Morgunblaðið - 21.12.2000, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 21.12.2000, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 79 Reykja- lundur o g bók Rannveig- ar Löve Frá Sveini Indriðasyni: UNDANFARNA daga hefi ég verið að lesa bók Rannveigar Löve, Myndir úr hugskoti. Það er í sjálfu sér afrek hjá áttræðri konu, að skrifa bók upp á 344 blaðsíður. Hún virðist fara létt með það, þar sem minnið er ótrúlega traust. Rannveig er elst 15 systra, sem kenndar eru við við Réttarholt í Reykjavík. í bókinni segir hún frá búskap á Vatnsleysuströnd og í Réttarholti, sem hafði haldist lítt breyttur í þús- und ár. Hún segir frá því hvernig hún braust til mennta, lauk við Kennaraskóla, sérnám til sér- kennslu og Háskólanám. Þetta er í raun saga menntunar í 70 ár. Þá er sagan af baráttunni við berklaveikina ekki síður merkileg. Hún segir frá því, þegar hún þurfti að fara frá smábarni til dvalar á Vífílsstaðahæli og þá var eiginmað- ur hennar, Guðmundur Löve, sjúk- lingur þar. Sú barátta tók mörg ár. Hún segir söguna af stofnun SÍBS og undirbúningi að stofnun Reykja- lundai-. Vinnuheimilið tók til starfa 1. febrúar 1945 og um vorið 1945 komu þau hjón sem vistmenn að Reykjalundi, hún nr. 29 og Guð- mundur nr. 30. Guðmundur varð síðan starfsmaður SÍBS og síðan einn aðalhvatamaður að stofnun Ör- yrkjabandalagsins og framkvæmda- stjóri þess meðan honum entist ald- ur. Rannveig hefur alla tíð stutt SÍBS og Reykjalund. Setið í stjórn SÍBS og gegnt formennsku í Reykjavíkurdeild. Nú er verið að byggja stórt þjálf- unarhús á Reykjalundi. Árið 1998 safnaði þjóðin 5 milljónum ti þess- ara framkvæmda. Ennþá vantar samt 200 milljónir. Ég veit að það myndi gleðja Rannveigu ef þjóðin hugsaði vel til SÍBS á næstunni og keypti miða í Happdrætti SÍBS eða styrkti þessar framkvæmdir með öðrum hætti. SVEINN INDRIÐASON, Árskógum 8, Reykjavík. Götulifsmynd Frá Sigrúnu Ármanns sagði sú yngri. Það verða nú engin Reynisdóttur: jól hjá mér. Unga konan á frama- VEÐRIÐ var yndislegt um daginn þegar ég rölti niður Laugaveginn. Um himin sigldi rósbleikt ský og fjöldi marglitra jólaljósa lýsti upp skammdegið og setti hátíðarblæ á borgina. I húminu hoppuðu jóla- sveinar og börnin horfðu á, úr svip þeirra mátti lesa eftirvæntingu. Það er svo erfitt að bíða eftir jólunum þegar maður er lítill. Tíminn er svo voðalega lengi að líða. Á bekk sátu tveir eldri menn. Þeir spjölluðu glað- lega saman. Annar þeirra tók upp neftóbaksdós og bauð hinum, sem var með langan grænan trefii vafinn um hálsinn. Framhjá gekk kona í pels, röskum skrefum í kapphlaupi við tímann. Sú er nú fín sagði sá með trefilinn. Skyldi hún vera sæ- greifafrú? Ætli hún vilji í nefið? sagði hinn. Svo skellihlógu þeir báðir og snýttu sér hressilega. Áfram gekk ég og skoðaði í búðarglugga, meðan fólkið streymdi framhjá og bílar þutu um. Við einn gluggann stóð miðaldra kona í snjáðri kápu sem svo sannarlega hafði mátt muna fífil sinn fegri. Hún horfði löngunar- augum á fallegu vörurnar. Hún var ósköp föl og greinilega mjög leið. Allt í einu vatt sér að henni ung vel klædd kona og heilsaði henni: Hæ hæ hvað segir þú gott! Konan sneri sér seinlega frá glugganum. Sæl vertu, ég segi nú lítið. Hvað er að? spurði unga konan. Æ ég er búin að missa heilsuna og orðin öryrki. Ég dreg fram lífið af bótum og næ eng- an veginn endum saman. Eg er kom- in á svartan lista hjá bönkunum og geri vai-la annað en að ganga á milli lögfræðinga og reyna að semja. Unga konan leit á úrið sitt óþolin- móð. En hvað er að frétta af þér, góða mín? Ég er nýkomin heim úr námi og fer að vinna eftir áramótin, sagði unga konan. Já einmitt, sagði hin. Ég vildi ég hefði haft tækifæri til þess að afla mér menntunar þeg- ar ég var ung, þá væri ekki svona illa komið fyrir mér. Ég er nú að verða of sein, en kíktu til mömmu um jólin, braut gat ómögulega skilið hina óhamingjusömu konu, sem sam- félagið var búið að hafna, til þess hafði hún heldur ekki tíma. Hún kvaddi því í flýti og hljóp á brott. Konan vafði gömlu kápunni þéttar að sér og gekk á brott álút og hvarf inn í mannhafið. Það var eins og skin jólaljósanna hefði dofnað, og í huga mínum ferðaðist myndin af konunni í gömlu kápunni, sem misst hafði heOsuna, með mér alla leið heim. Ég gat ekki hætt að hugsa um hvort ég gæti eitthvað gert til að gefa ögn meira ljós gleði inn í líf þessa sam- ferðamanns míns sem hafði misst heilsuna. Sjálfsagt vantar enn tvö tonn af kærleik í ráðstafanir ráða- manna í ríkisfjármálum og þeim hin- um sömu virðist meira í mun að skila tekjuafgangi á blaði, sjálfum sér til eigin stjórnmálalegs og efnahags- legs skammtímasóma, þótt hluti af þeim efnahagslega ábata virðist fólginn í því að konan sem missti heilsuna gangi í sömu gömlu káp- unni sinni ár eftir ár, meðan heil- brigðir ganga um í hlýjum pelsum og selskinnskápum. Mér varð litið út um gluggann og sá að nágranninn hafði prýtt þriggja metra grenitré sitt með blikkandi diskóljósum, svo tunglið missti tilgang sinn þótt fullt væri. Ég lagðist til svefns og mig dreymdi forsætisráðherra baslast við það að festa diskóljós á tunglið, meðan konan í gömlu kápunni horfði undrandi á. SIGRÚN ÁRMANNS REYNISDÓTTIR, rithöfundur, Hraunbæ 38, Reykjarik. Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi Telpnastígvélin loksins komin • frábært verð Fjólublá st. 28-35 _ Rauð st. 28-35 Ver0 Svört st. 28-39 4.390 kr. Láttu okkur aðstoða þig við val á réttum innleggjum. ^Háateitisbraut 58 • Stmi 553 2300 Fyrir konur, karla, börn og kornabörn Ull - angóra - silki 100 gerðir af nærbuxum 200 gerðir af nærbolum Opið 10-22 * silkinærföt * merinóullarnærföt * sokkar * ökklahlífar * hnjáhlffar * mittishlífar * axlahlífar * úlnliðshlífar * tískunærföt svört og hvít * silkihúfur * lambhúshettur ull eða silki * vettlingar * inniskór Allt til að halda hita frá toppi til táar Náttúrulækningabúðin Hlíðasmára 14, Kópavogi, s. 544 4344. Jólatilboð 20% afsláttur fram að jólum Hiá Svönu Opið mán.-laugard. frá kl. 10-18. Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996. ólagjöfin hennarl Stuttir og síðir pelsar i úrvali Minkapelsar Tilboð 50Vo útborgun og eftirstöðvar vaxtalaust allt uð 12 mánuðum. Pelsfóðurs- kápur og jakkar Ullarkápur og jakkar með loðskinni Loðskin nsh úfur Loðskinnstreflar Loðskinnshárbönd Klassískur fatnaður Bocace-skór Þarsem vandlátir versla PELSINN Kirkjuhvoli, sími 552 0160, Raðgreiðslur i allt að 36 mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.