Skírnir - 01.01.1853, Page 40
44
þekkingu me&al Finnanna. Nú sem stendur erkenn-
ari í lappnesku viS háskólann í Kristjaniu.
II.
ENSKAR þJÓÐIR.
Eptir Norfemanna þjófeirnar teljum vjer þá eptir-
komendur Engilsaxa og Norfemanna, voldugustu og
frjálsustu jíjófeir heimsins, Breta og þjófeveldismennina
í Sambandsríkjunum í Noröur-Ameriku, og sökum
þess afe Bretar eiga afarmikil lönd í Austurálfu, Sufeur-
álfu og Eyjaálfunni (Australíu), og Sambandsríkin ráfea
mestu í Vesturheimi og ætla nú jafnvel afe fara afe
sýna veldi sitt austan til í Austurálfu, virfeist rjettast
afe geta þessara heimsálfna einkum um leife og sagt
er frá ríkjum þessum, því fátt gjörist þar sögulegt
svo afe önnur hvor þessara þjófea eigi ekki einhvern
þátt í því. — Hvergi Iýsa ávextir frelsisins sjer betur
en í löndum þessara ríkja, og hvergi á þafe eins
óhult skjól eins og þar, og er þafe heillavænlegt
fyrir sögu mannkynsins, afe þessar þjófeir, sem sök-
um dugnafear síns og framtakssemi virfeast ætlafear
til afe byggja hinn nýja heim, og cndurskapa menntun
og nýtt líf í hinum gamla heimi, skuli vera svo
frjálsar, því lítife væri unnife, þó aö þær þjófeir, sem
ekki hafa vit nje lag á afe stjórna sjer sjálfum,
færu afe stofna ný ríki í öferum heimsálfum.
Ekki leyfir stærfe Skírnis afe greina eins ná-
kvæmlega og þörf væri á frá hinum stórkostlegu
framförum þessara þjófea, sem lifa enn eins og afe
undan förnu í bezta frifei heima hjá sjer.