Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 65

Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ _________________________FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 65 UMRÆÐAN Siglingastofnun sveik TRILLUKARLINN var kóngur í ríki sínu einn á báti, jafnvel úti í hafsauga, talandi við fuglinn og sjálfan sig, og ef eitthvað alvarlegt skeði, þá við þann sem öllu ræður. Hann reri til fiskjar þegar veður- útlit og sjólag var hon- um að skapi og bað engan leyfis. Trillu- karlinn var sjálfstæð- astur allra sjálfstæðra manna og ekkert frelsi var þessu frelsi frjáls- ara. Hann var og er stoltur í smæð sinni og enginn þolir verr yfir- gang og ofbeldi. Draugur sá er vak- inn var upp og nefnist kvótakerfi sjávarút- vegsins ríður húsum landsbyggðarinnar og hefur fengið að brjóta þar niður byggðir og fólk afskipta- laust, hann er einnig að brjóta niður lífsmáta og hugsjón trillukarlsins. Ef frammámenn opinberrar þjón- ustustofnunar telja að þessa menn eigi að umgangast með svipuna á lofti, þá er það skaðleg skammsýni. Hroki og valdniðsla er slíkt eitur að áhrif þeirra eru varanleg. Ég segi þetta að gefnu tilefni vegna samskipta við Siglingastofn- un íslands á liðnu sumri. Ég vil þó strax taka fram að ég tel langt yfir 90% af starfsfólki stofnunarinnar in- dælt úrvalsfólk og reyndar hefði ég ekki trúað svona framkomu upp á nokkurn þar að óreyndu. Mál þetta snerist um það að koma báti til veiða í svokölluðu 23ja daga sóknarkerfi. Það er leyfi til að sækja sjó með handfærum í 23 daga af 365 dögum ársins og þetta er næstum það eina sem eftir er af frelsi trillu- karlsins, þótt aldrei hafi þorskstofn- inum staðið ógn af útgerðinni hans. Samskipti við Siglingastofnun varðandi þennan bát hófust um mánaðamótin maí-júní, en í byrjun júlí þegar allt virtist strand bað eig- andi bátsins mig að koma að málinu fyrir sig, þar sem hann var við sjó- róðra vestur á fjörðum. Ég ætla ekki að rekja hér alla þá þvælu sem þetta mál fór í, en 17. júlí var gert samkomulag á fundi í Siglingastofn- un um það hvernig ljúka skyldi mál- inu. Samkomulagið var þannig að bát- urinn kæmi inn á skipaskrá sem ný- smíði að vissum skilyrðum uppfyllt- um. Fund þennan sátu Haraldur Árni Haraldsson, eigandi bátsins, Öm Pálsson, framkvæmdastjóri LS, og undirritaður og af hálfu Siglinga- stofnunar þeir Páll Hjartarson og lögfræðingur stofnunarinnar, Hlyn- ur Skúli Auðunsson. Strax var hafist handa um framkvæmd sam- komulagsins og það allt unnið eftir fyrir- mælum stofnunarinnar og undir eftirliti skoð- unarmanna. 1. ágúst var bátur- inn fullfrágenginn og skoðaður í Sandgerðis- höfn og merktur sem nýsmíði. Sótt var um frest á hluta raflagna fram til 1. september. Beðið var um flutn- ingsleyfi fyrir bátinn til Flateyrar. Um morguninn 2. ágúst, þegar taka átti flutningsleyfið og halda af stað, hafði heldur betur skipt um vindátt í Siglingastofnun. Starfsmenn stofn- unarinnar höfðu fengið vinnuplagg, undirskrifað af Tómasi Sigurðssyni, dagsett 2. ágúst, með vinnureglum um endurbyggingu báta. þar stóð að ekki kæmi til álita hvort leyft yrði að smíða bátinn, sem þá lá fullfrá- genginn og skoðaður í Sandgerð- ishöfn, og liggur enn, fyrr en búið væri að smíða annan bát á undan honum sem marga mánuði hefði tekið. Þar með var búið að svíkja samkomulagið frá 17. júlí og hafa af eigandanum róðradagana 23, sem ekki var hægt að flytja á milli ára og urðu því að nást fyrir 1. september. Þetta þýddi margra milljóna tap miðað við veiði á Vestfjarðamiðum. Kvóti Kvótadraugurinn, segír Haraldur Jóhannsson, er að brjóta niður lífsmáta og hugsjón trillukarlsins. Einnig var Siglingastofnun búin að láta vinna við bátinn eftir samkomu- laginu sem gert var fyrir æma upp- hæð, sem nú kom engum að gagni. Ég fór strax á skrifstofuna til þessa Tómasar og spurði hvað væri um að vera, hvort svíkja ætti sam- komulagið sem gert var. Hann sagði þetta vinnureglur í stofnuninni. Ég vildi þá fá að vita af hverju þessar vinnureglur hefðu ekki legið fyrir hálfum mánuði áður, þegar sam- komulagið var gert. Svarið var, „þetta eru vinnureglur hér“. Ég spurði hvort þessar reglur styddust við einhver lög eða reglugerðir og svarið var það sama, „þetta em vinnureglur hér“. Ég sagði þá að hann gerði ekkert annað en stanga sama steininn, en þá komu greini- lega aðalrök hans í málinu og þau voru „út með þig, komdu þér út“ og þannig var málið afgreitt. Á þetta hlustaði skoðunarmaður sem hann kallaði inn á skrifstofuna meðan ég var þar. Ekki vissi ég við hvað þessi Tómas Sigurðsson starfaði þarna á stofnuninni - þekkti hann ekki - en taldi víst að á skipasviði hlyti hann að vera, þar sem hann skrifaði undir vinnureglur um bátasmíði. En seinna um daginn var ég látinn vita að hann væri á vitasviði og þá fór ég líka að skilja þetta betur því mað- urinn virtist greinilega vera á milli vita og ég get alveg látið hann vita, þótt aðrir ættu frekar að láta hann vita, að hann er vita vonlaus í þeim málum sem komin eru frá Siglinga- málastofnun og það ætti hann best sjálfur að vita. Aura urðu örlög þín Siglingamálastofnun Enginn hjá Siglingastofnun, sem kom nærri þessu máli, lét að því liggja að fyrirmæli um þessa af- greiðslu málsins væni komin frá al- mættinu, eða einhverjum sem teldi sig búa við réttlætisveginn þangað upg. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Pál Hjartarson. Þótt hann héldi fram ýmsu sem hann gat ekki staðið fastur á, þá hvarflaði ekki að mér að honum væri ekki treystandi. En því miður, hann sveik samkomu- Haraldur Jóhannsson Notaleg stæði í sex bílahúsum bíða þín í jólaumferðinni Bergstaðir A homi Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs.154 stæði lagið frá 17. júlí, samt vil ég ekki trúa því að það hafi hann gert með gleði. Lögfræðingur Siglingastofnunar, Hlynur Skúli Auðunsson, stóð við samkomulagið sem gert var 17. júlí. Það verður að teljast mjög slæmt og vonandi að þessi ungi og geðugi maður skilji ekki eftir sig svona gjörninga, sem vörður inn í framtíðina. I því eina samtali sem ég átti við Hermann Guðjónsson, forstjóra Siglingastofnunar, fékk ég ekkert bitastætt varðandi þetta mál. Mig minnir að hann segði hvert svið inn- an stofnunarinnar hafa sjálfstæða afgreiðslu mála. Ekki veit ég hvort allir eru því sammála og vil ekki trúa að í þeirri stofnun dansi h(?Á uðið eftir limunum. En ég vil benda þessum glaðlega manni á að hann leysir ekki þetta mál með því að svara ekki þeim bréfum sem eigandi þessa umrædda báts hefur sent Siglingastofnun, fyrir vikum og mánuðum. Bótaskyldan hverfur ekki á þann hátt. Að lokum vil ég taka fram að það er greinilega verkefni vitasviðs Sigl- ingastofnunar að byggja vita á skerjum þeirra mannlegu samskipta sem Tómas Sigurðsson strandaði á 2. ágúst sl. Höfundur er trillukarl. Gervijóiatré með fæti 09 2.995,- OPIDTIL 0LLKV0LD Full verslun af frábærum jólagjöfum M METRO Skeifan 7 • Sfmi 525 0800
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.