Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 57
J '
á Homafirði. Öðru sinni hafði hann
fregnir af óútgefinni sagnfræðirit-
gerð og vildi að ég hefði uppi á henni.
Þau voru ófá skiptin sem hann sendi
Boggu punkta á tölvupósti um eitt-
hvað sem hann hélt að kæmi að gagni
í blaðamennskunni.
Hann hafði gaman af stónim hug-
myndum, hvort heldur þær voru um
þróunina í efnahagsmálum eða
bandarískum stjórnmálum. Ungling-
ur man ég eftir því að hann lét stórar
staðhæfingar flakka og mér lærðist
að leita eftir kímnisglampa í augum
frænda til að vita hvort ég ætti að
trúa eða ekki.
Trjárækt var stórt áhugamál
frænda síðustu árin og mín kenning
er að það hafi verið hans leið til að
komast aftur í snertingu við landið
eftir langt úthald erlendis. Auðvitað
hefði Símon ekki fallist á þessa skýr-
ingu. Hann hefði bent á skikann í
Biskupstungum og sagt eitthvað á þá
leið að hér væri land og það þyrfti að
græða upp.
Guð varðveiti og styrki Þuríði, Jó-
hönnu, Vilhjálm Styrmi, Svein Ori-a
og ömmu og afa.
Páll Vilhjálmsson
og ljölskylda.
Elsku frændi.
Ég á svo erfitt með að trúa því að
þú sért farinn svona skyndilega frá
okkur. Ég á ótal margar góðar minn-
ingar um þig og það sem þú kenndir
mér og systkinum mínum. Þó sér-
staklega allar samræðurnar okkar
sem gengu út á það að gera mig eins
pirraða og hægt var, þannig að það
blés úr eyrunum á mér. Það er nú
reyndar ekki svo erfitt en ég veit það
núna að þú varst bara að kenna mér
að vera sjálfstæð og fá mig til að
hugsa. Núna seinni árin var ég bara
farin að hafa gaman af þessu og sá þig
í nýju ijósi.
Þú varst alltaf inikill fjölskyldu-
maður og sýndir það svo oft í verki og
orði en það meina ég í hinum víðasta
skilningi. Við erum 20 systkinabömin
en þú sýndir okkur öllum jafnmikinn
áhuga og athygli líkt og þú værir
pabbi okkar. Ég man sérstaklega eft-
ir útskriftinni minni, það veitti mér
mikla gleði að gera stóra bróður
pabba svona stoltan. Þú varst líka svo
stoltur af þínum eigin bömum og
hæfileikum þeirra, að það lýsti af þér
langar leiðir þegar að þú talaðir um
þau og afrek þefrra. Þér fannst sér-
staklega gaman að tala við mig um
hæfileika Sveins Orra í teikningu og
láta mig sjá og meta það sem hann
var að gera. Ég lofa þér þvi að ég mun
hvetja hann áfram eins og þú sjálfur
hefðir viljað og gert.
Það var alltaf jafngaman að sjá
ykkur systkinin saman, sérstaklega
uppi í bústað (þar sem þú réðst ríkj-
um og stjórnaðir ræktuninni) því þið
emð svo samrýnd og góð við hvort
annað. Við í þriðju kynslóð eram því
með sanni farin að kalla ykkur maf-
íuna, þar sem þú varst að sjálfsögðu
aðalmafíósinn. Þetta sannaðist enn og
aftur við dánarbeð þinn, þar sem þau
stóðu öll eins og klettar og styi-ktu
hvert annað og okkui- hin. Það er aug-
Ijóst að þú varst og munt ávallt vera
elskaður.
Deyrfé,
deyja frændur,
deyrsjálfuriðsama.
En orðstír
Deyraldregi
Hveim er sér góðan getur.
(Hávamál.)
Við munum öll hjálpa Þuríði með
strákana og ég mun alltaf minnast þín
sem lífsglaða frænda míns sem vildi
alltaf hjálpa til og þar sem vesen og
vandræði voru strikuð út úr orðabók-
inni.
Elsku Þuríður, Jóhanna, Villi og
Sveinn Orri, afi og amma, finnið styrk
í hvora öðra.
Sofðu rótt elsku frændi.
Þín frænka,
Selma Rut.
Það reynist mér erfitt að taka
penna í hönd og og rita minningarorð
um minn elsta vin. Minningarnar
hrannast upp í huga minn, frá því er
við fyrst kynntumst í gamla Víkings-
heimilinu, þá í bamaskóla, Breiða-
gerðisskóla 1959 og allar götur síðan.
í öllum þessum minningum kemur æ
ofan í æ fram mynd af okkur vinun-
um, þar sem við gengum heilan vetur
í Réttarholtsskólann, frá Vogahverfi,
reyndar bjó Símon þá á Laugarás-
veginum og ég á Skeiðarvoginum.
Líkt og mér var Símoni ekki um að
breyta til með skóla, þegar við flutt-
umst í nýtt hverfi, heldur héldum við
tryggð við Réttarholtsskóla. Þessi
ganga okkai’ á hverjum virkum degi
tók a.m.k 1 klst. og gott betur fyrir
hann, þar sem hann átti um lengri
veg að fara. I hvaða veðri sem var, all-
an veturinn, þrömmuðum við þessa
leið, framhjá gamla Hálogalandi, þar
sem við æfðum handbolta í Víkingi,
að sjálfsögðu, yfii- kartöflugarðana er
þá lágu á milli Suðui’landsbrautar og
Miklubrautar, sem að mig minnir að
hafi enn verið ólokið og síðan upp síð-
asta hjallann að skólanum. Margt var
skrafað og skeggrætt á þessum göng-
um okkar til og frá skólanum þennan
vetur, sem ekki verður hér rakið. Frá
hinu skal samt greina að á þessum
göngum kynntist ég fyrst fyrir alvöra
þeim eðliskostum sem prýddu vin
minn Símon Pálsson. Þeir eiginleikar
vora helstir, tryggð, staðfesta og ein-
m-ð. Ég átti að sjálfsögðu eftir að
kynnast honum mun betur eftir því
sem á leið, en þessir kostfr komu þá
þegar skýrt í ljós og drógu mig að
honum og milli okkar hefur æ síðan
ríkt gagnkvæm vinátta.
Áiin liðu og lengi vel áttum við
samleið í skóla, barnaskóla, gagn-
fræðaskóla og síðan í Menntaskólan-
um á Akureyri, þar sem margt var
brallað, sem ekki verður hér haft eft-
ir. Það sem að mínu mati einkenndi
vináttu okkar var þó sú staðreynd að
þótt að við værum á stundum, jafnvel
áram saman, fjairi hvor öðram, slitn-
uðu aldrei þau bönd, sem í æsku vora
bundin. Gilti þá einu, þó að við væram
í sitt hvorri heimsálfunni eða nálægt
hvor öðram, þráðurinn slitnaði aldrei
og tal var tekið upp þar sem síðast
var frá horfið.
Ein mesta gæfa vinar míns var
þegar hann kynntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Þuríði Vilhjálmsdóttur,
lífsglaðri konu, sem kom eins og
skært Ijós inn í hans líf.
Ég nefndi í upphafi þá mannkosti,
sem ég tók fyrst eftir í fari vinar míns
þegar í æsku. A manndómsáram
hans komu í Ijós frekari kostir sem
hann prýddu. Hann var mikill heim-
ilisfaðfr, natinn við böm sín og vildi
gefa allt af sjálfum sér þeim til fram-
fara og heilla, kærleiksríkur en um-
fram allt, ætíð nálægur og reiðubúinn
til hjálpar. Þegar ég segi að hann hafi
verið mikill heimilisfaðir, þá nær það
ekki eingöngu tU hans nánasta heim-
ilis, heldur til foreldra hans, systkina
hans og bama þeirra. Hann beinlínis
naut þess að eiga „stóra fjölskyldu.“
Utan bama sinna og umhyggju fyrir
þeim og eiginkonu átti minn vinur eitt
stórt og mikið áhugamál, sem hann
reyndi að sinna í öllum tómstundum
sínum, en það var hvers konar rækt-
un, blóma og trjáa. Lengi býr að
fyrstu gerð þannig að sú ræktun á
eftir að minna okkur öll á hann, þegar
við virðum afrakstur tómstunda hans.
Naut hann sín best við þá iðju og ég
held að hún hafi veitt honum einhvers
konai’ hvfld frá amstri dagsins.
Nú á þessari kveðjustund, sem ég á
mjög bágt með að skflja og hvað þá
meðtaka, vU ég biðja Alföður að veita
honum viðtöku, styrkja og leiða á
þeirri vegferð sem hann nú hefur lagt
út á, um leið og ég þakka kæram vini
fyrir allt og allt.
Elsku Þuríður mín, Jóhanna, Vil-
hjálmur Styrmir og Sveinn Orri, ykk-
ar er sorgin og söknuðurinn mestur.
Ég bið góðan Guð að varðveita ykkur
og styrkja í sorg ykkar nú og á kom-
andi tímum, sem og foreldra Símon-
ar, þau Jóhönnu Símonardóttur og
Pál Þorsteinsson og systkin öU. Guð
varðveiti minningu um góðan dreng.
Þess óskar þinn vinur,
Þorsteinn Eggertsson.
Símon Pálsson hafði ákaflega góða
nærvera. Hann hafði fina kímnigáfu
og lét sér fátt óviðkomandi. Umræðu-
efnin sýndu mann sem hafði brenn-
andi áhuga á starfi sínu og fjölskyldu
ásamt stóra tómstundagamninu,
skógræktinni. Hann var stoltur af því
sem hann áorkaði í lífi og starfi, en
hreykti sér ekki.
Þrátt fyrir rólegt fasið vai’ hann
kappsamur og horfði langt fram í tím-
ann að hætti skógræktandans. Það
var mér heiður að eignast vináttu og
trúnað Símonar. Samstarf vegna
vinnu og sameiginlegur áhugi á
stjórnmálum leiddi af sér margar
ánægjulegar samverastundir og
minningar sem munu lifa.
Fráfall Símonar Pálssonar er mik-
ill harmur. Þó er missir fjölskyldu
hans sárastur og votta ég henni mína
dýpstu samúð.
Ólafur Hauksson.
Það er erfitt að trúa því að hann
Símon sé allur. Að ég skuli vera að
skrifa minningargrein um Símon
Pálsson er einhvem veginn ekki
raunveralegt og allt of endanlegt. Að-
eins fyrir nokkram dögum voram við
í daglegu sambandi enda hann einn af
mínum nánari samstarfsmönnum og
góður vinur. Hann hélt starfsmönn-
um sínum veglega jólaveislu á föstu-
dagskvöldi og lék á als oddi. Var til
þess tekið hve vel hann gerði við alla
og naut samverannar við starfsmenn-
ina. A sunnudegi var hann farinn.
Hann fór snögglega og án sjúkralegu
eða undangenginna hamlandi veik-
inda. Það hefði ekki hentað honum að
fara með öðram hætti.
Símon var stórbrotinn persónu-
leiki. Hann var ekki endilega allra, en
leitaði ráða í tiltölulega þröngum hópi
fólks sem hann treysti vel. Hann var
mjög hreinn og beinn og gekk ákveð-
ið og fumlaust til allra verka. Hann
var maður ákvarðana, aðgerða og
framkvæmda, en var minna fyrir
langar orðræður eða miklar vanga-
veltur. Símon var heldur ekki mikið
fyrir kurteisishjal eða að sækja til-
gangslítil mannamót. Þó var hann
mikill höfðingi þegar sá gállinn var á
honum. Hann hafði einnig ánægju af
þeim félagsstörfum sem hann tók á
annað borð að sér, eins og t.d. að
starfa að málefnum Bresk-íslenska
verslunarráðsins þar sem hann sat í
stjóm.
Símon starfaði allan sinn starfsferil
hjá Flugleiðum, nú síðustu árin sem
svæðisstjóri fyrir sölusvæðið ísland.
Það er mikið starf og vandasamt sem
hann leysti afskaplega vel af hendi.
Mér fannst hann í raun blómstra í því
starfi enda var hann við fráfall sitt bú-
inn að gegna því lengur en flestir for-
verar hans. Símon var mikill Flug-
leiðamaður. Hann unni félaginu og
lagði sig allan fram um efla hag þess.
Faðir hans hafði verið starfsmaður
Flugleiða alla tíð og sat í stjórn
félagsins. Hún Þuríður, kona Símon-
ar, stai-far hjá Flugleiðum og Jó-
hanna dóttir hans gerði það einnig til
skamms tíma. Margir af hans bestu
vinum vora einnig samstarfsmenn
hjá Flugleiðum. En þótt Flugleiðir
hafi skipað stóran sess í lífi Símonar,
þá var okkur sem kynntumst honum
náið ljóst að hjartað vai’ framai’ öllu
hjá fjölskyldunni. Það var Ijóst af tali
hans að fátt gaf honum meiri gleði en
að vera með fjölskyldunni í sumarbú-
staðnum og gróðursetja. Einnig hafði
hann afskaplega mikla ánægju af því
að fylgjast með íþróttaiðkun drengj-
anna og var greinilega mjög stoltur af
bömum sínum. Eins og margir for-
eldrar í krefjandi og tímafrekum
störfum vildi Símon geta eytt meiri
tíma með fjölskyldunni. Því er það
sérstakt ánægjuefni að fjölskyldan
tók sér óvenjulangt sumarfrí í sumar
og fór til Flórída. Þegar Símon kom
til baka áttum við langt og persónu-
legt samtal um þessa ferð, hvemig
hann hafði notið tímans með fjöl-
skyldunni og leyft strákunum að ráða
hvemig tímanum skyldi varið. Þessi
ferð var Símoni mikils virði og hefði
verið honum enn meira virði ef hann
hefði vitað hve skammt var til næstu
ferðar, þeirrar síðustu sem við öll fór-
umí.
Sorg og söknuður Þuríðar, Vil-
hjálms, Sveins Oira og Jóhönnu er
mestur og eigum við Anna þá ósk
þeim til handa að góðu minningarnar
lini þjáningar þeirra.
Steinn Logi Bjömsson.
Það vora ekki létt spor sem við
gengum að morgni mánudagsins 11.
desember sl. til að heimsækja sölu-
stjórn Flugleiða við Skútuvog. Þarna
var stór vinnustaður þar sem ríkti
sorg og djúp samúð vegna þess að
foringinn var fallinn. Símon Pálsson
var staddur í blóma lífsins, svo
skyndilega án nokkurs fyrirvara var
hann kallaður á brott. A föstudags-
kvöld hélt hann jólagleði fyrir starfs-
fólk sitt, geislandi af krafti og vígreif-
ur til að takast á við komandi verkefni
með sínu fólki, sem hann treysti og
sem treysti og bar virðingu fyrir hon-
um á móti. Hann sem kom fyrstur á
morgnana og fór ekki heim fyrr en
verki var lokið. Hugurinn leitaði
skjótt til íjölskyldunnar, eiginkon-
unnar, ungra sona, uppkominnar
dóttur, aldraðra foreldra og stórrar
fjölskyldu. Okkar missir var aðeins
lítill hluti af þeirra.
Kynni okkar hófust upp úr 1970,
unnum við þá stutt saman en héldum
okkur báðir við ferðaþjónustu og vor-
um aldrei langt hvor frá öðram. Um
áramótin 1983/84 ákváðu Flugleiðfr
að senda okkur báða í útlegð, hann
vestur um haf en mig til Noregs. Við
það fóra leiðir okkar að liggja oftai’
saman, sambandið að styrkjast og
vinátta að myndast. Svo höguðu ör-
lögin því þannig að þau hjónin tóku
við búi eftir okkur hjónin í Oslo 1987
og síðan líka í London 1992. Við þetta
mynduðust traust bönd bæði okkar í
millum og milli fjölskyldna okkar. Af
þessu öllu tel ég að orðið hafi mjög
gott samstarf, samráð, virðing og
ekki síst góð en talsvert sérstök vin-
átta.
Að setjast niður og kveðja sér
yngri vin og samherja er sem betur
fer ekki tíður viðburður. Persónuleiki
Símons verður mörgum minnisstæð-
m-. Hann var ekki allra, en vai’ vinur
vina sinna og traustur þeim sem hann
stjórnaði og var í viðskiptum við.
Hann gat verið stuttur í svöram og
nokkuð snefsinn, en þeir sem honum
kynntust og unnu með honum lærðu
á mannkostina, eljusemina og dugn-
aðinn. Lognmolla og droll var ekki til
í fari hans. Hann var fljótur að sjá
hvað skipti máli, það þurfti enginn að
SJÁNÆSTU SÍÐU
t
Ástkær faðir okkar,
PÁLL BJÖRGVIN ODDSSON
byggingameistari,
Vesturgötu 7,
lést miðvikudaginn 20. desember.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Oddný Þorgerður Pálsdóttir,
Eiín Pálsdóttir,
Jón Pálsson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
KJARTAN GÍSLASON
málarameistari,
Jöklafold 12,
sem lést föstudaginn 15. desember, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn
22. desember kl. 15.00.
Sigríður Pálsdóttir,
Stefanía Kjartansdóttir,
Margrét L. Kjartansdóttir, Jóhannes Þ. lngvarsson
og barnabörn.
+
Hjartans þakkir til ailra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
STEFANÍU ELÍNAR HINRIKSDÓTTUR,
frá Hellissandi.
Guð veri með ykkur.
Albert G. Guðlaugsson,
Guðlaugur J. Albertsson, Jóhanna B. Hallbergsdóttir,
Lára Karólína Albertsdóttir, Þröstur Heiðar,
Þröstur Albertsson, Sóley Jónsdóttir,
Hinrik B. Karlsson, Ingunn K. Aradóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og
útför
AUÐUNS KR. KARLSSONAR,
Ásabraut 2,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja og starfsfólks Land-
sþítala Fossvogi.
Guð blessi ykkur öll.
María Auðunsdóttir, Hallgrímur Kristmundsson,
Sigríður Auðunsdóttir, Reynald Þorvaldsson,
Helga Auðunsdóttir, Garðar Brynjólfsson,
barnabörn , barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.