Skírnir - 01.01.1853, Page 13
17
hann þarf ekki a& ábyrgjast nema 4 af stjórn sinni.
Einnig er það í augurn uppi, að þab hlýtur aÖ valda,
og veldur líka, talsverÖum ruglingi og ósamkvæmni
í stjórnaralhofninni, aö konungur er einvaldur í
sumum hlutum ríkisins, en takmarkaöur í cinum
þeirra, Danmörku, og nú á Færeyjum síöan aö
grundvallarlögin voru birt þar. I auglýsingunni er
komizt hjer um bil þannig aö orÖi: “stofna skal og
grundvalla svo góöa sameiningu milli rikishlutanna,
aö þeir verÖi ein skipuleg heild, fyrst um sinn meö
því, aö sami maÖur hafi á hendi stjórn á samkynja
málum í öllu ríkinu, og þessu næst meö því, aö
koma á sameiginlegri stjórnarskipun fyrir hin sam-
eiginlegu mál.” Og lofar stjórnin, aö hún skuli svo
fljótt sem auöiö sje fara aÖ byrja á þessu. Stjórnin
lofar enn fremur aö gjöra allt þetta samkvæmt grund-
vallarlögunum.
I grein þeirri, er vjer færöum nú til úr kon-
ungsauglýsingunni, eru fólgin bæöi þau megin-
atriÖi auglýsingarinnar, er vjer gátum um, og skul-
um vjer nú drepa á, hvernig þeim hefur reitt af
hvorju um sig. Stjórnarathöfninni nýju var jafn-
skjótt komiö á, og hefur herstjórnarráÖgjafi Dana,
fíansen, gengiö drengilega fram, þar sem hann
hefur blandaö liöi hertogadæmanna svo saman viö
danska hermenn, aÖ fiestir hermenn hjer í borginni
eru þýzkir, en dönsku dátarnir eru aptur yfir í
Holsetalandi. þó kvaÖ mest aö þessu, þegar hann
kom meö lagafrumvarp fram á þinginu, sem var
svo lagaö, aÖ eptir því gat konungur sent danska
dáta í staÖ þýzkra úr Holsetalandi til sambands-
2