Skírnir - 01.01.1853, Page 10
einníi Danmörku, og konungalögin birt þar. En á
hinn bóginn vilja þessir menn, ab Holsetaland sje
sem mest losab frá Danmörku, jjví aí) j)aí) er jiýzkt
land ab jjóöerni, og er líka í sambandinu jiýzka;
og fyrir alla muni vilja þeir koma í veg fyrir, ab
Holsetar hafi nokkra stjórn eba stofnan, eba í einu
orbi, nokkub sameiginlegt við Sljesvíkurmenn, svo
ab þýzkan læðist ekki þa&an inn í Sljesvík til að
spilla dönskunni. Flokkur þessi heitir þjó&ernis-
flokkur, og er þab rjettnefni, þegar á það er litið,
hvað mikla ást og virðingu hann hefur á ])jóðerni
sínu, og Norðurlanda yfir höfuð að tala. Og ef nú
þessir menn leyfðu oss, Islendingum, að halda eins
fast fram |)jóðerni voru og þeir halda sínu fram,
þá skyldi oss í sannleika þykja vænt um þá. Flokkur
þessi er líka kallaður Föð u rIa n dsflok k u r, af því
að ritstjóri blaðs þess, sem heitir l,iFöðurlandið‘‘\
heldur uppi svörum fvrir þessa menn; (lokkurinn er
enn kallaður Kiðarár-Danir, því að flokksmennirnir
vilja, eins og áður er sagt, að Danaríki nái ekki lengra
en til Ægisdyra, eða Eiðarár, sem rennur á milli
Holsetalands og Sljesvíkur. Annar flokkurinn er
j)essum næsta gagnstæður, hann berst fyrir því, að
halda ríkinu heilu og höldnu, og koma því öllu saman
í óaðgreinanlega einingu, þó bágt veiti að koma því
á, eða rjettara sagt, að hugsa sjer, hvernig því muni
verða á komið. þessi flokkur heitir alríkismenn
eða samríkismenn (Heelstatsmœnd, Samstats-
tnænd). Ur þessum flokki eru ráðherrar þeir, sem
getið er um, að konungur haíi kosið sjer 28. dag
janúarmánaðar.
Af því, sem áður er sagt, er það Ijóst, að breyt-