Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 66
 66 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNB LAÐIÐ Sendum viðskiptavinum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld i á nýrri öld Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Opið öll kvöld til 22:00 'þoriáksmessu til 23:00 aðfangadag til 12:00 Opið aðfangadag í 10-11 til 15:00 qjeiho^1. - miðbœ Hafnarfjcmhr Framsóknar- flokkurinn og sjúkrahúsin FRAMSÓKNARMENN hafa stefnt að því lengi að sameina stóru sjúkrahúsin í eitt ríkisbákn. Að mati þeirra er þeim að takast þetta þó að allt gangi þeim enn í óhag. Allt frá því að Borgarspítal- inn var tekinn í notk- un vorið 1966 hefur þetta verið ásetning- ur þeirra. Framsókn- armenn hafa ekki með nokkru móti getað unnt Reykvík- ingum þess að eiga sitt eigið sjúkrahús. Með alls konar brögðum hafa þeir lagt stein í götu Borgarspítalans og síðan Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þegar þeir hafa haft til þess völd hafa þeir svo fjársvelt þessar stofnanir til að sýna fram á að ódýrara væri að reka þau sam- eiginlega. En það hefur nú aldeilis ekki sannast; hallinn hefur sjaldan Heilbrigðismál Það getur orðið styttra en ráðherra heldur, seg- ir Kari Ormsson, í að ríkisbákn þetta tæmist af starfsfólki og hvar stöndum við þá? verið meiri, skortur á starfsfólki aldrei eins mikill, lokun á sjúkra- rúmum til skammar, biðlistar lengjast og lengjast í flestar að- gerðir. Starfsfólk hefur aldrei ver- ið óánægðara sem kemur fram í því að aldrei hefur verið erfiðara að manna deildir. Heilbrigðisráðherra lýsir því yf- ir á þingi að hún muni aldrei sam- þykkja að byggt verði upp einka- rekið sjúkrahús. Ef einkarekið sjúkrahús er svona óvinsælt og dýrt, hvað er það þá sem ráðherra óttast? Kannski að starfsfólk flýi Íúrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía ríksbáknið? Má þá ekki einmitt gera ráð fyrir að þörf sé á svona heilbrigðisþjónustu? Spyr sá sem ekki veit. Og ég var að vona að það hefði verið misskilningur hjá mér þegar ég skrifaði grein í Morgunblaðið 1995 og varaði alvarlega við að fara í stjórn með framsóknarmönnum af dapurri reynslu fyrri tíma. Þó að gott sam- starf hafi oftast verið með flestum ráðherr- um síðustu ára er ekki þar fyrir að sumir þeirra geta ekki leynt sínu svartasta fram- sóknareðli þegar þeim hentar. Allir, sem eitthvað þekkja til stöðuveitinga á sjúkra- húsunum núna, vita að framsókn- armenn hafa raðað sínum flokks- gæðingum á jötuna, í stjórnina og yfirmannastöður. Sumt af þessu fólki hefur varla hugmund um hvað nútímasjúkrahús er, hvað þá nokkra reynslu af rekstri nú- tímahátæknisjúkrastofnunar- .Gengið hefur verið fram hjá vel menntuðu starfsfólki með langa og farsæla reynslu sem hefur fylgst náið með allri þeirri tækni sem boðið er upp á í dag á 21. öldinni. Mér rennur til rifja er ég tala við mína fyrrum vinnufélaga sem ég hefi unnið með í áratugi, bæði á Landspítala og Sjúkrahúsi Reykja- víkur, hvernig komið er íyrir þeim. Mér skilst að sumir þeir sem áður voru í háum stöðum megi þakka fyrir að fá eitthvað að gera. Þeir sem höfðu mestu reynsluna og lengsta starfstímann fóru sumir hverjir verst út úr framsóknarsí- unni. Og ekki má gleyma garm- inum honum Katli, R-listanum í Reykjavík, sem hefur svo sann- arlega stutt dyggilega við að eitt stærsta og fjölmennasta ríkisbákn- ið hefur litið dagsins ljós. Sem starfsmaður Borgarspítal- ans alla hans tíð, og síðan Sjúkra- húss Reykjavíkur, vara ég ráð- herra alvarlega við því að koma í veg fyrir að einkasjúkrahús rísi og bið hana hugsa málið betur, það getur orðið styttra en hún heídur í að ríkisbákn þetta tæmist af starfsfólki og hvar stöndum við þá? Vita-A-Kombi oKa Höfundur er fv. deildarfulltrúi Sjúkrahúss Reykjavíkur. „hann a allt 4 6 Nei, hann á ekki bókina Ferð um ísland 1809 og hefur örugglega gaman af að lesa þessa ferðalýsingu, þar sem fólki og náttúru er lýst með glöggu gests auga ensks heiðursmanns, sem bar virðingu fyrir íslendingum þrátt fyrir alla þá eymd og vesaldóm sem mætti honum. Sá sem á allt hefur gaman af þessari bók, hann fær nýja sýn á margt, m.a. fær hann lýsingu utanaðkomandi manns á hundadagakónginum. Hann verður ekki fyrir vonbrigðum með þessa gjöf. Sjá nánar www.jolabok.is Karl Ormsson Gunnars Majones sf. Hafnarfiröi www.gunnars.is Leikhús þjóðarinnar ENGINN skyldi halda því fram að íslenskt leikhús sé úr tengslum við þjóðlífið. Að vísu hefur ýmislegt af því sem fram fer á sviði leikhúsanna litla skírskotun til margra sem leita frekar á náðir sjónvarps og kvikmynda. En á hitt ber að líta að sumar æsilegustu sýningar hinna leikandi stétta fara fram fyrir allra augum utan leikhús- anna sjálfra. Þær eru fluttar eins og andinn blæs mönnum í bijóst og af svo miklum tilfinn- ingahita þegar best læt- ur að öll þjóðin stendur á öndinni. Stundum eru þetta bara litlar Sápur um forsmáð egó en ósjaldan kámar gaman- ið svo úr verða harðvít- ugir svakamálaleikir. Dæmigerður söguþráð- ur er t.d. að hæstráð- andi við eitthvert af musterum Þalíu vinnur sér það til óhelgis að drepa, ef svo má segja, eitrað peð í því viðsjála manntafli sem þar er þreytt af inn- vígðum. Þannig hefst hildarleikur sem berst víða og endar gjaman með Leiklist Sá sem talar til leik- húsgesta í þessum upp- færslum, segir Davið Þorsteinsson, er ekkí William Shakespeare heldur einhver Guðjón bak við tjöldin. því að leikhússtjórinn er annaðhvort rekinn eða drepinn. Annar möguleiki er að leikhúsrýnir við einhvem fjöl- miðilinn fyllist ofdrambi og taki upp á að segja ekki bara kost heldur líka löst á sýningum leikhúsanna. Finnist honum tiltekin sýning vond segir hann það umbúðalaust og sleppir e.t.v. að taka fram að þrátt fyrir allt „var þó margt vel gert“. Rýnirinn er í einu orði sagt „ófaglegur" og það er dauðasynd. Umsvifalaust fer í gang fjöldi vítisvéla til höfuðs þessum manni. Hann er rakkaður niður í fjöl- miðlum, spottaður á árshátíðum, hæddur í bamaleikritum og sjálf Spaugstofan fer hamfömm gegn hon- um. Að lokum er hann svo auðvitað rekinn eða drepinn. Þetta, í hnpt- skum, er hið sanna þjóðleikhús ís- lendinga. Undanfarið hafa birst á síðum Mbl. ýmsar greinar um uppfærslur á Lé konungi hérlendis að fomu og nýju. Þessi opna umræða er að vanda mun skemmtUegri en sýningar leikhús- anna sjálfra. Langar mig nú til að leggja nokkur orð í belg og tel þá síst skipta máli að ég hafi litla þekkingu á leikhúsi. Aðalatriðið í hinum íslenska farsa er að allir séu með. Steinunn Jóhannesdóttir rithöf- undur og leikkona ritar í Lesbók 9.12. um uppfærslu Þjóðleikhússins á Lé árið 1977 undir stjórn Hovhannes Pil- ikian. Ekki sá ég þá uppfærslu en af lýsingu Steinunnar má ráða að Pilik- ian og leikarahópurinn hafi skoðað verkið gegnum mjög sérstakt hug- myndafræðilegt einglymi af nánast trúarlegum ákafa. Steinunn rekur meginstefin í kenningum Pilikians og getur þess að hann hafi einkum beitt „kynferðislegri söguskoðun“ við túlk- un sína á Lé. Það var hugmynd Pilik- ians að mennimir bak við auðmagn, arðrán og ofbeldi í heiminum væra allir „á valdi kynhvatarinnar". Mætti þá einu gilda hvort um væri að ræða „elliær, impotent fífl“ eins og Lé kon- ung eða grimmúðleg karldýr í fullu fjöri. Hinn lágvaxni og skeggprúði Armeni taldi að Lér konungur hefði ekki verið raunvemlegur faðir Kord- eh'u og að hann hafi þar að auki gimst hana kynferðislega. Þess er fyrst að geta að enginn fót- ur er fyrir því í texta Shakespears að Kordeha hafi verið rangfeðruð, engu DNA-prófi er til að dreifa og enginn sem les verkið opnum huga mun velkjast í vafa um að kenningin um „sifjaspell" er úr lausu lofti gripin. Verk- ið fjahar einfaldlega um allt aðra hluti, og öfug- sýn Pilikians á Lé er bara lýsandi dæmi um það að „Shakespeare er hið sæla veiðiland allra sem misst hafa jafnvægi hugans (Joyce). En þó að skilningur Pilikians á Lé hafi verið bæði þröngur og öf- ugsnúinn gaf hann leik- umm sínum þrátt fyrfr aht vissa sýn á verkið ólíkt ýmsum þeim sem undanfarið hafa sett Shakespeare á fjalimar hér- lendis. Slík sýn, þó bjöguð sé, er að líkindum ihskárri en hálfkák og fimb- ulfamb eins og það sem einkenndi ný- lega uppfærslu Guðjóns Pedersens á Lé konungi í Borgarleikhúsinu. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðing- ur fjallaði svo rækhega um uppfærslu Guðjóns í Mbl. þann 10.11. að þar er litlu við að bæta. Ég vh aðeins lýsa yf- ir furðu minni á þeirri viðleitni Guð- jóns að gera þennan mikla harmleik „skemmtilegan". Th þess nægði hon- um ekki að hafa aðeins einn trúð í leiknum heldur gerði hann ýmsar al- varlegar persónur bókstaflega að fífl- um. Andi farsans sveif yfir vötnunum eins fáránlegt og það nú er. Textinn var skorinn niður svo mjög að verkið varð lítt skiljanlegt þeim sem ekki þekktu það fyrir. Tónhstarbakgrunn- urinn var smekklaus. Verst var þó að verkið lét mann algjörlega ósnortinn; öllum var sama um þetta fólk og örlög þess. Flestir sem fara í leikhús th að sjá verk eftir Shakespeare gera það í frómri von um að sjá og heyra fagfólk flytja verk skáldjöfursins af fag- mennsku; svo einfalt er það. Áhorf- endur eiga í engum vandræðum með að setja sig inn í sögu sem gerist á öðmm tíma og í öðra umhverfi en okkar. Enginn fer th að sjá rokkvídeó. Það sem leikhúsgestum er hins vegar allt of oft boðið upp á er afskræmdur texti yfirkeyrður af músík, fíflagangi og lágsigldri hugmyndafræði. Sá sem talar til leikhúsgesta í þessum upp- færslum er ekki Wihiam Shakespeare heldur einhver Guðjón bak við tjöldin. Áhrifin era eftir því. í viðtali við Guðjón Pedersen í Mbl. 6.10.’00 undir fyrirsögninni „Við eig- um að vera undir smásjá" kemur fram að hann hyggst setja Beðið eftir Godot upp í vetur. Guðjón segir orð- rétt: „Beðið eftir Godot er verk sem margir leikhúsáhugamenn hafa beðið lengi eftir en hinn almenni áhorfandi myndi líklega segja að það væri leið- inlegt.“ Ég varð hissa á þessum um- mælum því sjaldan hef ég lesið fyndn- ari texta en Godot. En eftir að hafa séð Lé konungí Borgarleikhúsinu óar mig við þeirri tilhugsun að einhverjir baktjaldamenn fari að gera bragarbót á verki Beckets th að skemmta hinum „almenna áhorfanda11 sem Guðjón kahar svo. Ég vil því í allri vinsemd mælast th þess að Becket sjálfur fái að hafa orðið þegar þar að kemur því hann er, eins og Shakespeare, bestur óþynntur. Af verkum þeirra skáld- anna þarf ekkert að taka og við þau er engu að bæta. Að endingu langar mig th að óska Guðjóni Pedersen velfamaðar í starfi leikhússtjóra og leikhúsfóhd öhu góðs komandi leikárs. Megum við öll í leik- húsi þjóðarinnar, hvorum megin tjaldsins sem okkar staður er, bera gæfu th að læra af mistökum okkar og gera betur á ári komanda! Höfundur er menntaskólakennari. Davíð Þorsteinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.