Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Lög um
Þjó ðsöng
samþykkt
EFRI deild rússneska þingsins,
Sambandsráðið, samþykkti í
gær nærri einróma ný lög um
þjóðsöng og önnur ríkistákn
Rússlands, sem fyrir skemmstu
voru afgreidd frá neðri deild
þingsins, Dúmunni. 144 fulltrú-
ar í Sambandsráðinu, þar sem
héraðsleiðtogar rússneska sam-
bandsrDdsins eiga sæti, studdu
hina nýju löggjöf en einn
greiddi atkvæði á móti. Tveir
sátu hjá. Að því búnu stóðu þeir
upp og margir lögðu hönd á
brjóst sér er þjóðsöngurinn - sá
sami og Sovétríkin tóku upp ár-
ið 1943 - glumdi um þingsalinn.
Semja á nýjan texta við þennan
þjóðsöng Stalínstímans og kem-
ur hann í staðinn fyrir bráða-
birgðaþjóðsöng.
Tilræði
í Moskvu
Josef Ordzonikidze, aðstoðar-
borgarstjóri Moskvu, var veitt
banatilræði í fyrradag. Fór Júrí
Lúzhkov, borgarstjóri Moskvu,
í gær fram á að eiga viðræður
við Vladimír Pútín forseta og
Mikhaíl Kajsanov forsætisráð-
herra vegna málsins. Sagði
Lúzhkov glæpi í Moskvu vera
vaxandi vandamál.
Branson fær
ekki lottóið
BREZKI auðkýfmgurinn Rich-
ard Branson varð fyrir miklum
vonbrigðum í gær, þegar til-
kynnt var að fyrirtæki á hans
vegum myndi ekki verða falið
að reka brezka lottóið á næstu
árum. Kom það Branson og
mörgum öðrum á óvart í gær,
að nefndin sem hefur það hlut-
verk að
meta um-
sóknir um
rekstur
lottósins
skyldi nú úr-
skurða að
Camelot-
samsteyp-
unni, sem
rekið hefur lottóið sl. 6 ár,
skyldi falinn hann í sjö ár til við-
bótar. í forúrskurði nefndar-
innar í ágúst sl. hafði fyrirtæki
Bransons, „People’s Lottery",
verið hlutskarpast.
Sýkna eftir
47 ár
IAIN Hay Gordon, 68 ára gam-
all Norður-íri sem árið 1953 var
dæmdur til að vistast í sjö ár á
geðsjúkrahúsi fyrir morð á
dómaradóttur, fékk í gær upp-
reisn æru, er áfrýjunardómstóll
N-írlands ógilti hinn 47 ára
gamla dóm yfir honum.
Umburðar-
lyndiskönnun
DANIR og Belgar hafa, í ESB-
samanburði, minnst umburðar-
lyndi til að bera í garð fólks sem
aðhyllist önnur trúarbrögð en
þeir, ef marka má niðurstöður
skoðanakönnunar sem Eftir-
litsmiðstöð kynþátta- og útlend-
ingahaturs í Evrópu (EUMC),
sem aðsetur hefur í Vínarborg,
kynnti í gær. Samkvæmt niður-
stöðunum eru Spánverjar og Ir-
ar einna umburðarlyndastir
Evrópuþjóða í þessum málum.
George W. Bush velur f|óra ráðherra í væntanlega ríkisstjórn sína
Paul O’Neill verður
fí ármálaráðherra
Washington. AP.
GEORGE W. Bush, verðandi forseti
Bandaríkjanna, hélt áfram að skipa í
ríkisstjóm sína í gær. Síðdegis í gær
tilkynnti hann um val sitt á Paul
O’Neill sem gegna mun embætti
fjármálaráðherra. Einnig var búist
við tilkynningum um val á Donald
Evans, í embætti viðskiptaráðherra,
Mel Martinez, í embætti ráðherra
húsnæðismála og byggðaþróunar,
og Ann Veneman í embætti land-
búnaðarráðherra.
Bush tilkynnti um val sitt á
O’NeilI á fréttamannafundi í höfuð-
borg Texas, Austin. „Það er mjög
mikilvægt fyrir mig að finna ein-
hvem sem hefur víðtæka reynslu og
er öruggur. Slíkur maður er
O’Neill," sagði Bush við tækifærið.
O’Neill sagði í ávarpi sínu að hann
tryði á stefnumál Bush.
O’Neill, sem er 65 ára gamall, hef-
ur verið forstjóri álfyrirtækisins
Alcoa síðan 1987. Hann þekkir Dick
Cheney, varaforsetaefni Bush vel,
þeir gegndu báðir embætti í forseta-
tíð Gerald Ford. Þá var O’Neill að-
stoðaryfirmaður þeirrar stofnunar
er sér um bandarísku fjárlögin en
Cheney starfsmannastjóri. O’Neill
og Cheney em nú yfir sérfræðinga-
ráði íhaldsmanna í Washington, Am-
erican Enterprise Institute. Ekki
þykir heldur spilla fyrir að O’Neill
þekkir Alan Greenspan, seðlabanka-
Paul O’Neill Ann Veneman
stjóra Bandaríkjanna, ágætlega.
Ákvörðun Bush um að tilnefna Don-
ald L. Evans sem viðskiptaráðherra
þykir ekki koma á óvart.
Evans er gamalla vinur Bush og
var kosningastjóri hans. Evans, sem
er 54 ára gamall, hefur verið fram-
kvæmdastjóri olíufyrirtækis í Texas
undanfarin ár. Hann var ötull fjár-
aflamaður í kosningabaráttu Bush
og safnaði um 100 milljónum dollara
í kosningasjóð Bush, eða um 8 millj-
örðum ísl. króna.
Evans hefur litla reynslu af op-
inbemm störfum, eina sem kemst
nálægt því er seta í stjóm háskólans
í Texas en það var einmitt Bush sem
tilnefndi hann í þessa stöðu eftir
dyggan stuðning í fyrri kosninga-
baráttum Bush í Texas.
Einnig hefur verið bent á að valið
á Evans sé í samræmi við þá hefð
sem hefur skapast, að forsetar velji
Mel Martinez Don Evans
sér fjáraflamenn sína í embætti við-
skiptaráðherra. Elizabeth Shogren,
blaðamaður Los Angeles Times,
benti á það í samtali við CNN að
Clinton og Georg Bush eldri hefðu
báðir gert slíkt hið sama.
Flóttamaður frá Kúbu
í ráðherrastól
Með vali sínu á Mel Martinez,
væntanlegum ráðherra húsnæðis-
mála og byggðaþróunar, eignast
kúbanski minnihlutinn í Bandaríkj-
unum sinn fulltrúa í rfldsstjóminni.
Martinez kom til Bandaríkjanna ár-
ið 1962 frá Kúbu, þá fimmtán ára
gamall. Fjölskylda hans kom fjómm
ámm síðar og hefui- hún og vinir
Martinez sagt að honum sé mjög
hugleikið að endurgjalda Bandaríkj-
unum hlýlegar móttökur sem hann
fékk er hann flýði Kúbu.
Martinez er lítið þekktur utan
Flórída, þar sem hann er æðsti
embættismaður í Orange-sýslu.
Hann komst þó í sviðsljósið er hann
talaði máli ættingja kúbanska
drengsins Gonzales fyrr á árinu,
sem vildu halda honum í Bandaríkj-
unum.
Strax í gær, áður en valið hafði
verið tilkynnt formlega, var farið að
efast um réttmæti þess vegna þeirr-
ar litlu reynslu sem Martinez hefur í
embættum sem tengjast beinlínis
ráðherrastöðunni. Hann sá fyrir sér
á háskólaámm með því að sjá um
fjölbýlishúsið sem hann bjó í, einnig
var hann formaður húsnæðismála í
Orlando í tvö ár á níunda áratugn-
um.
Stuðningsmenn hans benda hins
vegar á að hann viti mikið um
byggðaþróun og hafi fengist mikið
við þau mál í Orange-sýslu, þar sem
íbúum fjölgar stöðugt.
Fyrsta konan í embætti
landbúnaðarráðherra
Ann Veneman er 51 árs lögfræð-
ingur, búsett í Kaliforníu. Hún hef-
ur mikla reynslu af landbúnaðar-
málum og var fyrsta konan til að
gegna æðsta embætti landbúnaðar-
mála í Kalifomíuríki. Hún var einn-
ig hæst setta konan í landbúnaðar-
ráðuneytinu frá 1989-1991 í forseta-
tíð Georges Bush eldri.
Niels Helveg Petersen segir óvænt af sér sem utanríkisráðherra Danmerkur
„Ekkí rétti maðurinn til að
vinna við þessar aðstæður“
Niels Helveg Petersen, sem verið hefur
utanríkisráðherra Danmerkur í yfír sjö ár,
sagðist í gær hafa ákveðið að seg;ja af sér.
Urður Gunnarsdóttir sat blaðamannafund
ráðherrans í Kaupmannahöfn.
Reuters
Niels Helveg Petersen á blaðamannafundinum í gær.
ÞEIR íyrirvarar sem Danir hafa sett
við þátttöku í Evrópusambandinu eru
meginástæða þess að Niels Helveg
Petersen, utanríldsráðherra landsins
til átta ára, hefur ákveðið að segja af
sér. „Ég er ekki rétti maðurinn til að
vinna við þessar aðstæður," sagði
hann á blaðamannafundi í gær og vís-
aði til ESB-fyrirvaranna sem hann
kvaðst efast um að væru Danmörku
til góðs og að þeir lýstu hinum raun-
venilega vilja þjóðarinnar. Helveg
Petersen lætur þó ekki af störíúm
fyrr en eftir áramót en þá hefur for-
sætisráðherrann, Poul Nyrup Rasm-
ussen boðað uppstokkun í rfldsstjórn-
inni. Helveg Petersen kveðst ekki á
leið út úr stjómmálum og lýsti í gær
áhuga á því að setjast í forsetastól
danska þingsins.
Afsögn utanríkisráðherrans kom
algerlega að óvörum er tilkynnt var
um hana í gær. Helveg Petersen
sagði að rekja mætti hana allt aftur til
28. september sl. er Danir höfnuðu
aðild að evrópska myntbandalaginu í
þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þá hvarflaði
þetta fyrst að mér en ákvörðunina tók
ég síðar,“ sagði ráðherrann.
Hann kvaðst ekki hafa viljað segja
af sér fyrr en eftir leiðtogafúnd Evr-
ópusambandsins í Nice þar sem erfitt
væri fyrir nýjan mann að byrja á því
að sækja fund sem hefði verið í und-
h'búningi svo lengi. Nú væri stækkun
ESB meira og minna í höfn og engin
ástæða til að bíða lengur.
Eins og áður segir voru fyrirvarar
Dana við aðild að ESB, er varða vam-
armál, sameiginlega mynt, sameigin-
legt réttarkerfi og borgaraleg réttindi
ástæða þess að Helveg Petersen
ákvað að láta af störfum. „Fyrirvar-
amir em staðreynd og þeir verða
ekki fjarlægðir nema í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Slíkt er ekki tíma-
bært. I síðustu þjóðaratkvæða-
greiðslu vann ég að málstað sem var
felldur," sagði ráðherrann.
Saknar þingstarfsins
Hann nefndi einnig aðra ástæðu að
baki ákvörðun sinni, þá að hann sakn-
aði stjómmálastarfsins. Helveg Pet-
ersen er einn reyndasti stjórnmála-
maður Danmerkur, hefur setið
næstlengst núverandi þingmanna og
ævinlega tekið virkan þátt í starfi
þingsins, t.d. vann hann að endur-
skoðun stjómarskrárinnar. Aðspurð-
ur viðurkenndi hann að hann hefði
áhuga á því að setjast í stól forseta
þingsins en hafnaði því með öllu að
honum hefðu verið gefin nokkur fyr-
irheit um stöður eða embætti.
A móti ákvörðuninni hefði mælt sú
ánægja sem hann hefði haft af starf-
inu í utanrfldsráðuneytinu og svo þær
vangaveltur um ástæðumar sem
myndu óhjákvæmilega koma upp.
Því er ekki að leyna að alls kyns til-
gátur hafa skotið og munu skjóta upp
kollinum. Sjá sumir afsögn Helvegs
Petersens sem merki um að ríkis-
stjómin standi tæpt en þvi neitaði
ráðherrann, sagði að ákvörðun sín
væri alls ekki vantraustsyfirlýsing á
stjórnina.
Þá hafa vangaveltumar hafist um
hverjir verði hinir nýju ráðhemar í
stjórninni nú þegar tveir reyndustu
ráðhemamir hafa tilkynnt brotthvarf
sitt með stuttu millibili en Hans
Hækkerup vamarmálaráðhema er á
föram til Kosovo sem þar sem hann
mun verða yfirmaður Sameinuðu
þjóðanna. Ljóst er talið að fleiri ráð-
herrar muni hverfa við uppstokk-
unina en engin nöfn hafa enn verið
nefnd, þótt blaðamenn ýjuðu að því í
gær að Helveg Petersen væri að
rýma til fyrir elsta syni sínum, Mort-
en Helveg Petersen.
Niels Helveg Petersen, sem er 61
árs, er reyndastur utanríkisráðhema
Evrópusambandsins og hefur auk
þess setið á þingi fyrir Radikale
Venstre í þijátíu ár. Stjómmálin eru
honum í blóð borin, faðir hans var
menningar- og menntamálaráðherra,
móðirin borgarstjóri. Helveg Peter-
sen er lögfræðingur að mennt og auk
þingsetunnai' staiíaði hann í þijú ár
hjá Evrópubandalaginu í Brussel.
Hann var efnahagsmálaráðhema í
stjóm Pouls Schliiters 1988-1990 og
hefur verið utanríkisráðhema frá þvi í
janúar 1993.
Frá ráðhematíð sinni kvaðst Hel-
veg Petersen einkum minnast þróun-
ar mála innan Atlantshafsbandalags-
ins og formennskunnar í Öryggis- og
samvinnustofnun Evrópu áríð 1997,
sem hann setti svip sinn á. Hann hef-
ur einnig fengið mörgu áorkað í Evr-
ópumálum, Danir hafa samþykkt
ESB-sáttmála í tvígang frá því að
hann tók við, árið 1993 og 1998. Neiið í
september sl. varð honum hins vegar
töluvert áfall.