Morgunblaðið - 21.12.2000, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Verðkönnun á skötu í fískbúðum á
höfuðborgarsvæðinu
Verðið svip-
að og í fyrra
Skatan virðist eiga upp á pallborðið hjá
mörgum á Þorláksmessu og þá virðast
stórar skötuveislur vera algengar.
Verð á skötu er svipað og í fyrra en al-
gengt verð á henni er 890 kr/kg. Algengt
verð á tindabikkju er í kringum 600 kr/kg.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Ilmur Þorláksmessuskötunnar hringir jólin inn á mörgum heimilum.
Hvað kostar Þorláksmessuskatan?
Söltuð
og kæst
skata
kr/kg
Kæst
tinda-
bikkja
kr/kg
Fiskbúð Einars
Fiskbúð Hafliða
Fiskbúðin Arnarbakka
Fiskbúðin Freyjugötu
Fiskbúðin Hófgerði
Fiskbúðin Reykjavíkurvegi
Fiskbúðin Dunhaga
Fiskbúðin Sundlaugavégi
Fiskbúðin Árbjörg ehf
Fiskbúðin Hafberg ehf
Fiskbúðin Hafrún
Fiskbúðin Nethyl
Fiskbúðin okkar
Fiskbúðin Stjörnufiskur
Fiskbúðin Norðurbæ
Fiskbúðin Vör
6/398
995/850 3
890
780 a
890/11504
ekki tiL
99/890°
1. ) 790 krónur = smærn' bitar, endar
2. ) 1.098 krónur = stórskata, 398 krónur = smáskata.
3. ) 995 krónur = stórskata, 850 krónur = vestfirsk skata.
4. ) 1150 krónur = sérvaldir stórir, þykkir, vestfirskir skötubitar
5. ) Hámark tvö kíló á mann kosta 99 krónur kílóið, en hvert kíló umfram það
kostar 890 krónur.____________________________________________________________
TIL eru þeir sem finnst skötu-
iimur ómissandi á Þorláksmessu,
aðrir kjósa helst að sniðganga
lyktina og enn aðrir tengja skötu
ekki við Þorláksmessu heldur
borða hana miklu oftar.
Talmenn fiskbúðanna sextán
sem haft var samband við á höf-
uðborgarsvæðinu voru allir sam-
mála um að verð á skötu væri
svipað í ár og í fyrra.
Skatan virðist höfða til allra
aldurshópa og aukning viðist
ætia að verða á sölu hennar í ár.
„Við seljum skötuna á sama
verði og í fyrra en tindabikkjan
hefur hækkað örlítið," segir Ein-
ar Steindórsson, fisksaii í Fisk-
búðinni á Freyjugötu, og bætir
við að söltuð og kæst skata kosti
890 kr/kg og tindabikkjan 690
kr/kg.
Aðspurður um ráð gegn skötu-
lyktinni segir Einar að sér fínn-
ist iyktin góð og hann hafi engan
hug á að eyða henni. „Það er
aldrei neinn að amast við skötu-
lyktinni á heimili mfnu þegar
skata er elduð. Við eldum sköt-
una ekki eingöngu á Þorláks-
messu heldur oft á ári enda er ég
alinn upp við það. Lyktin er ekk-
ert tiltökumál."
Hvað varðar matreiðsiu sköt-
unnar segist Einar einfaldlega
setja hana í pott, sjóða hana í
kringum 15 mínútur og borða
með henni kartöflur og ein-
hveija feiti.
Nýjung í vörn gegn
skötulyktinni
Pálmi Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskbúðarinnar
okkar, tekur í sama streng og
Einar þegar hann er spurður
hvort verðhækkun hafí orðið á
skötunni frá því í fyrra.
„Hér er ekki um neina teljandi
hækkun að ræða en þess má þó
geta að skatan hefur aðeins
hækkað í innkaupum," segir
Páimi og bætir við að hann seiji
bæði stórskötu og vestfírska
skötu.
„Þegar viðskiptavinir leita
ráða til að losna við skötulykt-
ina hef ég gjarnan sagt að það
sé gott að væta viskustykki í
ediki og setja yfír pottinn með
skötunni. Þá er einnig hægt að
skera í sundur tvo iauka og
setja hjá skötunni en þeir
breyta bragðinu ekkert. Þá er-
um við með nýjung í ár í vörn
gegn skötulyktinni og það eru
dósir sem innihalda umhverf-
isvæn og lyktareyðandi efni.
Margir grípa eina dós með sér
þegar þeir kaupa skötuna."
Að sögn Pálma er það ekki
einn ákveðinn aldurshópur sem
kaupir skötuna heldur virðist
hún höfða til ailra aldurshópa.
N útímauppskrift
fyrir unga fólkið
Verðið er það sama milli ára á
skötunni hjá Fiskbúð Hafiiða eða
790 kr/kg. „Við reynum að halda
efnahagsþróuninni í góðu lagi,“
segir Heigi Helgason, einn eig-
andi Fiskbúðarinnar Hafliða.
Að sögn Helga er afbragðsráð
að losna við skötulyktina með því
að sjóða hangikjötið á eftir. Þá
mælir hann einnig með því að
fólk hafí gluggana vel opna á
meðan á suðu skötunnar stendur.
Nýjar ieiðir eru að ryðja sér til
rúms við matreiðslu skötunnar
segir hann en hann notast þó að-
allega við tvær uppskriftir sjálf-
ur. „Ég ólst upp við skötuna sem
barn og þykir hún góð. Gamla
hefðbundna fjölskylduupp-
skriftin inniheldur vel kæsta
skötu, vestfirskan hnoðmör og
kartöflur. Spariútgáfan eða öllu
heldur nútímaútgáfan er skata
soðin og hreinsuð frá brjóskinu.
Skatan er þá sett í hrærivél
ásamt mjölmiklum skrælnuðum
kartöflum. Þá hef ég tilbúið
brætt smjör sem ég hellti yfír
þegar vélin er að störfum og
krydda síðan með svörtum pipar
og hvítlauk. Að lokum set ég síð-
an steinselju yfír og þá er komin
afbragðs skötustappa sem gott
er til dæmis að setja á rúgbrauð.
Þessi uppskrift er meira fyrir
ungu kynslóðina og hver veit
nema í framtíðinni að ég fari að
selja hana fulltilbúna í búðinni
enda höfum við orðið vör við
aukinn áhuga ungs fóiks á þess-
um þjóðarsið."
Ódýrasta tindabikkjan
og dýrasta skatan
„Við erum að bjóða kæsta
tindabikkju frá 99 kr/kg, hefð-
bundna kæsta og salta skötu á
890 kr/kg og loks erum við með
eidrauða þykka og stóra vest-
fírska skötubita og þeir kostar
1150 kr/kg,“ segir Kristján
Berg, eigandi Fiskbúðarinnar
Vör.
Að sögn Kristjáns er verðið á
skötunni svipað og í fyrra nema
að kæsta tindabikkjan er mun
ódýrari.
„Ég átti upphaflega tvö tonn
af tindabikkjunni og það er langt
komið. Ég ákvað að að setja
ákveðna takmörkun á það hvað
hver og einn gæti verslað, eða
hámark tvö kg, tii þess að fyr-
irbyggja að stór fyrirtæki kæmu
og kláruðu lagerinn hjá mér,“
segir Kristján og bætir við að
tvö kfló dugi í matinn fyrir fímm
til sex manns.
„Stærsti viðskiptamannahóp-
urinn er frá 30 ára og upp úr og
þá er farið að aukast að fólk
haldi stórar skötuveislur og sé
að kaupa mikið magn. Mest sem
ég hef afgreitt í einu eru 35 kg í
einni pöntun.“
Breytingar í Kringlunni
Inngangur færður
og rúllustiga lokað
FYRIRHUGAÐ er að færa inngang
og taka niður einn rúllustiga í
Kringlunni að sögn Einars Halldórs-
sonar, framkvæmdastjóra rekstarfé-
lags Kringlunnar, en markmiðið er
að jafna flæði fólks um húsið.
Eftir breytingamar verður ein-
ungis hægt að fara milli hæða í sitt-
hvorum enda hússins. Aðspurður
segir Einar þó ekki verið að gera við-
skiptavinum erfiðara um vik með
þessu, því skrefin milli stigans sem
fjarlægður verður og stigans í suður-
enda hússins, sem taka mun við allri
umferð, eru að hans sögn ekki svo
mörg.
„Núverandi inngangur við apótek-
ið á jarðhæð er ekki á mjög hent-
ugum stað,“ segir hann, „en eftir
stækkun hússins var hann fyrir
miðju hússins fremur en í öðrum
enda þess sem þykir gagnast betur.“
Nýr inngangur verður þess í stað
milli verslunarinnar Byggt og búið
og Tekk vöruhúss.
Rætt hefur verið um að færa sæl-
gætisbúðina sem nú er á jarðhæð
hússins í það lausa pláss sem mynd-
ast þar sem stiginn er nú og uppi
hafa verið hugmyndir um að þar fari
einnig fram veitingasala.
Auk þessa verður á nýju ári unnið
við að bæta lýsingu á fyrstu hæð í
norðurhúsi Kringlunnar og sömu-
leiðis verður lýsing á bílastæðum
bætt.
Nýjólakorta-
þjónusta
NETVERSLUNIN Senter.is
býður fyrir jólin upp á nýja
jólakortaþjónustu. Netverslun-
inni er sendur tölvupóstur með
mynd í jólakortið, texta og
heimilisföngum þeirra sem eiga
að fá kort. í fréttatilkynningu
segir að vinnsla netverslunar-
innar fari í gang um leið og við-
komandi hafi staðfest pönt-
unina og síðan líða tveir til þrír
virkir dagar þar til kortið er
komið á áfangastað. Verð er frá
150 til 190 krónur á kort en fyr-
ir tíu kort eða fleiri er veittur
magnafsláttur. Þá býður net-
verslunin einnig upp á þá þjón-
ustu eingöngu að prenta kortið.
Hluti af söluvirði jólakort-
anna rennur til Umhyggju,
félags til stuðnings langveikum
bama.