Morgunblaðið - 21.12.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 35
ERLENT
Rannsókn lokið á slysinu á Hróarskelduhátíðinni
Röð óheppilegra kring-
umstæðna olli slysi
Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið.
ROÐ óheppilegra kringumstæðna
er um kennt að níu manns tróðust
undir á tónleikum Pearl Jam á
tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu í
sumar. Lögreglan í Hróarskeldu
birti í gær skýrslu sína um málið
en hún er byggð m.a. á viðtölum
við ríflega 900 manns sem voru á
tónleikunum. Til að koma í veg
fyrir að slíkt endurtaki sig hefur
verið lagt til að hið opinbera setji
reglur um viðbúnað og eftirlit við
tónleikahald þótt það sé undir tón-
leikahöldurunum sjálfum komið að
meta áhættuna. Þá hefur verið
lagt til að takmörk verði sett við
því sem hljómsveitir megi hvetja
áhorfendur sína til. Síðastnefnda
atriðið hefur ekki mælst vel fyrir
hjá dönskum rokksveitum.
í skýrslu lögreglunnar segir að
ástæða harmleiksins í Hróarskeldu
hafi verið margþætt. Einkum megi
um kenna veðri, hávaða og
stemmningunni á tónleikunum,
sem hefur verið lýst sem „nei-
kvæðri rétt eins og á mörgum öðr-
um tónleikum hljómsveitarinnar"
þar sem það sé regla fremur en
undantekning að bjarga þurfi
áhorfendum úr troðningnum við
sviðið.
Þá segir í skýrslu lögreglunnar
að „umfang slyssins jókst af því
hve seint menn gerðu sér grein
fyi-ir alvöru málsins, efasemdum
um hverjir réðu og boðleiðum, trú
á að hægt væri að leysa málið inni
á tónleikunum, auk þess sem það
að stöðva tónlistina er stór ákvörð-
un“. Að síðustu hafði það áhrif að
langur tími leið frá því tónleikarn-
ir voru stöðvaðir þar til áhorf-
endur gátu komist frá sviðinu.
ÓUós skýrsla
í kjölfar slyssins skipaði menn-
ingarmálaráðherra Danmerkur
sérstaka Hróarskeldunefnd til að
leggja fram tillögur um hvernig
koma megi í veg fyrir slys af þessu
tagi. Hún hefur skilað áliti sínu
sem er í stuttu máli það að
ábyrgðin á öryggismálum eigi
áfram að hvíla á herðum þeirra er
skipuleggi tónleika en bæta eigi
þjálfun starfsmanna á tónleikum
og upplýsa tónleikagesti um hætt-
una sem þeir geti lent í. Ekki þurfi
að setja reglugerðir en rétt sé að
setja saman leiðbeiningar fyrir
skipuleggjendur og ábyrgðar-
menn.
Skýrslan er um margt óljós, t.d.
er óljóst hver ber ábyrgð á því að
tryggja nægan viðbúnað lækna
verði slys. Er Politiken spurði
nefndarmenn, töldu þeir ábyrgðina
liggja hjá sveitarfélögunum en
talsmenn samtaka sveitarfélaga
hafa hins vegar ekki verið hafðir
með í ráðum.
Þá hefur það mælst illa fyrir hjá
rokkhljómsveitum að nefndin legg-
ur til að settar verði takmarkanir
við framferði þeirra á tónleikun-
um. Vill nefndin að hljómsveitir
undirriti samning þar sem þær
heiti því t.d. að hvetja ekki til
heimskulegs eða hættulegs athæf-
is. Með slíkum samningi sé auð-
veldara að draga tónlistarmennina
tii ábyrgðar fari eitthvað úrskeiðis.
Danska hljómsveitin D-A-D hafnar
þessu með öllu í samtali við
Berlingske Tidende. Segir söngv-
ari hennar hljómsveitarmeðlimi
ekki vera öryggisverði og að vilji
þeir tjá sig um eitthvað, geri þeir
það.
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Syngjandi
jólasveinn
1.990 kr
Syngjandi jólasveinn
sem dansar
N ýj ar uppgötvanir styrkj a
kenningar um líf á Mars
The Daily Telegraph.
GEIMFERÐASTOFNUN Banda-
ríkjanna, NASA, sagði frá því í vik-
unni að „miklar líkur“ væru fyrir
því að eitt sinn hefði verið líf á
Mars. Seguljámsteinskristallar,
sem eingöngu bakteríur geta mynd-
að, hafa uppgötvast í loftsteini frá
Mars. Þessa nýja sönnun á lífi í
geimnum uppgötvaðist í sama loft-
steininum, sem er á stærð við kart-
öflu, og komst á forsíður allra blaða
fyrir fjórum ámm þegar vísinda-
menn NASA, dr. David McKay og
dr. Everett Gibson, héldu því fram
að í honum væri að finna sönnun á
lífi á Mars fyrir milljónum ára.
Síðan vísindamennirnir sendu frá
sér niðurstöðurnar fyrir fjórurn ár-
um hefur frekari rannsókn dregið
fullyrðingar þeirra í efa. Einn hóp-
ur vísindamanna komst t.d. að
Rækjuverksmiðja til sölu
Tíl sölu er eign þrotabús Nasco Bolungarvík hf., fasteignin Hafnarstræti 80,
Bolungarvík, ásamt viðbyggingum og öllum vélum og tækjum til rækjuvinnslu.
Um er að ræða eina fullkomnustu rækjuverksmiðju landsins með 6 pillunarvél-
um og 2 laservélum. Æskilegt er að kauptilboð nái einnig til allra lausamuna í
húsinu sem tilheyra rækjuvinnslu.
Einnig eru til sölu fasteignir þrotabúsins í Hafnargötu 41, Hafnargötu 1 7-19
og Grundarstíg 10 í Bolungarvík.
Óskað er eftir tHboðum í ofangreindar eignir, hverja fyrir sig eða allar
saman, eigi síðar en föstudaginn 5. janúar 2001, kl. 16.00.
Nánari upplýsingar gefur Tryggvi Guómundsson hdl., Hafnarstræti 1,
ísafirói, sími. 456 3244, fax: 456 454, netfang: tryggvi@snerpa.is
þeirri niðurstöðu að lífræni hluti
loftsteinsins væri sennilega upp-
runninn á jörðu. Annar komst að
því að „steingervingamir" frá Mars
hefðu getað verið myndaðir í ólíf-
rænu ferli og rannsókn á brenni-
steinssamsætum hefur einnig dreg-
ið úr líkum kenninga um líf.
Nú hafa hins vegar fundist í stein-
inum örsmáir kristallar seguljárn-
steins sem eru hliðstæðir þeim sem
vatnsbakteríur jarðarinnar nota til
að finna mat og orku. Þessi upp-
götvun rennir styrkum stoðum und-
ir kcnninguna um líf á Mars, segir
NASA en vísindamennimir McKay
og Gibson hafa skrifað grein um
þessar nýju uppgötvanir og má lesa
hana í nýjasta tölublaði timaritsins
Geochimica et Cosmochimica Acta.
Njóttu þess að fjárfesta í íslenskri myndlist
Rauðarárstíg 14-16
sími 551 0400
og Kringlunni
sími 5468 0400
www.myndlist.is