Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 80
iO FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ
í dag er fimmtudagur 21. desem-
ber, 356. dagur ársins 2000. Vetr-
^ arsólstöður. Orð dagsins: Biðjið
Drottin um regn. Hann veitir vor-
regn og haustregn á réttum tíma.
Helliskúrir og steypiregn gefur
hann þeim, hverri jurt vallarins.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Blackbird kemur í dag,
Goðafoss fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
' 'S.agarfoss, Ankerg-
racht og Svanur fóru í
gær. Ako, Pétur Jóns-
son og Hamrasvanur
koma í dag.
Fréttir
Bókatíðindi 2000. Núm-
er fimmtudagsins 21.
desember er 36322.
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðjudaga og
fimmtudaga frá kl. 14-
17.
Áheit. Kaldrananes-
kirkja á Ströndum á 150
ggji afmæli á næsta ári
ogþarfnast kirkjan
mikilla endurbóta. Þeir
sem vilja styrkja þetta
málefni geta lagt inn á
reikn. 1105-05-400744.
Frímerki. Kristniboðs-
sambandið þiggur með
þökkum alls konar not-
uð frímerki, innlend og
útlend, ný og gömul,
klippt af með spássíu í
kring eða umslagið í
heilu lagi. Útlend smá-
*ínynt kemur einnig að
notum. Móttaka í húsi
KFUM og K, Holtavegi
28. Reykjavík, og hjá
Jóni Oddgeiri Guð-
mundssyni, Glerárgötu
1, Akureyri.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9-12
baðþjónusta og bók-
band, kl. 9-16.30 penna-
saumur og bútasaumur,
kl. 9.45 morgunstund,
kl. 10.15 leikfími, kl. 11
boccia, kl. 13 opin
smíðastofa, kl. 9 hár- og
fótsnyrtistofur opnar
«4Búistaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9-9.45 leik-
fimi, kl. 9-12 myndlist,
kl. 9-16 handavinna og
fótaaðgerð, kl. 13 gler-
list.
FEBK félagar. Að af-
loknu jólahlaðborði og
annarri dagskrá í Gjá-
bakka, fimmtudaginn
21. desember é
vetrarsólstöðum verður
í boði heimsókn í Kópa-
vogskirkju á Borg-
arholti. Mæting við
kirkjuna kl. 14. Sr. Æg-
ir Sigurgeirsson segir
i'sögu kirkjunnar í stuttu
máli og kynnir safn-
aðarstarfið. Að því
loknu verður haldið til
baka að Gjábakka, þar
verður smákökuhlað-
borð fyrir þá sem það
vilja.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18-20. Kl. 9
böðun, hárgreiðslu-
stofan og handa-
vinnustofan opnar, kl.
13 opin handa-
, vinnustofan, kl. 14.30
'Vögustund.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 9. fótaaðgerð, kl.
(Sak. 10,1.)
10 hársnyrting, kl. 11.10
leikfimi, kl. 13 fóndur
og handavinna.
Félagi eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin alla virka daga frá
kl. 10-13. Matur í há-
deginu. Ath. Skrifstofa
FEB verður lokuð á
milli jóla og nýórs. Opn-
um aftur þriðjudaginn
2. janúai' kl. 10. Upplýs-
ingar á skrifstofu FEB í
síma 588-2111 frá kl.
10-16.
Félagsst. Furugerði 1.
Kl. 9 aðstoð við böðun,
smiðar og útskurður,
glerskurðarnámskeið og
leirmunagerð, kl. 9.45
verslunarferð í Aust-
urver, kl. 13.30 boccia.
Gerðuberg, Kl. 9-16.30
vinnustofur opnar, frá
hádegi er spilasalur op-
inn, kl. 13 boccia. Mynd-
listarsýning Hrefnu
Sigurðardóttur stendur
yfir. Veitingar í fallega
skreyttu kaffihúsi
Gerðubergs. Allar upp-
lýsingar um starfsemina
á staðnum og í síma
575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnnustofan op-
in, leiðbeinandi á staðn-
um kl. 9-15, kl. 9.30
gler- og postulínsmálun,
leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50
og kl. 10.45, kl. 13
klippimyndir og tau-
málun. Kl. 20-21 gömlu
dansarnir.
Hraunbær 105. Kl. 9-
16.30 bútasaumur,
perlusaumur og korta-
gerð, kl. 9 fótaaðgerð,
kl. 9.45 boccia, kl. 14
félagsvist.
Hæðargarður 31. Kl. 9-
16.30 opin vinnustofa,
glerskurður, kl. 9-17
hárgreiðsla og böðun,
kl. 10 leikfimi, kl. 13.30
bókabíll, kl.15.15 dans.
Hvassaleiti 56-58. Kl. 9
opin handavinnustofa
búta- og brúðusaumur,
böðun, fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 10
boccia, kl. 13 handa-
vinna, kl. 14 félagsvist.
Norðurbrún 1. Kl. 9
handavinnustofurnar
opnar, útskurður, kl. 10
leirmunanámskeið, kl.
13.30 stund við píanóið.
Vesturgata 7. Kl. 9
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15-12 að-
stoð við böðun, kl. 9.15-
15.30 handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13-14 leik-
fimi, kl. 13-16 kóræfmg.
Tréskurðarnámskeið
hefst í janúar, leiðbein-
andi Sigurður Karlsson.
Uppl. og skráning í
síma 562-7077.
Bridsdeild FEBK, Gull-
smára. Spilað mánu- og
fimmtudaga í vetur í
Gullsmára 13. Spil hefst
kl. 13, mæting 15 mín-
útum fyrr.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður, fatasaum-
ur og morgunstund, kl.
10 boccia og fótaaðgerð-
ir, kl. 13 handmennt,
körfugerð og frjálst
spil.
GA-fundir spilaffkla
eru kl. 18.15 á mánu-
dögum í Seltjarnar-
neskirkju (kjallara), kl.
20.30 á fimmtud. í
fræðsludeild SÁÁ, Síðu-
múla 3-5 og í Kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg á laugard.
kl. 10.30.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GI, s.
530 3600.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka bjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Vesturlandi:
Á Akranesi: í Bóka-
skemmunni, Stillholti
18, s. 431-2840, Dalbrún
ehf., Brákarhrauni 3,
Borgarnesi og hjá Elínu
Frímannsd., Höfða-
grund 18, s.431-4081. í
Grundarfirði: í Hrann-
arbúðinni, Hrannarstíg
5, s. 438-6725. í Ólafsvík
hjá Ingibjörgu Pétursd.,
Hjarðartúni 1, s. 436-
1177.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúki-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Vestfjörðum:
Á Suðureyri: hjá Gesti
Kristinssyni, Hlíðavegi
4, s. 456-6143.
Á ísafirði: hjá Jóni Jó-
hanni Jónss., Hlíf II, s.
456-3380, hjá Jónínu
Högnad., Esso-
versluninni, s. 456-3990
og hjá Jóhanni Káras.,
Engjavegi 8, s. 456-
3538. í Bolungarvík: hjá
Kristínu Karvelsd., Mið-
stræti 14, s. 456-7358.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Austfjörðum.
Á Seyðisfirði: hjá Birgi
Hallvarðssyni, Botna-
hlíð 14, s. 472-1173. Á
Neskaupstað: í blóma-
búðinni Laufskálinn,
Kristín Brynjarsdóttir,
Nesgötu 5, s. 477-1212.
Á Egilsstöðum: í
Blómabæ, Miðvangi, s.
471-2230. Á Reyðarfirði:
hjá Grétu Friðriksd.,
Brekkugötu 13, s. 474-
1177. Á Eskifirði: hjá
Aðalheiði Ingimundard.,
Bleikárshlíð 57, s. 476-
1223. Á Fáskrúðsfirði:
hjá Maríu Óskarsd.,
Hlíðargötu 26, s. 475-
1273. A Hornafirði: hjá
Sigurgeir Helgasyni,
Hólabraut la, s. 478-
1653.
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588-7555
og 588-7559 á skrif-
stofutíma. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Samtök lungnasjúk-
linga. Minningarkort
eru afgreidd á skrif-
stofu félagsins í Suð-
urgötu 10 (bakhúsi) 2.
hæð, s. 552-2154.
Skrifstofan er opin
miðvikud. og fóstud. kl.
16-18 en utan skrif-
stofutíma er símsvari.
Einnig er hægt að
hringja í síma 861-6880
og 586-1088. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavik. SÍMAR: Skiptiborð: 669 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 669 1329, fréttir 669 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
-£>TJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í Iausasölu 160 kr. eintakið.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Þakkir
ÉG er búin að vera með
falskar tennur í yfir þrjátíu
ár og hef aldrei getað notað
þær. Yngvi Jón tannlæknir
á Akureyri á heiður skilinn
fyi'ir tennumar sem hann
smíðaði fyrir mig og hann á
einnig heiður skilinn fyrir
alla hjálpina.
Guðmunda Guðmundsd.
Frábær þjónusta
GUNNHILDUR hafði
samband við Velvakanda og
langaði að koma á framfæri
þakklæti til Sólningar í
Kópavogi fyrir frábæra
þjónustu og lipurð. Hafið
mína bestu þakkir fyrir.
Misjöfn afgreiðsla í
húsgagnaverslunum
ÉG er búin að fara í nokkr-
ar húsgagnaverslanir og
hef fengið æði misjafna af-
greiðslu. Mig langar að
þakka versluninni Sætir
sófar í Kópavogi fyrir frá-
bæra þjónustu. Starfsfólkið
þar var einstaklega lipurt
og þægilegt.
Margrét.
Grár Volvo
FÖSTUDAGINN 15. des-
ember sl. Fyrsti snjórinn
féll í Reykjavík, ég er ný-
komin til landsins, tíl yl-
hýru ástkæru foldarinnar.
Ég býð móður minni í bæj-
arferð á Laugaveginn.
Ljósadýrð og snjóflyksur,
fátt fólk á ferli en yfir þessu
hvíldi dulúð og rómantík.
Æi, erfitt að fá bílastæði, en
ég er með litla göngugetu
(enda í gifsi núna) jú, lán-
samar, bíll bakkar út, beint
við búðina sem við ætluðum
í. Við bíðum, bílstjórinn
ræsir sinn bíl, þurrkar snó-
inn af (ca 1 mín.) en við
heyrum í fjarska að einhver
hggur á flautunni. Allir aðr-
ir rólegir og njóta dagsins,
enda Laugavegurinn aldrei
verið nein hraðbraut, frek-
ar sjarmerandi göngugata.
Jæja, bílinn bakkar út, við
keyrum inn, drepum á bíln-
um. Við móðir mín litum til
hliðar og okkur brá. Stór
grár Volvo hefur stoppað
fyrir aftan okkur. Undir
stýri er fullorðinn maður,
hann skrúfar niður rúðuna
og sendir okkur fingurinn.
Jæja, er þetta ísland í
dag?
Ég vona að elsku mann-
inum hafi liðið betur eftir
aðgerðina.
Við óskum honum gleði-
legrar hátíðar ljóss og frið-
ar og biðjum drottin um að
blessa hann.
Kona úr útlönduin.
Tapað/fundið
Karlmannsúr
í óskilum
MÁNUDAGSKVÖLDIÐ
18. desember sl. fannst
karlmannsúr á bilastæði
lögreglunnar við Pósthús-
stræti.
Upplýsingar í síma 557-
2468.
Grágræn ullarkápa
tapaðist
HÁLFSÍÐ, grágræn ullar-
kápa tapaðist á Gauki á
Stöng laugardagskvöldið
16. desember sl.
Einnig tapaðist veski
með snákamunstri á sama
stað. Upplýsingar í síma
552-6819.
Hurðaskellir
og Stúfur
VEIT einhvar hvort gamla
góða platan með Hurða-
skelli og Stúf er til á geisla-
diski og þá hvar? Upplýs-
ingar í síma 565-2085 eða
864-4259.
Gullkross
tapaðist
GULLKROSS með einum
litlum demanti tapaðist
annaðhvort fyrir utan
Sjúkraþjálfun Garðabæjar,
Garðaflöt, eða á bílastæðinu
Garðatorgi. Upplýsingar í
síma 565-6055 eftir kl. 16.
Dýrahald
Sex mánaða læða
hvarf að heiman
HÁLFPERSNESK sex
mánaða læða, ljósgrá og
hvít, hvarf frá Víðimel 56
fóstudaginn 14. desember
sl. Hún er með rauða ól með
göddum.
Ef einhver hefur orðið
hennar var eða veit hvar
hún er niðurkomin, vinsam-
legast hafið samband í síma
898-2426.
Kros
LÁRÉTT:
1 snjáidur, 4 knöttur, 7
minnast á, 8 sviku, 9
óhróður, 11 magurt, 13
hugboð, 14 nói, 15 gaffal,
17 atiaga, 20 blóm, 22
skóflar, 23 rík, 24 Ijúka,
25 ijóma.
*gata
LÓÐRÉTT:
1 glatar, 2 ýl, 3 svelgur-
inn, 4 fjöl, 5 er til, 6 kona
Braga, 10 urg, 12 verkur,
13 á litinn, 15 þegjanda-
leg, 16 votan, 18 dreg í
efa, 19 seint, 20 dysja, 21
landspildu.
LAUSN SIÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hrákadall, 8 lúkan, 9 tefja, 10 nót, 11 meija, 13
unaðs, 15 glaða, 18 smátt, 21 lét, 22 grand, 23 arfur, 24
hlunnfara.
Lóðrétt: 2 ríkur, 3 kenna, 4 duttu, 5 lyfta, 6 Glám, 7 rass,
12 jóð, 14 nem, 15 gagn, 16 aðall, 17 aldin, 18 starf, 19
álfur, 20 tóra.
Víkverji skrifar...
RÚV hefur í nokkur ár verið með
sjónvarpssendingar frá Al-
þingi. Ekki veit Víkverji hversu mik-
ið er horft á þessar útsendingar, en
hann grunar að það séu allmargir
sem fylgist með þeim. Pólitískur
áhugi á Islandi er þrátt fyrir allt enn
talsvert mikill. Víkverji veit einnig
til þess að margt fólk sem ekki er á
vinnumarkaði, t.d. aldraðir og ör-
yrkjar, fylgjast með störfum Alþing-
is af áhuga.
Sjónvarpsútsendingar frá Alþingi
eru hins vegar aðeins á þeim tímum
þegar hefðbundin dagskrá er ekki í
gangi. Útsetning Alþingis er því nær
daglega rofin áður en þingfundi er
lokið. Stundum er þetta bagalegt,
ekki síst þegar um fréttnæmar um-
ræður er að ræða. Sl. föstudag fóru
t.d. fram umræður á Alþingi um úr-
skurð samkeppnisráðs um samein-
ingu Landsbanka og Búnaðarbanka.
Beðið hafði verið eftir þessum úr-
skurði og ríkti mikil spenna um nið-
urstöðuna. Sameining bankanna
hefði falið í sér einhver mestu tíðindi
á íslenskum fjármálamarkaði í ára-
tugi. Sjónvarpið tók ekki tillit til
þessa heldur stöðvaði útsendinguna
þegar hún var rétt ný hafinn til að
koma að Sjónvarpskringlunni og
Leiðarljósi. Þarna hefði verði verið
eðlilegt að sýna alla umræðuna jafn-
vel þó að auglýsingatímar og sápu-
myndaflokkar hefðu riðlast. Fjöl-
miðill sem vill standa sig vel í því að
flytja fréttir af fréttnæmum við-
burðum hlýtur að gera það.
YÍKVERJI er þeirrar skoðunar
að borgaryíirvöld hafi ekki ver-
ið nægilega dugleg að bera sand á
gangstéttir að undanförau. Afar hált
hefur verið síðustu daga og veit Vík-
verji um þónokkra sem hafa dottið
illa og slasað sig. Tjón fólks sem
beinbrotnar er mikið og sömuleiðis
tjón samfélagsins. Fjárhagslega er
það því mikið mál að draga úr hálku
á gangstéttum, að ekki sé minnst á
þjáningar fólks sem meiðir sig.
XXX
YÍKVERJI er einn' þein-a sem
ekki hafa enn sett nagladekk
undir bílinn þrátt fyrir að vetur sé
löngu genginn í garð. Ástæðan er sú
að ekki hefur verið brýn ástæða til
að skipta um dekk. Það sem af er
hefur veturinn verið einstaklega
mildur. Víkverja telst til að það sem
af er vetrar hafi færð verið slæm í
tvo daga á höfuðborgarsvæðinu.
Þessa daga hefði verið gott að vera á
nöglum. Aðra daga hefur færðin ver-
ið góð. Að vísu verður að segjast að
oft er erfitt að komast um á bíla-
stæðum og heimkeyrslum ef bíllinn
er ekki á nagladekkjum. Það er hins
vegar spurning hvort ekki væri
hægt að leysa það með salti eða
sandi.
Nýverið var bent á það að mikil
loftmengun hlýst af því þegar nagla-
dekk tæta upp malbik af götunum.
Ef borgaryfirvöld gætu komið meira
á móts við íbúanna varðandi hálku-
eyðingu í heimkeyrslum og bíla-
stæðum gætu bifreiðaeigendur kom-
ið sér hjá því að aka um á
nagladekkjum. Síðan er spurning
hvort fólk getur ekki bara tekið
strætó þessa örfáu daga á ári þegar
göturnar verða illfærar.
XXX
INAR Sigurbjörnsson guð-
fræðiprófessor sendi Víkverja
bréf þar sem hann þakkar fyrir
ábendingar hans um jólasveina.
„Mig langar til að þakka Víkverja
dagsins í dag, 14. desember, fyrir
þörf orð um Grýlu og jólasveinana.
Ég er honum innilega sammála um
að þetta jólasveinafargan er orðið
yfirgengilegt. Þetta verður ágeng-
ara með hverju árinu sem líður og
hreinlega eins og látið sé í veðri vaka
að koma jólasveinanna sé aðalatriði
jólahaldsins.11
Víkverji þakkar fyrir sig. Það er
hins vegar greinilegt að sumir prest-
ar eiga í erfiðleikum með að standast
ágengni jólasveina. Víkverji heyrði
nýlega af jólaballi í safnaðarheimili í
Reykjavík þar sem jólasveinar voru
mættir. Þeir voru óvenju upp-
átækjasamir og gátu t.d. ekki sungið
jólalög með börnunum án þess að
snúa út úr textunum. Ekki kunnu öll
börn að meta lætin og bullið í þeim
því að sum fóru að gráta. Ekki virtist
það slá neitt á fyrirganginn í jóla-
sveinunum. Víkverji hefur efasemd-
ir um að jólasveinar eigi neitt erindi
inn í kirkjur eða safnaðarheimili.
Þeir eru nógu víða samt.