Skírnir - 01.01.1853, Side 20
24
erfóum fyrir dætrum FriSreks sjöunda, því þær eru
nú í íirnari lib í konungsættinni, þó þær sjeu ekki
lengra fram komnar.
En nú er enn fremur abgætandi, aí> kvennerfft-
ir gilda ekki í öllum ríkishlutum Danaveldis; því
í einum hluta Holsetalands, Gottorpseignunum,
sein svo heita, gilda einungis karlerfbir. En Rússa-
keisari, sem er hulzti erfingi hinnar elztu Gottorps-
ættar, og sem er því næstur til ab erfa jiessar eign-
ir, jiar eb Lovísa hefur ekki erfbarjett til þeirra, af
því hún er kvennerfingi, hefur fyrir sitt leyti eptir-
látib líristjáni prins þær, meban hann lifir og karl-
leggur hans. þannig getur Kristján orbib konungur
í öllum hlutum Danaríkis, þegar hann ab einu leyt-
inu hefur fengib Gottorpseignirnar hjá Rússakeis-
ara, og ab hinu leytinu eptirlætur kona hans honum
ab vera konungur í sinn stab í öllum hinum ríkis-
hlutuin Danaveldis, sem hún er sjálf arlgeng til.
En ab karlerfbir skuli gilda í Gottorpseign-
unum kemur til af því, ab Holsetaland (og Láenborg)
voru þýzk Ijen í fyrstu; en í öllum þeim lands-
hlutum, sem einhver fjekk ab Ijeni hjá keisaranum,
giltu karlerfbir eingöngu. Abólfur, sonur Fribreks,
konungs, hins fyrsla, fjekk Gottorpseignirnar í Hol-
setalandi og í Sljesvík ab Ijeni, og var kallabur her-
togi ab Gottorpi; frá honum eru komnir þrír ætt-
stublar: Rússakeisari er helzti erlinginn í hinum elzta
stublinum, Vasa ættin í mibstublinum, og hertoginn
frá Aldinborg í hinum yngsta. þab er mönnum
kunnugt, hversu ab Svíakonungar, vegna mægba
þeirra, sem voru meb þeim og hertoganum, hábu margar
orrustur vib konunga Dana, ogab þessum ófribi linnti