Morgunblaðið - 21.12.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 55
~
þessa nótt sagði Jón af einlægni að ef
hann myndi deyja eftir að hafa tekið
of stóran skammt af kókaíni vildi
hann að sagt yrði frá því. Hann vildi
vera öðrum víti til varnaðar, jafnvel
þótt sannleikurinn myndi ekki forða
nema einum frá því að lenda í snöru
fíkniefnaneyslu. Of stór skammtur
varð Jóni ekki að aldurtila en það er
Ijóst að fíkniefni, áfengisneysla,
steranotkun, og það álag sem fylgdi
líferni hans, gerði útslagið. Jón hafði
fengið sig fullsaddan af öllum leynd-
armálum og því sem aldrei mátti tala
um. Hann hafði brotið af sér þá
hlekki og talaði opinskátt um líf sitt
frá æsku til fullorðinsára. Feluleikur
var honum ekki að skapi.
Jón var kærleiksríkur, stórhuga,
kraftmikill og hugrakkur. Hann naut
vinsælda sem einkaþjálfari enda var
hann á stundum nokkurs konar sálu-
sorgari þeirra sem nutu handleiðslu
hans. Og hann var ávallt traustsins
verður. Akkilesarhæll Jóns var ef-
laust sá að vilja sigra heiminn í einu
vetfangi. Ef honum hefði fyrst tekist
að sigrast á sjálfum sér hefði hann
lagt heiminn að fótum sér, á sinn
hátt. Jón vann stöðugt í því að verða
betri maður og stóð Sara við hlið
hans eins og klettur, sama hvað á
bjátaði. Hún og ljósgeislinn þeirra,
hann Tristan Alex, voru haldreipi
Jóns í lífinu. Hann unni þeim af öllu
hjarta og þráði að tryggja þeim
bjarta og örugga framtíð. Missir
þeirra er mikill en Jón fer einnig á
mis við að njóta þeirra sem reyndust
honum best í lífinu. En hann mun
vaka yfir þeim.
Fyrir nokkrum árum gaf ég Jóni
bók og skrifaði í hana; Jón Jesús,
vinur minn. Það var gert af einlægni
því Jón var mér mikils virði og ég
naut nærveru hans og trúnaðar.
Augun endurspegluðu þá fögru sál
sem hann hafði að geyma, jafnvel
þótt hann hafi villst af hinni björtu
leið um stundarsakir. Ég sakna
Jóns. Og veit að ég mun ávallt sakna
hans. Við áttum margt eftir ógert og
hlökkuðum til að skoða hellana við
Tungná sem koma við sögu í „skáld-
sögu“ sem ég hef verið að glíma við
síðastliðin ár. Við vorum sannfærðir
um að þar hefðum við verið vinh-
undir lok átjándu aldar og stutt hvor
annan fram í rauðan dauðann. Ég
veit að Jón mun glaður fylgja mér
þangað næsta sumar eins og segir í
ljóðinu hér að ofan; „og ég, þótt lát-
inn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir líf-
inu“.
Ég votta Söru, Tristan Alex, for-
eldrum Jóns, tengdaforeldrum og
ættingjum samúð mína. Minningin
um kærleiksríkan dreng mun lifa.
Þorgrímur Þráinsson.
Við viljum minnast góðs vinar
okkar, Jóns Elísar, sem við félagarn-
ir vorum vanir að kalla „Jónka“.
Kynni okkar hófust í Fellunum íyrir
rétt tæpum 28 árum þegar Jónki
kom í heiminn, þá vorum við félag-
arnir á aldrinum fjögurra mánaða og
upp í eins árs. Við áttum skemmtileg
ár í Fellunum, hverfið var í uppbygg-
ingu og því spennandi fyiir litla
stráka að rannsaka heiminn. Jónki
var fljótur að taka forystuna í vett-
vangsferðum okkar um húsagrunna
Fellahverfis. Hann var gjarn á að
leiða hópinn, fyrst á þríhjóli og síðar
á Universal-reiðhjóli. Rannsóknar-
áhugi okkar félaganna minnkaði
ekki með árunum, við eignuðumst
BMX-reiðhjól, hjól Jónka var króm-
að og bar af í vinahópnum. Það leið
ekki á löngu áður en við vorum búnir
að gera hjólabrautir og þá var keppt
að vetri sem og að sumri. Áhugi á
hjólabrautinni minnkaði þegar við
nálguðumst kynþroskaaldurinn og
þá stefndi hugurinn inn á nýjar
brautir. í Fellahelli áttum við eftir
að eiga margar góðar stundir. Þá var
ekki lengur fiott að vera á BMX-
reiðhjóli heldur varð maður að verða
sér úti um skellinöðru. Jónki var
fljótur að tileinka sér góða fæmi á
skellinöðrunni sem síðar breytist í
alvöru mótorhjólaáhuga. Hann hafði
einnig mikinn áhuga á bílum og átti
Jónki eftir að eignast þá marga af
öllum stærðum og gerðum.
Jónki var mjög framarlega í öllu
því sem hann tók sér fyrir hendur.
Hann spilaði körfubolta í nokkur ár,
fyrst hjá Fram og síðar hjá íR. Hann
þótti efnilegur en það voru ekki hóp-
íþróttimar sem heilluðu Jónka og
tók hann að æfa lyftingar ungur að
áram og eins og áður lagði hann sig
allan fram og náði góðum árangri. I
lyftingunum setti Jónki nokkur ís-
landsmet og fékk fljótt viðurnefnið
„Jón Massi“ og á seinni áram hefur
hann verið betur þekktur sem
„Massinn".
Jónki valdi snemma að snúa sér að
þjálfun, það gaf honum mikið að
hjálpa öðra fólki að styrkja heilsu
sína.
Jónki var í blóma lífsins þegar
hann lést. Óvænt fráfall hans hefur
knúið okkur vinina, hvern á sinn
hátt, til að endurskoða lífið og hverf-
ulleika þess. Við viljum minnast
Jónka með ljóði sem Rristján Jóns-
son orti um látinn vin sinn:
Nú samvist þinni sviptur er
ég sé þig aldrei meir!
Astvinimir, sem ann ég hér,
svo allir fara þeir.
Ég felldi tár - en hví ég græt ?
Þvíheimskingiéger!
Þín minning hún er sæl og sæt
Ogsömuleiðégfer.
Já sömu leið! En hvert ferð þú ?
Þighyljasééggröf
þar mun ég eitt sinn eiga bú
ofævisvifinnhöf.
En er þín sála sigri kætt
Ogsælabúinþér?
Ég veit það ekki! - sofðu sætt!
En sömu leið ég fer.
Það er sárara að kveðja Jónka en
orð fá lýst en minningin um hann er
sterk og mun lifa!
Við vottum Söra og Tristan sem
og öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Jón, Árni og Ágúst.
„Tilvera okkar er undarlegt ferða-
lag, við eram gestir og hótel okkar er
jörðin.“ Þannig hefst eitt af ástsæl-
ustu ljóðum Tómasar Guðmundsson-
ar og kom upp í huga minn þegar ég
fékk þau válegu tíðindi að vinur minn
Jón Elís Guðmundsson væri látinn,
að „ferðalagi" hans væri lokið og
hann farinn af „hótelinu“.
Snemma árs 1994 ætlaði ég eins
og svo margir aðrir að kaupa mér
kort í ræktinni og hefja heilsu- og
líkamsrækt af miklum móð. Gym 80
varð fyrir valinu og þar kynntist ég
Jóni. Hann starfaði þar sem einka-
þjálfari og tókst með okkur strax
mikill vinskapur. Ekki leið á löngu
þar til ég var orðinn einn af við-
skiptavinum hans og var það í góðan
tíma. Árangurinn lét ekki á sér
standa enda var hann hafsjór af fróð-
leik um líkamsrækt og kom aldrei
upp sú spuming sem hann gat ekki
svarað enda átti þetta starf hug hans
allan.
Það var engin tilviljun að Jón var
einn af vinsælustu einkaþjálfuram
landsins. Þar kom ekki bara við sögu
hæfni, metnaður og kunnátta heldur
líka persónuleiki hans því margir af
viðskiptavinunum ui-ðu hans bestu
vinir, það geta margir sem þetta lesa
stapfest.
Á þessum tima starfaði ég á Jarl-
inum sem þá var með aðsetur á
Sprengisandi. Ég var mættur í rækt-
ina til Jóns snemma morguns og því
næst var branað í vinnuna. Eins og
gengur og gerist með marga sem
byrja í líkamsræktinni dettur úr
einn og einn tími. Eins var farið hjá
sumum þeim sem æfðu hjá Jóni. Þá
notaði hann tækifærið, skrapp til
mín í vinnuna, fékk sér að borða af
salatbarnum og var svo rokinn til að
sinna næsta kúnna. Þessar heim-
sóknir urðu þegar fram í sótti fastur
punktur hjá Jóni enda þekkti hann
orðið allt starfsfólkið með nafni og
það að sjálfsögðu hann. Honum var
boðið í starfsmannahóf og einnig ef
annað skemmtilegt kom upp á, því
eins og áður segir var hann persónu-
leiki sem laðaði fólk að sér.
Árin liðu, ég lærði matreiðslu og
við héldum áfram að rækta vinskap
okkar þótt ekki hafi gefist sá tími
sem við höfðum áður. Ég hóf störf á
veitingahúsinu Einari Ben við Veltu-
sund en þá bjó Jón á Tryggvagöt-
unni og því stutt fyrir hann að kíkja í
heimsókn, fá sér kjúklingasalat og
að sjálfsögðu vatn að drekka.
Jón var líka með ólæknandi bíla-
dellu, hvort sem það vora jeppar eð
sportbílar, enda vora þær ekki fáar
jeppaferðimar sem mér var boðið í
og er ein sérstaklega minnisstæð en
þá var farið upp að Síðujökli sem þá
var að ryðjast fram af miklum krafti.
Farkosturinn var Willys-jeppi á 38
tommu dekkjum með öllu tilheyr-
andi. Eins fóram við nokkram sinn-
um til rjúpna með misjöfnum ár-
angri enda tilgangurinn frekar sá að
vera í góðum félagsskap hvor ann-
ars, áhyggjulausir og glaðir.
Til marks um það hversu góður
vinur Jón var, bæði minn og fjöl-
skyldu minnar, var hann gestur í
brúðkaupi tvíburasystur minnar og
eins í skírn sonar míns og þar tók
hann að sér stoltur að stjórna seg-
ulbandinu fyrir prestinn sem þáði
aðstoðina með þökkum.
Ég gæti eflaust skrifað meira um
þær góðu stundir sem við Jón áttum
saman, því hér hefur aðeins verið
stiklað á stóra.
Með þessum fáu orðum langar
mig að kveðja Jón Massa sem nú er
kominn á annað „hótel“. Fimm
stjörnu hótel sem býður bara upp á
það besta og þar átt þú örugglega
inni. Við hittumst seinna, vonandi á
sama „hóteli" og ef ég lendi í ein-
hverjum vandræðum í „lobbíinu" þá
veit ég að þú kemur og réttir fram
hjálparhönd eins og þér er einum
lagið.
Vertu sæll, elsku vinur.
Ég votta unnustu Jóns, syni, for-
eldrum, systkinum, ættingjum hans
og vinum mína dýpstu samúð. Guð
blessi ykkur öll.
Reynir Örn Þrastarson.
Ég var nýbúinn að kveikja á síma-
num mínum eftir hádegi hinn 10.
desember þegar hann hringdi. Það
var Fjóla systir hans Jóns sem sagði
að bróðir hinn væri látinn og mín
fyrstu orð vora þau: Ég trúi því ekki.
Það hlýtur að vera hið fullkomna
óréttlæti að svona duglegur, atorku-
samui' og góður drengur skuli vera
tekinn frá okkur svona sviplega. Það
er erfitt að koma orðum að þeim
missi og þeim tómleika sem ég finn
fyrir. Þú varst alltaf svo sterkur og
fastur fyrir og í mínum augum
varstu ódauðlegur. Það var alltaf svo
mikið að gera hjá þér og þú slakaðir
aldrei á, varst alltaf á fullu að græja
og gera alla hluti.
Þú máttir ekkert aumt sjá og
varst alltaf tilbúinn að hjálpa og að-
stoða en áttir sjálfur erfitt með að
þiggja aðstoð annarra þegar á móti
blés.
Mér verður alltaf minnisstætt
þegar þú snerir þér að mér og sagðir
að það eina sem virkilega skipti máli
í þessu lífi væri íjölskyldan. „Pass-
aðu vel uppá fjölskylduna, hún er
það eina sem maður raunverulega
á,“ sagðir þú. Það var greinilegt
hverja þér þótti vænst um.
Mér verða alltaf kærar þær stund-
ir sem við áttum saman og þá er efst
í huga sumarbústaðarferðin sem við
fórum í með konum okkar og böm-
um í júní síðastliðnum. Þið Sara vor-
uð mjög samrýnd og ykkur þótti svo
vænt hvora um annað. Ég dáist að
styrk Söra, hún stóð alltaf eins og
klettur við hlið þér í gegnum allai'
þær hremmingar og þá erfiðleika
sem upp komu. Einnig hugsa ég til
Tristans sonar ykkar sem var það
yndislegasta sem þú áttir en oftar en
ekki var hann með í för þegar við
skruppum saman í hádegismat.
Strákurinn er lifandi eftirmynd
pabba síns og það var alltaf svo gam-
an að sjá ykkur tvo saman.
Það er erfitt að horfa á eftir manni
sem var í blóma lífsins og ég get ekki
annað en hugsað til fjölskyldu Jóns á
þessum erfiðu tímum. Ég vona að
þau Sara og Tristan veiti hvort öðra
styrk til þess að komast í gegnum
þetta mikla áfall. Um leið og ég kveð
Jón vil ég þakka honum fyrir þann
tíma sem ég gat kallað hann vin
minn. Einnig vil ég þakka fyrir þann
hlýhug sem hann og fjölskylda hans
sýndu mér. Söru og Tristan votta ég
hér með mína innilegustu samúð,
sem og foreldmm hans, bróður og
Fjólu.
Steinbergur Finnbogason.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, sonur, bróðir, tengdasonur og afi,
SÆVAR MÁR STEINGRÍMSSON
sölustjóri,
Álfhólsvegi 79c,
Kópavogi,
lést á Landspítala Hringbraut þriðjudaginn
19. desember.
Bára Hákonardóttir,
Hrönn Sævarsdóttir, Arnar Þórir Ingason,
Drffa Sævarsdóttir,
Sævar Már Sævarsson,
Sigrún Fanney Sigfinnsdóttir,
Einar Steingrímsson, Sigríður Steingrímsdóttir,
Ólafía Árnadóttir, Hákon fsfeld Jónsson,
Harpa Sif, Ómar Þór og Kara Björk.
t
Elsku hjartans eiginkona mín, móðir okkar,
dóttir og systir,
MAGDALENA ELÍASDÓTTIR COAKLEY,
lést á heimili sínu í Englandi föstudaginn
15. desember.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík fimmtudaginn 28. desember kl. 15.00.
Dennis Charles Coakley,
Georg Christopher, Atli Heimir og Ellen Grace Coakley,
Ragnhildur Guðrún Bergsveinsdóttir,
Elías Baldvinsson
Baldvin Elíasson, Bergsveinn Haralz Elíasson.
+
Ástkær eiginmaður minn og faðir,
SIGURSÆLL MAGNÚSSON,
Sóllandi
við Suðurhlíð,
lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn
19. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Olga Stefánsdóttir,
Stefán Sigursælsson.
t
Eiginmaður minn,
GUNNSTEINN STEINSSON,
Skógargötu 9,
Sauðárkróki,
lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga þriðjudaginn 19. desember.
Útförin auglýst síðar.
Eiginkona, dætur
og aðrir aðstandendur.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi, sonur
og bróðir,
RAGNAR KARLSSON,
Smárahlíð 2
Akureyri,
lést af slysförum þriðjudaginn 19. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ellen Jónasdóttir.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í simbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi. -*/
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttii-
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.