Morgunblaðið - 21.12.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.12.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristj án Jólasveinninn naut aðstoðar slökkviliðsins við að ná pökkum niður úr jólatrénu á Ráðhústorgi en þar var haldin Jólatréskemmtun allra Akureyringa um helgina. Pakkarnir sóttir með aðstoð slökkviliðs JÓLATRÉSKEMMTUN allra Ak- ureyringa var haldin á Ráðhús- torgi um helgina en þangað mætti fjöldi barna. Búið var að koma jólapökkum fyrir í jólatrénu á torginu, en það er gjöf frá vina- bænum Randers í Danmörku. Jólasveinarnir fengu aðstoð frá Slökkviliði Akureyrar við að ná pökkunum niður og mættu þeir með körfubfl sinn á svæðið til að sækja jólapakkana. Fjöldi jóla- sveina tók þátt í gleðinni og Jóla- blúndurnar vöppuðu einnig um svæðið. Oflug rannsóknarmiðstöð rís við Háskólann á Akureyri RÍKISSTJÓRN íslands samþykkti á fundi sínum í vikunni að ráðast í byggingu rannsóknarhúss við Háskólann á Akureyri. Fjármögnun og fram- kvæmd við byggingu og rekstur hússins verður einkaframkvæmd og verður kynnt fjárfestum sem slík í byrjun næsta árs. Björn Bjamason, menntamálaráðherra, segir að ákveðið sé að byggingin rísi á svæði háskólans á Sólborg. „Hvað stærð hússins varðar þá fara um 4.000 fermetrar undir þá opinberu starfsemi sem í húsinu verður. Síðan er það komið undir þeim að- ilum sem fjármagna byggingu hússins hversu stórt umfram það húsið verður.“ Bjöm segir að bygging rannsóknahússins sé búin að vera lengi í gerjun og því sé ánægjulegt að búið sé að stíga þetta skref. „Ég tel að þetta hús verði ekki eingöngu kærkomin búbót fyrir Há- skólann á Akureyri heldur fyrir alla þá sem vilja stunda rannsóknarstarf á Akureyri enda verða þama fjölmargar stofnanir og rannsóknarstofur saman komnar undir einu þaki. Því verður þetta skemmtileg miðstöð frá vísindalegu og rannsókn- arlegu sjónarmiði sem á vafalítið eftir að gefa góða hluti af sér.“ Ráðherra hafði forystu í málinu Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Ak- ureyri, segir að það sé langt síðan Háskólinn á Ak- ureyri hafi varpað þessari hugmynd fram og því sé ánægjulegt að sjá jákvæða niðurstöðu. „Mennta- málaráðherra hefur haft fomstu um að leiða þetta mál til lykta og er það mjög þakkarvert. Bygging þessa rannsóknahúss þýðir einfaldlega stórt stökk fram á við fyrir háskólann og atvinnulíf í landinu. Þorsteinn segir að undirbúningur að byggingu hússins hafi verið £ höndum nefndar á vegum menntamálaráðherra en í henni hafi setið, auk ráðherra, fulltrúar fjármálaráðuneytis, sjávarút- vegsráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, umhverfisráðuneytis, Iandbúnaðarráðuneytis og Háskólans á Akureyri. „Gert er ráð fyrir því að stofnanir sem heyra undir þessi ráðuneyti komi að starfseminni en alls er gert ráð fyrir því að á ann- an tug fyrirtækja og stofnana starfi í húsinu. Það er því stefnt að því að þetta hús komi til með að hýsa mjög öflugan þekkingar- og tæknigarð á ýmsum sviðum rannsókna og tækni. Það má gera ráð fyrir því ef allt gengur eftir að framkvæmdir hefjist við húsið á næsta ári og þeim ætti að geta •lokið árið 2003.“ Dæmdur fyrir líkamsárás HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt ungan mann í 30 daga fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir líkamsárás í miðbæ Akureyrar. Þá var maðurinn dæmd- ur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ungi maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að jafnaldra sínum á Ráðhústorginu og slegið hann tvö hnefahögg í andlitið með þeim afleið- ingum að hann nefbrotnaði. Fyrir dómi viðurkenndi ákærði skýlaust verknaðinn og var játning hans í samræmi við framburð hans fyrir lögreglu. I dómi héraðsdóms kemur fram að tilefni árásarinnar hafi verið minniháttar ýfingar milli ákærða og árásarþolans og að ákærði hafi verið undir áhrifum áfengis. ------------- Eyjafjörður það ert þú! Björg og Daníel árita BJÖRG Þórhallsdóttir sópransöng- kona og Daníel Þorsteinsson píanó- leikari árita hljómdisk sinn Það ert þú! Eyjafjörður - ljóð og lag í dag, fimmtudaginn 21. desember í Penn- anum - Bókvali, Hafnarstræti kl. 15 og í Pennanum - Eymundssyni, Glerártorgi kl. 17. Föstudaginn 22. desember árita þau disk sinn í Bláu könnunni í Hafn- arstræti kl. 18 eftir kynningu á hljómdiskinum í göngugötunni í Hafnarstræti. Morgunblaðið/Kristján Það hefur verið líf og fjör í miðbæ Akureyrar siðustu daga og svo verður einnig þá fáu daga sem enn eru til jóla. Líf og fjör í miðbænum MIKIÐ verður um að vera í jóla- bænum Akureyri þessa siðustu daga fyrir jól og stöðug dagskrá. f dag, fímmtudag, kemur Hurða- skellir fljúgandi til Akureyrar að vestan og þá með eitthvert góðgæti meðferðis. Jólablúndurnar hyggj- ast sækja sveinka á flugvöllinn svo að hann geri nú ekki einhverja vit- leysu. Þá verða vitlausu jólasvein- arnir með hestana í bænum, bæði í dag og á laugardag, kl. 16. A morgun, föstudag, þenur Þur- íður formaður harmonikkuna víða um miðbæinn milli kl. 16 og 18 og Hera Björk syngur í sviðsvagn- inum kl. 17. Jólablúndurnar verða á ferðinni eftir kl. 17 á morgun og Björg Þórhallsdóttir og Daníel Þorsteinsson flytja lög af nýútkom- inni plötu sinni og árita hana svo á Bláu könnunni á eftir. Þá syngur Karlakór Eyjafjarðar jólalög kl. 20.30. Friðarganga á Þorláksmessu Á Þorláksmessu verður einnig ýmislegt um að vera, jólasveinn les jólasögu á Amtsbókasafninu kl. 14, Jólablúndurnar verða á ferðinni hressar að vanda og þá verður dregið í risalukkuleik jólasvein- anna á jólasveinasögustöðum kl. 18. Klukkan 19 fer friðarganga frá Eimskipafélagsbryggjunni og verður gengið upp í miðbæ. Þar tekur barna- og unglingakór Ak- ureyrarkirkju á móti göngunni með söng. Kyndlar verða seldir á bryggjunni fyrir göngu. Þá verða krakkarnir að muna eftir lukkuk- istu jólasveinanna. Loks má geta þess að bæj- arstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni að fella niður stöðumælagjald á bflastæðum í miðbænum fram til jóla, þ.e. frá hádegi hvern dag. Viður- kenndu innbrot og þjófnaði RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar hefur upplýst innbrots- og þjófnaðarmál frá því fyrir helgi. Brostist var inn á veitingastaðinn Setrið í Sunnuhlíð sl. föstudags- morgun, í þriðja sinn á skömmum tíma og stolið þaðan um 100 þúsund krónum í peningum. Maður sem handtekinn var í kjölfarið viður- kenndi verknaðinn. Hann viðurkenndi jafnframt að hafa ásamt öðrum manni stolið tækj- um úr tveimur fyrirtækjum í miðbæ Akureyrar um miðjan dag á fimmtu- dag og var sá maður handtekinn í Reykjavík í kjölfarið. Mennirnir stálu fartölvu úr húsnæði Landssím- ans og skjávarpa á Kaffi Amour. Báðir mennirnir hafa áður komið við sögu lögreglunnar, vegna innbrots- og fíkniefnamála. ------♦-♦-♦---- Skralli og Lalli á geisladiski LÖGIN úr leikritinu „Tveir misjafn- lega vitlausir“, sem Leikfélag Akur- eyrar í samstarfi við Vitlausa leik- hópinn hefur sýnt og mun sýna í Samkomuhúsinu á Akureyri og víðar á Norðurlandi, eru komin út á geisla- diski. Þar er einnig að finna flutning á broti úr leikritinu. Um er að ræða trúðaleikrit eftir Aðalstein Bergdal og fer hann með hlutverk trúðsins Skralla, en Skúli Gautason leikur yngri bróður hans, Lalla. í leikritinu segir frá því þegar Lalli tekur að sér að gæta barns, gerist dagmamma, en þar sem hann er svefnpurka mikil lendir pössunin að mestu á Skralla. Bræðumir standa frammi fyrir mörgum erfið- um spumingum því þeir eru ekki vel að sér um hvað bamapössun er. Auk þess sem þeir félagar syngja lögin úr sýningunni og leika brot úr leikritinu eru lögin einnig leikin þannig að hver sem er getur sungið með. Tvær sýningar verða á leikritinu í Samkomuhúsinu á Akureyri milli jóla og nýjárs, en þráðurinn að nýju tekinn upp eftir áramót. Þá er einnig fyrirhugað að ferðast með verkið um Norðurland eða frá Hvammstanga að Vopnafirði. --------------- Tdnleikar á Græna hattinum EIGENDUR Græna hattsins við Hafnarstræti á Akureyri ætla að bjóða bæjarbúum og gestum á tón- leika með hljómsveitinni 200.000 naglbítum á veitingastaðnum á Þor- láksmessukvöld. Hljómsveitina skipa þeir Vilhelm Jónsson, Kári Jónsson og Axel Árna- son, en á tónleiknum á Græna hatt- inum munu þeir félagar fá þrjá tón- listarmenn til liðs við sig, þá Róbert Reynisson á gítar, Benedikt Bryn- leifsson á slagverk og Heimi Hlöð- versson á hljómborð. Tónleikarnir hefjast kl. 22 en húsið verður opnað kl. 20. ------♦-♦-♦---- Kirkjustarf HVÍTASUNNUKIRKJAN: Föstu- daginn 22. desember kl. 21 verða haldin litlu jól í umsjón unga fólks- ins. Jólahugleiðing, skemmtiatriði og veitingar. LAUFÁSPRESTAKALL: Að- ventusamvera, kvöldstund við kerta- ljós verður í Laufáskirkju fimmtu- daginn 21. desember kl 21. Sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir flytur hugvekju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.