Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 52

Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 -w--------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hulda Njálsdtítt- ir fæddist í Reykjavík 4. janúar 1936. Hún lést hinn 12. desember síðast- liðinn. Hulda var dtíttir hjtínanna Njáls Sig-urðssonar, verkamanns á Siglu- firði, f. 20. febrúar 1906 í Háakoti í Fljtítum, Skagafirði, d. 28. febrúar 1994 á ‘Siglufirði, og Htílm- fríðar Eysteinsdótt- ur, f. 12. júm' 1915 í Litla-Langadal, Sktígarströnd, d. 3. maí 1944 á Siglufirði. Hulda var elst fjögurra barna þeirra hjtína og ólst upp hjá foreldrum sfnum á Siglufirði til átta ára aldurs er mtíðir hennar lést. Þá leystist fjölskyldan upp og ungum bræðrum hennar var kom- ið i ftístur en hún dvaldist löngum hjá Maríu föðurömmu sinni að Lundi í Stíflu. Á unglingsárum sín- um hélt Hulda heimili með föður sínum á Siglufirði og byrj'aði snemma að vinna fyrir sér. Veturinn 1952- 1953 var hún við nám á Löngumýri í Skaga- firði. Eiginmaður Huldu er Sigurður Þorsteins- son, húsasmiður og fyrrv. btíndi, f. 17. september 1932 á Vatni á Höfðaströnd, Skagafirði. Foreldrar hans voru Þorsteinn Helgason, btíndi á Vatni, f. 26. ágúst 1884 á Mannskaðahtíli, Höfðaströnd, d. 18. ágúst 1952, og Ingibjörg Jónsdótt- ir, f. 25. febrúar 1889, á Skúfsstöð- um í Hjaltadal, d. 27. janúar 1978. Hulda og Sigurður byrjuðu sinn búskap á Siglufirði 1955. Með heimilisstörfum á Siglufirði vann Hulda þar í sfld á sumrum. Árið 1965 htífu þau hjtínin búskap að Skúfsstöðum í Hjaltadal þar sem þau bjuggu til síðasta vors. Þá færðu þau sig um set og settust að á Melum, nýbýli sem þau höfðu byggt sér af miklum myndarskap á landareigninni. Börn Huldu og Sigurðar eru sex og barnabörnin ellefu. Börnin eru: 1) Hólmfríður Guðbjörg, sktíla- stjóri, Svalbarðsströnd, f. 20. janú- ar 1956, maki Gunnar Þtír Garð- arsson. Hennar dóttir er Jtíhanna Erla Jtíhannesdtíttir, íyrri maki Jó- hannes Otttísson. 2) Reynir Þtír, húsasmiðameistari, Reykjavík, f. 4. ágúst 1957, maki Rún Rafnsdóttir, þeirra börn, Auður og Sigurður Þtír. Frá fyrri sambúð á hann dæt- umar Þorgerði Huldu og Hugrúnu Osp, barnsmtíðir Ragnhildur Björk Sveinsdóttir. 3) Una Þtírey, sjúkra- liði, Akureyri, f. 5. ágúst 1960, maki Rafn Eliasson, þeirra dtíttir er Dagný Hlín. Eldri dætur hennar em Margrét Helga og Fjóla Dröfn, bamsfaðir Guðmundur Öm Flosa- son. 4) Njáll Haukur, bifvélavirki, Akureyri, f. 14. október 1961. Syn- ir hans em Jtín Haukur og Hjalti Snær, bamsmóðir Alda Jónsdtíttir. 5) Inga Fjtíla, þroskaþjálfi, Reykja- vík, f. 6. mars 1970, maki Stefán Ægir Lárusson, þeirra dtíttir er Stílveig Rán. 6) Halla Sigrún, upp- lýsingafulltrúi, Reykjavík, f. 20. ntívember 1974. Útför Huldu Njálsdóttur fer fram frá Htíladtímkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. HULDA > NJÁLSDÓTTIR •Elsku Hulda mín, ég ætla að kveðja þig með örfáum orðum. Það er erfitt að lýsa því hvernig mér hef- ur liðið undanfama daga og fyllist öllum minningunum um þig og þær eru margar og góðar. Það var fyrir 43 árum að ég kom með bróður þín- um til Siglufjarðar og þú tókst mér opnum örmum og allar götur síðan. Svo fluttuð þið hjónin að Skúfsstöð- um og margar eru heimsóknimar búnar að vera þangað. Alltaf jafn- gott að koma til ykkar. Ekki vantaði gestrisnina, alltaf nóg að borða, ekki aöeins það, Hulda mín vildi alltaf fylla skottið af mat þegar við fórum aftur heim. Það var dugnaður og kraftur sem einkenndi þig, Hulda mín. Þitt áhugamál var blóma- og garðrækt. Ég vildi óska að þú hefðir fengið að vera lengur í nýja fína hús- inu ykkar Sigga sem þið vomð flutt í. Þakka þér fyrir allt, elsku mág- kona, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Elsku Siggi minn, hugur minn er líka hjá þér og bömum. Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Anna Margrét. * Ó,mmningþínerminninghreinnaljóða, er minning þess, sem veit hvað tárið er. Við barm þinn greru blómstur alls þess góða. Ég bið minn Guð að vaka yfir þér. (Vilhjálmur frá Skáholti.) Vetur er genginn í garð í dalnum mínum kæra, trén hafa fellt laufin sín og blómin fölnuð. Það er komið að kveðjustund, erilsömu dagsverki föðursystur minnar, Huldu Njáls- dóttur, er lokið en eftir situr minn- ingin svo mæt og hlý um stórbrotna konu og kæra frænku. Hulda var elst fjögurra systkina, fædd á Siglufirði 4. janúar 1936. Átta ára gömul missti hún móður .una og efast ég ekki um að móð- urmissirinn, og sú erfiða ákvörðun föður hennar að leysa upp heimilið og senda börnin fjögur í fóstur hvert í sína áttina, hafi mótað bernskuár GARÐH EIMAR BLÓMABÚÐ STEKKJARBAKKA 6 v SÍMI 540 3320 Blómabúðin v/ Fossvogskirkjwgará Sími: 554 0500 hennar og þá manneskju sem hún var. Ákveðnar skoðanir hafði hún á mönnum og málefnum, forkur til allra verka og hlífði sér í engu enda eljusemi og nýtni hennar aðals- merki. Hún ræktaði garðinn sinn, bar velferð sinna ættingja fyrir brjósti og engum gat dulist að innra sló hjarta úr gulli. Hún var ekki há í loftinu stúlkan sem forvitin, full eftirvæntingar og kokhreystin uppmáluð stóð á hlaðinu á Skúfsstöðum, komin til sumardvalar, þóttist kunna á öllum hlutum skil og að eigin sögn fædd í hlutverk kúasmalans. Ég var komin í sveit til Huldu frænku og Sigga. Ekki kom ég þetta eina sumar því svo vel undi ég vistinni að alls urðu þau níu sumrin er ég dvaldi á Skúfs- stöðum. Og sumrin liðu við leik og störf í minningunni ávallt sólskin, margt brallað og uppátækin mörg þótt fullorðna fólkinu þættu þau ekki alltaf til fyrirmyndar. En ávallt var mér tekið opnum örmum á hverju vori og ævinlega verð ég þeim Huldu og Sigga þakk- lát fyrir það tækifæri og það vega- nesti sem þau gáfu mér út í lífið. Það er sárt til þess að vita, Hulda mín, að við hittumst ekki aftur. Við teljum okkur alltaf hafa nægan tíma til að gera það sem ógert er og segja það sem ósagt var. Ég og fjölskylda mín þökkum þér allan kærleikann og tryggðina sem þú sýndir okkur alla tíð og biðjum þess að allt hið góða umvefji þig og blessi heimferð þína til fegurri stranda. Elsku Siggi mínn, Hólmfríður, Reynir, Una, Njáll, Inga, Halla og fjölskyldur, á stundu sem þessari mega fátækleg orð síns lítils. Svo sárt fínnum við til með ykkur og samhryggjumst ykkur svo innilega. Minningin um mæta konu mun lifa í huga og hjarta okkar allra. Htílmfríður. Hjartkær amma dætra minna, hún Hulda á Skúfsstöðum, er látin, svo snöggt andlát og fullkomlega ótímabært. Hún Hulda amma var fasmikil kona og atorkusöm. Hún var hörku- dugleg og ósérhlífin enda var dugn- aður mikil dyggð í hennar augum. Hún var mikil búkona og húsmóðir, meðal annars bakaði hún allt brauð til heimilisins, hvort heldur sem var rúgbrauð, flatbrauð, gerbrauð eða sætabrauð. Hún átti sér mörg áhugamál sem hún gaf sér lítinn tíma til að sinna en kom þó svo ótrú- lega miklu í verk. Hún hafði gaman af allri handavinnu, bjó til græðandi jurtasmyrsl og heilsute. Hún hafði mikið yndi af allri garðvinnu og ber garður hennar þess glöggt vitni, því allar plöntur urðu gróskumiklar og státnar af hennar umhyggju. Einnig hafði Hulda gaman af gönguferðum upp um fjöll og fimindi. Það gustaði af henni við hvert fótmál. Henni féll sjaldan verk úr hendi. Hún var stór- brotinn persónuleiki og hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lá ekki á skoðunum sínum. Við mig og fjölskyldu mína hafa þau hjón Siggi og Hulda ávallt verið hlýleg og hefur sá hlýhugur ætíð verið auðfinnanlegur í öllu þeirra viðmóti í okkar garð. Að leiðarlokum erum ég og fjöl- skylda mín full þakklætis fyrir alla hjálpsemi þeirra Sigga og Huldu, greiðvikni þeirra, sendingar, gjafir, hlýjar móttökur og kveðjur og góð kynni alla tíð. Við vottum Sigga og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Með virðingu og þökk. Ragnhildur Sveinstíttir. Hún Hulda vinkona okkar frá Skúfsstöðum er horfin yfir móðuna miklu. Kallið bar skyndilega að. Hjaltadalurinn er tómlegri eftir. Við hjónin kynntumst Huldu fljót- lega eftir að við komum að Hólum. Börnin hennar unnu hjá okkur við skólann og búið. Einnig vann hún sjálf um tíma í mötuneyti Hólaskóla. Ég gekk í Kvenfélag Hólahrepps og þar var Hulda ein aðaldriffjöðrin og ég kynntist henni enn betur. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum, ekki alltaf sammála hinum konunum og sagði hispurslaust hvað henni fannst og áhugi hennar var einlæg- ur. Það sem einkenndi Huldu fyrst og fremst var óhemju dugnaður og ósérhlífni sem átti sér engin tak- mörk. Hún dreif í því sem þurfti að gera og gekk í verkin, hvort sem þurfti að baka fyrir kaffiveitingar, halda spilavistir, bingó, basar eða hvaðeina sem Kvenfélagið eða Kven- félagasambandið þarfnaðist. Kraftur hennar og vinnugleði var smitandi, hún var þvi aufúsufélagi hvar sem þurfti að taka til hendi. Eg dáðist oft að því hve miklu hún kom í verk. Hún tók fullan þátt í öllum bú- störfum og þótti mjög vænt um öll dýr. Það var svo ótrúlega margt sem hún lagði hönd að. Hún saltaði og reykti kjöt, bjó til kæfu og ógrynni af sultu. í búrunum hennar var allt fullt af mat. Að koma inn á heimili Huldu fyllti mann öryggi og notaleg- heitum. Hulda var handlagin og hug- myndarík. Prjónaði heil ósköp, ekki síst á bamabörnin. Það var oft ótrú- lega mikið hvað hún lagði til á basar hjá Kvenfélaginu eða yinnuvöku Kvenfélagasambandsins. Ég á Ijúfar minningar frá Vinnuvökunni þar sem Hulda vinkona mín sló ekki af frekar en fyrri daginn. Þegar maður kom í eldhúsið hjá Huldu var ævinlega allt á fullu. Hún gat verið að steikja kleinur, elda mat, slá upp í köku en alltaf voru prjónamir inna seilingar ef eitthvert hlé yrði. Og ávallt tók hún jafn-vel og -innilega á móti gestum, spjallaði og lá ekki á skoðunum sínum. Ég keypti af Huldu egg í mörg ár og ekki var ég svikin af þeim eggja- kaupum. Þau vora með eindæmum stór og góð og oft flutu með and- aregg. Stundum gaukaði hún að mér broddi eða fullri kókflösku af ekta rjóma, sérstaklega fyrir stórhátíðir. Mest yndi hafði hún af ræktunar- stafi, grænmeti, blómum og ekki hvað síst trjárækt. Hún safnaði að sér fjölæram blómum víða að. Hulda unni íslenskri náttúra og útivist. Mitt í önnum dagsins gátum við mætt henni á hjóli eða gangandi á leið til berja. Hún sagði mér eitt sinn að hún hefði alveg óskaplega gaman afað tína ber og villijurtir. Hulda hlakkaði til þess að draga við sig í búskapnum og fá næði og tíma til að sinna þessum áhugamál- um sínum. Og það ætlaði hún að gera á litla nýja heimilinu sínu sem þau Sigurður höfðu komið sér upp í landi Skúfsstaða og þau kölluðu Mel. Hulda var mjög bamgóð og það leyndi sér ekki hve annt henni var um börnin og barnabömin. Þau áttu oft hug hennar allan. Mínum börn- um þótti alltaf gaman að koma með í heimsókn að Skúfsstöðum og þau nutu hins hlýja og einlæga viðmóts sem Huldu var svo lagið að deila til gesta sinna, ekki síst barna. Hulda vinkona mín á Skúfsstöðum var afar hlý kona, hjálpsöm og vinur vina sinna. Við hjónin og fjölskyldan öll þökkum henni fýrir samferðina og allar þær ljúfu minningar sem við eigum frá mörgum samverastund- um. Ég sé í anda hve gaman það hefði verið að heimsækja Huldu á nýja heimilið hennar að Mel þar sem hún hefði leitt okkur um garðinn sinn og næsta umhverfi. Þá hefði hún sýnt okkur hverju hún væri búin að planta og hvar hún ætlaði að gróðursetja þetta og hitt. Inni biði kaffi og kleinur. Prjónarnir lægju innan seilingar. En lífið er hverfult. Sigurði og börnum þeirra Huldu, bamabörnum og öðrum aðstandend- um, sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Okkur er helg minning um góðan nágranna og vin. Ingibjörg Stílveig Kolka Bergsteinsdtíttir. Mig langar með nokkrum orðum að minnast hennar fóstra minnar, eins og ég kallaði hana stundum, hennar Huldu á Skúfsstöðum, eins og hún var oftast kölluð í daglegu tali. Þegar móðir mín hringdi í mig og sagði mér að Hulda hefði fengið hjartaáfall og verið lögð inn á spítala þá hugsaði ég með mér að hún mundi nú hrista þetta af sér eins og hvert annað kvef því þessi kona var engin venjuleg kona. Hulda var ein af þessum kjarnorkukonum sem aldrei virtust þurfa að hvíla sig og stoppaði aldrei og varð aldrei veik. En lífið er óútreiknanlegt og Hulda lést einum sólarhring síðar aðeins 64 ára gömul. Mér varð strax hugsað til Sigga því þau Hulda og Siggi höfðu alla tíð verið mjög samrýnd hjón og nánast sem einn maður. Það er sorg- legt til þess að hugsa að loksins þeg- ar þau voru nú hætt að búa og ætl- uðu að fara njóta efri áranna í nýja fína húsinu sem þau reistu sér að Melum að þá skuli Hulda vera hrifin á brott frá sínum nánustu, einmitt þegar hún loksins hafði nú allan tím- ann í heiminum til að njóta sinna nánustu. Hulda kom til dyranna eins og hún var klædd og sagði alltaf það sem henni fannst og gerði það alveg um-búðalaust og þar með var það af- greitt. Eins var það með ólíkindum hvað Hulda var minnug á dagsetn- ingar og ártöl liðinna atburða. Þau mörgu sumur sem ég dvaldi í sveit- inni á Skúfsstöðum hjá Huldu og Sigga var ýmislegt brallað við mis- mikinn fögnuð frúarinnar á heim- ilinu, en Hulda hafði þó alltaf lúmskt gaman af þessum uppátækjum okk- ar krakkanna þó svo við fengjum stundum smátiltal fyrir. Eitt af því sem var fastur punktur í tilveranni á Skúfsstöðum var kaffi og matartímar því það vora yfirleitt engar smáveitingar sem þar voru bomar á borð fyrir viðstadda og allt þetta hristi Hulda fram úr erminni hvort sem við voram fimm, tíu eða tuttugu svangir magar sem þurfti að metta og þar stóð enginn upp frá borðinu svangur. Er ég fyrir um tveimur áram kom í heimsókn til Huldu og Sigga með mína fjölskyldu rifjaðist upp fyrir mér þessi mat- arást á Huldu. Þegar Hulda hafði lokið við að bera fram kræsingamar á borð fyrir okkur leit borðið út eins og það ætti að fara að ferma ein- hvem. Hulda var mikil húsmóðir sem kom sér vel því það var alltaf margt um manninn á heimili hennar og Sigga. Er mér sérstaklega minn- isstæður ísinn sem Hulda bjó til því hún bjó til heimsins besta ís og var ísinn hennar Huldu betri en nokkur sjoppuís. Hjá Huldu vora ekki til nein vandamál sem ekki mátti leysa og hjá henni lærði ég að ganga hreint til verks og leysa málin strax og gera hlutina umbúðalaust og hef- ur það veganesti frá henni komið sér vel í lífinu. Er ég hugsa til baka þá finnst mér eins og Hulda hafi alla tíð verið jafn gömul því hún hafði alltaf sömu orkuna til að komast yfir þau verk sem þurfti að afgreiða á hverj- um degi en Hulda vann alla tíð mjög mikið. Hulda fylgdist alla tíð vel með sín- um nánustu og ekki síst bamaböm- unum sínum sem skipuðu stóran sess í lífi hennar. Ég kveð Huldu með virðingu og söknuði, og þakka henni fyrir það veganesti sem hún gaf mér til að takast á við h'fið - ég þakka henni fyrir allt. Ég votta fjöl- skyldu Huldu mína dýpstu samúð. Jtíhannes Jtíhannesson. Skagafjörður og Hjaltadalur hafa alltaf laðað okkur að sér. Náttúra- fegurð er mikil í Skagafirði en þó er það fyrst og fremst fólkið og mann- lífið sem laðar. Hulda Njálsdóttir, lengst af húsmóðir á Skúfsstöðum, var ein þeirra sem auðguðu mann- lífíð í Hjaltadal. Við hjónin höfum sjaldan látið hjá líða að koma við á Skúfsstöðum og síðar á Melum, nýja húsinu þar sem þau hjón Hulda og Sigurður ætluðu að eyða ellinni, á ferðum okkar um Skagafjörð. Nú er hins vegar skarð íyrir skildi. Hulda Njálsdóttir húsmóðir er fallin frá langt fyrir aldur fram eftir stutta sjúkralegu. Hjaltadalur verður tóm- legri íyrir vikið og hugurinn er hljóður. Dauðinn kemur alltaf á óvart þótt hann sé eini öraggi fylgifiskur lífs- ins. Á hugann leita minningar um ánægjuleg samskipti. Það var alltaf gaman að heimsækja Huldu. Þrátt fyrir umsvifamikinn búrekstur, vinnusemi og annríki var alltaf tími fyrir þá gesti er bar að garði og óvíða hefur stórveisluborð verið töfrað fram á jafn skömmum tíma og þar. Það var gaman að spjalla um heima og geima við heimilisfólkið og allt hjálpaðist að við að gera heim- sóknir til Huldu og Sigurðar að til- hlökkunarefni. Hulda var gjarnan miðdepillinn í umræðunum með stuttum og hnyttnum athugasemd- um um menn og málefni og hafði alltaf ákveðnar skoðanir. Okkur leið alltaf vel við eldhúsborðið hjá Huldu. Það verður fátæklegra að koma í Hjaltadal eftir að Hulda er fallin frá, þótt við efumst ekki um að gestrisn- in verði söm og áður. Hugurinn er hjá ástvinum Huldu, Sigurði Þor- steinssyni og bömum þeirra hjóna. Við vottum öllum sem eiga um sárt að binda okkar dýpstu samúð og vonum að Guð gefi þeim þann styrk sem þarf til þess að takast á við þá sorg sem umlykur þau nú. Pétur Bjarnason og fjölskylda, Akureyri. Tíminn er eilífð sem streymir fram óaflátanlega eins og lygna í á. Ekkert fær stöðvað þá framrás sem er án upphafs og endis, nokkuð sem mannlegur skilningur nær ekki utan um. Þessa aðventudaga standa ljósa- skreytingar um híbýli manna sem aldrei fyrr, lífga upp og fegra skammdegið. Líf einstaklingsins er sem ljós er kviknar við fæðingu og slokknar við burtför af þessum heimi, Ijós sem tendrast og berst með elfi tímans uns það slokknar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.