Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
••
Qryggisráð SÞ reynir að knýja Afgana til að framselja Bin Laden
Talebanar for-
dæma nýjar
íslamabad, Samcinuðu þjóOunum. Reulers, AFP, AP.
LEIÐTOGAR Taleban-hreyfingar-
innar í Afganistan fordæmdu í gær
ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna um að grípa til nýrra
refsiaðgerða gegn henni fallist hún
ekki á að framselja sádi-arabíska
auðkýfinginn Osama bin Laden
sem hefur verið sakaður um að
hafa skipulagt mannskæð hermd-
arverk. Talebanar, sem aðhyllast
íslamska strangtrúarstefnu, lýstu
öryggisráðinu sem „óvini íslams“
og sögðu að ekki kæmi til greina
að framselja bin Laden.
UtanríkisráðheiTa Taleban-
stjórnarinnar, Maulvi Wakeel
Ahmed Muttawakil, sagði að hún
myndi ekki verða við kröfum ör-
yggisráðsins og hygðist einnig
neita að hefja friðarviðræður á
vegum Sameinuðu þjóðanna.
Oryggisráðið samþykkti í fyrra-
kvöld tillögu Bandaríkjamanna og
Rússa um vopnasölubann á Taleb-
an-hreyfinguna og nokkrar aðrar
refsiaðgerðir. Flugbann, sem sam-
þykkt var fyrir ári, verður hert og
og skrifstofum afganska flugfélags-
ins Ariana Airlines erlendis verður
lokað. Allar eignir Taleban-hreyf-
ingarinnar erlendis verða frystar
og bannað verður að selja Afgön-
um efni sem notuð hafa verið til að
vinna heróín, en talið er að heróín-
framleiðsla sé mikil tekjulind fyrir
talebana.
Annan lagðist gegn
refsiaðgerðunum
Refsiaðgerðirnar eiga að taka
gildi eftir mánuð samþykki taleb-
anar ekki að framselja bin Laden
og loka þjálfunarbúðum „íslamskra
öfgamanna" í Afganistan. Aðgerð-
irnar eiga að gilda í eitt ár og ör-
yggisráðið þarf að samþykkja þær
aftur til að framlengja þær. Talið
er að mjög erfitt verði að fram-
fylgja samþykkt öryggisráðsins.
Þrettán af þeim fimmtán ríkjum
sem eiga sæti í öryggisráðinu sam-
þykktu refsiaðgerðirnar. Kína og
Malasía sátu hjá.
Fyrir atkvæðagreiðsluna höfðu
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, og fulltrúar
hjálparstofnana ráðið öryggis-
ráðinu frá því að samþykkja refsi-
aðgerðirnar og sagt að þær myndu
torvelda hjálparstarf og friðarum-
leitanir í Afganistan.
Utanríkisráðherra Taleban-
stjórnarinnar sagði að hún myndi
loka skrifstofum sendinefndar
Sameinuðu þjóðanna í Afganistan
og neita að taka þátt í friðarvið-
ræðum við andstæðinga talebana í
norðurhluta landsins. Hann kvaðst
AP
Afganar sem flúðu nýlega til Pakistans bíða eftir matarúthlutun í nýjum
flóttamannabúðum í vesturhluta landsins. Pakistanar óttast að refsiað-
gerðir Sameinuðu þjóðanna gegn Talebönum leiði til mikils straums
flóttamanna yfir landamærin.
einnig ætla að skora á múslíma úti
um allan heim að kaupa ekki
bandarískar vörur.
Talebanar náðu afgönsku höfuð-
borginni, Kabúl, á sitt vald fyrir
fjórum árum og hafa náð yfirráð-
um yfir 90% Afganistans. And-
stæðingar þeirra hafa myndað
bandalag, undir forystu Burhan-
uddins Rabbanis, fyrrverandi for-
seta, til að verja landræmu í norð-
urhluta landsins sem talebanar
hafa ekki getað lagt undir sig.
Milljónir manna
sagðar í hættu
Vopnasölubannið á ekki að ná til
andstæðinga talebana þótt mann-
réttindahreyfingar segi að þeir hafi
gerst sekir um grimmdarverk eins
og talebanar.
Hátt í milljón Afgana er háð að-
stoð hjálparstofnana vegna stríðs-
ins sem geisað hefur í tvo áratugi
og mestu þurrka í landinu í 30 ár.
Stjórnvöld í Pakistan, einu af
þremur ríkjum sem hafa viður-
kennt stjórn talebana, gagnrýndu
refsiaðgerðirnar og sögðu þær geta
orðið til þess að milljónir manna
flýðu land eða yrðu hungurmorða.
TVær milljónir Afgana hafa þegar
flúið til Pakistans.
Allir erlendir starfsmenn hjálp-
arstofnana Sameinuðu þjóðanna í
Afganistan voru kallaðir heim
vegna ótta við að ráðist yrði á þá
til að hefna refsiaðgerðanna. Inn-
lendir starfsmenn stofnananna eiga
að halda hjálparstarfinu áfram.
„Hvers vegna gera Sameinuðu
þjóðirnar okkur þetta?“ spurði 45
Nýársgleðí Hdtel Loftleiða 1. janúar 2001
HOTEL LOFTLEIÐA
Gestamatreiðslumeistari
nýársgleðinnar, Ragnar
j Wessman er fyrtr löngu kunnur
| hér á landi sem erlendis fyrir
störkostlegan feril á sviði
matargerðarlistarinnar.
Matseðill kvöldsins er settur
saman af alkunnri snilld
Ragnars.
Menu de l'an 2001
Nýársmatseðill 2001
Champagne et amuse-gueule
Kampavín og smágóðgæti
Foie gras et confit d'agneau en terrine sur salade de celéri-rave
Gæsalifrar- og lambasultutemna á seljurótarsalati
Veislustjóri verður Steingrimur
Sigurgeirsson fréttastjóri á
Morgunblaðinu og
vínspekingur sem gaf nýverið
út bókina Heimur vínsins.
Steingrfmur valdi vínseðil
kvöldsins.
surglace d'araignée de mer
Humar með kórianderkrydduðu eplamauki á krabbagljáa
Roulade de canard et son magret croustillant fenouif braisé et
glace de canard aux cassis
Andarúlla og stökkstelkt andabringa með gufusteiktri fennikku,
sólberja- og andasósu.
Puráe de poires givráe et sorbet au citron vert et basilic
Frosið perumauk með Ifmónu- og basllíkukrapís
Steintjrímur Sigurgeirsson
Kaffi og konfektkökur
Souper de minuit
Góður matur glæsileiki
Verð kr. 12.500-
g a m a n
JT VEITINGAR
HÖTEL LOFTLEIÐUM
Fordrykkur frá kl. 19.00
Veislustjóri:
Steingrímur Sigurgeirsson, rithöfundur
Söngskemmtun:
Jóhann Valdimar Friógeirsson
meðleikari Ölafur Vignir Albertsson
Kvöldverðartónlist:
Hilmar Sverrisson
Danshljómsveit:
P,
ásamt Þuríði Sigurðardóttur
Gistitilboð
Gisting í 2ja manna herbergi kr. 6.000.-
-Tekifl er á móti pöntunum í símum 562 7575 og 5050 925, fax 562 7573
Yfirmatreiflsliimeistari: Veitingastjóri:
Reynir Magnússon Traustl Vígl
Yfiitramreiflslumeistari: Blómaskreytingar:
Gunnhildur Gunnarsdóttir Kristín I
ára Afgani, einn af hundruð Kabúl-
búa sem biðu í kaldri og dimmri
strætisvagnastöð í afgönsku höf-
uðborginni. „Við eigum við nógu
mörg vandamál að stríða nú þegar.
Ég var kennari en nú á ég ekkert.
Ég get ekki gefið börnunum mín-
um að borða. Hvers vegna haldið
þið að allt þetta fólk bíði hérna í
myrkrinu? Börnin skjálfa af kulda.
Það er vegna þess að landið hefur
verið eyðilagt og það er Sameinuðu
þjóðunum að kenna. Ég skil þetta
ekki.“
Lýst sem atlögu
að íslamska stjórnkerfinu
Bandaríkjastjórn hefur krafist
framsals bin Ladens og sakað hann
um að hafa staðið fyrir sprengju-
árásum á bandarísku sendiráðin í
Kenýa og Tansaníu árið 1998. Um
225 manns biðu bana í árásunum
og 4.000 særðust.
Talabanar segja að engar sann-
anir séu fyrir því að bin Laden sé
viðriðinn tilræðin. Öryggisráðið
hafi notað ásakanirnar á hendur
honum sem tylliástæðu til að reyna
að kollvarpa íslamska stjórnkerfinu
í Afganistan.
„Þetta mál snýst um andúð á ísl-
amska kerfinu okkar,“ sagði
Qudratullah Jamal, upplýsinga-
málaráðherra Taleban-stjórnarinn-
ar. „Við getum ekki breytt kerfi
okkar til að þóknast Bandaríkjun-
um. Við getum ekki hegðað okkur
eins og Bandaríkjamenn vilja.“
Margir af liðsmönnum Taleban-
hreyfingarinnai’ voru áður í skæru-
liðahreyfingum sem nutu stuðnings
Bandaríkjanna og Pakistans í níu
ára stríði þeirra gegn sovéska
hernum eftir að hann réðst inn í
Afganistan um áramótin 1979-80.
Rússar beittu sér fyrir refsiaðgerð-
unum þar sem þeir telja að taleb-
anar hafi staðið á bak við uppreisn
Tsjetsjena og „öfgamanna“ í fyrr-
verandi sovétlýðveldum í Mið-Asíu.
Rannsókn á
farsímanotkun
Engin
tengsl
við heila-
krabba
Washington. AFP.
EKKERT bendir til þess að
samband sé á milli nokkurra
ára farsímanotkunar og
krabbameins í heila, sam-
kvæmt rannsókn bandarískra
vísindamanna.
Rannsóknin var gerð á árun-
um 1994-98 og beindist að 890
körlum og konum á aldrinum
18-80 ára. 469 þeirra voru með
heilakrabbamein.
Rannsóknin byggðist á við-
tölum við þátttakenduma, sem
voru spurðir hvort þeir notuðu
farsíma reglulega, hversu mörg
ár þeir hefðu notað þá, hversu
lengi þeir töluðu í farsíma í
hverjum mánuði, hvaða gerð
síma þeir ættu og hversu hár
farsímareikningur þeirra væri
að meðaltali. 700 þátttakend-
anna voru einnig spurðir hvora
höndina þeir notuðu til þess að
halda á símanum.
Krabbameinssjúklingarnir
notuðu farsíma í 2,5 klukku-
stundir á mánuði að jafnaði en
viðmiðunarhópurinn í 2,2
klukkustundir. Þeir höfðu not-
að farsíma í 2,8 ár að meðaltali
og viðmiðunarhópurinn í 2,7 ár.
Skýrt er frá rannsókninni í
nýjasta hefti The Journal of the
American Medical Association.
Vísindamennirnir segja niður-
stöðu hennar þá að ekkert
samband sé á milli heilakrabba-
meins og hóflegrar notkunar
farsíma. Þeir bæta þó við að
frekari rannsókna sé þörf til
þess að meta áhrif lagtímanotk-
unar farsíma, einkum með tilliti
til heilaæxla sem vaxa hægt.