Skírnir - 01.01.1838, Síða 12
11
í öörum inánuÖi næsta árs, til a<5 taka [iar saisan
plögg sin og fara síðan lieim. IIin minnsta töf
eður mótþröi líðst ckki. Verði þeir ekki farnir
liurt þegar tíminn er kominn, en liafi þarámót samið
við landsmenn um ena svívirðiligu ópíumsverðslun,
þá mun á augabragði verða gjörð en harðasta ran-
sókn og straungustu refsingar verða viðhafðar,
skulu lögin þá verða kunngjörð alraenníngi og
rammar skorður viðreistar þessu óguðlega hátta-
lagi.”^
A Sýrlandi og í Gydingalandi voru geysi jarð-
skjáfftar við áraskiptin i fyrra, lirundu 49 bæir
að mestu og þarámeðal Tíberías, Nazareth og Acri,
og létust hérumbil 4,100 manns. (Sýrlands mun
framar verða getið síðar í Tyrkjasögunni.)
A Persalandi fer ekki vel fram og er það
mest konúnginum að kenna, þvi þó kaupverðslun
sé þar heldur að blómgast eptir samninginn þann
í fyrra við Breta, þá heimtar konúngur allar tekj-
urnar handa herliði sinu,og þegar þærekki hrökkva,
leggur hann nýa skatta á þjóðina, þvi hann vill
fyrir aungvann mun Játa af því fyrirtæki sínu
að ná undir sig Ileratslandi, og eru þó annarra
lauda konúngar að reyna til að fá hann frá þessu
óráði, og geingur Ellis sendiboða Breta best fram
í því, en það tjáir ekki; þjóðin unir þessu illa og
einkum hermennirnir, því konúngur getur ekki
ætíð borgað þeim mála í tækann tíma, svo þeir
eiga stuirdum hjá honum nokkurra mánaða mála,
og lýsti það sér í fyrra í September raánuði er
liann fór á stað í leiðángur á móti Heratsmönn-
uin, því þegar hann var kominn 50 milur vegar