Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 33
ERLENT
Arafat sakar Israela um að
grafa undan friðarumleitunum
Þrír Palestínu-
menn skotnir og
fjöldi særður
Jcrúsalem. Reuters.
YASSER Ai-afat, forseti heimastjóm-
ar Palestínumanna, sakaði í gær Isra-
ela um að grafa undan frumkvæði
Bandaríkjamanna að fríðarumleitun-
um fyrir botni Miðjarðarhafs með því
að koma af stað óeirðum sem kostuðu
þrjá Palestínumenn lífið, þar af var
einn 14 ára. Tveir Palestínumenn
féllu fyrir kúlum ísraelskra hermanna
á Gasasvæðinu þegar til harkalegs
skotbardaga kom milli palestínskra
byssumanna og ísraelsku her-
mannanna skammt frá egypsku
landamærunum. Einnig féll 18 ára
Palestínumaður í þeim átökum.
Að minnsta kosti 50 aðrir særðust,
fjórir alvarlega, í átökunum. Talsmað-
ur hersins sagði að um 300 manna
hópur Palestínumanna hefði komið til
að fylgjast með skotbardaganum og
vera kynni að einhverjir hefðu orðið
fyrir kúlum.
I öðru tilfelli sögðu palestínskir
sjúkrahússtarfsmenn að ísraelskir
hermenn á verði við ísraelskt land-
námssvæði hefðu skotið á rútu og fellt
einn Palestínumann. ísraelar neituðu
að staðfesta þetta.
Vænta ekki mikils
„Þessi stigmögnun [ofbeldisað-
gerða] er til þess ætluð að gera út um
friðarumleitanimar," sagði Arafat við
Reuters
Palestínumenn leita skjóls, þegar sprengikúla frá ísraelskum hermönnum springur skammt frá þeim, á Gaza-
svæðinu nærri egypsku landamærunum í gær.
fréttamenn er hann kom heim frá
Kaíró þar sem hann hafði setið fund
með forseta landsins, Hosni Mub-
arak. Að minnsta kosti 333, flestir
Palestínumenn, hafa fallið í þessari
nýjustu átakalotu, sem braust út í lok
september.
Ekki eru miklar væntingar vegna
funda ísraelskra og palestínskra
samningamanna í Bandaríkjunum, en
þeir ræða hvorir í sínu lagi við banda-
ríska embættismenn. „I hreinskilni
sagt er ekki annað en þetta á döfinni,
ég vænti ekki mikils,“ sagði Saeb
Erekat, formaður samninganefndar
Palestínumanna, við fréttamenn í
Washington.
Israelski ráðherrann Amnon Lipk-
in-Shahak, sem undirbjó viðræðumar
á fundum með Arafat, sagði að þótt
hann efaðist um að viðræðumar
leiddu til samnings teldi hann nokk-
urs árangurs að vænta.
,3áðir aðilar hafa væntingar. Ann-
ars hefði hvomgur mætt,“ sagði hann
í útvarpsviðtali. Utanríkisráðherra
Egyptalands, Amr Moussa, sagði eft-
ir fund Mubaraks og Arafats, að
mögulegt væri að samningar næðust
innan fárra vikna.
Bill Clinton
með við-
talsþátt?
YFIRMENN NBC sjónvarpsstöðv-
arinnar hafa hug á því að krækja í
Bill Clinton eftir að hann lætur af
embætti sem forseti í janúar. Að því
er greinir frá í The Washington Post
hringdi Ed Wilson, forstjóri NBC, í
framleiðandann Harry Thomason
fyrir um mánuði siðan í þeim erinda-
gjörðum að biðja þann síðarnefnda
um að koma þeirii hugmynd á fram-
færi við Clinton hvort hann væri
tilbúinn til að taka að sér hlutverk
gestgjafa í vikulegum viðtalsþætti.
Thomason er gamall vinur Clintons
og Wilson og Thomason þekkjast
einnig frá fornu fari.
Fréttin um þennan mögulega
starfsvettvang fráfarandi forseta
birtist fyrst á vefriti Matt Drudge.
Hatry Thomason staðfesti þegar
The Washington Post hafði samband
við hann í fyrradag að hringt hefði
verið í þau hjónin, en eiginkona
hans, Linda Bloodworth Thomason,
er einnig framleiðandi. Hann sagði
hins vegar að þau hefðu ekki átt
neinar viðræður við forráðamenn
NBC vegna málsins og sagði þau
hjónin of upptekin við vinnu að nýj-
um sjónvarpsþætti til að „að hafa
áhyggjur af næsta starfi forsetans.“
Talsmaður Hvíta hússins, Nanda
Chitre, sagði að enginn hefði haft
samband við forsetann út af málinu
og sagðist stórefast um að nokkuð
yrði úr því. Clinton sagðist reyndar
sjálfur í viðtali við CBS að hann vildi
hvflast um sinn og venjast því að
vera almennur borgari á nýjan leik.
Fangauppreisn
heldur áfram
Istanbúl. Reuters.
FANGAR í uppreisnarhug í Tyrk-
landi beittu í gær eldvörpum í átökum
við liðsmenn öryggissveita, sem
reyndu að binda enda á fangaupp-
reisnina, sem kostað hefur nítján
manns lífið fram að þessu. Dóms-
málaráðherra landsins skoraði á
fangana í gær að hætta mótmælaað-
gerðum sínum, sem leitt hafa til þessa
ófremdarástands.
I Umraniye-fangelsinu í Istanbúl
sögðu liðsmenn sérsveita innanríkis-
ráðuneytisins fanga hafa mætt þeim
með „eldvörpum gerðum úr eldhús-
gaskútum, benzínsprengjum, röra-
sprengjum og eggvopnum". Lögregla
mætti sízt minni mótspymu í Canak-
kale-fangelsinu í Vestur-Tyrklandi,
þar sem hún rauf stór göt í múra
fangelsisins til að komast inn í það.
Tyrkneski dómsmálaráðherrann,
Hikmet Sami Turk, sagðist á blaða-
mannafundi í Ankara skora á fangana
í báðum fangelsum að gefast upp.
Greindi Turk frá því, að tveir öryggis-
lögreglumenn hefðu látizt og sextán
fangar, sem flestir brenndu sig sjálfa
til dauða þegar lögreglan braut sér
leið inn í 20 fangelsi þar sem fangar,
flestir Kúrdar, voru í hungurverkfalli,
aðallega til að mótmæla áformuðum
flutningi í önnur fangelsi þar sem þeir
yrðu vistaðir í einangrunarklefum. 17.
fanginn lézt í gær af brunasárum á
sjúkrahúsi í Ankara.
Yfirvöld höfðu með þessum harka-
legu aðferðum í gær náð stjóm á
ástandinu í öllum fangelsum landsins
nema í Umraniye og Canakkale. Tals-
menn stjórnvalda í Grikklandi og
framkvæmdastjómar ESB lýstu í
gær áhyggjum af ástandinu.
Herranáttföt
frá kr. 2.900
Herrasloppar
frá kr. 3.500
Opið
frá kl. 10-21 alla daga til 23. des.
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433.
5 Ertu
meðvitaður
um gæði
Sjáðu merkið
/---------------------------------------------------N
ROLEX
Við óskum
viðskiptavinum okkar
£fleðile£fra jóla
ÚRSMÍÐAMEISTARI
LAUGAVEGUR 15 • SÍMI 511 1900 • FAX 511 1901