veislugarður. Flest atkvæði hlaut Sigurplast, eins og áður er greint frá. Atvinnu- og ferðamálanefnd komst svo að orði í umsögn sinni um verðlaunahafann árið 2000: „Sigurplast hélt upp á 40 ára afmæli sitt í október sl. en fyr- irtækið var stofnað 1960. Síð- an þá hefur verið unnið mikið þróunarstarf og er fyrirtækið í fremstu röð í framleiðslu plastumbúða á Islandi. Meg- ináhersla Sigurplasts hefur verið framleiðsla á ýmiskonar plast- og blikkumbúðum og hefur fyrirtækið kannað ýmsa möguleika í vöruþróun á því sviði, t.d. er hafin framleiðsla umbúða fyrir gosdrykkja- og lyfjamarkaðinn. Stærstu eigendur Sigm'- plasts hf. eru Skeljungur hf., Sigurður B. Guðmundsson, dánarbú Sigurðar Egilssonar o.fl. Stefnt er að sameiningu Sigurplasts og Plastprents í nánustu framtíð. Undanfarin ár hefur Sigur- plast verið í örum vexti og sýnt þykir að fyrirtækið þurfi að stækka enn frekar við sig og fjölga starfsfólki. Nú vinna um 20 manns hjá Sigurplasti og gert er ráð fyrir að fjölga muni um 6-7 manns fljótlega eftir áramótin, vegna starfa við nýtt vöruhótel, þar sem Sigurplast mun meðal annars sjá um alla vörudreifingu fyrir Plastprent. Það er stefna Sig- urplasts að skipta við fyrir- tæki í Mosfellsbæ þegar því verður við komið og með því móti ýta undir atvinnustarf- semi hér í bænum. Sigurplast hefur ekki verið mjög sýnilegt opinberlega og t.d. ekki skráð á hlutabréfamarkaði. Fyrir- tækið er að undirbúa átak í að merkja framleiðsluvörur sín- ar, þannig að neytendur sjái að umbúðirnar séu íslensk íramleiðsla. Mjög snyrtileg aðkoma er að fyrirtækinu og umhverfi allt til sóma. Sigurplast hefur kappkostað að halda umhverfi verksmiðjunnar aðlaðandi. Þótt fyrirtækið hafi ekki ákveðna umhverfísstefnu er kappkostað að endurvinna og flokka úrgang sem leiðir til mikillar hagræðingar og sparnaðar í rekstri fyrirtæk- isins.“ Sprotafyrirtæki atvinnu- og ferðamálanefndar Atvinnu- og ferðamála- nefnd óskaði eftir tilnefning- um um sprotafyrirtæki Mos- fellsbæjar fyrir árið 2000. Eftirtalin fyrirtæki voru til- nefnd: Net-Albúm, Mosfells- bakarí, Café Krónika, Pizza- bær, Dýrahald, Rust og Hlín Björgvin Njáll Ingólfsson, formaður atvinnu- og ferða- málanefndar Mosfellsbæjar, afhenti Rögnvaldi Pálmasyni, sölu- og markaðsstjóra Sigurplasts, hvatningarverðlaun bæjarins fyrir árið 2000. Milli þeirra stendur Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sigurplasts. Blómahús. Við val á Sprota- fyrirtæki Mosfellsbæjar er eftirfarandi haft til hliðsjónar: • Að fyrirtækið sé yngra en tveggja ára eða um sé að ræða ný sóknartækifæri í eldri rekstri. • Að fyrirtækið hafi vakið eftirtekt og hlotið opinbera umfjöllun. • Að viðskiptahugmyndin sé ný/spennandi og vaxta- möguleikar séu fyrir hendi. • Að fyrirtækið sé skráð og hafi höfuðstöðvar sínar í Mosfellsbæ. Flest atkvæði hlaut fyrir- tækið Net-Albúm. í umsögn atvinnu- og ferðamálanefndar um það segir: „Fyrirtækið Net-Albúm hóf rekstur 1998 en fluttist til Mosfellsbæjar í byrjun maí 2000. Net-Albúm hlaut þriðju verðlaun í sam- keppninni Nýsköpun 1999 og fékk í kjölfarið aðsetur í frum- kvöðlasetri IMPRU. Frá stofnun fyrirtækisins hefúr megináhersla þess verið á þróun og markaðssetningu hugbúnaðarins Net-AIbúm. Forritið á að leysa þörf PC- notenda við geymslu og notk- un á margmiðlunarefni s.s. stafrænum myndum, tónlist, hreyfimyndum og skönnuðum skjölum. Nú er hægt að nálg- ast forritið á Netinu en stefht er á að það verði sett í sölu næsta vor. Nýverið gerði Net- Albúm samning við Digital Now Inc. í Bandaríkjunum um dreifingu á forritinu á Banda- ríkjamarkað. Net-Albúm er hlutafélag og eru hluthafarnir orðnir yfír 100 talsins. Stærstu hluthafamir eru þrír af stofnendum fyrirtækisins. Þá eru Hans Petersen hf., Op- in kerfi hf. og Verðbréfastofan hf. einnig meðal hluthafa. Fyr- irtækið hefur alfarið verið Miðborg Mosfellsbær Fossvogur LÖGREGLUSTJÓRANUM í Reykjavík hefui’ verið sent bréf fyrir hönd fjölda íbúa í ná- grenni Álands í Fossvogi þar sem farið er fram á að umferð- arskilti sem takmarka gegn- umakstur um götuna verði fjarlægð. Um leið verði aflétt umferðartakmörkunum um Áland frá því í vor. í bréfunum er bent á að for- sendan fyrir umferðartak- mörkununum og þar meðupp- setningu skiltanna sé brostin. Borgaryfirvöld hafi farið fram á við lögreglustjórann í Reykjavík að gegnumakstur takmai’kaður á grundvelli breytinga á deiliskipulagi. Þær breytingar hafi nú verið felldar úr gildi í úrskurðar- nefnd skipulags- og bygging- armála. Jóhannes Pálmason, yfirlögfræðingur Landspítala - háskólasjúkrahúss, tekur undir þetta í bréfi til lögreglu- stjóra. Borgaryfirvöld blekkt? Tómas Jónsson, íbúi við Bú- land, hefur verið í forsvari fyr- ir íbúa í svokölluðum B-lönd- um í Fossvogi sem hafa lýst sig andvíga umferðairíak- mörkunum um Áland. Tómas segir að með takmörkunum sé verið að fóma meiri hagsmun- um fyrir minni. Mikilvægri umferðaræð fyiir hverfið hafi verið lokað. Hann telur að borgin hafi hálfpartinn verið blekkt til að fara fram á um- ferðartakmarkanir um Áland. „Ákvörðun borgarinnar byggði m.a. á því að þetta væri vilji fólksins í hveifinu og vísað var í undirskriftalista um 300 íbúa þess,“ segir Tómas. „Þeg- ar betur var að gáð bjó meiri- hluti þeirra sem skrifuðu und- ir listann hinum megin við Bústaðaveginn." Þeir íbúar hafi varla mikilla hagsmuna að gæta í þessu máli. Þá hafi íbú- ar í B-löndunum farið af stað með sinn eigin undirskrifta- lista þar sem farið var fram á að umferðartakmörkunum yrði aflétt. Tómas segir að alls hafi safnast um 150 undir- skriftir en aðeins var leitað til íbúa í B-löndunum. Meðal þess, sem íbúar í hverfinu, sem eru andvígir umferðartakmörkunum um Áland, hafa bent á máli sínu til stuðnings, er að oft sé þung umferð um Bústaðaveginn sem megi sneiða hjá með því að aka um Álandið og um leið létta á gatnamótum Eyrar- lands og Bústaðavegar. Þá sé efsti hluti Eyrarlandsins brattur og stundum illfær á veturna vegna snjóa og hálku. Tómas segist bjartsýnn á að lögreglustjóri verði við óskum föúanna. Aukin umferð um útivistarsvæði Jóhannes Sævarsson er í forsvari fyrir íbúa við götur sem liggja að Fossvogsvegi. Hann segir íbúa telja að lokun Álands komi niður á umferð- aröryggi í hverfinu. Eftir að lokað var fyrir gegnumakstur um Áland hafi umferð um Fossvogsveg aukist talsvert. Jóhannes bendir á að vegurinn liggi um og að vinsælu útivist- arsvæði. Fjöldi manns fari um gangstéttir við veginn og eftir veginum vegna vinsæls göngu- og hjólreiðastígs sem liggur að göngubrú yfir Kiinglumýrarbraut. Foss- vogsvegurinn sé í raun hluti af göngustígakerfi borgarinnar. Jóhannes bætir við að nem- endur í Fossvogsskóla þuifi að fara yfir veginn á leið sinni í og úr skólanum. Borgaryfii’völd hafi þó komið til móts við íbúa við Fossvogsveg með því að setja hraðahindranir á veginn og láta lækka þar hámarks- hraða. Jóhannes segir næstum alla íbúa við Fossvogsveg hafa skrifað á undirskriftalista þess efnis að aflétta beri umferðar- takmörkunum um Áland.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.