Skírnir - 01.01.1853, Page 27
31
því — og eru þeir þar á sama máli og alríkismenn
—, a& þeim þykir þjó&ernismenn vilja abgreina sig
of einstrengingslega frá þjóbverjiim, og lýsa í því
bæfii of miklum sjálfbyrgingskap, og meira kappi og
þjóÖhatri, en hagsýni og stjórnvizku; þeir eru
hræddir um, að þeir muni draga ör fyrir odd á
frelsi Dana, og geti hjer fariö, eins og spak-
mæliö segir, ‘;þegar á aö fara betur en vel, þá
fer opt verr en illa”, því Danir hljóti þó aö játa,
aö þeir veröi að fara varlega á þessum tímum, og
þeir hljóti þó aö minnsta kosti aö hneigja sig, þó
þeir lúti ekki svo djúpt fyrir nauÖungarvaldi Noröur-
álfunnar; þaö veröi líka aö koma einhverri einingu
og skipulagi á allt ríkiö. Bændavinirnir eru einkum
hræddir um, ef Danir beita nú of mikilli þrjózku
og þrákelkni viö því, sem meginríkin vilja vera láta,
sem er, aÖ öllu ríkinu sje haldiÖ saman í einni
heild, og aö Sljesvík komist ekki inn undir grund-
vallarlögin, heldur fái þing fyrir sig, og eins Hol-
setaland og Láenborg, þá muni, ef til vill, takast svo
illa til, aö DanirverÖi neyddir til aö umsteypa öllum
grundvallarlögum sínum, og kosningarlögin veröi þá
gjörö ónýt; en þá eru bændurnir frá meÖ lögum, eink-
um leiguliðarnir, til aö kjósa menn sína og fá þá inn á
þingiö. En margir af bændavinunum og vinum þeirra
yfirgáfu þennan llokk og slógust í lið meö þjóöernis-
mönnum. Hinir, sem fylgdu stjórnarherrunum, uröu
því ekki nógu margir til aö vinna rnálið. Vjer höf-
um nú sagt, að skoðun alríkismanna og bændavin-
anna kæmi saman, og er það svo í aðalefninu, en
ekki fullkomlega í því, hvernig þeir vilja aö skipa
skuli til um stööu hertogadæmanna í ríkinu; kallar