Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Óvenjuleg sjdn á Blönduósi
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Maríuerla
daglegur gestur
á tröppunum
Sérhæfð eggjavinnsla sett upp í Vogum
Unnið úr 3-4 millj-
ónum eggja á ári
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Björn Jónsson framkvæmdastjóri og Valdimar Antonsson framleiðslu-
stjóri við vélina sem brýtur eggin og skilur að eggjarauðu og hvítu.
LITIL maríuerla hefur verið dag-
legur gestur á tröppum hjónanna
Jóns Kr. Jónssonar og Herdísar
Ellertsdóttur á Blönduósi und-
anfarnar vikur, en afar óvenju-
legt þykir að sjáist til maríuerla
á þessum árstíma. Reyndar hafa
þrjár slíkar sést flögra um á
Blönduósi og nágrenni.
Jón og Herdís fóðra jafnan
fugla á veturna og segir Jón að
fyrir komi að skógarþrestir sjáist
á tröppunum hjá þeim. Þeir hafi
verið óvenju aigeng sjón nú í vet-
ur og telur hann að trúlega teng-
ist það þeim hlýindum sem verið
hafí. Fyrir um mánuði urðu þau
hjónin svo vör við maríuerluna.
„Það er aldeilis útilokað að það
hafi nokkurn tímann verið mar-
íuerla svona lengi hér fram eftir
öllu hausti og fram að jólum,“
segir Jón. „Hins vegar koma
stundum þrestir og borða hérna
hjá okkur. Einn veturinn höfðum
við ellefu eða tólf þresti hérna,
þá komu þeir daglega til okkar
og einn þeirra elti mig meira að
segja einu sinni inn í eldhús.“
Brauð, rauð epli
og fitu af kjötsoði
Hann segir að þau Herdís gefí
fuglunum ýmislegt, til dæmis
brauð, rauð epli og fítu af kjöt-
soði sem fellur til.
„Þeir eru sérlega sólgnir í fítu
fuglarnir, en hún heldur í þeim
lífínu sérstaklega yfír kalda vetr-
armánuðina," segir Jón.
Hann segist hafa áhyggjur af
því að maríuerlan eigi ekki eftir
að lifa lengi nú þegar kólna fer í
veðri.
„Eg er búin að segja við kon-
una mína að mig langi til að
nappa hana hérna inn í forstof-
una og vita hvort ég get ekki
fengið búr og veitt henni skjól
þangað til fer að vora. Kannski
læt ég verða af því,“ segir Jón.
Byrjað að framleiða
fuglafóður í vikunni
Kristinn Vagnsson, sölustjóri
hjá Kötlu, segir að undirbúningur
við framleiðslu fuglafóðurs hjá
verksmiðjunni fyrir nokkru og að
framleiðsla hefjist af fullum
krafti í þessari viku. Kristinn
segir að framleiðsla fulgafóðurs-
ins, bæði hvað varðar magn og
tímasetningu, stjórnist af veðri
og snjóþunga.
Hann segir að fuglafóðrið sé
eingöngu búið til úr maís, sem sé
malaður, en í ljós hafí komið að
fuglar hafi sérstakan smekk fyrir
maís. Eitt sinn hafi verið gerð til-
raun til að búa til fóður úr
blöndu af ýmsum korntegundum,
þar á meðal maís, fuglarnir hafi
hins vegar ekki verið mjög hrifn-
ir af blöndunni, en týnt maisinn
úr. Kristinn segir að fóður verði
framleitt úr um 20 tonnum af ma-
ís til að byrja með en að jafnaði
sé búið til fuglafóður úr um 80 til
100 tonnum á vetri.
SÉRHÆFÐ eggjavinnsla hefur
verið sett upp í Vogum af Nes-
búinu á Vatnsleysuströnd. Þar
verða framleiddar gerilsneyddar
eggjaafurðir fyrir matvælavinnslu,
úr þremur til fjórum milljónum
eggja á ári í upphafi.
Nesbúið er stærsta eggjabú
landsins með yfir 60 þúsund hænur
í varpi. Eigendur þess hafa unnið
að því í ár að koma upp eggja-
vinnslu. „Það hefur verið offram-
boð á markaðnum og egg verið
flutt út til Færeyja. Þegar við
keyptum Nesbúið, vorið 1999,
komum við að stöðnuðum markaði.
Eggjaframleiðendur höfðu lítið
gert til að þróa nýjar afurðir og
gera eggin að meira aðlaðandi vöru
á markaðnum eins og mikið hefur
verið unnið að í nágrannalöndun-
um,“ sagði Kristinn Gylfi Jónsson í
Brautarholti, einn af eigendum
Nesbúsins, þegar hann var spurð-
ur um ástæður þess að fyrirtækið
setti upp eggjavinnsluna. Kristinn
Gylfi sagði að erlendis færi sífellt
stærri hluti eggjaframleiðslunnar
til vinnslu og taldi að slík þróun
myndi verða einnig hér.
„Við sáum þarna tækifæri til að
selja meira af eggjum og að
styrkja stöðu eggjanna á matvæla-
markaðnum," sagði hann.
Aukið öryggi í matvælavinnslu
Nesbúið er með útungunarstöð í
Vogum. Húsnæði hennar var tekið
undir eggjavinnsluna en byggt
nýtt hús yfir útungunina. í vinnsl-
unni hafa nú verið sett upp tæki
frá Sanovo í Danmörku. Tækin
brjóta eggin og skilja að eggja-
rauður og eggjahvítu og geril-
sneyða afurðirnar. Unnt er að
framleiða fljótandi egg, eggjarauð-
ur sérstaklega og eggjahvítu. Þá
er mögulegt að blanda aukaefnum
í þessar afurðir, eins og sykri og
salti, eftir óskum kaupendanna. Af-
urðirnar eru seldar á brúsum og
hentugum stórumbúðum fyrir mat-
vælaiðnaðinn.
I húsnæðinu eru einnig tæki sem
harðsjóða egg og brjóta af þeim
skurnina. Soðnu eggin eru ekki
sist ætluð salatgerðum, samloku-
gerðum og veitingahúsum.
Björn Jónsson, framkvæmda-
stjóri Nesbúsins, sagði að vaxandi
markaður væri fyrir eggjaafurðir í
matvælavinnslu. Nefndi sem dæmi
að framleiðsla á mæjonesi og
margs konar sósum færi vaxandi. I
alla slíka framleiðslu væri gerð
krafa um gerilsneyddar eggjaaf-
urðir. Til þessa hefðu fyrirtækin
flutt inn eggjahvítuduft og ger-
ilsneyddar eggjarauður. Þá hefðu
bændur verið að selja fljótandi
egg, ógerilsneydd, til bakaríanna.
„Við teljum eðlilegt að bjóða upp á
þessa vöru til þess að mæta sívax-
andi kröfum um öryggi í matvæla-
vinnslu,“ sagði Björn Jónsson
Hrærð egg
Nú eru flutt til landsins 100-200
tonn af eggjarauðum og eggja-
hvítudufti á ári og er Björn bjart-
sýnn á að vinnslan nái smám sam-
an markaði fyrir 200 tonn af
fljótandi eggjavöru, auk soðnu
eggjanna. Það þýðir að unnið verði
úr þremur til fjórum milljónum
eggja sem annars hefði þurft að
flytja inn frá útlöndum. Vinnslan
getur annað miklu meiru, eða um
500 tonnum á ári. Þrír til fjórir
starfsmenn verða við eggjavinnsl-
una í upphafi en framleiðslustjóri
hennar er Valdimar Antonsson
mjólkurtæknifræðingur og er hann
jafnframt gæðastjóri búsins.
Eggjavinnslan hóf nýlega starf-
semi en hafði áður verið með til-
raunavinnslu í tvo mánuði. Björn
sagði að viðtökur á markaðnum
hefðu verið góðar til þessa en sagði
að það tæki tíma að vinna upp góð
.viðskiptasambönd. Nefndi hann
sem dæmi að bakaríin hefðu sýnt
framtaki þeirra áhuga og nokkur
væru þegar komin í viðskipti.
„Með vinnslunni getum við líka
boðið viðskiptavinum okkar heild-
arþjónustu, selt þeim heil egg og
allar þær eggjavörur sem þeir
þurfa á að halda. Einn veitinga-
maður spurðist til dæmis fyrir um
það hvort hann gæti ekki fengið
hrærð egg á brúsa fyrir morg-
unverðarborðið og ég vonast til að
við getum boðið honum upp á þá
þjónustu," sagði Björn.
Kristinn Gylfi sagði að það kæmi
í ljós á næstu mánuðum og árum
hvernig þeim gengi að komast inn
á markaðinn. Eggjavörurnar eru
fluttar til landsins án tolla og á
lágu verði enda hefur þessi vinnsla
ekki verið stunduð hér. Kristinn
Gylfi tók það fram að Nesbúið
hefði ekki gert kröfu um upptöku
tolla á þessar afurðir. „Við teljum
hins vegar ekki óeðlilegt að vinnsla
úr eggjum sitji við sama borð og
önnur úrvinnsla úr landbúnaðar-
afurðum hér á landi,“ sagði hann.
Ásgeir Valdimarsson, byggingameistari Andakots, við nýja húsið.
Ungur byggingameistari
afhenti öndunum hús
Blönduósbær og
Engihlíðarhreppur
Kosið um
sameiningu
sveitarfélag-
anna 7. apríl
SVEITARSTJÓRNIR Blönduós-
bæjar og Engihlíðarhrepps hafa
samþykkt að almenn kosning fari
fram um sameiningu sveitarfélag-
anna 7. aprfl á næsta ári.
Til grundvallar þessari samþykkt
liggja tillögur og skýrsla samstarfs-
nefndar um sameiningu og hafa
sveitarstjórnimar samþykkt að fela
nefndinni undirbúning að kynningu
tillagnanna gagnvart íbúum og fram-
kvæmd kosninganna.
íbúar Blönduósbæjar og Engihlíð-
arhrepps voru 997 hinn 1. desember
1999. Verði sameiningin samþykkt
mun hún taka gildi við sveitarstjórn-
arkosningar árið 2002.
Selfossi - Ásgeir Valdimarsson
fjögurra ára byggingameistari af-
henti öndunum á andatjörninni
við gististaðinn Gesthús á Selfossi
nýtt hús á þriðjudaginn. Nýja
húsið ber nafnið Andakot.
Ásgeir, sem er skráður bygg-
ingameistari hússins, hafði tvo
menn í vinnu við smíðina, föður
sinn Valdimar og afa sinn Árna
Valdimarsson. Ásgeir er mikill
aðdáandi andanna og kemur oft
að tjörninni til að gefa þeim.
Honum fannst vanta húsaskjól
fyrir endurnar og nú er það kom-
ið. _
Á vígsludaginn var kveikt á
ljósaseriu sem prýðir húsið og
félagar Ásgeirs á leikskóladeild-
inni Álfasteini komu í heimsókn.
Húsbændur í Gesthúsum buðu
síðan öllum gestunum í kakó og
kökur að lokinni formlegri athöfn
og ávörpum við afhendingu húss-
ins. Nýja húsið er staðarprýði og
einkenni eins og endurnar eru á
umráðasvæði Gesthúsa.
. . Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Ásgeir og félagar hans úr Álfasteini gefa öndunum.