Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 64
4 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Hvað eru kr.
76.841.000.000
á milli vina?
SAGT er að eitt sinn hafi menn í
borgarstjóm við umræðu um fjár-
hagsáaetlun rifist mikið um það hvort
gera þyrfti við þak á einhverri véla-
geymslu, sem væri farið að leka. Eftir
uyklar umræður féllust menn á að
viðgerðin mætti bíða. Svo var margra
milljarða fjárhagsáætlun samþykkt
umræðulaust. Ekki veit ég hvort sag-
an er sönn en góð er hún. Stórar tölur
skilur fólk ekki en hins vegar skilja
allir íslendingar lek þök.
Framhaldsskdlakennarar
og lífeyrisrétturinn
Nú stendur yfir verkfall fram-
haldsskólakennara. Eitt atriði, sem
alltaf gleymist í því sambandi eru líf-
eyrisréttindi opinberra starfsmanna.
Til þess að varpa ljósi á það atriði
skulum við taka dæmi af tilboði
Verslunarskólans um rúmlega tvö-
földun dagvinnulauna án þess að
heildarlaunin hækki sem því nemur.
StíSnarar sem voru við störf í árslok
1996 og eiga rétt í B-deild Lífeyris-
sjóðs starfsmanna ríkisins fá lífeyr-
isrétt, sem miðast við dagvinnulaun
eftirmanns síns. Þegar dagvinnu-
launin rúmlega tvöfaldast tvöfaldast
jafnframt væntanlegur lífeyrir
þeirra. Ennfremur tvöfaldast lífeyr-
isréttur þeirra fyrrverandi kennara
Verslunarskólans, sem eru famir að
taka lífeyri. Lífeyrir þeirra tvöfald-
ast. Þá tvöfaldast einnig lífeyrisrétt-
ur þeirra, sem eru löngu hættir störf-
um hjá Verslunarskólanum og eru að
vinna úti í bæ. Þannig má segja að
þeir séu enn á launaskrá hjá Versl-
unarskólanum því allur þessi lífeyr-
isréttur er greiddur af Verslunar-
skólanum, sem sendir reikninginn til
ríkissjóðs, sem sendir reikninginn
áfram til okkar ailra, skattgreiðenda.
Það erum jú við sem borgum ballið.
Hver ríkisstarfsmaður (starfandi,
lífeyrisþegi og hættur störfum) á að
meðaltali réttindi að verðmæti rúmar
6 mkr. Því má gera ráð fyrir að fyrir
samninga sé lífeyrisréttur hvers
kennara Verslunarskólans að verð-
mæti minnst 7 mkr. Hann tvöfaldast
að verðmæti og tilboðið kostar ríkið
því um 7 mkr. (Hálft íbúðarverð!) Allt
eru þetta mjög lauslegar tölur en þó
varlega áætlaðar.
Aukning lífeyrisréttar
síðustu 4 ár
5 h'feyrissjóðir og lífeyrisdeildir
njóta beinnar ábyrgðar ríkissjóðs og
byggja á eftirmannsreglunni, þ.e. B-
deild Lífeyrissjóðs starfsmanna rík-
isins, Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræð-
inga, Lífeyrissjóðs alþingismanna og
Lífeyrissjóðs ráðherra. Með því að
skoða reikninga þessara sjóða sést að
skuldbinding ríkissjóðs umfram eign-
ir sjóðanna hefur á 4 árum, 1997 til
2000, vaxið um 59.186 mkr. Til við-
bótar hefur ríkissjóður á síðustu
tveimur árum greitt
niður þessa skuld ríkis-
jóðs um 17.655 mkr.
Alls hefur því skuld-
bindingin vaxið um
76.841 mkr. á síðustu 4
árum. Hvm-s lags tala
er nú það?
Sem dæmi um stórar
tölur má nefna að allur
lífeyrir Tryggingastofn-
unar ríkisins er um 15
mUljarðar á ári sem er
nokkru minna en skuld-
binding ríkissjóðs
vegna starfsmanna
sinna hefur hækkað.
Um 19.500 ríkis-
starfsmenn eru starf-
andi og eiga réttindi hjá þessum líf-
eyrisdeildum. Þegar ríkið hefur
samið við þessa starfsmenn sína á
undanfomum 4 árum hefur það kost-
að 76.841 mkr. eða um 4 mkr. á hvem
starfandi ríkisstarfsmann. Aukning
skuldbindingarinnar vegna samninga
við starfandi ríkisstarfsmenn er góð-
ur þriðjungur íbúðarverðs á þessum
4 áram á hvem þeirra. Og eiga þó
margir eftir að semja, t.d. framhalds-
skólakennarar.
Hvers vegna vex
lífeyrisrétturinn svona?
Árið 1996 var ákveðið að taka upp
aðlögunarsamninga við opinbera
starfsmenn. Það þýðir að alls konar
sposlur voru aflagðar og færðar inn í
dagvinnulaunin. Dagvinnulaunin
vora færð að raunveralega greiddum
launum. Þó að þessi breyting ein sér
þýddi ekki launabreytingu breyttist
lífeyrisrétturinn umtalsvert. Lífeyr-
isrétturinn, sem grandvallast á dag-
vinnulaunum eftirmanns, hækkaði
eins og dagvinnulaunin en ekki bara
fram í tímann heldur líka fyrir öll árin
frá því starfsmaðurinn hóf störf og
hafði greitt iðgjald til sjóðsins af lág-
um dagvinnulaunum. Aðlögunar-
samningarnir hafa
hækkað dagvinnulaun
ríkisstarfsmanna um
50% á 4 áram.
Auk þess veitir Líf-
eyrissjóður starfs-
manna ríkisins, B-
deild, á margan hátt
miklu betri lífeyrisrétt
en almennu lífeyris-
sjóðimir. T.d. 2% líf-
eyrisrétt fyrir hvert ár
í stað 1,65%. Taka líf-
eyris hefst við 65 ára
aldur í stað 67 ára ald-
urs. 95 ára reglan.
Hækkun lífeyris eins
og dagvinnulaun en
ekki eins og verðlag.
Eg benti á afleiðingar þessara
breytinga á Alþingi í des. 1996 en það
Skuldbindingar
Kannski má selja
Landssímann og bank-
ana, segir Pétur H.
Blöndal, uppí kröfu
opinberra starfsmanna
og dygði það fyrir
helmingi hennar.
var ekki hlustað á það og breytingin
samþykkt með 53 atkvæðum gegn 2.
Kunna ríkisstarfsmenn
að meta lífeyrisréttinn?
í umræðunni um kjör ríkisstarfs-
manna og samanburð við almennan
markað er aldrei minnst á þennan líf-
eyrisrétt né þá skuldbindingu og
ábyrgð, sem ríkið ber. Væri þó gam-
an að vita hvað t.d. framhaldsskóla-
kennarar væru tilbúnir að „sætta“ sig
við mikla launahækkun gegn því að
vera tryggðir t.d. hjá Lífeyrissjóði
verslunarmanna eða Söfnunarsjóði
lífeyrisréttinda án ríkisábyrgðar. Það
er staðan ef þeir hverfa á hinn rnarg-
rómaða almenna markað. Vegna
þess, sem að framan hefur komið
mætti eflaust bjóða þeim 10% til 20%
launahækkun um alla framtíð vegna
þessa eina atriðis.
Hver borgar brúsann?
Ogreidd skuldbinding ríkissjóðs
vegna þessara lífeyrissjóða er núna
um 176.890 mkr. og hefur vaxið um
76.841 á aðeins 4 áram. Hún mun
vaxa enn frekar ef samið verður hefð-
bundið við framhaldskólakennara.
Þeir era um 2000 og ef hver fær aukin
lífeyrisréttindi að verðmæti 7 mkr.
kostar það 14 milljarða.
Heildarskuldina greiða um 130
þús. skattgreiðendur og er hlutur
hvers um 1,4 mkr. Ogreidda skuldin
er um 2,5 mkr. á hverja fjögurra
manna fjölskyldu. Hvernig ætlunin
er að greiða þetta hefur enginn sýnt
mér fram á en kannski hafa þing-
mennimir 53, sem samþykktu þessi
ósköp einhvem aur í handraðanum.
Kannski má selja Landssímann og
bankana uppí kröfu opinberra starfs-
manna og dygði það fyrir helming
hennar. Kæmi þá í ljós að þessi fyr-
irtæki era ekki í eigu almennings
heldur opinberra starfsmanna.
Það er ekki gaman að skrifa svona
dapurlega grein á jólafostu en það er
heldur ekki gaman að standa í verk-
falli á þeim tíma né hða fyrir verk-
falhð með töpuðu námi. Ekki er held-
ur gaman að sjá ógreiddar skuld-
bindingar hrannast upp. Mikilvægt
er að aðilar líti til algerlega nýrra
leiða við lausn á þessari deilu þannig
að skattgreiðendur fái miklu meiri
menntun fyrir fjármuni sína. Ekki
veitir af.
Höfundur er alþingismaður.
Pétur H.
Blöndal
Bestajólagjöfín
Óskar Bryndís
Isfeld Kristjánsdóttir
EINS og líklega allir
foreldrar grunnskóla-
bama vita renna samn-
ingar við grunnskóla-
kennara út núna um
áramótin. Þau nýju og
jákvæðu vinnubrögð
sem viðhöfð hafa verið í
samningaviðræðum
Kennarasambands Is-
lands og launanefndar
sveitarfélaganna hafa
vakið þá von í bijósti
okkar foreldra að þess-
um aðilum muni takast
að semja án sársauka-
íúllra átaka - eins og
þeirra sem við horfum á
varðandi samninga við
framhaldsskólakennara. Hér virðast
samningsaðilar tala sömu tungu og
stefna að sama markmiði; þ.e. betri
skóla og árangursríkara skólastarfi.
Það sem einkum styður þessa von er
sameiginleg stefnuyfirlýsing samn-
ingsaðilanna, dagsett 4. desember sl.,
og birt hefur verið í fjölmiðlum. Þetta
mun vera í fyrsta sinn hér á landi sem
slík stefnuyfirlýsing er gefin út á
meðan kjaraviðræður eru enn í full-
FERSKT • FRAMANDI • FRUMLEGT
ítalskar, spánskar
um gangi. Þama hafa samningsaðilar
sest niður og farið yfir málið með því
hugarfari að um sameiginlega hags-
muni sé að ræða. Þannig kynntu þau
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður
Félags grannskólakennara, og Birgir
Bjöm Siguijónsson, formaður launa-
nefndar sveitarfélaganna, máhð fyrir
okkur foreldram sem sitjum í stjórn
og framkvæmdastjóm SAMFOK. í
stefnuyfirlýsingunni era birt þau at-
riði sem báðir aðilar eru sammála um
en einnig lögðu þau Guðrún Ebba og
Birgir Bjöm fram hsta yfir þau atriði
sem enn á eftir að ná samkomulagi
um. Jafnframt sögðu þau að mikil
bjartsýni ríkti um að samkomulag
myndi nást og að samningar yrðu
jafnvel í höfn fyrir áramót. Það von-
um við foreldrar svo sannarlega enda
væri það besta jólgjöfin sem hægt
væri að færa okkur öUum.
Foreldrar hafa fengið
að fylgjast með
Auk þess að birta stefnuyfirlýs-
inguna opinberlega hafa samningsað-
ilar gert sér far um að kynna fulltrú-
um foreldra þær áherslur sem hvor
um sig vili leggja í þessum viðræðum.
Að undanfómu hafa foreldrar al-
mennt fengið skammir í ýmsum fjöl-
miðlum fyrir að hafa lítið látið til sín
heyra varðandi kjarabaráttu kenn-
ara. Hvað varðar okkur fulltrúa for-
eldra grannskólabama í Reykjavík
þá er það að segja að snemma í haust
fóram við á fund borgarstjóra og af-
hentum formlega bréf þar sem við
minntum á að kjarasamningar myndu
renna út um áramótin og hvöttum
samningsaðila til að hefja viðræður
þegar í stað. Borgarstjóri fræddi okk-
ur þá um að þegar væra hafnir óform-
legir fundir. Einnig kom fram að bæði
foreldrar og borgarstjóri voru sam-
mála um að komandi samningar yrðu
að endurspegla vilja beggja aðila til
að auka sveigjanleika í skólastarfinu.
Skömmu síðar óskuðu formaður og
varaformaður Félags grannskóla-
kennara, þau Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir og Finnbogi Sigurðsson, eftir
Kennarar
Ef kennarar eru tilbúnir
til breytinga sem leiða
munu til þróunar í
skólastarfínu þá telja
Oskar Isfeld og Bryndís
Kristjánsdóttir að for-
eldrar séu reiðubúnir að
styðja kröfur þeirra.
fundi með stjóm SAMFOK þar sem
þau skýrðu sínar áherslur og kröfur.
Jafnframt hlustuðu þau á hugmyndir
og óskir sem foreldrar hafa um skóla-
starfið í náinni framtíð en þar er rauði
þráðurinn sá að skólastarf verði sam-
bærilegt við það sem gerist í ná-
grannalöndunum og jafnframt að
skóhnn starfi þannig að börnum hði
þar vel. Bam sem hður illa lærir
nefnilega ekki.
Fulltrúar kennara sögðu að þeir
gerðu sér fulla grein fyrir því að
skólastarfið þyrfti að breytast og að
það væri hluti þess sem rætt yrði í
samningaviðræðunum.
Strax í upphafi vetrar virtist þvi
góður vilji hjá báðum aðilum. Frá
þessum fundum hefur SAMFOK
skýrt fulltrúum foreldra í öllum
grannskóium Reykjavíkur, þannig að
þó að foreldrar grannskólabama hafi
ekki verið að tjá sig í fjölmiðlum um
samningamál kennara hafa þeir
vissulega verið að fjalla um þessi mál
á öðram vettvangi.
Nú siðast óskuðu Guðrún Ebba og
Birgir Bjöm eftir að hitta stjóm
SAMFOK til að kynna stefnuyfirlýs-
inguna og fara yfir stöðuna.
Mörg göð markmið
Hvað stefnuyfirlýsinguna varðar
þá er ánægjulegt að sjá þar strax í
upphafi að samningsaðilar telja að
virkt samstarf foreldra og skóla sé ein
af forsendum árangursríks skóla-
starfs. Þama er gert ráð fyrir að for-
eldrar fái fræðslu til að þeir séu betur
í stakk búnir til að sinna þeim skyld-
um og þeirri ábyrgð sem þeir bera á
skólagöngu barna sinna.
í yfirlýsingunni kemur einnig fram
að vinnutímaskilgreiningu kennara
verður breytt. Hvorki við sem eram í
stjóm SAMFOK né foreldrar al-
mennt skiljum til hhtar vinnutíma-
skilgreiningu kennara en í stuttu máli
er hér átt við að með nýju samning-
unum verði hægt að endurskoða og
breyta skipulagi skólastarfsins. Að
vísu kom fram í máli Birgis Bjöms að
hann sér fyrir sér að þetta muni ger-
ast á mörgum áram. Við minntum
hann þá á að skólaganga bams á
hveijum tíma væri afar verðmæt og
að fyrirhugaðar umbætur í framtíð-
inni gögnuðust ekki bömum sem
væra í skólanum núna - þ.e. við for-
eldrar teljum að hraða eigi öllum um-
bótum sem leiða til þess að grann-
skólinn á Islandi verði á allan hátt
sambærilegur við það sem best gerist
í nágrannalöndunum. Foreldrar era
ánægðir með þá áherslu sem þama er
lögð á velferð nemenda en það er ein-
mitt eitt af þeim atriðum sem við for-
eldrar höfum viljað leggja mun meiri
rækt við. Styrkja á samband kennara
og nemenda enn frekar, sem kallar á
skýrar samskiptareglur milli þeirra
og milli foreldra.
Góðar óskir til handa
samningsaðilum
Mörg fleiri ágæt langtímamarkmið
era þama nefnd sem báðir samings-
aðiiar era sammála um. Þess ber þó
að geta að á síðasta spretti samninga-
viðræðnanna átti eftir að skilgreina
nánar útfærslu ýmissa þeirra og vona
foreldrar að það takist giftusamlega.
Foreldrar gera sér fulla grein fyrir
því að forsenda þess að hæfir kenn-
arar fáist til að kenna bömunum okk-
ar er að kennarastarfið sé eftirsókn-
arvert, sem m.a. þýðir að kennarar
verða að fá greidd sömu laun og sam-
bærilegar starfsstéttir fá, þ.e þeir
sem era með áþekka menntun og
ábyrgð í starfi. Þegar Ijóst er að
kennarar eru tilbúnir til ýmissa
breytinga sem leiða munu til þróunar
í skólastarfinu teijum við að allir for-
eldrar séu reiðubúnir að styðja þá í
launakröfum þeirra. Foreldrar í
stjóm SAMFOK óska samningsaðil-
um farsældar í starfi og ánægjulegs
nýsárs.
Óskar er formaður SAMFOK.
Bryndfs er varaformaður SAMFOK.