Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 78
78 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Jy
Grettir
Hundalíf
r.
Hvers vegria bragðast holli
maturinn alltaf verr en sá sem
er óhollur? Þetta er
GJÖftöU SVO VEL, LUBBIMINN.
NÚ FÆRÐU NYJAN HOLLAN MAT
SEM INNIHELDUR MINNI FITU
06 MIKIÐ AF TREFJUM
Ljóska
Varstu ekki búin að heyra það? Hvað?! Það var of umdeilt Hvemig gat það verið umdeilt?
Skólanefndin er búin að slá Ég skildi það ekki einu sinni sjálf!
jólaleikritið þitt af..
1.
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Blessuðjólin ...
Frá Pórdísi Rós Harðardóttur:
BRAÐUM koma blessuð jólin, raula
ég fyrir dóttur mína meðan ég svip-
ast um eftir jólasögu að íslenskri
hefð í litlu bókinni sem okkur var
send fá dögunum. Hálf sorglegur
tónn í því kvæði, sem síðar var settur
í fersklegri göngutón fyrir jóla-
tréshátíðirnar.
Sem ég fletti í gegnum sögurnar,
rifja ég upp eigin æsku með sögum
af Grýlu og Leppalúða sem sóttu sér
óþæg börn, stungu þeim í poka og
átu. Það var nú sjaldnast farið í nán-
ustu smáatriði hvað varðar þær sög-
ur. En sem móðir heldur eitthvað
aftur af mér að segja börnunum mín-
um frá þessari undarlegu fjölskyldu
á fjöllunum. Drengirnir þrettán virð-
ast hinir örgustu þjófar og foreldrar
þeirra mannætur.
Hvernig jólakötturinn kom inn í
málið get ég ekki alveg skilið og er
ekki reiðubúin að útskýra fyrir börn-
um mínum. Því ekki þætti mér ólík-
legt að þau fengju eðlilega illan bifur
á köttum eftir þá frásögn. Vænn
hluti litlu jólabókarinnar segir frá
kettinum sem sækir á fátækt fólk,
étur mat þess og það sjálft ef engir
eru jólapakkarnir.
Einhverra hluta vegna urðu þess-
ar sögur til, sjálfsagt til þess að
tryggja börnunum nýja leppa að
minnsta kosti einu sinni á ári. Áður
fyrr var sögunni af jólakettinum
þröngvað upp á fólk og það skyldað
til að gefa bömunum gjaflr, í dag er
það spurning um að setja greiðslu-
kortin í botn til að bömin líti ekki illa
út meðal bekkjarfélaga sinna (tilgáta
höfundar).
Hér í Kanada þai- sem við höfum
búið undanfarin ár, heyrir maður
ólíkan tón á útvarpsstöðvunum. Al-
mennt em hin sígildu jólalög spiluð,
en einnig ýmsar uppákomm- til þess
gerðar að koma vöm og þjónustu á
framfæri. Hins vegar em hér stöðv-
ar minnihlutahópa, sem gefa upp
ástæður þess, að jólin séu tími glöt-
unar. Hreinlega stappa stáli hvert
íannað, að þetta muni líða hjá sem
hvert annað kýli. Þó almenningur
vilji ekki horfast í augu við það, geta
jólin verið sársaukafullur tími
margra sem ekki em megnugir að
kaupa sér og fjölskyldu sinni gleði.
Þrátt fyrú- gauraganginn í bræðr-
unum þrettán, þjófóttir og stríðnir
sem þeir áttu að hafa verið, virðist
samfélag okkar hafa verið reiðubúið
að samþykkja athæfí þeirra sem
skemmtilega tilbreytingu í kalda tíð-
ina og jafnvel að það stytti biðina að
hátíðarkvöldinu þegar Mður ríkti.
Meira að segja sveinarnir hættu
ólátunum og virtu Mðinn og ljósa-
dýrðina, áður en þeir lögðu af stað
heimleiðis hver af öðram. Svo einfalt
getur það verið.
ÞÓRDÍS RÓS
HARÐARDÓTTIR,
63 Muriel Avenue
Toronto, Ontario,
M4J 2Y1, CANADA.
Hlutabréf
framtíðarinnar
Frá starfsfólki í leikskólanum
Arnarborg:
HVAR LIGGUR auður þessa lands?
Hvernig er fjárfestingu til framtíðar
háttað? T.d. með inneignum á banka-
reikningum - hlutabréfum í ömgg-
um fyrirtækjum - fasteignum og
bflaflota? En hvar koma börnin okk-
ar inn í þessa framtíðarsýn um auð-
legð og velferð? Þau em framtíð
þessa lands og sá mesti auður sem
hægt er að hugsa sér - hlutabréf
framtíðarinnar! Hlutabréf rísa og
falla og þannig er það einnig með
börnin okkar. Þau rísa og falla eftir
umhverfínu sem við sköpum þeim til
andlegs og líkamlegs þroska. Fram-
tíðarsýnin á að felast í því að skapa
þessum einstaklingum gott umhverfí
til uppeldis og mennta.
Stöldmm aðeins við: Hversu oft
heyrum við ekki þessi fleygu orð um
auðlegð landsins í börnum framtíð-
arinnar - en hvað svo? Minnisstæð
em orð frú Vigdísar Finnbogadótt-
ur, fyrrverandi forseta íslands, um
menntun og gildi íslenskrar tungu
fyrir komandi kynslóðir. Nú hefur
verkfall framhaldsskólakennara
staðið á annan mánuð og ekki sér til
sólar í samningamálum. Næstir með
lausa samninga em gmnnskóla-
kennarar og leikskólakennarar. Við
sem störfum í leikskóla bíðum í of-
væni eftir því hvemig málum lykti
hjá kollegum okkar, því öll emm við
jú kennarar. Snúum okkur að leik-
skóladvöl bamsins. Hvaða kröfur
em gerðar til þessa fyrsta skólastigs
barnsins?
Margir foreldrar, sem betur fer,
gera kröfur til leikskólastarfsins og
starfsfólks sem vinnur í leikskólun-
um en það vill því miður brenna við
að krafan um góðan leikskóla víkur
fyrir feginleikanum er barnið fær
inni í leikskólanum. Að vinna í leik-
skóla er allt í senn: Erfitt, ögrandi,
hvetjandi og gefandi. En arðurinn er
ekki mælanlegur fyrr en bömin vaxa
úr grasi og skila sér út í þjóðfélagið.
Þá sannast hið forkveðna: Lengi býr
að fyrstu gerð. Yfirleitt er rætt um
uppbyggjandi uppeldi en til er líka
uppeldi sem rífúr niður og það er ör-
stutt þarna á milli. Starfsmenn leik-
skóla reyna eftir fremsta megni að
tileinka sér fagleg og vönduð vinnu-
brögð með barnið í brennidepli að
leiðarljósi. En það sér hver heilvita
maður að ef um tíð mannaskipti er að
ræða í leikskólanum er hætta á að
þessi gildi falli í skuggann fyrir því
að halda uppi lágmarksstarfi í skól-
anum. Það er tími til kominn að
starfsfólk geti lifað á Iaunum sínum
og borið höfuðið hátt. Nú er lag til að
breyta og tökum höndum saman til
að svo geti orðið.
F.h. starfsfólks í leikskólanum
Arnarborg,
HILDUR GÍSLADÓTTIR.
Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.