Morgunblaðið - 21.12.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 21.12.2000, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Það er því engan veginn sambærilegt við það sjálfbæra líMki sem þrífst á grunnsævi og leirum Amamesvogar. Arkitektinn sýnir fullkomið skilnings- leysi á þörfum fugla og annars líMlds og hroka gagnvart náttúrulegu um- hverfiíþéttbýli. I greininni „Pödduvemdarar unnu rolludýrkendur" sviptir arkitektinn endanlega af sér vemdarhamnum og kemur til dyranna eins og hann lítur út og segir umbúðalaust skoðun sína á eðli og hlutverki náttúrunnar og rétti fólks til að hafa skoðun á umhverfi sínu. Þar fjallar hann m.a. um skæða og dýra „pödduvemdara" sem era einhvers konar „lausaleiksböm“ í annars skynsamri fjölskyldu fólks sem, eins og arkitektinn sjálfur, skil- ur „ ... að náttúran aðlagi sig og láti ekki skipa sér fyrir verkum... “ og „. .. að bestu íbúðahverfin séu á stöðum sem hefur verið gerbreytt af manns- hendi“. Hann hefur líka áhyggjur af því að manngerð náttúra sé metin sem einhvers konar „undimáttúra" enda gerir hann ráð fyrir snyrtilegum beðum og hávöxnum gróðri úti á land- fyllingunni. Arkitektinn virðist telja að „pödduvemdaramir“ hans eigi skilgetin afkvæmi í einhvers konar „perraðri“ vemdarstefnu nýbakaðra áhugamanna um náttúravemd sem þyrli upp, eignum sínum til verndar, fyrirbæram eins og „ormum, gæsum eða öðrum pöddum sem enginn hafði áður áhuga á nema til að veiða þær eða nota í beitu“. Þessi náttúrasýn arkitektsins er í samræmi við þann misskilda skólalærdóm hans „ ... að engin lifandi vera úr dýra- né plöntu- ríki vildi búa á höfuðborgarsvæðinu á Islandi, nema Seltimingar sem hugsa smátt“. Breytt viðhorf Arkitektinum er greinilega illa við að fólk skipti sér af meðferð svæða í nágrenni þess. En sem betur fer er stöðugt vaxandi skilningur á gildi náttúrulegs umhverfis. Umhverfis sem er ómótað af manninum og lýtur öðrum lögmálum en þeim sem hann setur. Fólk leyfir sér í æ ríkari mæli að láta í þós skoðun sína á meðferð náttúraviiya. Þetta á ekki hvað síst við um fólk sem býr í nágrenni slíkra vinja og þekkir þær því hvað best. Arkitektinn skortir augljóslega skiln- ing á vemdun náttúrannar. Af greina- skrifum hans má hins vegar ráða að hann telur sig eiga heimtingu á að hugmynd hans að landfyllingu í Am- amesvogi njóti vemdunar gegn af- skiptasemi fólks sem deilir ekki verð- mætamati hans og framtíðarsýn. Amamesvogur á sér tilverurétt sem náttúrasmíð, frumsmíð, sjálf- bært lífríki, tímalaus í fegurð sinni, aldrei eins nokkum dag. Tiltölulega auðvelt er að leggja steypu þótt eitt sé í tísku í dag og annað á morgun. Það viðkvæma náttúrasvæði sem hug- mynd er um að hefja landfyllingu í er óafturkræft ef það er skemmt. Það fjölskrúðuga lífríld sem hér um ræðir ætti að fá aukaþyngd á vogarskálum verðmætanna vegna nálægðar sinnar við þéttbýlið og forsetasetur landsins. Því verður seint haldið fram á okkar landauðuga Islandi að einhver lífs- nauðsyn sé að koma mannabyggð út í skráðar náttúraminjar. Svo vill til að Garðabær á nægilegt byggingarland til langrar framtíðar og hlutfallslega mest allra sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu. Væntanlega þrýtur bygg- ingarland í sveitarfélögunum á end- anum en það ætti að vera keppikefli þeirra að varðveita náttúraperlur sín- ar ogsérkenni. Dugnaður sveitarstjóma hefur lengi m.a. verið mældur í þeim hekt>- uram sem tekist hefur að koma undir steypu. En nú er öldin önnur. Með breyttum viðhorfum í umhverfismál- um verður frammistaða sveitar- stjóma ekki síður metin á grandvelli þess hvemig þeim tekst að gæta þeirra langtímahagsmuna að sldla náttúraarfi okkar til komandi kyn- slóða. Höfundur er kennari og býr á ÁJftanesi. • •••• Af hamskipt- "um arkitekts Brynja Dís Valsdóttir FRÓÐLEGT hefur verið að fylgjast með arkitektinum Bimi Ólafs fletta af sér næf- urþunnum ham nátt- úravemdarans á síðum Morgunblaðsins. í við- tali í Fasteignablaði Mbl. er lesendum kynnt hugmynd hans forvígismanna sand- dælufyrirtækisins Björgunar og bygging- arfyrirtækisins Bygg að meðalstóru sveitar- félagi á landfyllingu í Amamesvogi. Jafn- framt kemur fram að um bryggjuhverfi yrði að ræða. „Hugmyndin er að reisa þama lága byggð sem fellur vel inn í landslagið . . .“. Til að lýsa þessari lágu byggð birtast myndir af margra hæða ijölbýlishúsum og trjágróðri í beðum sem síðar á eftir að koma í ljós að er sú náttúra sem arkitektinunum er kærast, þ.e. hin manngerða. í við- talinu er arkitektinn í vemdarhamn- uíO ng heldur því blákalt fram að um- rædd framkvæmd sé lífríki vogsins til framdráttar, þ.e. „ ... að engin land- spjöll eru gerð með þessari byggð ... heldur verði allt þetta svæði enn bet- ur Mðað í framtíðinni“. Haft er eftir honum að áhuginn á þessu svæði sé mikill „ . . . enda leitun að öðra óbyggðu svæði á öllu höfuðborgar- svæðinu sem frá náttúrannar hálfu hentar jafnvel til íbúðabyggðar". Dælt úr Faxaflóa í Amamesvog »Það er hins vegar nokkuð önugt að 'pwíta mjög svo hentuga bæjarstæði skuli vera undir vatni og því þurfi samkvæmt áætlun framkvæmda- raðila að dæla um 700 þúsund rúm- metrum af skeljagrús af botni Faxa- flóa í Amamesvoginn og meira til úr námum á landi. Nú vill svo til að um- ræddur vogur er allur á náttúru- minjaskrá og á alþjóðlegum skrám yf- ir mikilvæg fuglasvæði í Evrópu sem ætlast er til að hafi forgang hvað varðar vemdun. Vogurinn er í miðju lífríkis sem er eitt af mestu fugla- svæðum landsins, m.a. hvað varðar fjölbreytileika tegunda. A farfugla- verurétt sem nátt- úrusmíð, segir Brynja Dís Valsdóttir, frum- smíð, sjálfbært lífríki, tímalaus í fegurð sinni, aldrei eins nokkurn dag. það verði að teljast nokkuð undarleg Mðunaraðgerð að reisa 1.250 manna byggð í Amamesvogi miðjum. Arki- tektinn hefur svarað gagnrýninni m.a. með samanburði við Tjömina í Reykjavík „ ... þar sem afar auðugt fuglalíf hefur myndast á síðustu áram í landslagi gerðu af mannahöndum". Hér birtíst framtíðarsýn arkitektsins sem ætlar sér augljóslega að betrum- bæta lífrQd Mðsæls, náttúralegs vogs með landfyllingu, fjölbýlLshúsum og bátaumferð. Vissulega fóstrar Reykjavíkurtjöm fuglalíf en það á að mestu leyti allt sitt undir manninum. tímanum má vikum saman sjá stöðugt nýjar breiður fugla sækja lifs- nauðsynlega orku og hvíld í fjörur og grann- sævi hans. Umrætt svæði er eini staðurinn á Suðvesturlandi þar sem margæsin hefur viðdvöl á leið sinni heimsálfa á milli. Auk þess er Am- amesvogurinn einn mMvægasti vetrar- dvalarstaðm- fugla á innnesjum og þýðing hans hefur farið vaxandi á undanfömum árum enda búið að eyðileggja megnið af leirum á höf- uðborgarsvæðinu með uppfyllingum og stíflum. Margir hafa orðið til þess að gagn- rýna þá nýstárlegu náttúruvemd sem landfyllingarhugmynd arktektsins gerir ráð fyrir. Bent hefur verið á að Arnarnesvogur á sér til- Byggingarland Þáttaskil í atvinnusögu Akureyrar VIÐ aldamót búa í „höfuðborg hins bjarta norðurs" rúm 15.000 manns og þar er miðja samgangna og viðskipta Norðlendinga, sem byggir á traustum granni fiskveiða, landbúnaðar og þjónustu. Við lok 20. aldar er staða atvinnulífs þann- ig að gamla iðnaðarstórveldið á Ak- ureyri, sem Sam- bandið og Slippstöðin stóðu undir er ekki lengur við lýði. Menn eru almennt sammála um nauðsyn þess að nýjar atvinnugreinar hasli sér völl hér í bæ. Það kostar vinnu þekkingu og framsýni - það krefur fólk um trú á getu og mögu- leika bæjarins. Tæki- færin til nýsköpunar atvinnulífs liggja í há- tækni-, líftækni- og upplýsingaiðnaði og nýbreytni í hvers kon- ar þjónustu. A undanförnum misseram hefur átt sér stað mikil breyting á atvinnuháttum í bænum. Verslun og þjónusta hefur aukið vægi sitt verulega og í nóvember á Uppbygging Akureyringar, segír Kristján Þór Júlíusson, ætla að taka ríkulegan þátt í að byggja upp það tækniþjóðfélag sem nú er í örum vexti. þessu ári hófst nýr kafli í versl- unarsögu bæjarins. Ný fyrirtæki á sviði upplýsingatækni hafa litið dagsins ljós og þau sem fyrir voru hafa aukið starfsemi sína. Gera má ráð fyrir að um 80-100 störf hafi orðið til í bænum á þessu sviði sl. 2-4 ár. Ný störf skipta tugum A ráðstefnu sem atvinnumála- nefnd Akureyrar hélt fyrir skömmu kom greinilega fram að Akureyringar ætla að taka ríkuleg- an þátt í að byggja upp það tækni- þjóðfélag sem nú er í öram vexti og eru tilbúnir til þess að leggja ým- islegt af mörkum til að stækka þar sinn hlut. Rúmum 6 vikum síðar var þessi vilji undirstrikaður með svo eftirminnilegum hætti að segja má að hinn 19. desember 2000 hefj- ist nýr kafli í atvinnusögu bæjarins. Þá skrifuðu fulltrúar Islenskrar erfðagreiningar, ÍE og Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, FSA, undir samning sem felur í sér viða- mikil samstarfs- og þróunarverk- efni, sem munu skapa forsendur fyrir tugum nýrra hátækni: og sér- fræðistarfa á Akureyri. ÍE mun stofna hugbúnaðardeild á Akureyri og fjármagna fyrst í stað innrétt- ingu húsnæðis í viðbyggingu við FSA. Auk þessa verður ráðist í framkvæmdir við nýbyggingu á lóð FSA. Gera má ráð fyrir að kostn- aður við þessar framkvæmdir við FSA nemi um hálfum milljarði króna á næstu þremur áram. Þá var við sama tækifæri skrifað undir samning milli ÍE og Háskól- ans á Akureyri um stofnun upplýs- ingatæknideildar við Háskólann með stuðningi ÍE, bæði faglegum og fjárhagslegum. Þar mun fólk geta numið upplýsinga- og tölvu- fræði til BS prófs og gerir rektor ráð fyrir um 20 nemendum í ár- gangi til að byija með. Loks vil ég nefna að sama dag samþykkti ríkisstjóm íslands að hefja byggingu rannsóknarhúss við Háskólann á Akureyri og er áætl- aður byggingakostnaður um millj- arður króna. Ekki er ljóst nú hversu mörg störf munu skapast á Akureyri í kjölfar þeirra samþykkta sem stað- festar voru hinn 19. desember sl. en full- yrða má að þau munu skipta tugum. Um er að ræða ný verðmæt störf vegna starfsemi IE norðan heiða, störf sem til koma vegna samstarfsverkefna og loks störf sem verða til við það að þjón- ustuþættir FSA og Háskólans munu efl- ast. Vaxtarsproti skýtur rótum Þáttur ríkisstjórnar íslands í þessu máli, undirstrikar þá áherslu sem byggðarleg þýðing þessara aðgerða hefur. Þetta er ánægjuleg staðfesting á vilja stjómvalda til þess að uppbygging þeirrar starfsemi sem hér um ræð- ir mun eiga sér stað á fleM stöðum á landinu en í Norðurmýrinni í Reykjavík og það ber að virða. Þegar einn helsti vaxtarsproti í ís- lensku atvinnulífi skýtur rótum með svo afgerandi hætti á Akur- eyri undirstrikar það vilja allra að- ila þessa máls til þess að ungt vel menntað fólk á þeim sviðum eigi annan valkost til atvinnu og þar með búsetu en Norðurmýrina þeg- ar það lýkur námi eða kýs að nýta færni sína hér heima í stað þess að stunda störf sín erlendis. Þetta mun ennfremur kalla á það að hingað mun sækja fólk af öðra þjóðemi, með ný viðhorf og bak- grann, sem víkka mun sjóndeild- arhring okkar og bæta það sam- félag sem hér grær. Að þessu leyti styrkir það byggð í landinu og með þeim hætti að landið allt nýtur - það er vel. Fjölskylduvænt umhverfi Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa lagt mikla áherslu á að hafa hags- muni fjölskyldunnar í fyrirrúmi og vinna að því að skapa hér fallegt, öraggt og vistvænt umhverfi. Mikil uppbygging er í skólamálum, íþróttamannvirkjum og auknum möguleikum til alls konar útivistar og mikil áhersla er lögð á öruggt umhverfi og heilbrigt mannlíf. Framboð þjónustu er hér afar gott, öflugt sjúkrahús og heilsugæsla, fjölbreytt framboð á námsbrautum, tónlistarskóli, myndlistaskóli, öfl- ugir framhaldsskólar og háskólinn ört vaxandi frá stofnun 1987. Akureyri er ákjósanlegur staður fyrir þá sem vilja búa í bæjarfélagi með mikið þjónustuframboð þar sem skilyrði eru sköpuð nútíma- fólki til að ala upp börnin sín í mannvænu umhverfi, þar sem vegalengdir era stuttar, mikil veð- ursæld (eins og allir vita) og stutt út í ósnortna náttúru. Staða Akureyrar um þessar mundir gefur því tilefni til bjart- sýni, sérstaklega þegar tekið er til- lit til þess að íbúum mun fjölga á þessu ári langt umfram undanfarin mörg ár. Samkepnni fyrirtækja um fólk á vinnumarkaði í bænum hefur hækkað launastig, ný hálaunastörf eru að skapast og þar með tæki- færi til enn frekari vaxtar bæj- arfélagsins. Við lok ársins 2000 er hafið nýtt skeið sóknar á Akureyri. Kristján Þór Júliusson Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.