Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Menningarborgarárið er senn á enda í Reykjavík og átta öðrum borgum í Evrópu. Við kyndlinum taka Porto og Rotterdam. En hvernig hefur til tekist? Hefur verkefnið staðið undir væntingum? Hefur samstarfíð gengið vel og verður því fram haldið í einhverri mynd, þótt samtök borganna leysist nú upp? Er það kostur eða galli að vera ein af níu menningarborgum en ekki sú eina? Orri Páll Ormarsson leitaði svara við þessum spurningum hjá stjórn- endum verkefnisins í erlendu borgunum átta að loknum aðalfundi samtaka þeirra í Bologna um síðustu helgi. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Raddir Evrópu var samstarfsverkefni allra menningarborganna níu. Santiago de Compostela, Spáni Tækifæri til að sýna á sér menningar- hliðina „HIN almenna skoðun er sú að menningarborgarárið hafi verið far- sælt vegna mikilla umsvifa verkefn- isins og iðandi lífs í borginni. Ferða- mönnum hefur líka fjölgað til muna,“ segir Pablo Mai'tinez, stjómandi Santi- ago de Compost- ela 2000. „Hvort verk- efnið hafi staðið undir væntingum er annað mál,“ heldur hann áfram. „Ég segi eins og Martin Luther King, ég á mér draum, öllu heldur átti mér draum um þetta risastóra menningarverkefni. En draumur er eitt, veruleiki annað. Sumt af því sem við ætluðum okkur náði fram að ganga, annað ekki. En þannig er líf- ið.“ Martinez segir menningarborgar- árið hafa verið upplagt tækifæri til að auka hróður Santiago de Comp- ostela út á við. Vekja athygli á borg- inni. „Santiago de Compostela er fyrir margra hluta sakir fræg borg, vegna fegurðai', sögu og annarra þátta. Listin heyrir ekki til þeim þáttum. Þetta var því tilvalið tæki- færi til að sýna á sér menningarhlið- ina. Ég vona að það hafi tekist.“ Martinez er ánægður með hið fjöl- þjóðlega samstarf sem menningar- borgaárið bauð upp á. „í upphafi urðum við raunar fyrir vonbrigðum. Við vildum vera Menningarborg Evrópu árið 2000 - með stóru emmi. Fljótlega kom þó annað hljóð í strokkinn og þegar upp er staðið er- um við ánægð með að mál skyldu þróast með þessum hætti. Santiago de Compostela hefur á síðustu miss- ei'um tengst borgum sem hún hefði aldrei gert annars. Mörgum hverj- um nánum böndum. Allt eru þetta fallegar, frjóar og spennandi borgir, uppfullar af yndislegu fólká. Mér er það sönn ánægja að upplýsa í ís- lenskum fjölmiðli að samstafið við norrænu borgirnar þrjár hefur verið sérstaklega ánægjulegt, einkum Reykjavík. Ég hef nokkrum sinnum sótt borgina ykkar heim og heillast í hvert skipti.“ Martinez segir framhaldið undir borgunum sjálfum komið. „Borgirn- ar níu eiga örugglega eftir að vinna meira saman í framtíðinni, í ein- hverjum mæli. Sumar meira en aðr- ar. Þetta er aftur á móti ekki undir stjórnendum verkefnanna komið. Þeir fara nú hver í sína áttina. Sjálf- ur er ég á förum frá Santiago de Compostela. Ég er ekki þaðan. Það sem skiptir máli er að tengslin eru fyrir hendi milli borganna og vilji þær þróa samvinnu sína áfram munu þær gera það. Á því leikur enginn vafi.“ Brussel, Belgíu Mistök að útnefna níu borgir „VERKEFNIÐ hefur verið mikið þrekvirki í Brussel. Árið hefur verið frábært," segir Robert Palmer, stjórnandi Bruss- el 2000. Mælir hann ár- angurinn öðru fremur með tvennum hætti. „I fyrsta lagi hefur borgin fengið ótrúlega andlits- lyftingu. Meira hefur ekki verið gert fyrir hana á einu ári frá stríðslokum. Mikil upp- bygging átt sér stað. Borgin er vita- skuld mun fallegi'i fyrir vikið. Var þó ekki amaleg áður. I annan stað var efnt til um þrjú hundruð ólíkra menningar- og listviðburða. Við lögð- um höfuðáherslu á þema ársins sem snerist um það hvernig listin lagaði sig að borginni. I þessu skyni fékk fjöldinn allur af nýlistamönnum að láta ljós sitt skína. Fjölmörg lista- verk litu dagsins ljós og mönnum gafst tækifæri til að þróa hugmyndir sínar í samvinnu við menningarborg- ina. Ég held að óhætt sé að fullyrða að Brussel 2000 hafi í ríkum mæli stuðlað að nýsköpun." Palmer segir að Brussel sé mis- skilin borg víða um lönd. ímyndin sé óverðskulduð. „Þegar fólk hugsar um Brussel hugsar það um bákn og skrifræði. Það er misskilningur. Fólk gleymir því að innan við 2% íbúa vinna hjá Evrópusambandinu. Brussel er fjölbreytt og lifandi borg, þar sem menningarstraumar berast úr ýmsum áttum. Töluð eru þrjú tungumál í borginni, flæmska, franska og þýska. Nú hefur gefist sögulegt tældfæri til að sameina þessa þrjá ólíku hópa því Brussel 2000 er fyrsta verkefnið sem horfir jafnt til menningarsamfélaganna þriggja. Langtímaáhrif verkefnisins ættu því að verða sterk og það er gaman til þess að vita að hópamir eru þegar famir að leggja drög að fleiri samstarfverkefnum. Margt bendir því til þess að árið 2000 verði sögulegt ár í menningarlífi Brussel." Palmer talar enga tæpitungu þeg- ar talið berst að þeirri ákvörðun að velja níu menningarborgir árið 2000. „Ráðstöfunin er ekki alvond. Sam- starf borganna og athyglin sem þær hafa vakið hver á annarri eru auðvit- að af hinu góða. Gallamir vega þó margfalt þyngra en kostirnir. Ég var á sínum tíma stjómandi verkefnisins þegar Glasgow var menningai'borg Evrópu og út frá þeirri reynslu er ég ekki í vafa: Evrópusambandinu varð á í messunni þegar það útnefndi níu menningarborgh' árið 2000. Ég skil hugmyndina sem bjó að baki, hið táknræna sjónarmið samvinnu. Það hefði líka verið erfitt að velja eina borg öðram fremur á þessu mikil- væga ári. Gallinn er bara sá að fyr- irkomulagið er ómögulegt í fram- kvæmd. Borgirnar taka hver frá annaiTÍ og fyrir vikið skila verkefnin ekki þeim ái-angri sem til var vonast. Evrópusambandið hefði því átt að taka af skarið og veðja á eina borg.“ Palmer er andvígur því að stofna ný samtök utan um samstarf borg- anna níu, sem raunar er ákveðið að gera ekki, en útilokar þó ekki sam- vinnu þeirra í millum í framtíðinni. „Þetta era að vísu ólíkar borgir en það þarf ekki að koma í veg fyrir frekara samstarf sýnist mönnum svo. Borgirnar þurfa þó ekki á sérstökum samtökum að halda langi þær að vinna saman. Nú ganga þær líka í samtök fyrrverandi menningarborga og geta öragglega fundið flöt á sam- starfi á þeim vettvangi." Palmer er sjálfur formaður þeirra samtaka. Prag, Tékklandi Með nýja sýn á hefðirnar „ÁRIÐ hefur verið bæði ánægjulegt og árangursríkt í Prag. Við vorum með um fjögur hundrað verkefni, mörg hver í sam- starfi við hinar menningarborg- irnar átta og aðr- ar borgir, einkum í Austur-Evrópu. Framkvæmdin hefur gengið vel og við getum ekki annað en verið hæstánægðir,11 segir Michal Prokop stjórnandi Prag 2000. Hann segir ekki hlaupið að því að halda menningarhátíð í Prag - borg þar sem menning og listir flæði um götur alla daga ársins. „Okkur var vandi á höndum. Fjölmargar listahá- tíðir eru haldnar í Prag á ári hverju og því reið á að gera eitthvað nýtt, eitthvað öðruvísi. Markmið okkar var að koma með nýja sýn á hefð- irnar. Varðveita gömul og góð gildi í listum en reiða þau fram með nýstár- legum hætti, í það minnsta upp að vissu marki. Okkur finnst þetta hafa tekist. Ég vona að almenningur sé ánægður líka.“ www.jolabok.is er slóðin þar sem fá má upplýsingar um bækumar: Myndir úr hugskoti eftir Rannveigu I. E. Löve, Ferð um ísland 1809 eftir William Jackson Hooker, Völuspá, Sonatorrek og 12 lausavísur Egils. Þráinn Löve samdi skýringar. Prinsessur eftir Leó E. Löve. J ólas temmning í Míru 20% afsláttur af öllum borðstofusettum og sófaborðum til jóla. 30% afsláttur afpostulíni og glösum Opið til kl. 22 til jóla f mlB I Bæjarlind 6, I sími 554 6300 www.mira.is Pablo Martinez Robert Palmer Michal Prokop Vatn hefur verið miðlægt í hátíð- arhöldunum í Prag enda rennur það sögufæga fljót Moldá í gegnum borgina. Ýmsir viðburðir hafa fært sig út á fljótið, meðal annars var ýtt úr vör fljótandi leikhúsi sem Prokop segir hafa vakið stormandi lukku. Prokop er þeirrar skoðunar að samstarfið við hinar borgirnar átta hafi fleiri kosti en galla. „Þar sem Tékkland stendur utan Evrópusam- bandsins hefur það verið mjög áhugavert að vinna með löndum sem heyra til sambandinu. Við eram margs vísari um menningu landanna og höfum lært margt af hinum borg- unum. Við höfum líka fengið betri kynningu en ella. Sameiginleg kynn- ing, eins og samtök borganna hafa gengist fyrii', er ný fyifi' okkur. Það hefur verið spennandi að fylgjast með henni í framkvæmd. Heilt yfir hefur verið skemmtilegt að taka þátt í þessari tilraun, að hafa níu menn- ingarborgir í Evrópu á sama árinu. Margreynt hefur verið að hafa bara eina borg og menn vita hvernig það fyrirkomulag hefur gefist. Það er erfitt að gera sér grein fyiir því á þessu stigi hvort fyrirkomulagið sem reynt var í ár sé betra eða verra. Spurðu mig aftur eftir sex mánuði!“ Samtök borganna níu verða nú lögð niður en Prokop er eigi að síður sannfærður um að samstarfið muni halda áfram í einhverri mynd. „Við þurfum enga yfirbyggingu til að vinna áfram saman á vettvangi stofnana og einstaklinga. Ég veit að margir tékkneskir listamenn og menningarstofnanir eiga eftir að færa sér í nyt tengslin sem myndast hafa á árinu.“ Michaelangelo Martorello Bologna, Ítalíu Andi Evrópu fangaður „HELSTA markmið verkefnisins var að vekja athygli á Bologna sem menningarborg innan og utan Ítalíu. Ferðamönnum hefur fjölgað um 20% þannig að við eram í skýjunum. Þetta hefði ekki getað gengið bet- ur,“ segir Mich- aelangelo Marto- rello hjá Bologna 2000. Hann segir borgina vel þekkta á Ítalíu en þó fyrst og fremst fyrir viðskipti, atvinnulíf og mennt- un. Þar er elsti háskóli í Evrópu. Listalífið hafi ekki verið eins áber- andi. „Það er annað sem hefur áunn- ist. Menningarborgarverkefnið hef- ur vakið íbúa Bologna til vitundar um menningarlegan mátt borgarinn- ar, blásið þeim sjálfstrausti í brjóst. Ég spái því að menning og listir eigi eftir að vega sífellt þyngra í borg- arlífinu þegar fram líða stundir og Bologna verði ein af mikilvægustu menningarborgum Ítalíu.“ Martorello segir það hafa mun fleiri kosti en galla að vera ein af menningarborgunum níu. „Andi Evrópu hefur verið fangaður með þessu verkefni. Ólíkir menningar- heimar rannið saman. Að mínu viti er þessar níu borgir hin fullkomna samsetning. Ólíkar en samt líkar. Þær vinna líka feikilega vel saman.“ Ekki þarf að koma á óvart að Martorello er fylgjandi áframhald- andi samvinnu. „Eg er sannfærður um að borgirnar eiga eftir að fást í sameiningu við fjölmörg verkefni í framtíðinni, tvær eða fleiri saman. Það þarf bara að finna rétta flötinn. Menn glopra ekki svona tengslum niður. Eg er mjög bjartsýnn á fram- haldið."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.