Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 51 ' » EMILÍA SIGUR- GEIRSDÓTTIR + Emilía Sigur- geirsdóttir fæddist í Uppibæ, Flatey, Skjálfanda, 30. janúar 1903. Hún lést á Sjúkra- húsi Húsavíkur 15. desember síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Halldóru Guðmundsdóttur frá Brettingsstöð- um, Flateyjardal og Sigurgeirs Sigurðs- sonar, Uppibæ, Flat- ey, Skjálfanda. Em- ilía var þriðja yngst 16 systkina en 10 náðu fullorðins- aldri. Systkini hennar voru Stein- unn Jóhanna, maki Stefán Björns- son; Sigrún Kristín, ógift; Petrína, maki Þórhallur Pálsson; Karólína, maki Páll Sigurjónsson; Hallgeir, ókvæntur; Sigurbjörg, maki Björn Björnsson; Lovísa, maki Júlíus Stefánsson. Bræður hennar, Bjarni Marínó og Axel, dóu rúm- lega tvítugir úr taugaveiki sem öll systkinin fengu. Sex systkina náðu ekki fullorðinsaldri, Ehsa, dó mán- aðargömul, Elisa yngri, dó þriggja ára, Hallgeir, dó eins árs, Her- mundur, dó eins árs, Ágústa, dó eins árs, og eitt var andvana fætt. Auk þessa ólu Halldóra og Sigur- geir upp Sigfús Eiríks- son. Emilía fluttist til Húsavíkur, frá Flatey, 13 ára gömul og var hjá Karólínu systur sinni. Hún fermdist á Húsavík og var í vist hjá Maríu móðursystur sinni sem rak sjúkra- hús og á þeim tíma fékk hún taugaveiki ásamt systkinum sín- um sem þá voru heima. Emilía giftist 29. maí 1923 Þorsteini Gunn- arssyni, f. 3. nóvember 1890 í Naustavík, Náttfaravíkum, d. 15. júní 1961. Börn Emelíu og Þorsteins: 1) Axel Þorsteinsson, f. 26.3. 1925, d. 2.2. 1926. 2) Gunn- þórunn Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 6.5.1927. Maki Hörður Agnarsson, f. 12.6. 1920, d. 30.1. 1985. Börn þeirra; a) Þorsteinn Agnar Harð- arson, f. 2.11.1946, maki Elín Inga Ólafsdóttir, f. 5.12. 1946; b) Hall- dóra María Harðardóttir, f. 13.9. 1949, maki Jón Helgi Gestsson, f. 30.10. 1943. Börn þeirra Brynja, f. 27.5. 1967, maki Trausti Sverris- son, 20.6. 1969, börn þeirra, Helga Jóna, 22.5.1987, og Halldór Guðni, f. 7.11. 1991; Heiðrún, f. 9.7. 1969, sonur Jón Hallmar, f. 8.1. 1998, Díana, f. 26:5. 1974 c) Sigrún Kristín Harðardóttir, f. 7.6. 1951. Maki I. Eiríkur Marteinsson, f. 19.7. 1948 Börn þeirra Guðrún, f. 5.7. 1967, maki Jón Óli Sigfússon, f. 24.9. 1964, börn þeirra, Eiríkur Fannar, f. 8.9. 1987 og Þórunn Birna, f. 20.9.1995. Hörður, f. 17.5. 1970, maki Jóna Kristjánsdóttir, f. 26.8. 1973. Dóttir Harðar Guðrún Lísa, f. 27.12. 1989. Heimir, f. 13.1. 1973, lést 15. maf 1994. Maki II: Ásmundur Halldórsson, f. 10.3. 1948, dóttir þeirra Ásrún, f. 17.8. 1991. Sonur Ásmundar - Halldór, f. 10.7. 1974, lést 30. september 1994. d) Emilía Guðrún Harðar- dóttir, f. 8.2.1953. Börn hennar og Reynis Jónssonar Patrik Thor, f. 4.7.1985, Silja Rún, f. 21.7.1989; e) Sigurgeir Smári Harðarson, f. 10.7. 1955, maki Jóhanna Stefáns- dóttir f. 19.2. 1957. Börn þeirra Stefán Helgi, 18.5. 1976 Gunnþór, f. 12.7.1981 Hörður, f. 24.10.1982, Ásþór, f. 18.5.1986, Sigrún Lilja, f. 6.4. 1993; f) Hörður Axel Harðar- son, f. 18.9. 1963, maki Kristbjörg Góa Sigurðardóttir, f. 20.2. 1972. Sonur þeirra Ögri, f. 24.8.2000. 3) María Halldóra Þorsteindótt- ir, f. 7.12.1930. Maki Stefán Jakob Hjaltason, f. 21.5. 1928. Dóttir þeirra er Hólmfríður Linda Stef- ánsdóttir, f. 19.12.1959. Maki Árni Geir Þórmarsson, f. 18.4. 1955. Böm þeirra María Kristbjörg, f. 13.1.1985, Þórmar, f. 10.9.1988. Utför Emilíu fer fram frá Húsa- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hún amma mín valdi yndislegasta tíma ársins, aðventuna, til að sofna burt úr þessum heimi yfir í æðra til- verustig. Það gerði hún af sömu reisn og einkenndi allt hennar líf. Södd lífdaga og tilbúin fyrir nýtt hlutverk í öðrum heimi. Sú síðasta í röðinni af sextán systkinum og ég efa það ekki að það hefur verið stór og mikill englakór sem tók á móti henni hinum megin. Það er svo margs að minnast og margt að þakka. Fyrstu árin mín á Húsavík bjuggu amma og afi minn, Þorsteinn Gunnarsson, í Dvergasteini og það er þaðan sem ég á mínar fyrstu minningar.Það var þar sem amma kenndi mér bænir og ljóð á kvöldin, það var líka þar sem hún kenndi mér að lesa. Ámma mín fæddist í Uppibæ í Flatey og afi var fæddur í Naustavík í Náttfaravíkum en þau bjuggu allan sinn búskap á Húsavík, fyrst á Móbergi, síðan Hallanda þar sem þau bjuggu ásamt foreldrum ömmu, þeim Sigurgeir Sigurðssyni og Halldóru Guðmundsdóttur frá Brettingsstöðum og síðast í Dverga- steini, og þegar afi dó 1961 fluttist amma upp í Auðbrekku til Maju og Stebba og átti þar heimili í hartnær 40 ár. Aldrei kom maður í Auð- brekku á þessum árum að amma sæti ekki við útsaum eða aðrar hannyrðir. Hún kom út úr herberg- inu með útbreiddan faðminn og þeg- ar búið var að spyrja frétta og reiða fram kaffi og meðlæti og gera því góð skil var tekið í spil og ef fjórði maður var ekki til staðar í bridds þá var bara spilaður manni eða kani. Síðustu tvö árin hefur amma verið á sjúkrahúsinu á Húsavík og sjónin nær alveg farin en alltaf fylgdist hún með öllu sem gerðist og aldrei kom maður að tómum kofunum hjá henni því minnið var alveg óbrigðult fram undir það síðasta og þó að lítið væri við að vera var alltaf hægt að hlusta á útvarpið eða setja spólu í tækið. Þegar Sirra systir færði henni að- albláber í sumar, sem hún hafði tínt á Flateyjardalnum,þurfti amma ekki að velkjast í neinum vafa, hún þekkti sko bragðið af Brettingsstaðaberj- unum. Elsku amma, þú varst svo tilbúin að kveðja okkur, sátt við bæði Guð og menn, að í huga okkar er ekki bara sorg heldur líka þakk- læti og gleði yfir því sem þú gafst okkur og víst er að það verður alltaf bjart yfir minningu þinni. Þín nafna, Emiha Harðardóttir. Allt of oft birtist dauðinn okkur þegar við eigum síst von á - mis- kunnarlaus og með öllu óskiljanleg- ur, og skilur eftir sig djúp og ill- læknanleg sár. En dauðinn á sér einnig aðra hlið - bjarta og líknandi og þannig trúi ég að hann hafi sótt þig, elsku langamma mín. „Því að hvað er það að deyja ann- að en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ (Spámaðurinn). Það var alltaf notalegt að heim- sækja þig í Auðbrekku þar sem þú bjóst hjá Maju frænku og Stebba. Oft var spjallað um heima og geima og sjaldan var komið að tómum kof- unum hjá þér. Aldrei man ég eftir því að þú hafir fellt dóma yfir öðrum, fremur sýnt þeim skilning og sam- kennd. En oft voru orð líka óþörf og það voru kannski okkar bestu stund- ir, þegar ég sat og hélt um þína mjúku og hlýju hönd og við skynj- uðum hvor aðra fremur en að tala mikið saman. Þú flíkaðir ekki tilfinningum þín- um en hafðir vissulega fengið þinn skerf af sorginni. Auk þess að verða ekkja fyrir nær 40 árum misstuð þið langafi einkason ykkar aðeins árs- gamlan og sex af 16 systkinum þín- um dóu á barnsaldri, m.a. úr tauga- veiki sem þið öll systkinin fenguð. Fyrir sex árum barði sorgin að dyr- um hjá dótturdóttur þinni og sam- býlismanni þegar þau misstu tvo syni sína með aðeins fjöguira mán- aða millibili. Á þeirri stundu sýndir þú æðruleysi og styrk sem án vafa var styrkur fyrir okkur hin. Fyrir nokkrum árum fórstu að tapa sjón og reyndist það þér erfitt enda erf- iðara fyrir þig að stytta þér stundir með lestri, hannyrðum og spilum - og þér fannst þú óþarflega mikið upp á Maju og Stebba komin. Þú varst stolt og stundum þrjósk - rétt eins og við hin - og kærðir þig ekki um að vera upp á aðra komin. En þrátt fyrir að vera orðin nánast blind varstu heima hjá Maju og Stebba fram á síðasta ár og barst höfuð hátt og af reisn eins og ein- kenndi þig allt þitt líf. Við stelpurnar sögðum oft að „langa“ væri mesta skvísan í fjölskyldunni því alltaf þeg- ar við vorum saman komin varstu vel tilhöfð, teinrétt og barst höfuðið hátt - þú varst án vafa drottningin í fjölskyldunni. Eg minnist 95 ára afmælisins fyr- ir þremur árum, þú varst svo falleg og mikil reisn yfir þér þar sem þú dáðist að syni mínum þá þriggja vikna. Allt fram á síðasta dag fylgd- ist þú vel með öllu, hvort sem voru fréttir af fjölskyldunni eða úr sam- félaginu. Vissulega hafðir þú skoð- anir á hlutunum en aldrei minnist ég þess að þú hafir reynt að koma þeim yfir á okkur krakkana - og aldrei man ég eftir því að þú hafir reynt að hafa áhrif á okkar val í lífinu. Þú hafðir þá trú á okkur að þú leyfðir okkur að marka okkar eigin framtíð - og fyrir það erum við þér þakklát. Eg heimsótti þig ásamt syni mín- um fyrir tveimur vikum, hann kom spígsporandi inn með blómavönd handa „löngu sinni.“ Þú varst sof- andi og ekki vör við okkur og þá þegar hvíldi mikill friður yfir þér. Þegar ég hélt um hönd þína og kyssti þig á ennið í kveðjuskyni komst ég ekki hjá því að velta því fyrir mér hvort nú væri komið að hinni hinstu kveðju. Elsku langa. Við kveðjum þig með depurð í hjarta en þó fyrst og fremst þakklæti fyrir allt það sem þú gafst okkur. Vissulega verða engar fleiri kyrrðarstundir, án orða, hjá okkur - en minningarnar eru til staðar og það er birta og reisn yfir minning- unni um þig. Við kveðjum þig á að- ventunni, fallegri og friðsamlegri, þú hefðir ekki getað valið betri stund til að kveðja okkur. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, -hvert andartak er tafðir þú þjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (Halldór Kiljan Laxness.) Hvíl þú í friði, elsku langamma. Þín, Heiðrún. Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því: að segja frá því að mér þótti vænt um þessa frænku mína; sem nú fer eins og fleiri nákomnir í mold. Lögð þar til í gröf sína rétt hjá þar sem Vilhjálmur afi minn liggur og þau María og Óli, foðursystkini mín. Mér þótti Emma mikilsverð kona, gædd tign látleysisins og hreinleika. Falleg sál. Hlý og góð kona. Ég sat stund hjá henni á liðnu sumri, á sjúkrastofu á Húsavíkur- spítala. Hún var níutíu og sjö ára þá, orðin blind. Kærleikur hennar og blíða fyllti stofuna birtu. Sól skein úti, hafði brotizt úr dumbungi morg- uns. Þótt hún væri blind sá hún svo ljóst og skýrt það sem við töluðum. Hún sá mig þó að hún þyrfti að fara höndum um andlit mitt. Hugur hennar ferðaðist vítt með mér og hún sá kennileitin glöggt í hugförum okkar saman. Ég þurfti ekki að horfa út um gluggann til að vera staddur í sólskini með henni. Hún vísaði mér til vegar um leik- svið mikið og mannlíf sem var áður en ég fæddist. En henni þótti lífið orðið of langt. Og tíminn lengi að líða. það var lítið gaman að lifa að vera orðin svo háð öðrum og ófrjáls orðin að létta undir með öðrum. Ég fór bæði glaður og dapur af hennar fundi. Glaður að njóta enn einu sinni hinnar hollu og gjafmildu nærveru þessarar sálar og skýru hugsunar sem enn vakti. Dapur við gruninn um að þetta væri okkar síðasti fund- ur. Hún bjó í einhverju einkennileg- asta húsi á íslandi, Hallanda, sem virtist svo lítið og lágt þegar maður kom að því ofanverðu á Höfðanum, næst við Hliðskjálf sem gnæfði hátt. Hallandi reyndist stórt og rúmgott hús þegar inn var komið og þegar maður sá það neðan úr fjörunni enda var það reist utan í snarbröttum og háum fjörubakkanum. Húsið leyndi á sér eins og Emma. Bæði húsin hafði Vilhjálmur afi minn reist í upp- hafi aldarinnar en Halldóra móðir Emmu var systir hans og mér finnst hún hafa verið svolítið sviplík honum um efri hluta andlitsins; og var farin að semja lög í ellinni sem presturinn skrifaði niður eftir henni. I Hallanda stóð heimili Emmu og þorsteins Gunnarssonar sem var valmenni. Og dætur þeirra, Mæja Dóra og Gugga, voru leikfélagar okkar og vinir með frændsemi þegar við vorum sumargestir í Hliðskjálf í fóstri hjá Maríu föðursystur okkar og Vilhjálmi afa. Þarna var líka Hallgeir, bróðir Emmu, og Rúna systir hennar, auk Halldóru. I þessu húsi ríkti góðleiki sem fylgdi þessu fólki öllu og lifir ævilangt í minni okkar sem nutum. Við áttum alltaf athvarf hjá fólk- inu í Hallanda og manni fannst aldr- ei neinn skipta þar skapi. Þarna opn- aðist okkur borgarbörnunum íslensk alþýðumenning. Maður gekk inn um háaloftið og þá sýndist húsið lágt en eftir því sem neðar var sótt því stærra varð það og varð með hall- arbrag, stórt í hæversku og sínu fagra mannlífi. Og þegar maður var kominn í stofumar neðst var sjórinn nærri. Ur fjörunni birtist Hallandi sem höll. Þar ríkti Emma sem hús- freyja, grönn og lágvaxin en stór hið innra. Og var gjafmild. Hún var allt- af að gefa af sjálfri sér. Emma var alla ævi sína starfsöm og hennar yndi var að gera eitthvað fyrir aðra með því eðlisborna hæv- erskumóti sem var svo eðlilegt og ljúft að þiggja. Hennar innri maður ljómaði, ekki með blossum heldur með varanlegu skini. Mér fannst þegar ég frétti að morgni dags að Emma væri skilin við að svona sál ætti skilið að vakna samdægurs í nýrri vídd og vera orð- in eilíf, við ‘agran óm og liti og glað- vært félag sem væri tryggt og sí- breytilegt í góðu einu. Thor Vilhjálmsson. Hvaðan kemur þú, hvert ferð þú? Þú leitar ávallt róta þinna. Farinn vegur er varðaður andlit- um, misskýrum. Eitt andlit er í huga mínum tengt hinum síbreytilegu Kinnafjöllum við Skjálfandaflóa. Sem börn vorum við systkinin jafn- an í sumardvöl hjá afa okkar, Vil- hjálmi Guðmundssyni og dóttur hans, Maríu föðursystur okkar, í Hliðskjálf á Húsavík. Iðulega stóð ungur drengur við glugga á efri hæð í Hliðskjálf og horfði til Kinnafjalla, dáðist að fegurð þeirra í góðu veðri en skelfdist grimmd þeirra í miklum veðraham. í sömu sjónlínu var húsið Hallandi sem teygði sig upp kamb- inn úr fjörunni inn á flötina þar sem Hliðskjálf stóð. Út úr því húsi kom oft frænka mín, Emelía Sigurgeirs- dóttir. Fannst mér þá stundum sem hún hefði komið yfir flóann, beint úr Kinnafjöllunum. Emma hafði gott andlit sem barnið mundi er komið var heim úr sumardvölinni. Afi okkai-, Vilhjálmur, byggði bæði húsin, Hliðskjálf, þar sem hann og föðursystir mín bjuggu, og Hall- anda sem byggt var í miklum halla og fékk nafn af því. Byggingarlag Hallanda var einstakt fyrir hús þess tíma að því leyti að frá götunni úr norðri var aðeins ein hæð sýnileg. Séð úr fjörunni voru hæðirnar þrjár, tvær þeirra áfastar við kambinn. Til öryggis tengdi afi minn húsin með vír sem lá frá Hallanda inn í kjallara Hliðskjálfs. En auk þess sindraði af silfurstrengjum vináttu og frænd- semi sem jafnframt tengdu húsin saman. Þegar við systkinin vorum þarna í sumarheimsóknum bjuggu á efsí.u hæð Hallanda Halldóra afasystir mín og börn hennar, Hallgeir, sem stundaði sjómennsku, og Sigrún. Halldóra var greind kona, glaðleg og ákaflega hlý. Hún samdi lög og las mikið. Hjá henni komumst við í mikla spennureyfara eins og Kapi- tólu og Pál sjóræningja. Á hæðunum fyrir neðan bjuggu dóttir Halldóru og Sigurgeirs Sig- urðssonar, útvegsbónda í Flatey, Emelía og fjölskylda. Börn Halldóru og Sigurgeirs voru sextán. Eigin- maður Emelíu eða Emmu, eins og hún var kölluð, var Þorsteinn Gunn'- arsson. Hann var útgerðarmaður og átti vélbát sem hét Hilmir. Steini á Hallanda var mikill vinur okkar systkina og fór með okkur í siglingu á bát sínum. Hann var fyrsti vinnu- veitandi minn og greiddi mér laun fyrir að stokka línu í beituskúr sín- um. Steini og afi minn voru miklir vinir og spiluðu gjarnan skaða og ábata, auk þess sem afi skar nef- tóbak fyrir Steina. Dætur Emmu og Steina eru Gunnþórunn Guðrún og María Halldóra. Á Hallanda var töl- uð rammasta norðlenska. Nokkurt hlé var á heimsóknum til Húsavíkur á unglingsárum en þær voru síðar aðallega til að heimsækja Maríu frænku er afi minn var látinn. í þau skipti sá ég Emmu ekki oft en er María lést eftir langa legu á Húsavíkurspítala tók Emma við sem tengiliður við rætur mínar. Eigin- maður hennar var þá löngu látinn og Emma flutt í Auðbrekku á Húsavík ásamt dóttur sinni, Maríu Halldóru, og tengdasyni, Stefáni Jakob. Gist- um við hjónin nokkrum sinnum í Auðbrekku í góðu yfirlæti, gjarnan við bridge-spilamennsku. Af suður- svölum blöstu Kinnafjöllin við. Eitt sinn er við sátum á svölunum á góð- um degi rétti Emma mér kíki og benti mér á kross sem hún hafði fundið í hinum mögnuðu fjöllum. Og svei mér þá, þar var greinilegur kross. Emma kom oft til Reykjavíkur þar sem hún átti fjölda skyldmenna. Fór hún þá oft í leikhús og naut þess sem höfuðborgin hafði upp á að bjóða. Á efri árum fór hún með vin- konu sinni, Gertrud, ekkju sr. Frið- riks A. Friðrikssonar, til Hollands og nutu þær veru sinnar í landi blómanna en heldur var meira um þau þar en norður við íshaf. Emma frænka var virðuleg kona, ákaflega snyrtileg. Á Hótel Holti var hún tignargestur. Hún var glaðvær kona með ríkulega kímnigáfu. Minn- i ið var frábært. Emma lifði næstum alla tuttugstu öldina. I æsku var hún ein sextán systkina sem faðirinn sá farborða með byssu sinni en hann mun hafa verið frábær skytta og nóg var af fugli í Flatey. Annars hefði hungur sorfið að. Þvílíkar breyting- ar hefur þessi kona upplifað! Það var ótrúlegt hve miklu minni hennar gat haldið til haga og vistað til hinstu stundar. Um margt hefur með henni horfið síðasti heimildar- maðurinn. Fyrir nokkrum árum depraðist henni sjón og harmaði hún þá að geta ekki lengur sest að spilum. í stað lesturs hlustaði hún töluvert á hljóðsnældur. Seint verður fullþakk-1 að það verk sem unnið er að gerð þeirra, sjóndöpi-um til ómetanlegrar gleði. í fyrrasumar heimsóttum við hjónin, ásamt tveimur barnabörnum okkar, Emmu á spítalann á Húsavík en þar dvaldi hún síðustu ár sín. Þegar heimsókn lauk og við vorum á útleið sat gamall maður í anddyrinu, opinmynntur og í raun fjarri um- hverfi sínu, barn að nýju. Þá sagði litla dótturdóttir okkar: Svona er Emma frænka ekki, hún er bara fal- leg gömul kona. Og þannig kvaddi hún í svefni þessa öld við lok hennar* ■ þennan heim og heimabæ sinn, Húsavík, og er bærinn fátækari síð- an. Við hjónin kveðjum Emmu frænku. Það er dýrmætt að hafa kynnst henni náið.Við sendum dætr- um hennar og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur W. Vilhjálmsson. "
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.