Skírnir - 01.01.1853, Page 34
flokki nokkrum í SvíþjóÖ, er kallast Lesend ur.
þeir heita svo af því, ab þeir lesa svo mjög heil-
aga ritningu, og trúa þeir ekki á annab gubsorb en
hana og nokkur rit eptir Lúter og einstaka gubs-
menn abra. þetta ár hefur nú borib venju framar
mikib á flokki þessum. I einni sókn upp í Döl-
unum hafa orbib svo mikil brögb ab því, ab flokkur
þessi hefur sagt sig úr lögum vib þjóbkirkjuna og
valib sjer prest úr sínum flokki. þab sem einkum
skilur þá frá rjettum prótestöntum er, ab þeir segja
ab svndakvittun sú, er prestar veiti, sje meb öllu
röng og óheimilub eptir heilagri ritningu; því hvorki
hafi Kristur sjálfur nje postular hans fyrirgefib nokkr-
um manni syndir sínar, þó hann hafi einlæglega
játab þær, og sagzt ibrast þeirra. Ab öbru leyti
gjalda þeir og rækja skyldur sínar í mannlegu fje-
lagi. þetta hefur vakib athygli manna, og hefur
verib höfbab mál á móti þeim.
Menn skyldu nú ímynda sjer, sem heyrt hafa
Gústafs Abólfs g'etib, ab í Svíþjób væri trúarfrelsi;
en þab er ekki því ab heilsa. I grundvallarlögum
Svía segir reyndar, ab konungur megi ekki leggja
bönd á samvizku manna, heldur leyfa þeim ab trúa
hverju sem þeir vilja, þegar þeir ab eins raska ekki
almennri reglu. En tilskipun er til'frá árinu 1726,
er bannar einstökum mönnum alla fundi um trúar-
efni. þessu hefur nú samt ekki verib fylgt strengi-
lega fyrr en nú; þab hefur heldur ekki verib svo
hægt ab beita þvf vib Lesendur, þar sem fjelög
þeirra eru hingab og þangab yfir alla Svíþjób, þó
einkanlega norban til og upp í Dölunum. Menn
kenna trúaránaubinni í Svíþjób um ab fjelög þessi