Morgunblaðið - 21.12.2000, Side 32

Morgunblaðið - 21.12.2000, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Nýr forseti í Mexíkó Reuters Vicente Fox sver embættiseið. eftir Jeffrey Sachs © Project Syndicate. ÞEGAR Vicente Fox tók við embætti forseta í Mexíkó fyrsta desember íognuðu Mexíkóar ekki aðeins leið- togaskiptum. I fyrsta sinn í sögu landsins er Mexíkó nærri því að ná Qórum mikilvægum áföngum öllum í senn: Raunverulegu lýðræði, efna- hagslegri velmegun, félagslegri ein- drægni og góðum tengslum við Bandaríkin. Það er augljóst að Mexíkóar eru í ham, og væntingar eru miklar um að landinu takist að losna úr viðjum fortíðardrauganna - óstöðugleika, spillingar og gífurlegr- ar stéttaskiptingar - og verða at- kvæðamikið samfélag er byggist á sterkum, mismunandi menningar- hefðum, félagslegri einingu og stækk- andi hlutverki í heiminum. Fáir Mexíkóar töldu víst að fyrr- verandi stjómarflokkur, PRI-flokk- urinn, myndi láta af völdum eftir 71 árs samfellda stjómarsetu. Engu að síður urðu Mexíkóar vitni að friðsam- legri valdatilfærslu á forsendum heið- arlegrar talningar atkvæða. Þetta má að miklu leyti þakka fráfarandi for- seta, Emesto Zedillo, sem var síðast- ur í langri röð forseta PRI. Zedillo hvatti til lýðræðislegra umbóta á kjörtímabili sínu, og þess vegna var mögulegt að kosningar og valdaskipti gengju friðsamlega fyrir sig. Zedillo lætur eftir sig merkilega sterkt efnahagslíf, og er það að mestu að þakka Fríverslunarsamningi Norður-Ameríku (NAFTA), sem tengir efnahag Kanada, Mexíkós og Bandaríkjanna. NAFTA varð að veruleika fyrsta janúar 1994. Það var kaldhæðnislegt að Mexíkó skyldi sigla inn í tímabundna fjármála- kreppu síðar það sama ár, en orsökin var ekki fríverslunarsamningurinn heldur skyndileg umskipti í fjár- magnsflæði til landsins - líkt og kreppan sem varð í Austur-Asíu þrem árum síðar. NAFTA varð helsta tólið sem Mexíkóar notuðu við að komast úr kreppunni, og útflutn- ingur til Bandan'kjanna margfaldað- ist með þeim afleiðingum að útflutn- ingur varð meginforsenda efnahags- batans. Viðskiptasamband Bandaríkjanna og Mexíkós kann að vera mikilvæg- asta dæmið um það í heiminum nú, hvemig hægt er að samræma efna- hagslífið í auðugu ríki og fátæku ríki þannig að bæði hafi hag af. í skjóli NAFTA hópast bandarísk fyrirtæki suður yfir landamærin og hasla sér völl í Mexíkó til þess að njóta góðs af lægra launastigi og þar af leiðandi lægri framleiðslukostnaði. A undan- fömum ámm hefur Mexíkóum tekist að laða til sín yfir 10 milljarða dollara af beinum, erlendum fjárfestingum árlega, aðallega frá bandarískum fjöl- þjóðafyrirtækjum. Bandarísk fyrirtæki koma með tækniþekkingu sína og fjárfestingar- vörur til Mexíkós og framleiða síðan fullbúna vöru í Mexíkó, sem síðan er flutt aftur út til Bandaríkjanna. Með Fyrsta markmiðið er að koma á lögum og reglu í Mexíkó þessum hætti hefur heildai-útflutn- ingur frá Mexíkó vaxið úr um 40 millj- örðum dollara 1990 í 140 milljarða, að því er talið er, 1999. Með þessu hefur orðið sú breyting, að Mexíkó reiðir sig ekki alfarið á tekjur af olíu, heldur flytur út margs konar framleiðsluvör- ur. Með lýðræðislegum umskiptum og efnahagslífi sem blómstrar á forsend- um fjárfestinga innanlands og aukn- ingar á útflutningi til Bandaríkjanna tekur Fox forseti við völdum þegar horfúr eru góðar. Hann nýtur velvild- ar flestra landsmanna, sem meta mik- ils heiðarleika hans, greind og vilja til að stjóma Mexíkó á opinn og fagleg- an hátt. Fox stóð við orð sín með vali sínu á ráðherrum. Hann hefur að undraverðu leyti leitað til sér- fræðinga á mörgum sviðum, val- ið fagmenn sem þekktir em fyr- ir heiðarleika og árangur, fremur en stjómmálamenn sem þyrstirí sporslur. Sérfræðiþekking er auðvitað einungis hluti af því sem þarf til við góða stjóm. Þessir nýju ráð- herrar verða að sýna fram á að þeir geti líka náð góðum árangri í stjómmálum - starfað saman, tryggt sér stuðning almennings, og hjálpað til við að virkja ríkjandi bjartsýni fólks á nyt- samlegan máta. Ríkisstjórn Fox mun njóta góðs af því að frumforsendur hagvaxtar í Mexíkó em í meg- inatriðum traustar, og munu verða gmndvöllur þess að efna- hagsleg velmegun landsins mun að hluta til spretta af auknum efnahagssamruna við Kanada og Bandaiíkin. Fox mun fyrstur manna viðurkenna að NAFTA segir ekki alla söguna. Eftir að einn flokkur hefur setið að völdum í Mexíkó í sjötíu og eitt ár og fjárfesting hefur í ára- tugi verið allt of lítil í grannþáttum efnahagslífsins er mikið verk óunnið. Fyrsta markmiðið er að koma á lögum og reglu í Mexíkó. Aratuga lögleysa hefur leitt af sér spillt rétt- arkerfi, skort á lagalegri vemd fyrir minnihlutahópa, gífurleg skattsvik, skipulagða glæpastarfsemi og lög- reglu sem fremur er litið á sem ógn en vemd. Hluta vandans má leysa með heiðarlegri forystu og lýðræðis- legra kerfi. En hluti vandans kann líka því miður að vera handan þess sem Mexíkóar fá nokkm ráðið um. Hin óseðjandi löngun Bandaríkja- manna í kókaín hefur gert Mexíkó að flutningaleið fyrir suður-ameríska framleiðendur. Bandaríkjamenn líta á fikniefnavandann sem sakamál og reyna að nota aðferðir hers og lög- reglu til að stemma stigu við innflutn- ingi fíkniefna. Þeir hafa farið halloka í þeirri viðureign, en ofbeldi og spilling í Mexíkó hefui’ vaxið gífurlega því að fíkniefnaflutningar era arðbær vinna. Bandaríkjamenn myndu hjálpa Mexíkó ef þeir myndu einbeita sér að endurhæfingu fíkniefnaneytenda og því að draga úr eftirspum, fremur en reiða sig á hernaðarlegar lausnir. Næsta verkefni Fox ætti að vera að undirbúa Mexíkóa fyrir þátttöku í hinu hnattræna þekkingarhagkerfi. Eitt lykilatriðið í samkeppnishæfni verður hátt, almennt menntunarstig. Enn em framhaldsskólanemar fáir í Mexíkó, og aðeins um 16% þeirra landsmanna sem era á háskólaaldri stunda háskólanám. Almennur að- gangur bæði ríki-a og fátækra að framhaldsskólum og mikil fjölgun há- skólanema verður að vera markmiðið. Mexíkó stendur ennfremur mjög höllum fæti í samanburði við hátekju- ríki er varðar gæði menntunar í vís- indum og stærðfræði, og viðleitni í vísindarannsóknum. Til dæmis veija Mexíkóar aðeins um einum þriðja af einu prósenti vergrar þjóðarfram- leiðslu til rannsókna og þróunar, en Kórea (til samanburðar) ver yfir 2% af vergri þjóðarframleiðslu til vísinda og þróunar. Meðal annarra helstu markmiða ættu að vera endurnýjun heilbrigð- iskerfisins, umbætur á fjármála- markaðinum og viðleitni til að draga úr gífurlegum launamun. Ennfremm- þarf að auka fjölbreytni í efnahagslíf- inu til þess að það sé ekki algerlega selt undir hagsæld í Bandaríkjunum. En þrátt fyrir þau stóra verkefni sem bíða era skilaboðin í grandvallarat- riðum skýr. Með tilkomu ríkisstjóm- ar Fox eru möguleikar Mexíkóa á að koma á lýðræði og velsæld orðnir betri en þeir hafa nokkurn tíma verið í nútímasögu landsins. Jeffrey Saclis er Galen L. Stone- prófessor i hagfræði og fram- kvæmdastjóri Alþjóðaþróunar- miðstöðvarinnar við Harvard- háskóla íBandaríkjunum. §f|§|| ||||| ^ m mth : L js » 8bJP oroblu@sokkar.is www.sokkar.is slcrefi framar Jólasokkabuxurnar 2000 { Kynning í dag frá kl. 14-18 í Apótekinu Smáratorgi. 20% afsláttur af öllum OROBLU sokkabuxum. Tilboð gildir einnig í Apótekinu Nýkaupi, Kringlu. Smára Smáratorgi I sími 564 5600 Kringlunni sími 568 1600 Nýkaupi Uppstokkun í Astralíustjórn Howard býr í hag- inn fyrir kosningar Canberra. AP. JOHN Howard, forsætisráðherra Ástralíu, hefur tilkynnt um meiriháttar uppstokkun í ríkis- stjórn sinni í kjölfar þess að þrír ráðherrar létu af störfum. Miðar uppstokkunin að því, að blása nýju lífi í stjórnina, sem nýtur minni stuðnings en stjórnarand- stöðuflokkurinn, Verkamanna- flokkurinn, í skoðanakönnunum. Innan við ár er þar til kosningar til alríkisþingsins fara fram. Sagði Howard þetta vera „nýja uppröðun fyrir nýja þúsöld. Fjöl- skyldu- og samfelagsstarfaráð- herrann, Jocelyn Newman, til- kynnti fyrst um að hún væri á förum, og skömmu síðar greindi vamarmálaráðherrann, John Moore, frá því að hann væri einnig að hætta störfum. Fram- byggjamálaráðherrann, John Herron, er ennfremur að hætta. Dómsmálaráðherrann, Am- anda Vanstone, mun taka við embætti Newmans. Ráðherra málefna atvinnu, vinnustaða- tengsla og smáfyrirtækja, Peter Reith, mun taka við af Moore. Phillip Ruddock mun bæta við sig ráðuneyti málefna frum- byggja, en hann gegnir nú emb- ætti ráðherra málefna innflytj- enda. Horftá sjónvarp f^inn vióskiptavinur a dag sem kaupir rúm í Betra Bak í desember fær 20" Philips sjónvarp í svefnherbergið. drauminn, einn viðskiptavinur okkar í desember eignast stór- glæsilegt 46" Philips heimabíó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.